Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Síða 6
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 JLlV e útlönd Stuttar fréttir m Fleiri morö : 3 Maður sem ítalska lögreglan grunai- um aö hafa myrt sex vændiskonur og tvo öryggisveröi á ítölsku rívíerunni kann að tengjast sjö morðum til viðbótar. Vistvæn drottning Elísabet Englandsdrottning gerðist græn á fimmtudag þegar hún fór í stutta ökuferð í leigubíl sem gengur fyrir vistvænu elds- neyti. Bílaflota drottningar hefur einnig verið breytt svo hann geti einnig gengið fyrir eldsneytinu vistæna, fljótandi gasi. Áfylling- arstöð hefur verið komið fyrir við Buckinghamhöll. Bakteríur í fiskafurðum Heilbrigðisyflrvöld í Dan- mörku hafa ekkert aðhafst vegna lífshættulegra baktería sem hafa fundist í fiskafurðum frá ákveðnu fyrirtæki. Vitaö hefur verið um vandann um nokkurt skeið, segir Jyllands-Posten. Megrun og meiöyröi Framleiðandi megrunarlyfsins Nupo í Danmörku hefúr höfðað meiðyrðamál gegn starfsmönn- um danska útvarpsins. í þætti héldu þeir fram aö framleiöand- inn hefði prettað neytendur. í eölilegt horf Lífið í Danmörku er óðum að færast i eðlilegt horf eftir verk- fallið. Danir geta fengið nægan mat og bensín í dag. Kveikt í barni Portúgölsk kona hefur verið handtekin fyrir að binda 11 ára gamla stúlku, hella yfir hana bensíni og kveikja í. Barnið, sem er dóttir kvænts ástmanns kon- unnar, er í lífshættu. Kohl og hálmstráið Helmut Kohl Þýskalandskansl- ari greip feginshendi þær fréttir í gær að at- vinnuleysingj- um hefði fækk- að í síðasta mánuði og sagði þetta til merkis um efnahagsbata. Kanslarinn og 1 menn hans vonast til að þetta verði þeim til framdráttar í kosn- | ingunum í haust. Hafna milligöngu Júgóslavnesk stjómvöld til- kynntu í gær að þau höfnuðu milligöngu erlendra aðila í deil- unni í Kosovo í Serbíu þar sem albanski meirihlutinn vill aukna sjálfstjórn. Þar með blæs stjórnin í Belgrad á hótanir helstu rikja heims um að stöðva alla erlenda | fjárfestingu í Serbíu. Slagurinn um RR: VW yfirbauð BMW Reuters-fréttastofan hafði í gær eft- ir talsmönnum Vickers-verksmiðj- anna, sem meðal annars framleiða hinn heimsþekkta bíl, Rolls Royce, að ákveðið væri að selja Rolls Royce bíla- deildina Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi en ekki BMW-bílaverk- smiðjunum í Múnchen eins og áður stóð til. Blaðafulltrúi Vickers, Brig Daniels, sagði að samkomulag hefði náðst um kaupverðið. Það væri 430 milljónir punda staðgreiðsla eða 90 milljónum pundum hærra en tilboð BMW hefði veriö. Brig Daniels sagði við frétta- mann Reuters að hluthafar myndu greiða atkvæði um söluna til VW á framhaldsaðalfundi Vickers sem hald- inn yrði í byrjun júní. Allt viö sama heygaröshorniö í Miö-Austurlöndum: Netanyahu ekki til Washington Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, verður ekki í Was- hington á mánudag til að sitja mik- ilvægan fund um frið í Mið-Austur- löndum með þeim Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Yasser Arafat, forseta Palestínumanna. „Líkumar á því að við komum til fundarins á mánudag eru engar,“ sagði David Bar-illan, fjölmiðlafull- trúi Netanyahus, í samtali við fréttamann Reuters eftir fund Net- anyahus með Dennis Ross, sendi- manni Bandarikjastjórnar í Mið- Austurlöndum. Bar-illan vildi ekkert segja um hvort ísraelsmenn ætluðu að reyna að fá fundinum frestað. Hann sagði að ísraelsk stjómvöld hefðu ekki fengið nægan tíma til að jafna ágreining sinn við bandarísk stjórnvöld. Bandaríkjamenn lögðu fram tillögu á friðarfundi í Lundún- um síðastliðinn mánudag þar sem ísraelum er gert að skila Palestínu- mönnum þrettán prósentum lands á Vesturbakkanum. Því höfnuðu ísra- elsmenn alfarið. Clinton boðaði því til fundarins í Washington. Palest- ínumenn samþykktu aftur á móti tillögu Bandarikjamanna. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sendi Dennis Ross til Jerúsalem í þeirri von aö honum tækist að fá ísraelsk stjórn- völd til að fallast á fund leiðtoganna þriggja í Washington. Ross var í ísr- ael í nótt og ætlaði aftur að reyna að fá ísraela til að koma vestur. Það fór vel á með þessum tveimur konum, annarri þýskri en hinni franskri, sem hittust á miðri Evrópubrúnni yfir ána Rín, milli Strassborgar í Frakklandi og Kehl í Þýskalandi. Konurnar tóku þátt í mótmælaaðgerðum atvinnuleysingja frá þessum tveimur voldugustu löndum Evrópusambandsins í gær. Milli 500 og 600 manns mótmæltu miklu atvinnu- leysi í löndunum tveimur. Símamynd Reuter Myrtur yfirmaður lífvarða páfa sagður njósnari Stasi: Ekki orðum á það eyðandi - segir talsmaður páfagarös Talsmaður páfagarðs vísaði í gær alfarið á bug fréttum í dagblaöi í Berlín að Alois Estermann, yfirmað- ur svissnesku lífvarðanna í páfa- garði sem var myrtur ásamt eigin- konu sinni á mánudagskvöld, hefði verið njósnari austur-þýsku leyni- þjónustunnar Stasi. „Það er ekki orðum eyðandi á þessa kenningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dónaskapur er skrif- aður um heiðarlegan mann,“ sagði Navarro-Valls, talsmaður páfa. Berlínarblaðið Kurier hafði það eftir heimildarmönnum í Þýska- landi að Estermann hefði sjö sinn- um veitt Stasi upplýsingar um páfa- garð á árunum 1980 til 1984. Upplýs- ingunum kom hann um borð í næt- urlestina milli Rómar og Innsbruck í Austurríki þar sem starfsmaður Stasi tók við þeim. Kurier sagði að Estermann hefði tekið að sér njósn- imar til að bæta sér upp lág laun sem hann fékk sem lífvörður páfa. í netútgáfu ítalska blaðsins La Republica í gær sagði að talsmaður skjalasafns Stasi hefði staðfest að austur-þýska leyniþjónustan hefði haft á sínum snærum útsendara sem gekk undir nafninu Werder. Fjölskylda eiginkonu Estermanns vísaði fréttum þýska blaðsins einnig á bug í gær. „Þetta er algjör firra og móðgun við minningu Alois," sagði fjölskyldan. Það var einn undirmanna Ester- manns, Cédric Tornay, sem skaut hann og eiginkonu hans til bana á mánudagskvöld. Að sögn páfagarðs gerði hann það í stundarbrjálæði. Tornay svipti sig síðan lífi á eftir. Kauphallir og vöruverð erlendis London Frankfurt ciyw\ DAX-40 DUUw 40000-, 20000. F 5110,88 M A M Tokyo NlkHslj 180 S Hong Kong Hang Seng 20000 | Hráolía 20 15 10 5 H 0 S $/ tunnop 13,81 M A M Svíadrottning vill herta bar- áttu gegn dópi Silvía Svíadrottning hefur hvatt til þess að baráttan gegn | fíkniefnum verði hert til muna. í Drottningu brá þegar hún sá niður- stöðu nýrrar könnunar þar sem fram kemur að fíkniefna- | neysla sænskra táninga hefur aukist. Sjálf á drottning tvö böm á tán- I ingsaldri. | Könnunin leiddi í ljós að níu | prósent fimmtán ára pilta og I sex prósent stúlkna höfðu | fiktað með fíkniefni. „Þetta er skelfilegt. Viö verð- um að gera eitthvað," sagði j drottning á ráðstefhu um ung- menni og fikniefni í Stokk- hólmi, aö þvi er blaðið Ex- pressen skýrði frá í gær. !! Þúsund fuglar fylltu húsið Þeim brá heldur betur í brún hjónum einum í Pasadena í Kalifomíu sem snem heim eft- ir nokkurra daga fjarveru. Húsið þeirra var bókstaflega fullt af fuglum. Nágrannar hjónanna höfðu samband við slökkvilið bæjar- ins á mánudagskvöld og skýrðu frá þvi að heilu flokk- arnh- af svölungum hefðu horf- ið niður um stromp hússins. Slökkviliösmenn fóm á vett- : vang og hjónin komu aðvífandi skömmu síðar. 3j „Þegar slökkviliðsmennirnir fóru inn í húsið voru þar rúm- lega þúsund svölungar og þeir höfðu ollið nokkrum skemmd- 1 um á innbúinu," sagði Joe i' Nestor, varðstjóri í slökkviliði j Pasadena. Bítlum tókst að stöðva út- gáfu laga Bítlunum þremur sem eftir 1 lifa, svo og Yoko Ono, ekkju Johns Lennons, hefur tekist að stöðva útgáfu laga frá árdögum hljpmsveitarinnar. DómstóU í Lundúnum fyrir- skipaði útgáfufyrirtæki að af- henda öU eintök upptöku ann- ars tónlistarmanns af leik Bítl- anna í Þýskalandi fyrir 36 ár- um. Þá voru Bítlarnir ekki enn I orðnir heimsfrægir. Maðurinn sem tók leik Bítl- 8 anna upp sagði fyrir rétti að hann hefði spurt John Lennon eftir á hvað gera ætti við upp- | tökuna. Að hans sögn sagði Lennon að hann mætti gera við hana það sem hann vildi. Neyðarástandi iýst yfir á ham- farasvæðunum | Ríkisstjórn Romanos Prodis I á Ítalíu lýsti í gær yfir neyðar- I ástandi í þremur héruðum á | Suður-Ítalíu J þar sem aur- skriður hafa orðið tugum | manna að bana undan- farna daga. Þá hét stjórn- in því að veita sem svarar rúmum tveimur miUjörðum íslenskra | króna í fyrstu aðstoð til endur- I uppbyggingar á hamfarasvæð- | unum. Síðdegis í gær hafði verið j staðfest að 87 fórust og 107 var j: saknað. Bandarískir hermenn hófu fj þátttöku í björgunaraðgerðun- I um í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.