Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Fréttir Ráðning nýs bankastjóra Landsbanka: Yfirstjórnin endurskoðuð Halldór J. Kristjánsson, ráðuneyt- isstjóri i iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, var ráðinn bankastjóri Landsbanka íslands hf. í kjölfar uppsagna allra þriggja bankastjóra bankans í fyrradag. Bankaráðið samþykkti ráðningu Halldórs sam- hljóða í gær eftir tilmælum Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra. Segir í tilkynningu bankaráðs að Halldór verði ráðinn einn banka- stjóri og ráðningu annarra banka- stjóra verði frestað. Jafnframt segir að skipulag æðstu framkvæmda- Halldór J. Kristjánsson - bankastjóri Landsbanka íslands hf. - Fæddur 13. janúar 1955 1981-1991: Fulltrúi, deildarstjóri og skrifstofusljóri í iönaöarráóuneyti 1991-1994: Aöstoöarbankastjóri við Evrópubankann í London 1994-1996: Skrifstofustjóri í iönaöar- og viöskiptaráðuneytum 1. sept '96: Ráöuneytisstjóri í iönaöar- og viðskiptaráðuneyti 1997-1998: Formaöur undirbúnings- nefndar um breytingar á rekstrarformi Búnaöarb. og Landsbanka og stofnun hlutafélaga um rekstur þeirra «14. apr. '98: Bankastjóri Landsbanka íslands stjómar verði endurskoðað í sam- vinnu bankaráðs og viðskiptaráðu- neytis og stefnt skuli að því í fram- tíðinni að aðeins verði einn banka- stjóri við bankann. Finnur Ingólfsson staðfesti að Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, tæki við störfum ráðuneytisstjóra iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis í stað Halldórs J. Kristjánssonar og mun hann vænt- anlega taka við hlutverki Halldórs þar sem einn aðalskipuleggjandi sölu ríkisbankanna fyrrverandi. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði aðspurður að ráðning Þórðar væri frágengin í góðu sam- komulagi við Sjálfstæðisflokkinn. Er þetta talið hluti af samkomulagi stjórnarflokkanna, en Halldór Krist- jánsson er talinn „maður“ Finns, enda samstarfsmaður hans til margra ára. Þórður sagði í samtali við DV að hann hlakkaði til að takast á við ný og spennandi verkéfni í ráðuneyt- inu. Þórður hefur fengið leyfi frá störfum sem forstjóri Þjóðhagsstofn- unar til áramóta og sagði Finnur að samkvæmt samkomulagi sínu „eins og það er núna“ við Björn Friðfinns- son, fyrrum ráðuneytisstjóra í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti, mundi Björn taka við ráðuneytisstjóra- starfinu á ný um áramótin. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, hefur verið settur tU að gegna starfi Þórðar Friðjóns- sonar sem forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar til áramóta. Björn enn í biö Eins og kemur fram annars stað- ar hér í blaðinu segist Björn hins vegar hafa átt von á því að fá stöðu ráðuneytisstjóra nú, þegar Halldór Kristjánsson hætti, enda hafi hann samning undirritaðan af þremur ráðherrum því til staðfestingar. En af því verður augljóslega ekki og eru taldar allmiklar líkur á að Birni verði boðin staða forstöðumanns hins nýja Banka- og tryggingareftir- lits, en frumvarp um sameiningu þessara tveggja stofnana er nú á hraðferð í gegnum Alþingi. Er m.a. tekið til þess að í hæfniskröfum for- stöðumanns hins nýja eftirlits er ætlast til að forstöðumaður hafi sér- þekkingu á málum Evrópusamband- ins, en Björn hefur einmitt unnið að sérverkefnum fyrir ríkisstjórnina á þeim vettvangi. Ef af verður mun Þórður Ólafsson, núverandi for- stöðumaður Bankaeftirlitsins, tapa starfi sínu, en skipunartími hans rennur út undir lok þessa árs. Til frambúðar? Miklar bollaleggingar eru nú í gangi manna á meðal um framhald málsins og ýmsir spádómar I gangi. Er m.a. talað um að vera Halldórs Kristjánssonar í Landsbankanum verði stutt og hann muni jafnvel snúa aftur í ráðuneytið um næstu áramót. Þá komi tveir menn helst til greina sem bankastjórar, Halldór Guðbjamason, fráfarandi banka- stjóri, enda er gert ráð fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar muni hreinsa hann af ásökunum um bruðl, eða Kjartan Gunnarsson, fyrrum formaður bankaráðs Lands- bankans. Kjartan er þó talinn ólíklegur kandídat þar sem hann var formað- ur bankaráðsins á þeim tíma sem rannsókn Ríkisendurskoðunar á laxveiðimálum nær til og af þeim sökum ábyrgur að nokkru og ímynd hans blettótt. Á fundi bankaráðs með nýjum bankastjóra i gær árétt- aði Helgi S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs, að nýr bankastjóri væri kominn til að vera. -phh/SÁ Bankaráð Landsbankans kynnti í gær nýjan bankastjóra í staö þeirra þriggja sem tekiö hafa pokann sinn. Myndin er frá blaöamannafundi þar sem ráöningin var kynnt. DV-mynd Pjetur Bankaráð sver af sér ábyrgð A blaðamannafundi bankaráðs Landsbanka íslands, þar sem nýráðinn bankastjóri, Halldór J. Kristjánsson, fyrrum ráðuneytis- stjóri, var kynntur, neituðu Kjart- an Gunnarsson, fyrrverandi for- maður, og Helgi S. Guðmundsson, núverandi formaður, að bankaráð hefði brugðist eftirlitsskyldu sinni. Sagði Kjartan að hann hefði aldrei í sinni formannstíð fengið neinar athugasemdir vegna laxveiða á vegum bankans. Forsvarsmenn bankans, sem og nýráðinn banka- stjóri lögðu áherslu á að horfa fram á veginn og að efla þyrfti bankann og orðspor hans. Sagði Halldór að hann mundi einbeita sér að innra starfi og stefnumótun innan bank- ans. Kjartan Gunnarsson, banka- ráösformaður undanfarinna ára, sagði augljóst að kostnaður vegna laxveiða innan bankans hefði allur farið úr böndunum og nauðsynlegt væri að grundvallarbreyting ætti sér stað. Sagðist nýi bankastjórinn ekki vera mikill áhugamaður um laxveiðar, en bankaráðsmenn kváðu þó ekki upp úr með hvort laxveiðum yrði hætt með öllu á vegum bankans. Sagði Halldór að efla þyrfti kostnaðareftirlit og að- halds yrði gætt i hvívetna. -phh Dagfari Gúlagið á Ströndum Þorsteinn Pálsson hefur lengi beðið færis á að jafna rækilega um Strandamenn. Þar hafa menn eins og í ýmsum afskekktum byggðum landsins stundað skyldleikaræktun með innbyrðis giftingum. Það skýrir hina alvarlega veilu í stofn- inum sem birtist þegar Stranda- menn kusu Steingrím Hermanns- son á þing. Þetta veit auðvitað eng- inn betur en Þorsteinn litli Páls- son. Þaö var nefnilega Steingrímur sem púnkteraði feril Steina litla eftir að honum hafði skotið upp á stjömuhimin stjómmálanna með svo ævintýralegum hraða. Það gerði Denni þegar hann sleit hinni gæfulausu ríkisstjórn Þorsteins í beinni útsendingu árið 1987. Sú rassskelling svíður enn á botni ráðherrans enda hefur allt legið niður á við síðan. Formennskan löngu farin og eina ástæðan fyrir þvi að Davíð leyfir honum enn að hanga á þingi er aumingjagæska gagnvart Sunnlendingum sem mega ekki til þess hugsa að Árni Johnsen verði fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þorsteinn hefur því lengi velt fyrir sér hefndum gagnvart fram- sóknarmönnunum á Ströndum sem hann álítur ábyrga fyrir ófór- um sínum í stjómmálum sökum fulltingis þeirra við Steingrím. í dymbilvikunni, þegar dóms- málaráðherrann sat í skugga krossfestingarinnar, datt hann nið- ur á eitrað ráð. Hvers vegna ekki að gera Hólmavík, helsta fram- sóknarbælið á Ströndum, að opin- bem Gúlagi? Flytja þangað í kippu alla durgana sem aldrei vom til friðs! Böðvar lögreglustjóra, Ólaf Skúlason, Franklín Steiner, Lúðvík Bergvinsson og alla þessa kóna. Dómsmálaráðherrann afréð að byrja seríuna á því að senda Strandamönnum Sigurð Gizurar- son, sýslumann á Skaga. En sýslumaður hefur unnið sér það helst til óhelgis að rúlla upp dómsmálaráðherra í hvert skipti sem þeir hafa deilt um lögfræði. Fyrirgefningin er ekki hluti af hinu kristilega eðli kirkjumála- ráðherra og með þessu sló hann tvær flugur í einu höggi. Lægði rostann í aulunum á Ströndum og sýndi Sigurði Gizurarsyni svart á hvítu að maður þarf ekki að véra einn og sjötíu til að kunna lögfræði! Hinn annálaði húmoristi í dómsmálaráðuneytinu hló í heilan dag að þessari brakandi snilld. Það var svo sannarlega geggjaður húmor að láta geggjaðan sýslu- mann yfir geggjaða Strandamenn. Húmor ráðherrans féll hins vegar ekki í kramið á Ströndum. Flokksbræður hans vestra urðu æfir, enda ekki fallið til atkvæða- veiða svona rétt ofan í sveitar- stjómarkosningamar að gera Strandir að opinberu Gúlagi ríkisstjórnarinnar. Forsætisráð- herra brosti ekki meðan hann fór að dæmi Pílatusar og þvoði hendur sínar opinberlega rétt áður en fostudagurinn langi rann upp. Odd- viti Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum, Einar K. Guðfinnsson, brúkaði vestfirskt orðalag gegnum tíkallasíma alla leið úr svörtustu Afríku til að tjá þjóðinni þaim gran sinn að dómsmálaráðherra væri ekki með öllum mjalla. Flokkur sem er að gera klárt fyr- ir sveitarstjórnarkosningar lætur auðvitaðekki lítinn kall af Selfossi tæta af sér landsbyggðarfylgið bara af því hann hefur pervert húmor. Það liggur auðvitað í augum uppi að hinir nýju vendir, sem sópuðu í fyrrakvöld þremur bankastjóram út úr Landsbankanum, verða að sýna þjóðinni að misvitram ráð- herram er ekki refsað síður en þeim. í svona máli dugar auðvitað ekkert nema þyngsta refsing. Annars gæti þjóðin látið flokkinn á landsvísu fara sömu leið og flokk- inn í borginni sem er gufaður upp á astralplanið. Heill flokksins krefst því að Þor- steinn Pálsson verði dæmdur í þyngstu refsingu. Jám og arbeið í slaveríinu á Ströndum er ekki einu sinni nógu hörð refsing fyrir spjöll sem hann hefur unnið flokknum. Dagfari leggur því til að ríkisstjórnin haldi fast við fyrri ákvörðun um að senda Sigurð Gizurarson. En jafnframt verði sendur með honum lúinn lögfræðingur til að vera kontóristi undir honum í Gúlaginu á Ströndum. Er einhver sem verðskuldar þá stöðu meira en Þorsteinn Pálsson? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.