Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Síða 11
f : i i i i i i i i i íenning MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1998 Mega-sálumessa Kór Tónlistarskól- ans á Akureyri, Kór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Noröurlands fluttu Þýska sálumessu eft- ir Jóhannes Brahms undir stjóm Guð- mundar Óla Gunn- arssonar miðviku- dagskvöldið fyrir páska. Flutningur- inn fór fram í íþróttaskemmunni á Akureyri og sungu W. Keith Reed barít- on og Björg Þórhalls- dóttir sópran ein- söngshlutverkin. Það voru fyrstu tilraunir Brahms við sinfóníuformið sem urðu kveikjan að sálumessunni. Hann hætti síðan við sinfóníuna en gerði hæga kaflann að kórlagi sem hefst á útfararmarsi með textanum „Denn alles Fleisch ist wie Gras“ (Þvi að allt hold er sem gras). Kór- lagið vatt upp á sig og varð loks að full- kláraðri sálumessu eftir meira en 10 ára meðgöngutíma. Textinn er ekki hinn dæmigerði latneski sálumessutexti heldur ákvað Brahms að hafa textann á þýsku og sótti sér vel valin orð héðan og þaðan úr Bibliunni. Latneska sálumessan var að stórnrn hluta bæn fyrir hinum látna sem skelfing dómsdags vofir yfir, en Brahms var ekki trúhneigður og sálumessa hans átti að vera huggun- arsöngur til handa þeim sem misst höfðu og hjálpa þeim að sætta sig við þjáninguna og missinn. í verkinu, sem er í 7 hlutum, mæðir mikið á kórnum sem syngur nær allan tímann. Hlutverk hans ljær verk- inu í senn íhygli og kraft með miklum innri þunga, og í uppfærslunni í fþróttaskemmunni stóð kórinn sig ákaf- lega vel. Innkomur voru ákveðnar, söngurinn hreinn, textaframburður skýr og styrkleikabreytingar komu vel fram. Hið sígilda vandamál blandaðra kóra á íslandi með jafnvægi raddanna minnti þó stundum á sig. Fæð tenóranna varð einstöku sinnum áberandi þegar þeir tóku sóló eða voru leiðandi rödd, sérstaklega í saman- burði við þéttan kvenhormóna-hljóðmassann. En úr þessu verður ekki bætt nema að fleiri karlmenn komi í kvenna- fansinn. Hvar eruð þér, karlsöng- fuglar? Barítoninn Keith Reed hefur fallega rödd og hann skilaði hlut- verki sínu með miklum sóma. Textaframburður hans hefði þó mátt vera ögn skýrari, e og i vildu renna í eitt. En söngur hans í 6. kafla var afar smekklegur. Fimmti kafli verksins sem hefst á orðunum Ihr, hab nur Traurig- keit (Þér eruð nú hryggir í lund) er sagð- ur saminn í minningu móður Brahms. Hann er stuttur og listilega saminn fyrir blásturshljóðfærin og jafnframt eina sóló sópran-einsöngvarans. Björg söng glæsilega, hún hefur mikil og fógur hljóð en má stundum passa sig að syngja veiku tónaná veikt. Cresendo og sterkir tónar verða alltaf áhrifameiri hafi maður veiku tónana til samanburðar. 6. kafli sálumessunnar, sá lengsti og dramatískasti, var sérdeilis vel heppnaður hjá flytjendum. Hér reyndi mjög á samspil hljómsveitar og kórs og tókst það með ágætum. Dramatísk forte virkuðu dramatísk forte og sóló málmblásara komu vel út. Síðasti kaflinn sem rúnnar verkið af í sátt, æðruleysi og fegurð varð sömu- leiðis áhrifamikill og vel útfærður í meðfórum kórs og hljómsveitar. Stjómandinn stóð vel fyrir sínu að vanda. Tempóið var hæfilegt í 5. og 7. kafla en hefði að ósekju mátt vera eilítið hraðara í sumum hinna. Auðvitað fá menn ekki feitan þýskan strengjahljóm þegar fiðlumar em eins fáliðaðar og raun bar vitni og vissulega hefðu tréblásararnir stundum mátt vera ákveðnari og betur samtaka. En í heild var sálumessan mjög vel flutt, og hljómsveit og kór máttu vera ánægð með sig að loknu stórkostlegu tónverki. Guðmundur Óli Gunnarsson. Keith Reed. Tónlist ívarAðalsteinsson n Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. apríl 1998 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: ’ 1. flokki 1991 - 25. útdráttur 3. flokki 1991 - 22. útdráttur 1. flokki 1992 - 21. útdráttur 2. flokki 1992 - 20. útdráttur 1. flokki 1993 - 16. útdráttur 3. flokki 1993 - 14. útdráttur 1. flokki 1994 - 13. útdráttur 1. flokki 1995 - 10. útdráttur 1. flokki 1996 - 7. útdráttur 2. flokki 1996 - 7. útdráttur 3. flokki 1996 - 7. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. apríl. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C^3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 i I i : I i i Volkswagen Bjalla árgerð 1972, með stillanlegum sætum ogvönduðu útvarpstæki, Lestu blaðið ogtaktuþdtt í leiknum! 550 OOOO 1 ' Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal greiðir ekkert umfram venjulegt símtal von um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.