Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Draumaverksmiðjur
Vinsældir kvikmyndarinnar, sem flestir hafa séð í vet-
ur, eru í beinu samhengi við auglýsinga- og markaðs-
kostnað hennar. Titanic sýnir, að langdregin miðlungs-
kvikmynd getur rakað saman peningum og jafnvel hlot-
ið ótal Óskarsverðlaun, ef áróðurinn tekst vel.
Þekking og tækni ímyndarfræðinga, markaðsfræðinga
og auglýsingafræðinga í að villa um fyrir fólki eykst
hraðar en þekking og geta fólks til að vernda sig gegn at-
vinnumönnunum. í vaxandi mæli stjórna fagmenn kaup-
hegðun og neyzluvenjum fákæns almennings.
Stjórnendur draumaverksmiðjanna í Hollywood hafa
löngum haft forustima. Framarlega eru einnig atvinnu-
menn gosdrykkjamerkja, sem hafa náð ótrúlegri tækni
við að tengja koffínblandað sykurvatn við alls konar
óskyld atriði, sem ungt fólk sækist eftir.
Frægt er, að íslendingar hafa löngum fallið einu sinni
á ári fyrir fótanuddtækjum, segularmböndum og öðru
slíku, sem reynist vera gersamlega gagnslaust, þótt flest
sé það ekki beinlínis skaðlegt eins og koffinblandaða
sykurvatnið, sem er raunar hættulegt flkniefni.
Ef litið er í innkaupakörfur fólks í stórmörkuðum, má
sjá óeðlilegar neyzluvenjur, sem stýrt er af ímyndar-,
markaðs- og auglýsingafræðingum. Fólk kaupir rándýr-
ar vörur á borð við tilbúna rétti óæta, en sniðgengur
flest það, sem bragðgott er og heilsusamlegt.
List atvinnumannanna felst einkum í að tengja óskyld
atriði. Með auglýsingum er notkun vöru eða þjónustu
tengd ýmsum óskyldum lífsgæðum, sem markhóparnir
sækjast eftir, félagsskap, vináttu, ást, kynlífi, hamingju,
öryggi, auði, fríi, sólskini, valdi og virðingu.
Hástigi nær þetta í töfraorðunum „it’s the real thing“,
sem hafa megnað að telja fólki trú um, að hin hreina
imyndun sé hinn hreini raunveruleiki. Milljónir ung-
menna um allan heim hlaupa eftir hljóðpípu rottufang-
arans, sem bjó til þessa vel heppnuðu þverstæðu.
Síðustu misserin hefur tækni tryggðarbanda haldið
innreið stna hér á landi. Með ýmsum girnilegum tilboð-
um er fólk fengið til að halda tryggð við ákveðna vöru
eða þjónustu, sem annað hvort er dýrari en sambærileg
vara og þjónusta eða óþörf með öllu.
Þúsundir íslendinga hafa fallið fyrir tryggðarkortum
og ganga fyrir þeim, þótt almenningur hafi haft greiðan
aðgang að málflutningi með þeim og gegn. Það gildir
raunar um flesta tækni á þessu sviði, að fólk hefur að-
gang að upplýsingum gegn moldviðrinu.
Allt skiptir þetta máli, því að fólk hamast við að vinna
fyrir hinum ímynduðu lífsgæðum og ver fé sínu í þau.
Fólk hefur því hvorki tíma né fé til raunverulegra lífs-
gæða. Fólk velur sér líka á sama hátt kolranga leiðtoga,
sem sumir hverjir skaða umbjóðendur sína.
Almenningur á erfitt með að átta sig á, að þeir, sem
bezt koma fyrir, hafa liðugastan talanda og einlægastir
virðast á svipinn, eru oft einmitt þeir, sem sízt er
treystandi. Þannig tókst til dæmis að tvíselja Banda-
ríkjamönnum lélegan og siðlítinn Clinton forseta.
Fátt væri betur til þess fallið að auka raunveruleg lífs-
gæði alls almennings en að neyzlu- og kaupafræðsla yrði
sett til jafns við lestur, skrift og reikning í skólum, svo
að unga fólkið geti fengið nasasjón af þeirri tækni og
þeirri list, sem notuð er til að hafa fólk að fifli.
Slík innsýn í raunveruleikann að baki ímyndana
stríðir gegn sérhagsmunum í stjórnmálum og viðskipt-
um og mun því miður ekki ná fram að ganga.
Jónas Kristjánsson
Ognar evran dollaranum?
Menn minnast liðinna tíma-
móta með lúörablæstri og söng en
tímamótin sjálf hafa hins vegar yf-
irleitt einkennst af óvissu, mis-
skilningi og vandræðum. Við lifð-
um ein slík tímamót um síðustu
helgi þegar nýr gjaldmiðill Evr-
ópu, evran, varð að veruleika.
Gjaldmiðlar eru svo sem hvorki
rómantískir hlutir sem menn
minnast og fagna, né raunveruleg
verðmæti í neinum skilningi. Að
þessu sinni er gjaidmiðilsbreyting
þó heimssögulegur viðburður, en
eins og margir sögulegir viðburðir
leit fundur leiðtoga Evrópu um
síðustu helgi út sem hinn mesti
vandræðagangur.
Vantrú
Erlend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
Það verður heldur ekki sagt að
heimspressan hafi fagnað þessum
nýja gjaldmiðli Evrópu með bjart-
sýnum árnaðaróskum. Hrakspár um evruna hafa um
langa hríð verið nánast eins og fastir dálkar i blöðum
um allan heim. Staðhæfingar um að þetta endi allt með
ósköpum hafa líka orðið uppistaða kurteislegra sam-
ræðna um málið. Þegar ég reyndi til dæmis um síðustu
helgi að eyða grun um að ég væri peningafalsari með
kurteislegum samræðum um gjaldeyrismál fékk ég að
heyra að Evrópa gæti aldrei sameinast um gjaldmiðil
frekar en annað. Hópur af indverskum vixlurum i Singa-
pore, sem höfðu safnast í kringum mig til að rifast um
hvort dönsku krónurnar mínar væru alvörupeningar,
eða ég glæpamaður, reyndust sammála um það tvennt í
heimi að dollarinn væri eini gjaldmiðillinn sem alltaf
myndi blífa, og að Evrópa myndi aldrei koma sér saman
um neitt.
Nýr heimsgjaldmiðill
Dollarinn á sér svo sem ekki langa sögu sem alþjóð-
legur gjaldmiðill, því að það var ekki fyrr en á árunum
fyrir seinni heimsstyrjöldina að dollarinn leysti breska
pundið af hólmi sem ráðandi mynt í alþjóðlegum við-
skiptum. Þetta fór saman með hnignun breska heims-
veldisins og uppgangi Bandaríkjanna. Staða dollarans
hefur ekki aðeins haft þýðingu í alþjóðlegum efnahags-
málum. Mikilvægir þættir í alþjóðastjórnmálum síðustu
áratuga verða einungis skildir með tilvísun til stöðu
gjaldmiðils Bandaríkj-
anna. Nú eru verulegar
horfur á því að stór
breyting verði á stöðu
dollarans, sem gæti þýtt
ýmsan ávinning fyrir
Evrópu og um leið tap
fyrir Bandaríkin, sem
hafa notið margvíslegs
efnahagslegs hagræðis
af stöðu dollarans, svo
sem hagnaðar af mynt-
sláttu, þæginda við fjár-
mögnun íjárlagahalla
og hagræðis fyrir fyrir-
tæki. Nýlega var á það
bent af þekktum hag-
fræðingum í Bretlandi
að ávinningur Evrópu-
landa gæti numið allt
að 0,4% af landsfram-
leiðslu á hverju ári. Um
leið gæti tap Bandaríkj-
anna orðið talsvert en
eitthvað minna.
Pólitískur veikleiki
Einn af indversku víxlurunum i Singa-
pore benti mér kurteislega á að Evrópa
væri dauð. Þetta hefði sést best í Bosníu,
sagði hann og sæist núna í Palestínu þar
sem Evrópa elti bara Bandaríkin. Nú
kemur þetta ekki efnahagsmálum beinlín-
is við en minnir hins vegar á þá þversögn
sem er i pólitískum veikleika og efnahags-
legum styrk Evrópu. Um leið og flest
bendir til þess að evran muni á tiltölulega
fáum árum ógna stöðu dollarans í alþjóða-
viðskiptum virðast ekki miklar líkur á að
mikið pólitískt afl muni strax fylgja þess-
um efnahagslega styrk. Pólitískur veik-
leiki Evrópu er raunar svo mikill að
margir stjómmálaskýrendur í Bandaríkj-
unum telja að evran muni alls ekki ógna
dollaranum, og hvað þá bandarísku
stjórnmálavaldi í heiminum, heldur þvert
á móti leiða til pólitískrar ólgu í Evrópu.
Aðrir, eins og til dæmis Newt Gingrich,
óttast að evran og samruni Evrópu ógni
hagsmunum Bandaríkjanna. Gingrich
stakk nýlega upp á því við Breta að þeir gengju úr Evr-
ópusambandinu og í Nafta til að tryggja áfram hið sér-
staka samband Bretlands og Bandaríkjanna.
Stöðnun eða styrkur
Evran leysir ekki efnahagsvandamál Evrópu og gæti
raunar gert þau sýnu verri. Nú geta ríki sem taka upp
evruna ekki lengur notað gengisskráningu sem högg-
deyfa í efnahagsmálum og ekki hvert í sínu lagi beitt
vaxtastefnu til að auka eða minnka eftirspum eftir þörf-
um. Allar líkur eru hins vegar á því að ríki Evrópu
muni stórlega auka samstarf og samræmingu í efnahags-
málum. Margir benda þó á að öflugustu ríki álfunnar,
Þýskaland og Frakkaland, sem mestu munu ráða, séu
síst líkleg til að stuðla að raunverulegum umbótum í
efnahagslífi álfunnar. Efnahaglíf Evrópu er hins vegar
að breytast og eftir langa stöðnun er ýmislegt sem bend-
ir til vaxtar og nýsköpunar fram undan. Þó Sagan bendi
ekki til þess að Evrópumenn muni auðveldlega koma sér
saman um stefnu gagnvart öðrum heimshlutum gæti
það einnig smám saman gerst af hreinni nauðsyn. Til-
koma evrunnar og vaxandi þýðing hennar í alþjóðavið-
skiptum á næstu árum mun kalla á aukið samstarf um
stefnu Evrópuríkja og gefa Evrópu aukinn styrk í heims-
málum.
Yves-Thibault de Silguy, peningamálaráðherra Evrópusambandsins, og Jacques
Santer, framkvæmdastjóri sambandsins, halda hér á hinni einu sönnu evru í
höfuðstöövunum í Brussel á dögunum. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Amsterdamsáttmálinn
„Amsterdamsáttmálinn snertir sem kunnugt er
ekki aðeins Danmörku heldur einnig hin 14 aðildar-
lönd Evrópusambandsins. Aðeins á írlandi hefur
verið talið mikilvægt að saþykkja sáttmálann með
þjóðaratkvæðagreiðslu. Portúgalir greiða að vísu at-
kvæði líka en um annað mál. í raun hafa engar um-
ræður farið fram um Amsterdamsáttmálann í flest-
um löndum ESB. Það er ekki síst vegna þess að ann-
að mál skyggir á hann, sameiginleg mynt ESB, evr-
an. Danir taka ekki þátt í myntbandalaginu en það
gera 11 aðrar þjóðir."
Úr forystugrein Politiken 8. maí.
Allir töpuðu
„Þaö er enginn sigurvegari í verkfallinu í Dan-
mörku, nema ef til vill andstæðingar Amsterdams-
sáttmálans sem þjóðaratkvæðagreiðsla verður hald-
in um 28. maí. Gremjan vegna afskipta yfirvalda til
aö binda enda á verkfallið getur leitt til þess að
fleiri greiði atkvæði gegn sáttmálanum til þess að
DV
leggja áherslu á óánægju sina með Poul
Nyrup Rasmussen forsætisráðherra. Hann og stjóm
hans hafa sennilega tapað mestu. Hún hafði heitið
því að grípa ekki inn í. Hún ætlaði að láta deiluað-
ila um að finna lausn. Stjórnin varð að kúvenda."
Úr forystugrein Aftenposten 7.mai.
Gegn nasisma
„Þegar Göran Persson varaði í haust við kenning-
um nasisma varð hann hæddur á leiðarasíðum
borgaralegu blaðanna. Gagnrýnin gekk út á að Svi-
þjóð ætti ekki að hafa sig í frammi þar sem landið
hefði ekki tekið virkan þátt í seinni heimsstyrjöld-
inni. Persson lét gagnrýnina ekki á sig fá og hefur
haldið áfram baráttunni gegn hugmyndafræði hat-
urs og ofbeldis. Nú er honum hrósað af sömu blöð-
um sem gagnrýndu hann áður. Það leikur ekki vafi
á aö þörf er á meiri þekkingu og upplýsingum hér
heima. Meira að segja saksóknarar hafa tilhneig-
ingu til að líta á starfsemi nýnasista sem smámuni."
Úr forystugrein Aftonbladet 8.maí.