Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 20
24 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Iþróttir unglinga Bikarúrslit 3. flokks karla í handbolta: Þorbjorn Jensson stjorn- aði B-liöi 3. flokks Vals „Ég hafði bara gaman af þessu. Ég skildi sjónarmið Óskars og Boris að þeir vildu vera hlutlausi aðilinn í þessum leik. Þeir voru búnir að tala við mig fyrir hálfúm mánuði um að koma og stjóma liðinu. Ég var tregur fyrst en síðan ákvað ég að taka þetta að mér. Við (B-lið) náöum að stilla saman okk- ar strengi og standa verulega í þeim meirihluta leiksins en fyrir klaufaskap töpuðum við þessu niöur. Það eru 10 til 15 leikmenn í 3. flokki Vals sem myndu sóma sér vel í hvaða A-liði sem er og það það þarf ekki að kvíða því að 1980- og 1981-árgangarnir skili sér ekki upp i meistaraflokk," sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari eftir leik en Guðjón Guðmundsson stjómaði A-liðinu í umræddum leik. Þaö má því með sanni segja að strákamir hafi verið í góðum höndum. Þess má geta að Þorbjöm afhenti verðlaunin í leikslok. Hér má sjá 3. flokkslið FH sem varð bikarmeistari á dögunum. Þjálfari liösins er Slavko Bambir en liðið er einnig deildarmeistari í vetur. Valsliöin tvö saman komin en þau komu sér örugglega á spjöld íslensku handboltasögunnar. A-liðið er í hvítum treyjum en B-liðið er í rauðum. flokki Vals gaf kost á þessu eins- dæmi i íslenskri handboltasögu. B-liöiö klaufar Leikurinn var líka hin besta skemmtun og B-liðið stríddi A-lið- inu allverulega allan leikinn. Leik- menn B-liðsins voru i raun klaufar að klára ekki leikinn en þeir höfðu 3 marka forustu sjö mínútum fyrir leikslok en A-liðið náði að jafna og tryggja sér framlengingu. í fram- lengingunni hafði A-liðið betur og „björguðu" andlitinu en það hefði heldur betur kórónað daginn ef ofan á allt hefði B-liðið unnið bikarinn. Hitaö upp í fótbolta Fyrirliðar liðanna, Bjarki Sigurð- son (A) og Fannar Þorbjömsson (B), sögðu að þetta hefði verið skemmti- legur leikur en annars hefði hann ekkert sett sérstakan svip á undan- fama daga nema það að fyrr þennan dag var hitaö upp í fótbolta og að sjálfsögðu var skipt í A-lið á móti B-liði. Eitt er víst að herbúðir Vals- manna eru vel vopnum búin fyrir framtíðina ef litið er á 3. flokk.-ÖÓJ FH bikarmeistari i 3. flokki kvenna FH varð bikarmeistari í 3. flokki kvenna. Þær unnu stórsigur á Fram, 21-8, f úrslitaleik. Hér að ofan má sjá fyrirliða FH, Karen Guðmundsdóttur, meö bikarinn. Guðrún Hólmgeirsdóttir skoraði flest mörk fyrir FH eöa 6, en Gunnur Sveinsdóttir skoraði 5 auk þess að eiga 4 stoðsending- ar. Hjá Fram skoraði Katrín Tóm- asdóttir flest eða 4. Bikarúrslitaleikurinn var mjög ójafn enda haföi FH-liðið þegar slegiö út sína hörðustu and- stæöinga Gróttu-KR og Val. Und- anúrslitaleikuirnn við Val var af mörgum talinn hinn réttmæti úr- slitaleikur. Tvöfaldur sigur í 4. flokki Margur hefði ömgglega rekið upp stór augu ef þeir hefðu litið inn í Valsheimilið 8. apríl síðastliðinn því þá var leikinn bikarúrslitaleik- ur í 3. flokki karla. Ekki kom sjáif- ur leikurinn á óvart heldur liðin sem léku hann en þau vora bæði úr herbúðum Vals. Sú ótrúlega tilviljun að þau skyldu ekki dragast saman fyrr í kepninni og gífurleg breidd í 3. Valur vann bikarinn bæði i 4. flokki karla og kvenna. Hér aö ofan má sjá Kristínu Þóru Haraidsdóttur fagna því aö bikarinn væri kominn í Vaishöfn í 4. flokki kvenna en Valur vann þar FH 13-12 eftir að þaö hafði veriö jafnt í hálfleik., 6-6. Valsmenn unnu Þór frá Akureyri í úrslitaieik 4. flokks karla 17-13 eftir að hafa haft yfir 10-6 í leikhléi. Úrslit um næstu helgi Fram undan eru úrslit í 4. og 3. flokki í Austurbergi um næstu helgi og þá kemur í Ijós ef Valsmenn ná að fylgja eftir góöum árangri í bikarnum. Unglingasíöan veröur á staðnum og segir frá því á næstunni. DV-myndir ÓÓJ Úskar Ó.Jónsson Þjálfararnir Þeir tveir sem standa að baki frábærum hópi í 3. flokki karla, þeir Óskar Óskarsson og Boris Bjarni Abkaschev. Þeir eru hér með fyrirliðum liðanna eftir leik. - Allir sáttir að leikslokum Fyrirliðar A- og B-liös Vals hlaupa sigurhring með bikarinn eftir leik liðanna í bikarúrslitum 3. flokks. Ekki er það oft sem bæði liö eru sigurvegarar. Urslitaleikur í 3. flokki karla Valur (l)-Valur (2)...16-15 Tölur úr leiknum: (4-6), 7-10, (11-11), 11-13, 13-14, 16-15. Mörk Vals (l):Bjarki Sigurðsson 7/1, Snorri Guðjónsson 2, Ragnar Ægis- son 2, ísleifur Sigurðsson 2, Arnar Friðgeirsson 1, Davið Höskuldsson 1, Styrmir Hansson 1. Benedikt Ólafs- son og Stefán Hannesson skiptu leik- tímanum á milli sin í markinu. Mörk Vals (2): Bjöm Guðmundsson 7, Mikael Pálsson 4, Hannes Jónsson 1, Grétar Þorsteinsson 1, Erlendur Egilsson 1, Ámi Sveinbjömsson 1. Ólafur Egilsson varði mjög vel i markinu. Umsjón Bikarúrslit 3. flokks karla i handbolta: Valsmenn unnu Val - ekkert gefið eftir í leik milli tveggja Valsliða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.