Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 36
iFRÉTTASKOTIÐ iiSÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sTma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 Formaður bankaráðs: Ekki dottið af- sögn í hug „Þetta er auðvitað ekki óskahlut- verkið. En ég hef alveg heilsu í þetta,“ sagði Helgi S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, þegar DV spurði hann um hræringamar í yfirsijórn Landsbankans og hvernig þær horfðu við honum sjálfum. DV spurði Helga að því hvort bankaráðið eða einstakir banka- ráðsmenn heföu hug- leitt að segja af sér eins og bankastjórarn- ir þrír, þeir Halldór Guðbjarnason, Björg- vin Vilmundarson og Sverrir Hermannsson. „Bankaráðsmenn ætla ekki að segja af sér. Þeim hefur ekki dottið það i hug,“ sagði Helgi. Hann sagði að bankaráðs- mennirnir hefðu lagt sig fram og gert allt sem þeir gætu til að standa í stykkinu. Aðspurður um ummæli Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu í dag um að laxveiðar Landsbankans hafi farið fram með fuliri vitneskju bankaráðsins „öll árin og engar at- hugasemdir gerðar við þær“, sagði Helgi að hann ætti eftir að lesa blaðið til hlitar. Veiðar í Laxá: Útibúið kostaði leiðsögn Guðmunds- son. DV, Akureyri: „Ég vil ekki ræða þetta mál neitt á því stigi sem það er núna, þaö er best að það fari eftir þeim farvegi sem það er í,“ segir Sigurður Áma- son, útibússtjóri Landsbanka Is- lands á Húsavík. Sverrir Herrmannsson, fyrrum bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir að hann hafi haft leið- , sögumann við veiðar í Laxá í Þing- eyjarsýslu sem kostaður hafi verið af útibúi bankans á Húsavík. Sig- urður Ámason útibússtjóri vildi ekkert um það segja í morgun hvort þetta hefði tíðkast um langan tíma. -gk Grunur um íkveikju Eldur kom í teppi í stiga í íbúð við Þórsgötu um ellefuleytið í gær- kvöld. Hringt var á slökkvilið en þegar það kom á staðinn hafði húsráðandi sjálfur slökkt eldinn. Að sögn lög- reglu er grunur á að um íkveikju hafí verið að ræða. Málið er í rann- sókn. -RR Bankaráð Landsbankans kom saman í morgun þar sem skýrsla Ftíkisendurskoðunar um laxveiðimál var rædd. A myndinni eru Helgi S. Guðmundsson og Jóhann Ársælsson. DV-mynd S I morgun Sverrir Hermannsson segir Jóhönnu handbendi hatursmanna sinna: Er bitur maður sem líður illa - segir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Þetta eru stór orð, en ég er ekki í þjónustu eins eða neins nema fólksins i landinu. Þetta eru alvar- legar ásakanir og undir öðrum kringumstæðum hefði ég mætt þeim af fullri hörku. Ég kýs að líta svo á að hér tali bitur maður sem líður iiia og hefur orðið að sæta ábyrgð gerða sinna. Ég ætla ekki að erfa þessi orð við Sverri heldur fyrirgefa honum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður í morgun. DV bar undir Jóhönnu ummæli Sverris Hermannssonar í Morgun- blaðinu í dag en orðrétt segir hann: „Jóhanna Sigurðardóttir var send inn á Alþingi til þess að hafa af mér mannorðið og koma mér út úr bankakerfmu. Hún tók það hlut- verk að sér.“ Jóhanna Sigurðardóttir segir staðreyndir málsins þær að árið 1983 hafi hún fengið samþykkt lög á Alþingi þar sem bankamir áttu að sundurliða í ársreikningum sín- um alla risnu, ferðalög og hlunn- indi. Lögin hafi verið virk til árs- ins 1993 þar til bankalögum var breytt og þessi ákvæði féllu niður. í haust hafi hún farið að skoða þessi mál og gert fyrirspum til við- skiptaráðherra um risnumál bank- anna til að fá úr því skorið hvað hefði gerst á því fimm ára tímabili sem liðið var síðan fyrrnefnd ákvæði frá 1983 féllu úr gUdi. í þessu máli öllu vísar Jóhann því algerlega á bug sem hreinum órum að hún hafi verið og sé hand- bendi einhverra afla sem vilji vinna Sverri Hermannssyni mein. Varðandi þau orð Sverris að bankastjórarnir hafi vísvitandi reynt að blekkja viðskiptaráðherra og gefa honum ófullkomnar eða rangar upplýsingar um laxveiði- kostnað bankans sagði Jóhanna stóralvarlegt mál. „Ég mun taka það mál sérstaklega upp á þingi, ég tala nú ekki um ef það kemur líka fram í skýrslu ráðherra til þings- ins í dag um þessa röngu upplýs- ingagjöf, þá verður Alþingi aldeilis að taka málið föstum tökurn," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. „Ég er enn bundinn trúnaðareið- um þó ég segi af mér sem banka- stjóri," sagði Sverrir Hermannsson við DV í morgun þegar hann var beðinn að nefna þá aðila sem beitt hefðu Jóhönnu Sigurðardóttur gegn sér á Alþingi. Hann kvaðst ekki myndu gefa það upp. Að- spurður um hvort sú upphæð sem hann endurgreiddi Landsbankan- um fyrir oftekna risnu hefði verið 850 þúsund krónur sagði hann rétta. Aðspurður um hvort um hefði verið að ræða áfengi sem hann hefði tekið úr bankanum og síðan skilað og fengið endurgreitt, sagði hann af og frá. Hann væri ekki óheiðarlegur maður. -SÁ Veðrið á morgun: Rigning eöa súld Á morgun býst Veðurstofan við fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt. Rigning og súld verður með köflum, einkum um vestanvert landið, en að mestu þurrt austan til. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig, mildast á Suð- vesturlandi. Veðrið í dag er á bls. 37. IMI5SAIM 30% Verðlækku n á Nissan varahlutum . Ingvar . j |§=§| Helgason hf. = = = Sævarhöfda 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.