Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 10
10 lennmg MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1998 Nýtt bókmenntarit Þeir heita Sigurður Ólafsson og Sölvi Bjöm Sigurðarson og eru að útskrifast úr MR - forn- máladeild - í vor, og þeir eru atorkumenn. Rétt fyrir páska kom út ritið Blóðberg með vönduðu bókmenntaefni eftir þá, greinum, viðtölum, ljóðaþýðingum og jafnvel frumsömdum ljóðum. Þeir hafa haft brennandi menningaráhuga frá barnæsku en ekki gefíð neitt út fyrr en núna. Þetta á ekki að verða tímarit - bara stakt safn, en minna má á að aldrei kom út nema eitt hefti af tímaritinu Verðandi á sínum tíma og hefur það þó haft drjúg áhrif í bókmenntasögunni. Fyrsta og lengsta greinin í heftinu fjallar um Magnús Ásgeirsson skáld, þýðanda og ritstjóra, líf hans og list. Hún er eftir Sölva sem raunar er barnabarn Magnúsar, þannig að hann á ekki langt að sækja menningaráráttu sína. Önnur ít- arleg grein heitir „Væringjarnir" og fjallar um „íslenska blómaskeiðið í dönskum bókmennt- um“. Margt fleira er í ritinu. - En af hverju gefið þið út svona bók sjálfir - var enginn vettvangur fyrir þetta efni í blöðum eða tímaritum landsins? „Sjálfsagt hefði verið hægt að koma þessu að í Tímariti Máls og menningar eða öðrum slíkum ritum,“ segir Sigurður. „Okkur fannst bara miklu skemmtilegra að gera þetta sjálfir og meiri reynsla að hafa fylgt heilli bók eftir frá upphafi til enda,“ bætir Sölvi við. Af tímaritum höfðu þeir félagar aðallega gluggað í Tímarit Máls og menningar og höfðu það svolítið til hliðsjónar við sína útgáfu. Skím- ir þótti þeim nokkuð fræðilegur og ekki höfðu Siguröur Ólafsson og Sölvi Björn Siguröarson. Atorkusamir ungir menningarvitar. DV-mynd ÞÖK þeir séð nýjan Fjölni en fannst að heilmikið sjálfsálit þyrfti til að skíra tímarit því nafni. - Koma fleiri rit frá ykkur þó að þau heiti ekki Blóðberg? „Nei, ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Þetta hef- ur tekið geysilegan tíma frá skólanum og öðru sem við erum að fást við. Núna vill maður bara snúa sér að einhverju öðru,“ segir Sigurður. „Við sjáum það núna að þetta er kannski heldur yfírgripsmikið verkefni fyrir tvo mennt- skælinga," segir Sölvi og vottar fyrir iðrun í rómnum. í sumar vonast þeir félagar eftir að komast í vinnu við að skrifa, til dæmis á fjölmiðli. Sig- urður getur vel hugsað sér að ílengjast á einum slíkum um sinn en Sölvi Björn stefnir til Frakk- lands í haust - að sjálfsögðu í bókmenntafræöi. Eitt af því sem athygli mun vekja í Blóðbergi er fjörlegt viðtal við Thor Vilhjálmsson og Guð- berg Bergsson - saman. Þar er gullkornunum kastað sitt á hvað eins og við mátti búast, og Guðbergur stígur fram sem fullþrosk- aður póstmódernisti: „Mitt uppáhaldsverk er bók sem heitir Anna,“ segir hann. „Ég hef nú endurskoðað hana og breytt henni mjög mikið í það sem kallað er epískt verk. Ég held að allar bækur eigi að vera í A-gerð, B-gerð og C-gerð. Það eiga að vera margar gerðir af sama verki vegna þess að hugarfar skálds- ins kemst ekki fyrir í einu verki þótt rithöf- undurinn einbeiti sér að því. Ég held að maður sé það margbrotinn í raun og veru.“ Og nú vitum við jafnvel minna Hvar værum við án hefða? Splundruð. Þær eru límband lífsins. Áratugum saman sýndi ítalska ríkissjónvarp- ið Ben Húr á hverjum páskum. Svo, eitt árið, sýndu þeir ekki Ben Húr. Þjóðin missti fótanna. Og það þó þeir sendu út bæði Boðorðin tíu og Spartakus í Ben Húrs stað. Svo skelltu þeir hon- um á skjáinn jólin á eftir. Þá fannst öllum vera páskar. Ríkissjónvarpið okkar hringlar ekki svona með sína neytendur. Af ýtrustu varfærni, án hættulegra stökkbreytinga, hefur það hnikað sínum stórhátíðadagskrám þangað sem horfandi er á þær. Þetta hefur RÚV fetað sig án þess að glata meiru en því broti hefðarinnar, að efnið verði að vera leiðinlegt undir drep. Það er enn þá kristilegt og harmrænt. Dymbilvikan bauð upp á aukaverkanir ofkristni, stríðshörmungar og drepsóttir, en páskadagamir færðu okkur foreldramissi. Ekki óálitlegt. Þar til sest var. Þótti sumum ofraun að fylgjast með sænsku trúarlífi á öldinni sem leið í fjórar klukkustund- ir, skipt á fjögur kvöld. Þó skyldi vona, að sem flestir hafi náð alla leið til Jerúsalem með þeim. Ef ekki af menningarlegum ástæðum þá fyrir lærdómsgildið, ef það mætti verða til þess að næst þegar einhver ber að dymm með annarleg- an glampa í auga, kristilega froðu í munnvikun- um og ómótstæðilegt tilboð um eiiíft líf, að menn afþcikki kurteislega, loki hljóðlega og haldi jarðtengdu lífi sínu áfram. Fjölmiðlar Auður Haralds Titillinn á fyrra framlagi íslands i fróðleiks- brunn páskanna var góður; „Við höfðum ekkert vit á stríði." Hann var þó fullsnubbóttur en kannski þótti ekki rúm fyrir lengra mál í dag- skrá. Línurnar em svo stuttar, það hefði orðið þriggja lína mál hefði hann heitið „Þeir höfðu ekkert vit á stríði og við höfum jafnvel enn minna vit á heimildaþáttagerð." Samt var nú ýmsan fróðleik að finna í þættinum, til dæmis það sem fáa grunaði, að dýpi á siglingarleiðinni til Bretlands er í mesta lagi tíu metrar. Hvernig gætu sokkin skip annars „blasað við“? Eöa það sem landkröbbum dytti seint í hug, að sokkar geta blotnað ef stokkið er í sjóinn og síðan velkst um í tíu daga á fleka. Þegar kom að því hverjir hefðu lagt fé til framleiðslunnar brast mig þrek og ég leit undan. Þó má gera ráð fyrir aö sjóðir séu farnir að auglýsa kristilega: Leyfíð börnunum að koma til mín... Á fostudaginn langa var hert að okkur með hærri dánartíðni spænsku veikinnar. Dagsdag- lega yfírsést okkur að við eram afleiðing fortíð- arinnar og að hún er ekki eins langt undan og virðist, því meðal vor er að finna fólk sem lifði síðustu drepsóttina sem fór yfir heiminn. Þátt- urinn um spænsku veikina var svo vel gerður að nú biða 260.000 manns haustsins og niður- staðna af rannsóknunum á Svalbarða. Mann- rauna og lífsháska íslenskra sjómanna í stríðinu verður hins vegar minnst í skamman tíma fyrir blauta sokka og gleymast svo. Það áttu þeir ekki skilið. Bergmál tvennra tíma I Listasafni alþýðu á Skólavörðuholti sýna nú tvær konur, Þorbjörg Þorvalds- dóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Þor- björg sýnir 13 ljósmyndir og 1 þrívítt verk í Ásmundarsal en Þorgerður íkonamálverk og uppstækkuð innsigli í Gryfjunni. Ljósmyndir Þorbjargar eru uppstillingar þó að þær sýni venjulegar athcifnir úr hversdagslífmu. (Reyndar er barnaafmæli tæpast hversdagviðburður, að minnsta kosti ekki í augum bamsins.) Augljóslega er ekki um venjulegar augnabliksmyndir úr fjölskyldualbúminu að ræða, til þess er of mikil naumhyggja í þeim. Engu er ofauk- ið, á þeim er einungis það sem þarf til að koma „sitúasjóninni" sem titillinn lýsir til skila. Þrívíða verkið, Húsið þar sem mynd- irnar gerast (eins og segir í sýningarskrá), Þorbjörg Þorvaldsdóttir: Barnaafmæli. er nokkurn veginn í Barbístærð, á þremur hæð- um, rúmgott og eigulegt. Það er úr tré og eins og á ljósmyndunum er um tilbúinn, uppstilltan heim að ræöa. Þrátt fyrir raunverulegt yflr- bragð er veruleikinn verulega afbakaður. Þetta er áhyggjulaus draumaveröld, allt virðist full- komlega þægilegt og áreynslulaust en að sama skapi skortir allar ástríður. Þetta er ef til vill slétta og fellda líflð sem við þráum alltaf að lifa en er kannski ekki svo spennandi þegar öllu er á botninn hvolft. Auðvitað get ég sagst hafa séð sýningar í þess- um anda „víða erlendis" og afgreitt sýningu Þor- bjargar sem enduróm erlendra strauma þvi vissulega er hún í samhengi við það sem helst gerjast í núinu. En það er ekkert slæmt (né nýtt) Myndlist Áslaug Thorlacius við það að listamenn taki þátt í þeirri alþjóðlegu samræðu sem myndlistin er. (Reyndar er oft eins og það sé skárra að enduróma straumana séu þeir orðnir nokkurra ára gamlir.) Sýning Þorbjargar er skemmtileg og vel útfærð og bregður einkennilegu ljósi á hversdagslífið. íkonamyndum Þorgerðar er alls ekki ætlað að vera frumlegar heldur eru þær málaðar eftir ævagömlum, þekktum fyrirmyndum á sem „réttastan" hátt. Að vísu eru nokkrar myndir að hluta til skáldskapur Þorgerðar en það helgast af því að fyrirmyndirnar, fjalarbrot frá Flatatungu í Skagafirði, hafa ekki varðveist betur en svo að nauðsynlegt er að fylla í eyðumar þegar gera skal heil- lega mynd. Það er gaman að velta svona myndlist fyrir sér nú þegar falsanafárið er í algleym- ingi. Höfundarrétturinn skiptir hér litlu máli heldur gildir að fara með réttar bænir og fylgja forskriftinni eða fyrirmyndinni sem nákvæmast eftir. Ef rétt er farið að og myndin fær blessun öðlast hún máttinn sem er eftirsóknarverður. Annað er hvað maður er óvanur að sjá glænýjar íkona- myndir, þær eru annaðhvort fomgripir eða kítsaðir minjagripir. Fólk er svosem vant því að kópíera fornminjar, ég nefni Riddaratepp- ið sem margar íslenskar konur hafa saumað út. (Það þarf reyndar engar fomminjar til þegar um hannyrðir ræðir, í þeim geira er frumleikinn ekki höfuðatriði.) Ég sakna afstöðu Þorgerðar til þessara atriða. Kannski mætti segja að það að sýna svona „kóp- íur“ sem frjálsa myndlist feli fullyrðinguna í sér en ég dreg í efa að það sé meiningin. Hvað rek- ur listakonuna til að gera þessar myndir án þess að koma sinni eigin sköpun að? Það er nefnilega svolítið skrýtið í dag en um leið spennandi. Er hún að þjóna guði eða setja fram spurningar um listaverkið? Mér leikur forvitni á að vita það. Sýningarnar standa til 19. apríl. Norræn leikhússverðlaun Norrænu útvarpsleikhússverð- launin verða veitt í annað sinn við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun. Verðlaunin nema 850 þúsund krónum og em veitt fyrir bestu norrænu leikrits- upptökuna árin 1996-1998. 570 út- varpsleikrit eru framleidd árlega á Norðurlöndum og um tvær milljón- ir manna hlusta þar vikulega á flutning útvai-psleikrita. Fi'amlag íslands að þessu sinni er upptaka Útvarpsleikhússins á leik- ritinu Kaldrifluð kona eftir Howard Barker sem Sverrir Hólmarsson þýddi. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir og upptöku stjórnaði Ge- org Magnússon. Skógarlíf fyrir heyrnarlausa 3. bekkur Leiklistarskóla íslands hefur undanfarið sýnt leikgerð 111- uga Jökulssonar á Skógarlífi eftir Rudyard Kipling und- ir leikstjórn Viðars Eggertssonar við góð- ar undirtektir. Sýnt er á nýju og stóm sviði Leiklistarskólans, Sölvhólsgötu 13. Verð- ur sýningum fram haldið út þennan mán- uð. Á morgun, 16. apríl, kl. 14 verður sérstök sýning með táknmálstúlk sem „þýðir“ sýning- una fyrir heyrnarlausa. Miðapant- anir í síma 552 5020. Evrópsk bókmenntaverðlaun Matthías Johannessen og Þórar- inn Eldjám eru tilnefndir til Evr- ópsku bókmenntaverðlaunanna i ár og Bemard Scudder og Pétur Gunn- arsson til Evrópsku þýðingarverð- launanna fyrir íslands hönd. Matth- ías er tilnefndur fyrir ljóðabókina Vötn þín og vængur sem Hörpuút- gáfan gaf út 1996 og Þórarinn Eld- jám fyrir skáldsöguna Brotahöfuð sem kom út hjá Forlaginu 1996. Pét- ur er tilnefndur fyrir þýðinguna á Leiðinni til Swann, fyrsta hlutanum af hinu mikla verki Marcels Proust, í leit að glötuðum tíma, sem Bjartur gaf út 1997. Bernard er tilnefndur fyrir þýðingu sína á Svaninum eftir Guðberg Bergsson á ensku; hún kom út hjá Mare’s Nest í London 1997. Þetta er í annað sinn sem íslend- ingar tilnefna verk til Aristeion- verðlaunanna sem era veitt árlega. í dómneftid fyrir íslands hönd sitja Sigurður Pálsson skáld sem flallar um fmmsamin verk og Kristján Þórður Hrafnsson skáld sem flallar um þýdd verk. Verðlaunin verða af- hent í nóvember í Stokkhólmi, menningarborg Evrópu árið 1998. Hetjan og höfundurinn Hetjan og höfundurinn heitir ný- stárlegt rit um viðhorf þjóðarinnar til íslendingasagna gegnum aldim- ar eftir Jón Karl Helgason, bók- menntafræðing og útvarpsmann. Meðal annars flallar hann um aldalöng „réttarhöld" skálda og fræðimanna yfir Hall- gerði langbrók og birtir vitnisburð al- þýðufólks um fom- sagnalestur á kvöldvökum. Einnig sýnir hann ‘ hvernig bókmen ntaarfur inn ' kemur fram í listaverkum, á pen- ingaseðlum, í götunöfnum, í draum- um manna og skyggnilýsingum. It- arlega er flallað um fornritaútgáfur Halldórs Laxness á 5. áratugnum. Mál og menning gefur bókina út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.