Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 32
36
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 TVX7~
onn
■ i /-i
Brimarholmur
íslands |
„Sýslumaður og ráðherra
eru búnir að deila
mánuðum saman
og það er auðfund-
ið að ráðherra tel-
ur sýslumann
ekki hæfan. Þá
vísar hann hon-
um vestur á firði
eins og þar sé einhver
Brimarhólmur fyrir saka-
menn.“ |
Sighvatur Björgvinsson al-
þingismaður, í Degi.
Heimspekingurinn
Davíð
•
„Gárungarnir segja að það
sé mikil gæfa fyrir þjóðina að
eiga annan eins heimspeking á
stóli forsætisráðherra, sem sér
samhengi á milli gjaldþrots
Þjóðviljans og laxveiöiáráttu
yfirmanna Landsbankans."
Svavar Gestsson alþingis-
maður, í Morgunblaðinu.
Skrítið fólk
„Ég blanda aðal-
lega geði við bænd-
ur og skrítið fólk, |
kannski vegna
þess að ég er
skrítinn sjálfur."
Júrí Resetov,
sendiherra Rúss-
lands, i Degi.
Hip-hopp
fréttamennska
„Þetta „skoðanalausa frjálsa
hip-hopp tískufréttamat" er yf-
irborðslegt, hættulegt og gefur
okkur mynd af „ljóskusamfé-
lagi“ eins og Ken og Barbí búa
í og þar býr enginn í félags-
legri íbúð.“
Percy B. Stefánsson, forstöð-
umaður Byggingarsjóðs
verkamanna, um umfjöllun
fjölmiðla á félagslega hús-
næðislánakerfinu, í DV.
Griðastaður
skattsvikara
„Þessi viljayfirlýsing um að
gera ísland aö
griðastað fyrir er-
lenda skattsvik-
ara og handhafa
skítugra peninga
lýsir bæði metn-
aðarleysi og siö-
ferðisbresti."
Ögmundur Jón-
asson alþingismaður, í Degi.
Falskar tennur
og tóbak
„Ég er búinn að taka lengi í
vörina og held því bara áfram
út af helvítis fölsku tönnunum,
tóbakið heldur þeim svo vel
föstum í gómnum að þær hagg-
ast ekki.“
Gísli Sigurðsson, Grímsey-
ingur, í Morgunblaðinu.
ij
Ólafur M. Magnússon, formaður samtakanna SÓL í Hvalfirði:
Hvalfjörðuimn verði útivistarsvæði
„Það hefur verið unnið að
nokkrum atriðum að undanfomu á
vegum SÓLar. Þar er helst að nefna
sáttagerðina sem gerð var við sveit-
arfélög og fyrirtæki í Hvalfirði sem
tók rúmlega hálft ár að vinna. Þar
er að finna þá braut sem við erum
að marka okkur þótt við séum alls
ekki sammála öllu sem þar kemur
fram og teljum að iðnaðarráðherra
hafi oftúlkað sáttagerðina. Við
emm og verðum andsnúnir þeirri
leið sem á að fara með stækkunina
á Jámblendiverksmiðjunni og höf-
um krafist þess að þar fari fram
umhverfismat, finnst það furðu- .
legt ef menn ætla að skjóta sér
fram hjá lögurn," segir Ólafur M.
Magnússon, formaður SÓLar,
samtaka íbúa í Hvalfirði sem berj-
ast gegn stóriðjuframkvæmdum á
þessu svæði.
Ólafur sagði að samtökin hefðu
farið fram á aö gerður yrði saman-
burður á forrannsóknum sem gerð-
ar vom áður en Jámblendið á
Grundartanga tók til starfa og á
þeim forrannsóknum sem gerðar
hafa verið fyrir nýja verksmiðju og
þær niðurstöður eiga að liggja fyrir
21. apríl: „Við munum síðán kynna
þessar niðurstöður og fara vel yfir
þær og gera athugasemdir ef þurfa
þykir. Síðan hefur verið boðað til
aðalfundar 9. mai þar sem gerðar
verða einhverjar áherslubreyting-
ar. Höfuðbaráttumál samtakanna
var að komna í veg fyrir stóriðju.
Nú er hún orðin að veruleika. Sam-
tökin halda samt áfram en verða
meira i ætt við umhverfis- og nátt-
úruvemdarsamtök, auk þess
sem umhverfisvöktun verð-
ur í Hvalfirði. Þegar göngin komast
í gagnið má búast við aukinni
ásókn í Hvalfjörðinn sem útivistar-
svæði. Ég er viss um að Hvalíjörð-
urinn verður helsta útivistarsvæði
Reykvíkinga og þá er nauðsynlegt
að varðveita óspjallaða náttúmna
sem mest og mínar hugmyndir
snúa að því að þama rísi landbún-
aðarfræðslusetur og að í Hvalfirð-
inum verði miðstöð náttúm- og
landvemdar í framtiðinni."
Ólafur var spurður hvort sam-
staðan innan samtakanna væri
jafnsterk: „Það vom ekki allir
Maður dagsins
jafnhrifnir af að fara sáttaleiðina.
Ég var mikið á ferðinni um pásk-
ana og hitti fólk i samtök-
unum og fann þá að
þeir sem vom harð-
astir gegn sáttaleið-
inni skilja vel hvað
við erum að gera og
fylgja okkur að mál-
um þannig að sam-
staðan er fyrir hendi.
Það er ljóst að við
verðum aldrei ánægð
með framkvæmdimar í
Hvalfirðinum og þær
eru gerðar í and-
stöðu við stefnu okk-
ar. Við virðum nið-
urstöðumar í sátt-
atillögunni þótt
við séum óánægð
með þær.“
Ólafur M. Magnússon.
Ólafur býr á Ásgarði í Kjós: „Ég er
fæddur og uppalinn á Eyjum í Kjós,
bý nú í Ásgarði þar sem eiginkona
mín, Sigrún Bjarnadóttir, er skóla-
stjóri. Sjálfur starfa ég sem sölufull-
trúi hjá Osta- og smjörsölunni."
Ólafur er mikill áhugamaður um
söng: „Ég hef verið í söngnámi hjá
Sigurði Demetz á þriðja ár.
Enn sem komið er syng ég
mest fyrir sjálfan mig en
vona að þar verði
breyting á. Ég var í
Þorsteinn Gauti Sigurös-
som leikur á Akranesi í
kvöld.
Klassík í
Vinaminni
Hinn kunni píanóleikari,
Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son, heldur tónleika i Vina-
minni á Akranesi í kvöld.
Mun hann leika verk eftir
Chopin, Prokofiev, Debus-
sy, Rakhmanínov og Liszt.
Tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
Tónleikar
Einleikarapróf
Tónleikar verða haldnir
á vegum Tónlistarskólans i
Reykjavík í Fella- og Hóla-
kirkju í kvöld, kl. 20.30.
Tónleikamir eru síðari
hluti einleikaraprófs Ingólfs
Vilhjálmssonar klarínettu-
leikara frá skólanum. Pí-
anóleikari er Lára S. Rafns-
dóttir. Á efnisskrá eru verk
eftir Bohuslav Martinu,
Alban Berg, Carl Maria von
Weber og Johannes
Brahms. Þá verður fmm-
flutt verkið Edgar fyrir
klarínettu og tölvu eftir
Kolbein Einarsson.
Koparstunga
Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi.
Valur og Fram leika þriðja leik
sinn í kvöld f Framhúsinu.
Fram-Valur
í hand-
boltanum
Þriðja viðureign Valsara og
Framara um íslandsmeistaratitil-
inn í handbolta fer fram í Fram-
húsinu í Álftamýrinni í kvöld og
hefst leikurinn kl. 20.30. Fyrirfram
vom Framarar álitnir sterkari að-
ilinn í viðureigninni en Valsmenn
hafa sýnt mikinn sigurvilja og
unnið báða leikina og standa því
með pálmann í höndunum og
þurfa aðeins að vinna einn leik til
viðbótar. Framarar hafa þó engan
hug á því að gefa þetta eftir bar-
áttulaust og mxmu berjast fyrir lífi
sínu í kvöld og reyna að knýja
fram fjórða leikinn.
Iþróttir
Ekki er leikið í úrslitakeppn-
inni í körfubolta í kvöld þar sem
Njarðvíkingar höfðu sigur á KR-
ingum í fyrsta leik þeirra, fótbolt-
inn er aftur á móti farinn að rúlla
og í kvöld era tveir leikir í deild-
arbikar karla, báðir á Ásvelli. Kl.
18.30 leika Njarðvík-HK og kl.
20.30 Haukar-Skallagi-imur. Einn
leikur er í Reykjavíkurmótinu,
Fylkir-KR leika kl. 20.30 á gervi-
grasvellinum i Laugardal.
Bridge
Sveit Asgríms Sigurbjömssonar,
sem hafnaði í öðru sæti Lands-
bankamótsins í sveitakeppni, vann
góðan 19-11 sigur á sveit Roche i 4.
umferð mótsins. Sigur sveitarinnar
hefði orðið enn stærri ef sveitin
hefði ekki tapað 11 impum á þessu
spili í leiknum. Sagnir höfðu endað
í fjórum hjörtum í lokuðum sal en
gengu þannig fyrir sig í opnum sal.
Suður var gjafari og AV á hættu:
4 D972
•0 4
4- G10942
* Á73
4 KG10864
•0 Á8763
•f -
* D2
4 3
KD1095
♦ D75
* K1054
N
Á5
•0 G2
♦ ÁK863
4 G986
Suður Vestur Norður Austur
Ólafur Helgi S. Birkir ísak
1 grand 24 pass 4»
pass pass dobl p/h
Eitt grand Ólafs Jónssonar í upp-
hafi lofaði 13-15 punktum og jafn-
skiptri hendi og tveir tíglar Helga
Sigurðssonar í vestur lofaði öðram
hvoram hálitanna. Sú sögn kom
ekki illa við dálkahöfund og stökkið
í fjögur hjörtu lýsti vilja til að spila
annan hvorn
hálitinn. Ólaf-
ur hóf vömina
á þvi að spila ^ f
út tigulásnum
sem var tromp-
aður heima, lágu hjarta spilað á
kóng og spaða úr blindum. Ólafur
drap spaðagosa austurs á ás og spil-
aði hjartagosa. Sagnhafi drap þann
slag á ásinn, trompaði lágan spaða í
blindum og spilaði lágu laufi. Það
var erfitt fyrir norður að rjúka upp
meö ásinn, enda setti hann lítið spil
og þar með átti sagnhafi afganginn
af slögunum. Laufin í blindum fóra
öll niður í fríslagi í spaða. Fjögur
hjörtu dobluð með tveimur yfirslög-
um gaf 1190 í dálk AV.
ísak Öm Sigurðsson