Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 7 Drottningarfórn Sú saga gengur aö niðurstaðan sem fékkst með afsögn þriggja bankastjóra Landsbankans sé runnin undan rifjum Finns Ing- ólfssonar viðskipta- ráðherra. Hann hafi fengið Helga S. Guðmundsson bankaráðsformann til að garfa í lax- veiði- og risnumál- um bankastjór- anna í þeirri von að Halldór Guð- bjamason stæði einn af sér rannsóknina. Þar með næði hann fram þeirri hug- mynd sinni, sem sjálfstæðismenn stöðvuðu, að einn bankastjóri bæri alla ábyrgð. Þetta gekk eftir að öðru leyti en því aö óljóst er hver verða örlög HaUdórs Guðbjama- sonar, fráfarandi bankastjóra, en naíhi hans, HaUdór Jón Krist- jánsson, trónir nú einn á toppi Landsbankans. Finnur fómaði því drottningunni en vann skákina ... Brimarhólmur Sú ákvörðun Þorsteins Páls- sonar dómsmálaráðherra að færa Sigurð Gizurarson, hinn um- deilda sýslumann Akumesinga, til Hólmavikur hefúr vakið kurr meðal heimamanna og reyndar annarra. Sighvatur Björg- vinsson, alþing- ismaður Vest- firðinga, var reiður mjög og talaði m.a. um Brimar- hólmsvist. Dómsmálaráðherra þótti takast vel upp þar sem hann greip ummæli Sighvats á lofti og sagðist vanari því að þingmenn töl- uðu af meiri virðingu um kjör- dæmi sín ... Óhæft til birtingar Deilur um hinn makalausa spumingaþátt Gettu betur hafa heldur betur undið upp á sig og út- varpsráð hafnaði nýverið kröfu Menntaskólans við Hamrahlíð um að úrslitakeppnin við MR yrði úrskurðuð ógild vegna mis- taka í spuming- um. Eins og Sand- kom hafði áður greint skilmerki- lega frá hafa dómari og stjóm- andi verið umdeildir fyrir slaka stjóm. Davíð Þór Jónssyni, spyrli og „skemmtikrafti", er lítið skemmt yfir þessari umfjöllun og sendi hann sandkomaritara rit- gerð til að undirstrika þaö. Hann tók skýrt fram að bréfið væri ekki til opinberrar birtingar. Það var reyndar óþarft þar sem efni þess var með slíkum ósköpum að það var óhæft til birtingar ... Mogginn fúll Árlegri spurningakeppni fjöi- miðlanna á RÚV er nú lokið. Þar urðu lyktir þær að Stúdentablaðið gjörsigraði andstæðinga sína. Und- anfarin ár hefur Mogginn staðið framarlega í keppn- inni en varð nú að lúta í gras. Ekki mun mikil ham- ingja vera meðal Moggamanna og þeir tapsámstu þar á bæ segja berin súr og ekki að furða þó einn þeirra minnstu bræðra hafi sigrað. Helstu andans menn Háskólans hafi verið tilkall- aðir í liö Stúdentablaðsins án tiilits til þess hvort viðkomandi tengist blaðinu. Það skemmtilega við þetta allt saman er að einn íþróttafrétta- manna Moggans var í liði Stúdenta- blaðsins. Engar spurnir hafa borist af því hvort Mogginn hafi kært til útvarpsráðs ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Fyrsta réttarhaldið í máli Esra Péturssonar og Ingólfs: Sækjandi vísar i minn- ingargreinar Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sem sækir mál á hendur Esra Péturssyni og Ingólfi Margeirssyni vegna bókarinnar Sálumessa syndara, sagði við þingfestingu málsins að hann mundi m.a. byggja mál sitt á minningargreinum um fyrrum sjúk- ling og ástkonu Esra í aðalréttarhöldunum sem hefjast í lok mánaðarins. Jón Magnús- son, verjandi Ingólfs, lagði fram þá spum- ingu til ákæruvaldsins hvort það að gera slíkt væri „ekki á mörkum þess að ____ vera viðurkvæmilegt". Kolbrún Sævarsdóttir sækjandi kvað svo ekki vera og svaraði m.a.: sem hann komst að sem læknir og lét birta í bókinni fyrir síðustu jól. Með þessu telur ákæruvaldið Esra hafa brotið læknalög og lög um friðhelgi einkalífs. Ingólfur, sem skráði bókina og gaf út, er ákærður fyrir hlutdeild. Honum er gef- ið að sök að hafa birt framangreindar upplýsingar i samvinnu við Esra. Ingólfur er ákærður fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs. -Ótt Esra Pétursson mætir í dómsalinn. Við hlið hans er Gísli Baldur Garðarsson hrl. sem mætti í fyrsta þinghaldið í forföllum Skarp- héðins Þórissonar sem mun verja Esra. Á innfelldu myndinni heilsast Ingólfur Margeirsson og Jón Magnússon hrl., verjandi hans. DV-myndir E.ÓI. Guðmundur Torfason, knattspyrnuþjálfari „Þetta ver&ur hörku- leikur og Dortmund á ágæta möguleika þrátt fyrir tapiö á Spáni. “ „Ég ætla að nota þetta“ „Ég lýsi mig saklausan af ákær- unni,“ sagði Esra Pétursson geð- læknir í dómsalnum þegar Pétur Guðgeirsson héraðsdómari spurði hann um afstöðu hans til ákæru lög- reglustjóraembættisins á hendur honum. Höfundurinn og útgefand- inn, Ingólfur Margeirsson, svaraði því sama: „Ég lýsi mig saklausan af þessari ákæru.“ Þegar þessar yfirlýsingar Esra og Ingólfs lágu fyrir sagði Pétur dóm- ari að augljóst væri að aðalmeðferð yrði að fara fram. Hann hefur kall- að til tvo meðdómendur, héraðs- dómarana Auði Þorbergsdóttur og Steingrím Gaut Kristjánsson. „Ég vil beina sérstakri áskorun til ákæruvaldsins um það hvaða ummæli það eru í bókinni sem ákært er fyrir,“ sagði Jón verjandi. Kolbrún vísaði þá til þess að svo væri gert í ákæru. Þau ummæli sem ákært er fyrir eru tiltekin úr 49. og 50. kafla Sálumessunnar. Esra er ákærður fyrir að hafa skýrt frá sjúkdómum, sjúkrasögu og öðrum einkamálum fyrrum sjúklings síns B.DOHTMUHD -REflLHRDRID " Miðvikudaginn 15. apríl kl. 18:00 Áakrlftaraímlnn ar S1S B100 Snjóléttasti vetur í 34 ár DV, Hólmavík: Vegurinn yfir Klettsháls var snjó- hreinsaður í síðustu viku og við það opnaðist landleiðin af þjóðvegi 1 til Patreksfjarðar og Bíldudals. Aðeins tók einn dag að ryðja leið- ina yfir Klettshálsinn og hefur sjald- an í annan tíma þurft jafnlítið fyrir því að hafa, að sögn Magnúsar Helgasonar, bónda i Múla. Hann býr steinsnar frá. Veturinn sem fer senn að telja út fer í flokk með þeim snjóléttustu á síðustu áratugum. Þarf jafnvel að leita allt aftur til ársins 1964 til að finna hliðstæðu hans. -GF Strandasýsla: Ær fundust í Kollafirði DV Hólmavík: Fimm kindur frá bænum Múla í Kollafírði - næsta firði sunnan Steingrímsfjarðar - komu í leitimar og var náð í hús fyrir stuttu. Þær höfðu gengið úti lungann úr vetrinum. Allt voru þetta ær sem lömb höfðu verið tekin undan sl. haust. Fyrir alllöngu náðust tvær úr þessum sjö kinda hópi. Að sögn Magnúsar Helgasonar, bónda í Múla, eru þær sem síðast náðust allvel á sig komnar enda bæði snjóléttur og veðurgóður vetur verið á þessum slóðum. En víst má telja að þær verði lamblausar næsta sumar. -GF um VINTERSPORT ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.