Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1998 15 Sameining stéttarfélaganna D&F og Sóknar og FSV: • • Oflugra félag Um langt árabil hefur umræða um sameiningu stéttarfélaga ófag- lærðs fólks á vinnumarkaði verið í gangi. Umræða sem fyrst og fremst hefur byggst á þeim við- horfum félagsmanna að aðalkjara- samningar stéttarfélaganna væru í meginatriðum eins og það væru fleiri atriði sem sameinuðu þessi félög en skildu milli þeirra. Ekki er lengra síðan en um síð- ustu áramót að fólk sem vinnur í fiskvinnslu, karlar og konur, var sitt í hverju stéttarfélagi hér á Reykjavíkursvæðinu en vann eftir sama kjarasamningi. Þetta voru félagsmenn i Dagsbrún og Fram- sókn sem nú í dag eru sameinuð í eitt stéttarfélag. Hvemig skyldi þessu vera hátt- að með aðra félagsmenn i röðum ófaglærðra. Vinna allar konur í mötuneytum og við ræstingar hjá ríkinu eftir sama kjarasamningi? Nei, það fer eftir því hvort þær eru félagskonur í Framsókn eða Sókn. Hvort hafa þessar konur meiri hag af þvi að vera í hver í sínu félag- inu eða sameinaðar með einn kjarasamning í einu stóru, öflugu, deildaskiptu félagi? Hverjir hafa hag af þessu fyrirkomulagi eins og það er í dag. Eru það atvinnurek- endur eða launamenn? Nánast undantekningarlaust er það at- vinnurekandinn. Við þekkjum öll þá tilhneigingu atvinnurekanda að vilja hræra i félagsaðildarmál- um starfsmanna. „í mínum huga er ekki vafi á að stórt félag er færara um aö sinna öllum þessum þáttum. Þess vegna styð ég sameiningu þessara félaga." þáverandi ástand nokkuð gott. Engin ástæða væri til neinnar breytingar. Sama er upp á ten- ingnum núna. Ennþá er hópur í sameinuðu félagi sem vill ekki frekari sameiningu. En stórir hóp- Póstatkvæða- greiðsla Nú stendur yflr póstatkvæða- greiðsla innan Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt- arfélags um hvort félagsmenn eigi að sameinast félags- ..... mönnum Sóknar og Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Það var fámennur hópur innan Dagsbrúnar og Framsóknar fyrir sameiningu félaganna sem taldi „En stórír hópar innan Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags fagna því aö loksins er komin aftur hreyfing á áframhaldandi þróun í framfaraátt sem hefur í för meö sér skipulagsbreytingar innan félags- ins. " ar innan Dagsbrúnar og Fram- sóknar - stéttarfélags fagna því að loksins er komin aftur hreyfing á áframhaldandi þróun í framfara- átt sem hefur í för með sér skipulags- breytingar innan fé- lagsins. Þó megináherslan i dag sé á kjaramálin eins og í upphafl ald- arinnar og enn eig- um við langt í land í launamálum ófag- lærðs fólks þá hafa einnig bæst við nýjar áherslur. Við gerum kröfu til stéttarfélaga að þau búi yfir sterk- um sjúkrasjóði, vinnudeilusjóði, fræðslusjóði og or- lofssjóði. Við sem fé- lagsmenn ætlumst til að félagið okkar hafi fjárhagslega getu til þess að styðja við Kjallarinn 'V. Sigurður Bessason ritari í bráðabirgöastjórn Dagsbrúnar og Fram- sóknar - stéttarfélags okkur þegar við þurf- um á því að halda. Við þurfum að geta rekið öfluga lögfræði- þjónustu, fréttir af fé- laginu og almenna þjónustu á skrifstofu félagsins. í mínum huga er ekki vafi á að stórt félag er færara um að sinna öllum þessum þáttum. Þess vegna styð ég sameiningu þessara félaga. Nú, þegar við siglum inn í nýja öld, þurfum við á öllum okkar samtakamætti að halda undir kjör- orðunum: Við erum sterkari saman. Sigurður Bessason Árás á Færeyinga! Oft hefur bréfritari orðið undr- andi á skrifum annars ritstjóra DV, Össurar Skarphéðinssonar. Á sttmd- um geta þau verið skemmtileg, ef galgopahátturinn fer ekki úr bönd- um. Hins vegar varð ég hlessa við lestur leiðara DV þann 16. mars síð- astliðinn. í honum birtust með ósvífnustu árásum á Færeyinga sem sést hafa á prenti hér á landi. Ég skil í rauninni ekki tilganginn með slikum skrifum nema ef vera skyldi sá að leiðarahöfundurinn hafi verið að skemmta sér á tölvunni. Náin tengsl Færeyingar eru okkar næstu grannar. Samskipti þessara frænd- þjóða hafa ávallt verið með eindæm- um góð. Þannig hafa Færeyingar verið eftirsótt vinnuafl hérlendis, ís- lendingar verið aufúsugestir í Fær- eyjum og gagnkvæm virðing milli þjóðanna ávallt verið til staðar. Við veiðar á norsk-islensku síldinni hef- ur tvíhliða samningur íslands og Færeyja verið okkur sérlega mikil- vægur þar sem við fengum heimild til þess að sækja okkar hluta heild- arkvótans í færeyskri eöiahagslög- sögu. Þá höfiun við veitt Færeying- um sérstakar aflahehnildir innan okkar lögsögu. í rauninni má segja að ekki hafi borið skugga á sam- skipti þessara þjóða. Ekki þykir mér ósennilegt að meginástæða þessara jákvæðu samskipta eigi sér sögulegar skýringar. Báðar þjóðir hafa verið undir dönsku krúnunni. fslend- ingar rufu sig þaðan fyrir um 50 árum en Færey- ingar hafa ekki náð þeim áfanga enn þá. Fyrir vikið höfum við ávallt litið til þeirra af skilningi og Færeyingar sótt ýmsar fyrirmyndir til okkar. Nú bregður hins vegar svo við að nýr tónn heyr- ist frá íslandi. Ritstjórinn Össur Skarphéðinsson geysist fram ritvöll- inn i leiðara sínum og líkir Færey- ingum við banditta af verstu gerð. Þetta eru þung orð og alvarleiki þeirra eykst þegar haft er í huga að ritstjórinn á einnig sæti í utanríkis- málanefhd Alþingis. Máhð er grafal- varlegt enda hafa viðbrögð í Færeyj- um verið í samræmi við það. Aö sækja rétt sinn Fyrir örfáum árum stóð færeyskt efiia- hagslif á barmi gjald- þrots. Um það bil fjórðungur þjóðarinn- ar flúði land og eymd- in var gífurleg. Nú hefur komið i ljós að Den Danske Bank stóð óheiðarlega að málum innan fær- eyska bankakerfisins og átti lfklega stærst- an þáttinn i að beygja færeysku þjóðina. Þá leikur sterkur grunur á að dönsk stjómvöld hafl verið með i ráð- um. í rauninni var þetta mál tilefni dönsku þingkosninganna. Stór orð féllu í danskri sem færeyskri pólitík og leiddu til þess að þing var rofið. Færeyingurinn Jóhannes Eiðis- gaard náði kjöri og gat ráðið úrslit- um um myndun meirihluta á danska þinginu - naums meirihluta. Kosningamar í Færeyjum snerust fyrst og fremst um þetta stórmál enda má með sanni segja að það snerti sjálfstæði þjóðarinnar. Þess vegna er ekki óeðlilegt að fulltrúi Færeyinga á danska þjóðþinginu gangi þangað inn með þá eðlilegu kröfu færeysku þjóðar- innar að málefhi Den Danske Bank og fær- eyskra stjómvalda verði að minnsta kosti sett á dagskrá nýrrar ríkisstjómar. Þá er heldur ekki óeðlilegt að Færeyingar geri þá réttmætu kröfu að þeim verði bættur skaðinn komi í ljós að hann sé sá sem þeir telja. Allir réttsýnir hljóta að skilja og virða þessa afstöðu fulltrúa Færeyinga. Ritstjórinn og þingmaðurinn Öss- ur Skarphéðinsson er hins vegar á öðra máli. Stærsta mál í fær- eyskri póhtík á síðustu áratugum kaúar hann einfaldlega glæpamennsku og líkir við mexik- anskan bófaflokk í villta vestrinu. Það er sú einkunn sem talsmaður krata í utanríkismálum gefur frændum okkar Færeyingum. Það er kveðjan sem frændur okkar fá frá íslandi á timum sem era þeim erflð- ari en við höfum kynnst í áratugi. Það er köld kveðja. Hjálmar Ámason „Fyrír örfáum árum stóð færeyskt efnahagslíf á barmi gjaldþrots. Um þaö bil fjórðungur þjóðarinnar flúði land og eymdin var gífuríeg.u Kjallarinn Hjálmar Árnason alþingismaður IVIeð og á móti Hindrun útbreiðslu hrossa- sóttarinnar Eggert Gunnars* son, dýralæknir og sérfræöingur á Keldum. Verra fyrir landsmótið „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins eins og kostur er. Ég held að ef hann berst austur og norðm- í land núna, eins og sum- ir vilja, yrði hann ekki yfir- staðinn þegar kæmi að lands- móti. Þá mætti ætla að hestar yrðu að veikj- ast aUt fram að móti og missa úr nokkurra vikna þjálfun. Þá yrði smitá- lag á landsmót- inu auk þess meira miðað við að við höldum þeim vamarlínum sem eru í dag. Ég held því að það sé verra hvað varðar landsmótið ef veikin færi að dreifast um Norður- og Aust- urland núna, miðað viö að lreista þess aö koma í veg fyrir slíkt. Reynslan er einnig sú að eftir að veikin kemur upp líða aUt að 2-3 mánuðir þar til hún er yfirstaðin á viðkomandi landsvæði. Þá er hætta á að hún bærist á versta tíma i siéðhross með tilliti tU köstunar og hún getur lagst þungt á fylfuUar merar, komnar að köstun. Við vitum auk þess ekki hvaða áhrif sóttin hefur á nýköstuð folöld." Flensuskítur með litla virkni „Virkni þessarar sóttar er það lítil að við höfum gert úlfalda úr mýflugu. Þetta er flensuskítur þar sem menn eiga ekki að haga sér eins og um drepsótt sé að ræða. Menn hafa farið offari og við höfum ekki bitið úr nálinni með það enn þá. Umfjöllunin hefur verið skaðvænleg í stað þess að upplýsa fólk úti á landi um ur- hvað þetta er lítilfjörlegt. Þegar öUu er á botn- inn hvolft er þetta ekki stór- hættuleg flensa. Ég er ekki sam- mála því hvemig vamarlínumar era settar upp í dag. Við erum farin aö nálgast mjög hratt köst- un hryssna. Minn hugur hefur verið sá að Unurnar eigi að vera settar upp á annan hátt. Varnar- línumar eiga að vera settar upp án boða og banna þar sem ekki gUda höft. Ég vU að þetta gangi yfir með framgangi náttúrunnar - gæta fyUstu varkárni en ekki halda uppi hefðbundnum hafta- línum. Eins og málin horfa í dag óttast ég það mest þegar sóttin berst í hryssustofna. Þeir nálgast nú hortíma, þegar gróður er að kvikna og hrossin svelta sig frá heyjum og eru þá ekki í fuUu fóð- uratlæti. Þetta er einnig bagalegt þar sem hey hafa verið af skom- um skammti. Ég óttast að sóttin komi verr niður á slíkum gripum en þeim sem era í bata og hafa nóg tU að bíta og brenna." -Ótt Sigurfojöm Báröar- son tamnlngamaö- Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: d.vritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.