Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1998, Qupperneq 30
34
MIÐVKUDAGUR 15. APRÍL 1998
Afmæli
Halldór Pálsson
Halldór Pálsson bókaútgefandi,
Sunnubraut 31, Kópavogi, er fimm-
tugur í dag.
Starfsferill
Haildór fæddist i Kleppsholtinu i
Reykjavík en flutti ungur í Skugga-
hverfið þar sem hann sleit
hamsskónum en á bemskuheimili
hans var margt um manninn og fjöl-
breytt dýralíf. Hann lauk námi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
lauk síðan námi sem símvirki.
HaUdór starfaði hjá Heildverslun
Garðars Gislasonar eftir gagnfræða-
próf, starfaði við símvirkjun um
árabil, vann hjá Pósti og síma á Ak-
ureyri í fimm ár, vann við kennslu
og kynningarstörf á vegum Rauða
kross íslands og gerði á
þeim tíma sjónvarps-
þætti um skyndihjálp
sem fluttir voru í sjón-
varpi.
Halldór var trygging-
arráðgjafi og sölumaður
1984-90. Þá flutti hann
með fjölskyldu sinni til
Jóhannesarborgar í Suð-
ur-Afríku og var búsett-
ur þar í rúm tvö ár. Þar
stofnaði hann fasteigna-
sölu og starfrækti böka-
útgáfú sem hann hefur
starfað við síðan í ýmsum löndum.
Halldór stofnaði útgáfufyrirtæki í
Hong Kong en nú starfar hann að
mestu við alþjóðabókaútgáfu og
ferðast mikið vegna starfs síns.
Halldór var um tíma virk-
ur í Hjálparsveit skáta,
sjóskátum og tók þá þátt í
fjölda leita og hjálparferð-
um.
Halldór ólst upp hjá trú-
uðum foreldrum en sjálf-
ur tók hann lifandi trú á
Jesú Krist er hann var
nitján ára. Hann og fjöl-
skylda hans eru virkir
meðlimir i fríkirkjunni
Vegurinn.
Fjölskylda
Fyrri eiginkona Halldórs var
Sjöfn Sverrisdóttir. Þau slitu sam-
vistiun.
Böm Halldórs og Sjafnar em
Sverrir, f. 1971; Sigríður, f. 1972.
Eiginkona Halldórs er Björg Dav-
íðsdóttir.
Börn Halldórs og Bjargar em
Stefanía, f. 1979; Davíð, f. 1981;
Katrín, f. 1982.
Systkini Halldórs era Páll; Guð-
rún Margrét, forstöðumaður hjálp-
arstofnunarinnar ABC, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Halldórs era Páll Axels-
son sem ólst upp á Bjargi í Miðfirði
og Sigríður Finnboga Halldórsdótt-
ir, fædd að Fögrabrekku í Hrúta-
firði.
Halldór og Björg taka á móti gest-
um og bjóða upp á veitingar og dag-
skrá að Broadway á Hótel íslandi i
dag milli kl. 17.00 og 19.00.
Halldór Pálsson.
Sigrún H.
Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir
húsmóðir, Högnastíg 8, Flúðum, er
fertug í dag.
Starfsferill
Sigrún fæddist á Selfossi og ólst
þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Selfoss.
Sigrún hefur stundað ýmis störf
um dagana en síðustu árin hefur
hún mest starfað við garðyrkju jafn-
framt húsmóðurstörfum.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigrúnar er Þröstur
Jónsson, f. 24.2. 1958, húsasmíða-
meistari en þau hófu sambúð 1978.
Þröstur er sonur Jóns Einarssonar,
f. 27.5. 1909, d. 30.10. 1995, bónda að
Reykjabakka í Hrunamannahreppi,
og Þóra Tómasdóttur, f. 10.9. 1917,
garðyrkjukonu og húsfreyju.
Böm Sigrúnar og Þrastar era
Anna Þóra Þrastardóttir, f. 22.2.
1982; Elva Rut Þrastardóttir, f. 5.10.
1989; Páll Orri Þrastarson, f. 28.6.
1995.
Pálsdóttir
Systkini Sigrúnar era
Svala Pálsdóttir, f. 22.11.
1959, búsett í Fellabæ, í
sambúð með Þór Reynis-
syni og eiga þau tvö böm;
Sandra Pálsdóttir, f. 7.8.
1964, búsett á Selfossi, í
sambúð með Magnúsi
Markússyni og eiga þau
tvö böm; Auðunn Örvar
Pálsson, f. 25.6. 1971,
verslunarstjóri á Selfossi.
Foreldrar Sigrúnar era
Páll Auðunsson, f. 12.10.
Sigrún H. Pálsdóttir.
1934, lagermaður hjá
Mjólkurbúi Flóamanna,
búsettur á Selfossi, og
Anna Margrét Þorláks-
dóttir, f. 3.5. 1938, hús-
móðir.
Sigrún verður að heiman
á afmælisdaginn.
Haraldur
Haraldur Skjóldal,
starfsmaður hjá KEA á
Akureyri, Rauðumýri 1,
Akureyri, varð sjötugur á
annan i páskum.
Starfsferill
Haraldur fæddist að
Ytra-Gili i Hrafnagils-
hreppi, nú Eyjafjarðar-
sveit, og ólst þar upp.
Hann stundaði öll almenn
sveitastörf á sínum yngri
áram, var fjóra vetur í
farskóla eins og þá tíðkaðist og lauk
fullnaðarprófi tólf ára.
Haraldur stundaði íþróttir í sinni
sveit af miklu kappi á sínum yngri
áram. Einkum hefur hann verið
áhugasamur um skíðaíþróttina og
stundað skíðaferðir. Hann hefur
verið minka- og grenjaskytta í
fimmtíu ár í Eyjafirði,
fyrir Akureyrarbæ og
víðar. Þá hefur hann
gengið til rjúpna alla vet-
ur frá unga aldri.
Haraldur hefur alla tíð
átt hesta og er mikill
hestamaður. Hann hefur
ætíð verið mikið gefinn
fyrir fjallaferðir og úti-
vist og því farið margan
reiðtúrinn með bömum
sínum og barnabörnum.
Þá hefur hann átt nokkr-
ar kindur og stundað
smábúskap við bæinn.
Fjölskylda
Haraldur kvæntist 8.7. 1955
Björgu Benediktsdóttur, f. 10.7.1931,
húsmóður og sjúkraliða. Hún er
dóttir Benedikts Jónssonar og Elín-
Haraldur Skjóldal.
Skjóldal
ar Þorsteinsdóttur sem bæði era lát-
in.
Börn Haralds og Bjargar era
Svala Haraldsdóttir, f. 14.1. 1956,
sjúkraliði í Svíþjóð gift Claes Fors-
berg og eiga þau þrjú böm; Kristján
Skjóldal, f. 24.10. 1959, bifvélavirki,
kvæntur Hafey Lúðvíksdóttur og
eiga þau fjögur böm; Þorsteinn
Jónas Skjóldal, f. 25.5.1966, vélstjóri
en sambýliskona hans er Hjördís
Guðmundsdóttir og eiga þau þrjá
syni; Anna Kristín Haraldsdóttir, f.
1.7.1972, en samhýlismaður hennar
er Gustav Hammer.
Stjúpsonur Haralds er Hafsteinn
Andreasson, f. 27.2. 1950, sjómaður
og á hann þrjú böm.
Systkini Haralds: Páll Skjóldal
smiður, nú látinn; Gunnar Páll, dó í
bemsku; Ragnar Skjóldal bifreiðar-
stjóri; Gunnar Skjóldal kaupmaður;
Óttar Skjóldcd bóndi; Ingimar Skjól-
dal lögregluþjónn; Guðný Skjóldal
húsmóðir; Dýrleif Skjóldal húsmóð-
ir.
Foreldrar Haralds voru Kristján
Skjóldal frá Möðrufelli í Eyjafirði, f.
4.5.1882, d. 15.12. 4960, bóndi og mál-
ari að Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi,
og Kristín Gunnarsdóttir frá Eyri í
Skötufirði, f. 28.9. 1892, d. 3.4. 1960,
húsmóðir.
Ætt
Föðurforeldrar Haralds vora Páll
Hallgrímsson, bóndi að Möðrufelli í
Eyjcifirði, og Guðný Kristjánsdóttir
húsfreyja.
Móðurforeldrar Haralds voru
Gunnar Sigurðsson, síðast starfs-
maður hjá Skúla Thoroddsen á
Bessastöðum, og Anna Kristín Har-
aldsdóttir húsfreyja.
Fréttir
Pórunn Ólafsdóttir
sjúkraliöi haföi heppn-
ina meö sér skömmu
fyrir páska þegar Hemmi
Gunn og Karl Pétur
Jónsson frá Vísi.is
drógu í beinni útsend-
ingu á Bylgjunni út sig-
urvegarann í leiknum
Leitin aö týndu bylgjun-
um. Þórunn fékk í sigur-
laun ferö til Mallorca og
fór þangaö daginn eftir
ásamt eiginmanni sín-
um, Haraldi Guöjóns-
syni slökkviliðsmanni.
DV-mynd S
DV
Til hamingju með aímælið 15. apríl
85 ára
Bjöm Briem, Hlurmavogi 11, Reykjavík. Hulda Gísladóttir, Spítalavegi 21, Akureyri. Láras Kristinn Jónsson, Höfðagötu 21, Stykkishólmi. Svava Guðjónsdóttir, Bakkahlið 45, Akureyri.
80 ára
Gunnar Valur Þorgeirsson, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Gyða Jónsdóttir, Jökulgrunni 26, Reykjavik. Kristjana Einarsdóttir, Vogatungu 51, Kópavogi. Maria Jónsdóttir, Stóragerði 4, Hvolsvelli.
75 ára
Einar Ágústsson, Stórholti 32, Reykjavik. Kristján Benediktsson, Hólmavaði, Aðaldælahreppi.
70 ára
Aðalbjörg Bjömsdóttir, Hlíöargarði, Hliðar-Jökul- Tunguhreppi. Guðmundur Sigurbergsson, Götu, Ölfushreppi. Gunnlaugur Hjartarson, Miðstræti 10, Reykjavík. Stella Þórdis Guðjónsdóttir, Sólheimum 32, Reykjavík.
60 ára
Hilmar Harðarson, Lyngholti 5, Keflavik. Hlöðver Pálsson, Grenilundi 5, Garðabæ. Hörður Viktorsson, Logalandi 22, Reykjavík. Lilja Kristjánsdóttir, Hlíðarvegi 18, Kópavogi.
50 ára
Ágúst Guðjónsson, Miðtúni 5, Hólmavík. Bergmundur E. Sigurðsson, Sævangi 18, Hafnarfirði. Eria Vilborg Adolfsdóttir, Unufelli 23, Reykjavík. Jóhann Gunnarsson, Fiskakvísl 16, Reykjavík. Jón Stefánsson, Broddanesi 1, Hólmavík. Eiginkona hans er Ema Fossdal sem verður fimmtug 11.5. nk. í tilefni aftnælanna taka þau á móti gestum á Kaffi Riis á Hólmavik laugard. 25.4. nk. milli kl. 20.00 og 22.00. Jónas Þór Jónasson kjötverkandi, Heiðargerði 37, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Argentlna steikhúsi milli kl. 17.00 og 19.00. Margrét Böðvarsdóttir, Heiðarbraut 10, Sandgerði. Sigfrfður Sigurðardóttir, Sunnubraut 54, Keflavik. Valur Jóhann Ólafsson, Trönuhólum 4, Reykjavík. Þorbjörg Oddgeirsdóttir, Eyrarholti 6, Hafnarfirði.
40 ára
Arafríður Arnardóttir, Fellstúni 3, Sauðárkróki. Áslaug Guðmundsdóttir, Fiúðaseli 93, Reykjavík. Helga Snorradóttir, Jörfabakka 20, Reykjavík. Hjördfs Harðardóttir, Þingási 8, Reykjavík. Hólmfrföur Eggertsdóttir, Dalhúsum 3, Reykjavík. Hrafn Vilbergsson, Hátúni 10, Reykjavik. Ragna Gissurardóttir Larsen, Hrísholti 22, Selfossi. Eiginmaður hennar er Kristján Rudolf Larsen mjólkurfræðingur. Hún tekur á móti gestum í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna, fóstud. 17.4. frá kl. 21.00. Sjöfn Sigsteinsdóttir, Lönguhlíð 7, Reykjavík. Steingrímur Ómar Lúðvfksson, Akurgerði 10, Reykjavík. Sæunn Guðjónsdóttir, Stigahlíð 34, Reykjavik.