Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 17 DV Fréttir íslenskir dansarar í Blackpool misstu næstum af keppni: Töfðust vegna um- sáturs lögreglu - vegna vopnaðs ræningja sem hélt fólki í gíslingu Þórshöfn: Tveir sviptir öku- leyfi á staðnum utan Þórshöfn hér á Langanesi. ---------------------- Þeir voru allir a leið a dansleik Aðfaranótt mánudagsins 13. þar sem Sóldögg lék fyrir dansi. apríl voru þrír ökumenn teknir Tveir ökumannanna voru svipt- fyrir of hraðan akstur rétt fyrir ir ökuleyfi á staðnum. -HAH Átta íslenskir krakkar sem taka þátt í danskeppni í Blackpool í Englandi voru næstum því búnir að missa af fyrsta degi keppninnar vegna vopnaðs ráns í borginni í fyrradag. Tveir vopnaðir ræningjar réðust inn i spilavíti að morgni annars í páskum en spilavítið er í næsta ná- grenni við hótel þar sem íslensku dansaramir gista. Annar ræning- inn náðist strax en hinn komst und- an og komst inn á hótel við hliðina á því þar sem íslensku krakkamir gista. Þar hélt ræninginn fólki í gisl- ingu og hótaði öllu illu. Vopnuð lög- regla lokaði nærliggjandi götum og hófst þá umsátur um ræningjann. íslensku keppendumir höfðu ver- ið á æfmgu og stefndi allt í að þeir kæmust ekki aftur á hótelið til að gera sig klára fyrir sjálfa keppnina. Loks var samið við lögregluna og hún fylgdi íslensku ungmennunum inn á hótelið í gegnum nærliggjandi húsasund. Síðan var þeim fylgt aft- ur sömu leið út svo þau kæmust í keppnina. Ræninginn gafst upp skömmu síðar og var handtekinn. Að sögn Lámsar Einarssonar, eins foreldis sem er i Blackpool, vom ís- lensku krakkamir ekki í hættu. Láms segir að ástandið hafi þó ver- ið þrungið spennu enda enginn ís- lendinganna vanur svona stööu. Tvö pör áfram í keppni dansara, 11 ára og yngri, í Cha, Cha, Cha komst eitt íslenskt par áfram í 24 para úrslit. Það vom þau Sunneva Sirrý Ólafsdóttir og Davíð Már Steingrimsson. Um eitt hundrað pör hófu keppni í þessum dansi. í flokki 11-14 ára hófu um 180 pör keppni í vínarvalsi og komst eitt islenskt par áfram í 24 para úr- slit, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. -RR Hvaða áhugamál hefur Tígri? Hefur hann áhuga á sundi, fótbolta, körfubolta eða stangarstökki? Skyldi hann hafa farið á skíði? Með hvaða Tþróttafélagi spilar hann? Hefur eitthvað komið fyrir Tígra þegar hann er á æfingu? Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um Tþróttir og tómstundir Tígra. Allir sem senda inn sögu fá senda gjöf frá Tígra. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bök, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bökinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun. Góufolald Það er ekki algengt að hryssur kasti í mars en ekkert er án undantekninga. Blesótta hestfolaldiö á myndinni, í eigu Sigurðar Sverrissonar, fæddist 9. mars í Hringsholti í Svarfaðardal, skammt frá Dalvík. Framan af viðraöi þannig að lítt var hægt að setja foialdsmerina út en í norðurhluta Hrings- holts steig folaldiö fyrstu skerfin. Hundurinn Askur hefur gjarnan viljaö bregöa á leik með þvf. Virðist fara hið besta á með þeim þótt móöirin hafi ekki alltaf veriö alveg sátt við atganginn í hundinum. DV-mynd Halldór, Dalvík Kristján leiðir Húsavíkurlistann DV, Akureyri: Kristján Ásgeirsson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, skipar efsta sæti á Húsavíkurlistanum en Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og óháðir bjóða fram listann við bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. t næstu sætum listans eru: 2. Jón Ásberg Salómonsson bæjar- fulltrúi. 3. Tryggvi Jóhannsson bæjarfulltrúi. 4. Gunnar Bóasson vélfræðingur. 5. Grímur Kárason verkstjóri. 6. Erla Sigurðardóttir aðstoðarhótelstjóri. 7. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir leikskólakennari. 8. Margrét Samsonardóttir kenn- ari. 9. Ingólfur Freysson íþrótta- kennari. 10. Trausti Aðalsteinsson deildarstjóri. -gk Kristján Ásgeirsson. « v lumiðstöðina. V N getur einnig haft samband tfið Krakkaklúbb OV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, sími 550-5000, og við sendum pér gögnin. Skilafrestur er til 14. maí. Það er leikur að skrifa um íþróttir og tómstundir Tígra. Vertu með! v t /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.