Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Side 18
18 23 Iþróttir Úrvals hvað? LM ■ ■;'i mm-’ Ruglingur á heitum deilda í hin- um ýmsu löndum Evrópu fer vax- andi í íslenskum fjölmiðlum. Það er svo sem ekki að undra, hinum svokölluðu „úrvalsdeildum" hefur smám saman fjölgað í kringum okkur og meira að segja hið rót- gróna Knattspyrnusamband ís- lands tók vitleysuna upp eftir nágrannaþjóðunum á ^r**°*“ síðasta ári. Reyndustu frétta- menn virðast vera orðnir alvarlega ' smitaðir og tala í sífellu um „úr- valsdeildina“ í þýsku knatt- spyrnunni og handboltanum þó ekkert slíkt fyrir- bæri sé til þar í landi. Ólíklegustu menn hafa meira að segja misst þetta út úr sér í sambandi við ítölsku knatt- spymvma. Staðreyndin er hins vegar sú að einungis ein þjóð á meginlandi Evrópu, Holland, hefur séð ástæðu til að kalla efstu deild sína eitt- hvað annað en 1. deild. Helstu knattspymuþjóöir álfunnar, Þýskaland, Italia, Spánn og Frakk- land, halda sig við þá staðreynd að talan einn er fyrst í röðinni, ekki önnur eins og Bretar og Norður- landaþjóðirnar aðrar en Færeying- ar virðast telja. ítalir nota reyndar einfaldlega stafrófið og tala um A- deild, og sama gera nágrannar þeirra, Svisslendingar og Austur- ríkismenn. Þaö er að sjálfsögðu ruglandi fyr- ir þá sem fylgjast með iþróttum að 1. deild í einu landi tákni ekki það sama og 1. deild í öðm. Hvað þá þegar þetta er mismunandi á milli íþróttagreina. Helstu knattspyrnuhand- bækur í Evrópu, þar sem fjallað er um álf- una alla, hafa tekið athyglisverða af- stöðu. í þeim er einungis talað um 1. og 2. deild í öll- um löndum og ruglingi þannig afstýrt. Hægt er að verja þennan úrvalsdeildar- gjörning þegar liðum í efstu deild er fækkað og keppnis- fyrirkomulagi breytt talsvert, eins og gerðist í Skotlandi og Danmörku, og í íslenska körfuboltanum á sín- um tíma. Þá era að minnsta kosti rök fyrir breytingunni. KSÍ hafði hins vegar engin önnur rök í fyrra en þau að fjölmiðlar væru tregir til að nota nafn styrkt- araðila efstu deildarinnar. Því mið- ur virðist þessi vitleysa ætla að fest- ast í sessi í íslensku knattspym- unni. Eini kosturinn er sá að félag- ið mitt er komið í 1. deild. Það hljómar svo sem ágætlega - en samt.. . NBA-deildin í körfuknattleik: Enn er spenna í austurdeildinni - New York og New Jersey lágu heima Bland i poka Hermann Hreið- arsson var í fyrsta skipti í byrjunarliöi Crys- tal Palace eftir að Attilio Lombardo tók þar við völd- um þegar liöiö tapaði, 2-1, fyrir Liverpool í úrvalsdeild ensku knatt- spymunnar í fyrradag. Hermann lék ailan leikinn. Hann haiði verið sam- fellt í byrjunarliðinu frá því í byrjun september og þar til Lombardo tók við í síðasta mánuöi. Guóni Bergsson lék síðustu 17 mín- úturnar þegar Bolton steinlá fyrir Derby, 4-0. Hann tók út leikbann á laugardag þegar Bolton vann Black- bum. Amar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Bolton um páskana. Watford tryggði sér sæti í 1. deild ensku knattspymunnar í fyrradag, meö 1-1 jafntefli viö Bristol City sem var þegar komið upp. Jóhann B. Guð- mundsson frá Keflavík er nýgenginn til liðs við Watford en hefur ekki fengiö tækifæri enn þá með liðinu. Siguróur Jónsson lék allan leikinn með Dundee United sem gerði 0-0 jafntefli við Aberdeen í skosku úr- valsdeildinni. Kristján Finnbogason varði mark Ayr sem komst úr fallsæti í skosku 1. deildinni með 2-1 sigri á Hamilton. Ríkharöur Daóason og Auöun Helgason hjá Viking fengu bestu ein- kunnir íslensku leikmannanna í fyrstu umferð norsku úrvaisdeildar- innar i knattspymu hjá Nettavisen. Þeir fengu báðir 6 af 10 mögulegum. Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá Strömsgodset fékk 5, Brynjar Gunn- arsson, Válerenga, Helgi Sigurðsson, Stabæk, og Tryggvi Guðmundsson, Tromsö, fengu 4 og Heiðar Helguson hjá Liileström fékk 3. Bjarki Gunniaugsson kom inn á sem varamaður hjá Molde en þeir Rúnar Kristinsson, Lilleström, Ágúst Gylfason, Brann, Valur Fannar Gísla- son, Strömsgodset, og Ámi Gautur Arason, Rosenborg, léku ekki með liðum sínum. Auóun Helgason fékk hæstu ein- kunn íslendinganna í VG. Hann fékk 6, en því náðu ekki margir leikmenn í fyrstu umferð deildarinnar. Auðun var að auki valinn í lið vikunnar hjá tveimur blöðum. Óskar og Heiðar fengu 4 hjá VG en þeir Ríkharður, Brynjar, Helgi og Tryggvi aðeins 3. Bjarki lék of stutt til að fá einkunn en þótti hressa upp á sóknarleik Molde. Þóröur Guöjóns- son og félagar í , Genk geröu að- eins jafntefli viö botnlið Antwerp- en, 1-1, í belgísku 1. deildinni. Þórð- ur átti fjölmargar sendingar á sókn- armenn Genk sem nýttu ekki mörg dauðafæri. Genk er komiö í úrslit belgisku bik- arkeppninnar eftir tvö jafntefli við Ekeren og mætir þar Club Brugge, efsta liði 1. deildarinnar. Marka- hæsti leikmaöur deildarinnar, Bran- ko Stmpar hjá Genk, missir af leikn- um vegna leikbanns. Haraldur Ingólfsson missti af fyrsta leik Elfsborg í sænsku úrvalsdeild- inni um páskana. Hann hefur veriö frá vegna meiðsla en er að koma til og spilar með varaliðinu í kvöld. Hilmar Björnsson fékk ekki tæki- færi með Helsingborg, sem vann Elfs- borg 1-0. Hann missti af fyrsta leik liðsins um fyrri helgi vegna meiösla og sá sem tók stöðu Hilmars sló þá í gegn. „Ég bíð rólegur eftir mínu tæki- færi,“ sagði Hilmar viö DV. Jakob Már Jónharðsson sat á varamanna- bekk Helsingborg í leiknum. Framarar geröu um páskana jafn- tefli, 2-2, við Hibemian en liðið dvaldi í Skotlandi við æfingar og keppni. Hibemian var blanda af leik- mönnum úr aöal- og varaliði. Fyrirhugaöur var síöan leikur við Kristján Finnbogason og samherja hans í Ayr United. Af leiknum varð ekki vegna snjókomu. ÍBV sigraói Val, 4-2, í æfingaleik sem háöur var í Portúgal í síöustu viku en þar vom bæði liðin í æfinga- búðum. Hlynur Stefánsson skoraði tvö skallamörk fyrir Eyjamenn. Á sama staö gerðu kvennalið ÍBV og Breiðabliks jafntefli, 3-3. -EH/VS/JKS New York og New Jersey misstu bæði í nótt af gullnu tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik. New York tapaði heima í hörku- leik gegn Washington, og New Jers- ey lá óvænt heima gegn Toronto, sem hafði tapað 13 leikjum í röð. New York og New Jersey standa þó enn best að vígi i baráttunni um 7. og 8. sæti austurdeildar en Was- hington og Orlando eiga enn mögu- leika á að skáka þeim eftir þessi úr- slit. Þá hafnaði stjórn NBA-deildar- innar í nótt kæru New York vegna körfu sem dæmd var af liðinu á síð- ustu sekúndu gegn Miami á dögun- um og kostaði sigur. David Stem, forsprakki NBA, segir að um hrein dómaramistök hafi verið að ræða, og slíkt sé ekki hægt að leiðrétta. Forráðamenn New York eru óhress- ir með úrskurðinn en þeir telja mis- tökin hafa legið hjá tímavörðum. Úrslitin í nótt: Atlanta-Philadelphia.........95-94 Henderson 39, Corbin 15, Blaylock 14 - Iverson 26, Coleman 20, Thomas 14. Cleveland-Boston.............95-86 Kemp 22, Anderson 15, Ilgauskas 12 - Walker 31, Mercer 22, Barros 12. New Jersey-Toronto...........92-96 Van Hom 25, Gill 23, Cassell 16 - Christie 23, Billups 19, Wallace 16. New York-Washington .... 102-104 Houston 23, Johnson 14, Starks 14 - Murray 27, Webber 19, Howard 18. Dallas-LA Lakers...........95-111 Finley 23, Davis 15, Bradley 13 - Shaq 34, Bryant 19, Fisher 17. Houston-Denver..............94-88 Elie 23, Drexler 16, Olajuwon 13 - L.Ellis 22, Alexander 22, Jackson 16. Milwaukee-Charlotte........82-104 Gilliam 16, Johnson 16, Honeycutt 13 - Rice 30, Mason 18, Wesley 15. Utah-Minnesota............126-109 Malone 44, Homacek 20, Morris 17 - Marbury 25, Gamett 18, Mitchell 16. Portland-Sacramento.........92-66 Williams 19, Sabonis 16, Rider 16 - Williamson 12, Owens 11, Funderburke 8. Seattle-Vancouver .........110-98 Payton 27, Baker 18, Hawkins 15 - Massenburg 22, Rahim 18, Daniels 15. Chicago lá heima Chicago tapaði óvænt á heima- velli fyrir Indiana i fyrrinótt. Úrslit þá urðu þannig: Chicago-Indiana...........105-114 Pippen 28, Jordan 27, Simpkins 14 - Miller 22, Rose 22, A.Davis 17. San Antonio-LA Lakers.......75-99 Duncan 26, Johnson 10, Williams 9 - Shaq 28, Jones 18, Van Exel 17. Golden State-Phoenix.......97-105 Caffey 28, Delk 21, Jackson 20 - McCloud 23, McDyess 22, Robinson 21. LA Clippers-Minnesota .... 88-107 Murray 23, Rogers 18, Robinson 11 - Gamett 23, Peeler 21, Mitchell 14. Hótað brott- rekstri ef Arnar yrði notaður DV, Belgiu: Forseti belgiska knattspymu- félagsins Lokeren hótaði að reka þjálfarann, Willy Reynders, um helgina. Ástæöan var sú að Reynders vildi nota Arnar Þór Viðarsson með aðalliði félagsins og hafði tekið hann út af í hálf- leik i leik með varaliðinu af þeim sökum. Amar Þór er sem kunnugt er á förum frá Lokeren eftir aö hafa hafnað nýjum samningi við fé- lagið. Hann kemur heim til ís- lands nú í vikunni. Willy Reynd- ers, sem hefur náð frábærum ár- angri með Lokeren í vetur, sagði í viðtali við Het Laaste Nieuws að hann saknaði Arnars mjög en hann væri því miður á fórum frá félaginu. -KB Arnór er enn bestur Dy Sviþjóö: Arnór Guðjohnsen er enn besti leikmaður sænsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Það var að minnsta kosti fullyrt í knattspyrnuþætti sænska sjón- varpsins í fyrrakvöld. Sagt var að Amór yrði bara betri með aldrinum en hann verður 37 ára í sumar. Amór hefur verið í aðalhlutverki í tveimur fyrstu leikjum Örebro á tímabilinu. Þeir hafa reyndar báðir tapast og útlit er fyrir erfitt sumar hjá liðinu. Hlynur Birgisson er frá vegna meiðsla og það veikir vamarleik Örebro talsvert. Gunnlaugur Jónsson, sem gekk til liðs viö fé- lagið í vetur, hefur ekki fengið tækifæri í tveimur fyrstu um- ferðunum. -EH Keilulands- sveitin meistari Keilulandssveitin úr ÍR tryggði sér íslandsmeistaratitil- inn í keilu karla í páskavikunni. Keilulandssveitin, sem leiddi 1. deildina í allan vetur, mætti Lærlingum úr KFR í úrslitaein- vígi um titilinn og vann öruggan sigur, 3-0. PLS úr ÍR hafnaði í þriðja sæti eftir sigur á Úlfunum úr KFR. Bikarúrslitin í keilunni verða í Keilu í Mjódd á laugardaginn en þar mætast PLS og Lærling- ar. -VS England: Markaleikur Leicester og Southampton skildu jöfn í miklum markaleik í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spymu í gær. Úrslitin uröu 3-3 og jafnaði Gary Parker metin fyrir Leicest- er með marki úr vítaspymu á síðustu mínútu leiksins eftir að Southampton hafði náð 1-3 forystu. Hin tvö mörk Leicester skoruðu Neil Lennon og Matt Elliott. Norðmaðurinn Egil Östenstad skoraði tvö marka Southampton og David Hirst skoraði þaö þriðja. Leicester er í 3. sæti deildar- innar með 45 stig en Sout- hanipton er stigi á eftir í 12. sæti. í 1. deildinni gerðu QPR og Oxford, 1-1, jafntefli. -GH -VS Sigurmark Helga Helgi Kolviðsson tryggði Lustenau dýrmætan sigur á meisturum Salzburg, 1-0, í austurrísku 1. deildinni í knattspymu um páskana. Helgi skoraði markið strax á 5. mínútu, beint úr aukaspymu af 20 metra færi. Hann lék allan leikinn á miðjunni hjá Lustenau. Lustenau er í níunda sæti af tíu liðum með 26 stig en Admira er neðst með 20 stig. Aðeins neðsta liðið fellur þannig að staða Lustenau vænkaðist mjög við þennan sigur. Sturm Graz tryggði sér meistaratitilinn í Austurriki í fyrradag með 5-0 sigri á Austria Wien. Yfirburðir Sturm era fáheyrðir en liðið hefur 22 stiga forystu í 1. deildinni þegar enn era sjö umferðir eftir. -VS "f MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Mikil blóðtaka fyrir handknattleikslið FH-inga: TVSuhr Landsmótið í golfi: Nýtt fyrirkomulag DV, Suðurnesjum: Landsmótið í golfi fer fram dagana 6.-9. ágúst á Hólmsvelli í Leiru, Sand- gerði og Grindavík. Um nýtt fyrir- komulag mótsins verður að ræða og verður sýnt frá því í beinni útsendingu í fyrsta skipti í sögu golfsins. Á blaða- mannafundi, sem haldinn var í golf- skálanum í Leiru, skrifaði Sjónvarps- stöðin Sýn undir samstarfssamning við GS. Um er að ræða tímamótasamn- ing í sögu golfsins á íslandi. Auk þess að sýna beint frá mótinu á Sýn mun á 30 mínútna fresti verða krýndur meist- ari í beinni útsendingu, en áður var það gert á lokahófi sem fór fram síðar um kvöldið. Aö sögn Sæmundar Hinrikssonar, formanns GS, mun 2. flokkur og 3. flokkur keppa í Sandgerði og Grinda- vík fyrstu þrjá dagana, þar ávinna sér 12 kylfingar úr hvorum flokki rétt til að etja kappi um bikarinn í Leiranni. Sæmundur sagði að nýja fyrirkomu- lagið á keppninni gerði það að verkum að biðin eftir úrslitum yrði stutt milli flokka, eöa 30 mínútur. Þetta þýðir að lokadagurinn verður þrunginn spennu á tímabilinu frá 12.30-16.30. „Þetta fyrirkomulag gerir það mögu- legt að sýna beint í sjónvarpi með markvissum hætti, en áöur þegar sýndar hafa verið fréttir frá golfi hafa bara komið svipmyndir án þess að áhorfandinn gæti gert sér grein fyrfr stööunni," sagði Sæmundur Hinriks- son. Tölvuvæðing, risafyrirtæki í tölvugeiranum, í Keflavík mun leggja GS til hugbúnaö og búnað sem gerir áhorfandanum kleift að fylgjast með tölulegum upplýsingum frá þeim flokk- um sem eru á leiðinni, holu fyrir holu. Miklar breytingar í Leirunni Sæmundur segir að þetta verði hröð atburðarás á skjánum og mikið fyrir áhorfandann að vinna úr. Miklar breytingar hafa átt sér stað i Leirunni á síðustu misserum til bóta fýrir golf- íþróttina. Má þar nefha að byggt hefur verið skýli með tíu æfingabásum á æf- ingarsvæðinu og að sögn Sæmundar er boltaskammtari á leiðinni til landsins. Þá er ný og glæsileg vélageymsla risin auk nýlegri vélakosts. Þá er verið að smíða nýtt 30 fermetra vallarhús sem verður staðsett viö 10. teig og verönd þess verða að mestum hluta út yffr tjöm sem þar er. Sæmundur segir að margar breyt- ingar hafi átt sér stað á veilinum á síð- asta vori og nú í vetur, en þar er verið að fylgja eftir teikningum sem Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuður teiknaði fyrir GS á sínum tima. Sæ- mundur segir það mat manna að þess- ar breytingar séu mikill ávinningur fyrir völlinn. Bergvikin, umtalaðasta golfhola landsins, varð fyrir landbroti á síðustu áramótum. Því var ráðist í mikiö landvarnarmannvirki til að verja hana með gijótvamargarði. Sæ- mundur segir að hafi Bergvíkin verið falleg hola áður þá sé hún sannkallað listaverk í dag. -ÆMK Sæmundur Hinriksson, formaður GS, Hannes Þorsteinsson, forseti GSI og Hermann Hermannsson, forstööumaöur Sýnar, undirrita samning (jess efnis aö landsmótið veröi sýnt í beinni útsendingu hjá Sýn. DV-mynd Ægir Már UEFA-keppnin: Ronaldo skaut Inter í úrslitin Það verða ítölsku liðin Inter Mil- an og Lazio sem leika til úrslita í UEFA-keppninni í knattspyrnu í vor en síðari undanúrslitaleikimir vora á dagskrá i gærkvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldo skaut liði sínu, Inter Milan, í úrslit keppninnar þegar hann skoraði bæði mörk Inter í 1-2 sigri liðsins á Spartak Moskva. Inter vann því samanlagt, 4-2. Leikurinn, sem fram fór við erfið- ar aðstæður í Moskvuborg, hafði staðið 12 mínútur þegar Andrei Tik- honov kom heimamönnum yfir en brasilíski snUlingurinn tryggði sín- um mönnum sigurinn með tveimur mörkum sinu í hvorum hálfleik. „Ronaldo hefur enn og aftur sann- að að hann er besti knattspyrnu- maður heims,“ sagði Luigi Simoni, þjálfari Inter, eftir sigur sinna manna. Lazio í úrslit í fyrsta skipti I Rómarborg gerðu Lazio og Atlet- ico Madrid markalaust jafntefli og Lazio er því komið í úrslit í Evrópu- keppni í fyrsta sinn. Gestimir frá Spáni vora sterkari aðilinn í leikn- um en tókst ekki að brjóta á bak aft- ur sterkan vamarmúr heima- manna. Úrslitaleikur Inter og Lazio fer fram á Parc des Princes vellinum í París þann 6. maí. -GH mikil blóðtaka fyrir FH og ekki síst handboltann hér heima því það er alltaf slæmt að missa svona frábæra leikmenn úr deildinni. Lee sýndi sitt rétta andlit í vetur eftir misjafnt gengi í fyrra og markvarsla hans á köflum var hreint út sagt stórkost- leg. Þá býr hann yfir miklum og góðum karakter," sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH, í samtali við DV1 gær. Kristján sagðist hafa reiknað með að þetta gæti gerst en hann hefði samt haldið í vonina um að Lee yrði áffarn með liðinu á næsta tímabili. Kristján Arason verður áffarn við stjómvölinn hjá FH á næsta tíma- bili en undir hans stjóm stóð liðið sig mjög vel og var hársbreidd frá því að fara í úrslitin gegn Val. -GH Suk-Hyung Lee, Kóreumaðurinn sem staðið hefur í marki 1. deildar liðs FH í handknattleik tvö síðustu keppnistímabil, hefur ákveðið að yf- irgefa herbúðir FH og ganga í raðir svissneska 1. deildar liðsins TV Suhr. Lee var í Sviss um helgina og gekk frá eins árs samningi við félag- ið, sem Júlíus Jónasson lék með áður en hann gekk til liðs við St.Ot- mar. TV Suhr hafnaði í 3. sæti í deildarkeppninni og í undan- úrslitunum er liðið með góða stöðu eftir að hafa lagt Wacker Thun á útivelli, 18-19. Þetta er gífurlega mikil blóðtaka fyrir FH-inga enda lék Lee hreint stórkostlega með FH-liðinu í vetur og markvarsla hans í úrslitakeppn- inni líður mönnum seint úr minni. „Ég tek undir það að þetta er Suk-Hyung Lee, markvöröurinn snjalli, er farinn frá FH-ingum. ^ Formúla 1 kappaksturinn í Argentínu: „Arangur Ferrari-liðsins frábær" Michael Schumacher fagnar sigri sínum í argentfnska kappakstrinum á sunnudaginn. Reuter Michael Schumacher og Ferrari- keppnisliðið hefur bundið enda á yfir- burði McLaren-liðsins og sigraði í argentínska kappakstrinum á sunnu- dag með 22,9 sek. forskoti á Finnann Mika Hakkinen á McLaren. Með sigrinum, sem er hans 28. á ferlinum, færði Schumacher sig í annað sætið á stigalista til heimsmeistara og er 12 stigum á eftir Hakkinen sem hefur 26 stig. Félagi Schumachers, Eddie Ir- vine, kom þriðji í mark og það undir- strikar styrk Ferrari-liðsins sem hafði sett sér það takmark að nálgast getu McLaren fyrir Imola-kapaksturinn eft- ir tvær vikur, en gerði gott betur en það. Ferrari kom á óvart „Ég verö að viðurkenna að árangur Ferrari-liðsins var frábær," sagði Hakkinen eftir kappaksturinn en hann hafði komist framm fyrir Schumacher í ræsingu en varð að sjá á eftir honum eftir tvo hringi þar sem hann var á einu viðgerðarhléi og hafði þungan bíl en Ferrari-bíllinn var léttari á tveimur stoppum. David Coulthart, sem var á fremsta rásstað í ræsingu, hafði ekki roð í Schumacher og á fjórða hring missti hann Þjóðverjann fram fyrir sig og þeir lentu saman. „Coulthard fór utarlega í begjuna svo ég skaust til hliðar við hann, en síðan virtist hann loka á mig,“ sagði Schumacher um óhapp hans og Coult- hards, en þeir vora heppnir að geta hald- ið áfram. Coulthard, sem sneri bílnum, komst aftur af stað en átti ekki sælan dag eftir það og endaði í sjötta sæti. Frábær akstur Þegar Schumacher tók sitt fyrsta stopp á 28 hring tók Hakkinen við for- ustunni og hélt henni þar til hann fór í sitt eina stopp á 42. hring. Eftir það hélt Þjóðverinn fyrsta sæti og náði að mynda 20 sek. forskot á Finnann sem dugði honum til að taka viögerðarhlé á 52. hring og komast aftur út í fyrsta sæti. I lok keppninar fór að dropa af himni og lentu þá margir ökumenn í vandræðum á hálli brautinni, þar á meðal Schumacher sem lenti út fyrir braut en náði með harðfylgi að koma sér inn á brautina aftur og koma fyrst- ur yfir marklínuna eftir 1 klst. og 48 mín. og 36.175 sek. frábæran akstur. „I næstu keppni á Imola verðum jafhvel enn sterkari eftir frekari endurbætur á bílnum og æfingar í næstu viku,“ sagði Schumacher eftir keppnina „Goodyear hjólbarðamir vora mjög góðir,“ bætti hann við en Goodyear hefúr endurbætt hjólbarða sína svo yf- irburðir Bridgestone era ekki eins miklir og í byrjun tímabilsins. Alesi ók vel Fjórði í mark var Austurríkismað- urinn Alexander Wurz sem einnig átti besta tíma í keppninni 1:28.179 sek. Fimmti var Jean Alesi sem ók meist- aralega á Sauber þótt hann missti annan „Tyrell-turninn" í viðgerðar- hléi þegar hann rifnaði af eftir að hafa fest við slöngur á viðgerðarsvæðinu, og kom hann í mark á undan McLaren ökumanninum David Coulthad sem hafði háð harða baráttu við heims- meistarann Jacques Villeneuve, og endaði sú rimma með samstuði og Vil- leneuve varð að hætta keppni. Næsta keppni verður háð á Imola-brautinni í San Marino þann 26. apríl og er ljóst að lið eins og Williams, Prost og Jord- an verð að taka sig saman í andlitinu ef keppnin í ár á ekki eingöngu að snúast um Ferrari og McLaren. -ÓSG íþróttir Bland i noka Griöarlegur áhugi er á leik Barcelona og Real Zaragoza í spænsku knattspymunni á sunnu- daginn kemur. Miðar hafa runnið út eins og heitar lummar og stefnir allt í að uppselt verði á á leikinn en Nou Camp, heimavöllur Barcelona, tekur um 120 þúsund áhorfendur. Barcelona nægir jafntefli til að vinna spænska meistaratitilinn i 15. sinn. Katalóníumenn ætla því ekki að liggja á liði sinu til að fagna sinum mönnum. Liö Börsunga er sterkt á fleiri svið- um en knattspymunni. Handbolta- menn félagsins tryggðu sér á dögun- um spænska meistaratitilinn eftir þrjá sigra á Portland í úrslitakeppn- inni. Skautafélag Akureyrar er komið með 2-0 forystu gegn Reykvíkingum í úrslitum íslandsmótsins i ishokkí. SA vann annan leik liðanna um pásk- ana, 9-5, og skoraði Rúnar Rúnarsson þrjú markanna. Kvennalandsliöiö í blaki er komið til Liechtenstein þar sem það tekur þátt 1 C-keppni Evrópumóts landsliða i vikunni. Ellefu stúlkur eru með í fór. Ein kemur frá Bandarikjunum, Anna G. Einarsdóttir, sem leikur með háskólaliði Valdosta. Hinar eru Ingibjörg Gunnarsdóttir, Dagbjört Víglundsdóttir og Friðrika Marteinsdóttir úr tS, Oddný Erlends- dóttir, Hildur Grétarsdóttir og Björk Benediktsdóttir úr Víkingi, Petrún Jónsdóttir úr Þrótti N., Birna Bald- ursdóttir úr KA og þær Guðrún Ása Kristleifsdóttir og Fríða Siguröardótt- ir úr Þrótti R. Þjálfari liðsins er Jó- hannes Karl Jia. Ole Gunnar Solskjcer var ekki val- inn í norska landsliðið sem mætir Dönum í vináttulandsleik i Kaup- mannahöfn á miðvikudag í næstu viku. * Níu leikmenn sem léku gegn Belgum á dögunum duttu út úr norska hópn- um. Hinn ungi markvöröur Everton, Thomas Myhre, var valinn og á þvi möguleika að leika sinn fyrsta lands- leik. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýska- lands, valdi í gær þrjá nýliöa fyrir vináttulandsleikinn gegn Nigeríu sem fram fer í næstu viku. Þetta eru þeir Christian Nerlinger og Carsten Jancker frá Bayem Múnchen og Yves Eigenrauch, Schalke. Vitesse sigraöi Maastricht, 3-1, í hol- lensku 1. deildinni i knattspyrnu í gærkvöldi. Vitesse er í 3. sætinu en Maastricht er næst neðst í deildinni. Ottmar Hitzfeldt sem geröi Dort- mund að Evrópumeisturum á siðasta tímabili hefur sterklega verið orðað- ur við þjálfarastöðuna hjá Bayern Múnchen fyrir næstu leiktíö. Uli Höness, framkvæmdastjóri Bæj- ara, sagði í gær að 99% líkur væru á að Hitzfeldt tæki við liðinu af Gio- vanni Trappatoni. Valur sigraói Fram, 5-2, í A-deild Reykjavíkurmótsins i knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurbjöm Hreiðarsson og Amar Hrafn Jóhannsson skomðu tvö mörk hver fyrir Val og Ólafur Júliusson eitt en mörk Fram geröu Ásmundur Amarsson og Ámi Ingi Pjetursson. Staðan í hálfleik var 3-1. Staóan í Reykjavikurmótinu: Valur 4 1 3 0 8-5 6 Vlkingur 4 1 3 0 4-2 6 Fram 4 1 2 1 4-5 5 Þróttur R. 4 1 2 1 3-4 5 Fylkir 3 0 2 1 2-3 2 KR 3 0 2 1 1-3 2 JKS/VS/GH Handknattleikur: Tryggir Valur sér titilinn? Valsmenn geta í kvöld tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla í handknattleik i 19. skipti ; takist þeim að leggja Framara að velli i þriöja úrslitaleik liðanna sem fram fer í íþróttahúsi Fram við Safamýri. Leikurinn hefst klukkan 20.30. Valsmenn hafa verið mjög sigur- sælir á undanfómum áram og hampi þeir titlinum í ár, eins og all- ar líkur eru á, verður það í 5. skipti *■ á síðustu 6 árum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.