Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
9
Útlönd
HANDKNUNIR
OG RAFKNÚNIR
STAFLARAR.
Auðveldir og
liprir í meðföruiri.
—
jggf
■
Danska löggan
tilbúin fyrir at-
kvæðagreiðslu
Danska lögreglan mun hafa
mikinn viðbúnað þann 28. maí
næstkomandi þegar þjóðarat-
kvæðagreiðsla um Amsterd-
amsáttmála Evrópusambandsins
fer fram.
Yfirvöld ætla að gera það sem
þau geta til að koma í veg fyrir að
óeirðir eins og þær sem urðu á
Norrebro í Kaupmannahöfn eftir
þjóðaratkvæðið í maí 1993 endur-
taki sig. Mestur viðbúnaður verð-
ur einmitt í höfuðborginni og hef-
ur löggan þar meðal annars feng-
ið nýja brynvarða bíla.
NÝIR OG ENDURBÆTTIR
HA NDLYFTIVA GNA R
Margar gerðir.
Lyftigeta 2500 Kg.
Dagmar Havlova, eiginkona Vaclavs Haveis Tékklandsforseta, ráðgast hér við llija Kotic, lækni Havels, eftir að hann
gekkst undir erfiða aðgerð í Austurríki í gær. Dagmar er fræg tékknesk leikkona og giftist forsetanum eftir að hann
missti fyrri konu sina úr krabbameini fyrir tveimur árum. Símamynd Reuter
Havel forseti sagður
úr allri lífshættu
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
er sagður úr lífshættu eftir að hann
gekkst undir erflða aðgerð á sjúkra-
húsi í Austurríki í gær. Læknar
sögðu að bráð iðrasýking hefði
hrjáð forsetann og nauðsynlegt
hefði reynst að fjarlægja hluta af
ristli hans. Havel er haldið í öndun-
arvél en lungu, hjarta og nýru
starfa þó eðlilega.
„Líf Havels er ekki i hættu eins og
stendur," sagði Norbert Mutz, yfir-
læknir á gjörgæsludeild háskóla-
sjúkrahússins i Innsbruck. „Það er
ekkert sem bendir til annars en að
Havel eigi eftir að ná sér að fúllu og
geta sinnt embættisskyldum sínum.“
Havel var í tveggja vikna leyfi í
Týrol ásamt konu sinni, Dagmar.
Hann veiktist í gær og var fluttur í
skyndingu á sjúkrahús í Innsbruck
eftir læknisskoðun. Þar var ákveðið
að skera forsetann upp án tafar og
tók aðgerðin tæpar fjórar klukku-
stundir.
Miroslav Cerbak, læknir Havels í
Tékklandi, sagði ástæðu til að gleðj-
ast yfir því að engin merki um
krabbamein fundust i ristli hans
Havel hefur enn ekki náð sér að
fúllu eftir aðgerð árið 1996 þegar
hluti af lungum hans var fjarlægður
vegna krabbameins. Hann fékk
lungnabólgu og þrálátt lungnakvef í
kjölfarið og var vart hugað líf eftir
aðgerðina.
Havel var endurkjörinn forseti til
fimm ára nú í janúar og er því að-
eins að hefja nýtt kjörtímabil. Hann
var helsti leiðtogi flauelsbyltingar-
innar svokölluðu þegar kommúnist-
um var steypt af stóli og varð forseti
Tékkóslóvakíu árið 1989. Hann var
endurkjörinn forseti Tékklands árið
1993 eftir að Slóvakía varð sjálfstætt
ríki.
Havel fæddist árið 1936 inn í efn-
aða fjölskyldu. Honum var neitað
um æðri menntun á tímum
kommúnistastjómarinnar en engu
að siður var hann einn mesti rithöf-
undur í röðum andófsmanna í
Tékkóslóvakíu. Leikrit hans voru
bönnuð í rúm 20 ár í heimalandi
hans. Havel er íslendingum að góðu
kunnur sem leikritaskáld.
Arvík
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
Líttu við og
taktu á þeim.
Mexíkósk stjórnvöld staðin að verki:
Olöglegar njósnir
um andstæðinga
Upp hefúr komist um umfangs-
miklar símahleranir mexíkóskra
stjórnvalda á hendur pólitiskum
andstæðingum sínum, blaðamönn-
um, kaupsýslmnönnum og óbreytt-
um borgurum.
„Ég varð alveg fjúkandi reið þeg-
ar ég uppgötvaði líf mitt á pappir-
um, upptökum og tölvuskrám,“
sagði öldungadeildarþingkonan
Layda Sansores Sanroman, sem
fletti ofan af njósnunum, i viðtali
við blaðið Intemational Herald Tri-
bune. „Þama hafði verið fylgst með
lífi mínu í smáatriðum í sjö ár.“
Á undanfomum vikum hefur svo
verið flett ofan af á annan tug mála
þar sem stjómvöld hafa verið að
njósna um borgarana. Meðal annars
hafa fúndist faldir hljóðnemar og
myndavélar á skrifstofúm nýju
stjómarinnar í Mexíkóborg.
Uppgötvanimar hafa aðeins stað-
fest það sem marga Mexíkóa hefur
lengi grunað, nefiiilega að stjóm-
völd hafi leikið hlutverk Stóra bróð-
ur og njósnað um borgarana,
ímyndaða óvini og einnig um menn
úr eigin röðum.
Mexíkóar hafa að undanfómu
veriö að fikra sig frá eins flokks
valdakerfl yfir í fjölflokkalýðræði.
Af þeim sökum hefur sívaxandi
fjöldi bæði stjómmálamanna og
í Mexfkó er leyfilegt að beita síma-
hlerunum í baráttunni gegn glæpa-
mönnum.
óbreyttra borgcU'a verið fús til að
mæla gegn hlerunum af þessu tagi.
Eins og vænta mátti hafa allar
þær ríkisstofnanir sem hafa verið
bendlaðar við hleranimar neitað
allri vitneskju um þær.
Símahleranir vom ólöglegar í
Mexikó þar til á siðasta ári. Þá var
veitt heimild fyrir að beita þeim í
baráttunni gegn glæpum, þó aðeins
með samþykki dómstóla.
AÐALFUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi.
s T/
/ VAXTAR
'SJÓÐURINN
Dagskrá aðalfundar Vaxtarsjóðsins hf.:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild til stjórnar um kaup á hlutabréfum félagsins á næstu
átján mánuðum, sbr. lög nr. 2/1995 um hlutafélög.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Hluthafar eru hvattir til að mœtal
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.