Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Page 11
DV LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
11
„Þú mættir fara að taka bílinn i
gegn,“ sagði konan við mig fyrr í
vikunni. „Þú ert alveg hættur að
nenna að hreinsa hann, hvort sem
er að utan eða innan.“ Vorið hef-
ur þessi áhrif á konur. Þegar sól-
in fer að hækka á lofti vaknar ein-
hver hreinlætishvöt i þeim. Þær
fara út í garð að laga til í beðum
og reka fljótt augun í rúður með
vetrarskít. Allt þetta ber að þrífa.
Það er í lagi meðan þær gera
það sjálfar og raunar ekki nema
sjálfsagt mál að styðja þær tU
góðra verka. Það felst aðallega í
því að þvælast ekki fyrir í vor-
hreingerningunum. Ég hef þvi
sloppið við gluggaþvott og tiltekt í
beðum. Það er verra með bUinn.
Krafan er sú að ég þvoi hann og
bóni að utan og hreinsi að innan.
BUar safna á sig tjöru og öðrum
óþverra yfir vetrarmánuðina. Þá
eru þeir yflrleitt blautir að innan
milli þess sem allt frýs fast. Með-
an þetta ástand varir þýðir lítið að
tala um þvott og bónun.
Vetrarrökin gUda hins vegar
ekki lengur eftir að vorið er geng-
ið í garð. Maímánuður er þeirrar
náttúru að vera sólríkur. Þá fer
ekkert á miUi mála hvort heimU-
isbíllinn hefur fengið sitt þrifa-
bað. Á árum áður var ég þokka-
lega duglegur við bUþvotta og
leiddist raunar ekki að bóna far-
artækið. Þá var ég með heldur
meiri bíladellu en ég er i dag.
Forráttindalaus
Framan af i sambúð okkar
hjóna naut ég þeirra forréttinda
að bíUinn tUheyrði fremur karlin-
um á heimUinu en konunni. Ég
fór á honum í vinnuna en konan,
sem raunar þurfti miklu meira á
bUnum að halda en ég, sat eftir án
farartækis. Þar kom að við
ástandið varð ekki unað. Við
keyptum okkur annan bíl, lítinn
og lipran. Enn eimdi eftir af for-
réttindum karla á heimUinu. Ég
hafði hinn raunverulega heimUis-
bíl til umráða en konan ók pút-
unni.
En aUt er breytingum háð. Þar
kom að börnin uxu úr grasi og
fengu bUpróf. Þróunin varð smám
saman sú að þeir uppkomnu
fengu pútuna en konan færði sig
yfir á heimUisbílinn. Ég sat eftir
forréttindalaus og þar með bU-
laus. Seinni árin hef ég því sætt
lagi og fengið að sitja í hjá þeim
sem eiga leið í og úr vinnu eða
annað sem ég þarf að skjótast.
Þótt erfitt sé að kyngja þessu fyrir
gamlan forréttindaskarf viður-
kenni ég innra með mér að þessi
skipan mála er eðlileg. Fari ég á
bU í vinnuna árla morguns stend-
ur sá hinn sami óhreyfður tU
kvölds. Kona og börn eru aftur á
móti á eUífu flandri.
Saklausar fyrirspurnir
Þessi staða þarf þó ekki að vera
að öUu leyti bölvuð. Þar sem ég
ræð ekki lengur beint yfir bU hef
ég um leið reynt að afsala mér
ábyrgð á því sem fylgir bUeign-
inni. Áður sá ég um að fara með
bUinn í smurningu og þvoði hann
og bónaði eftir atvikum reglulega.
Ég leit á bUinn sem mína eign.
Það geri ég vart lengur. Stundum,
þá er ég fæ að Ujóta með í bílnum
hjá frúnni, spyr ég sakleysislega
hvort hún hafi látið smyrja, yfir-
fara bremsurnar eða stilla gang-
inn í vagninum. Þá kemur fyrir
að ég geri athugasemdir við um-
gengni í fjölskyldubílnum, sparka
í tómar gosQöskur sem rúUa und-
an framsætunum og pota í sæl-
gætisbréf í öskubakka eða á
mælaborði. Konan bendir mér
góðfúslega á aö tala um þetta við
krakkana. Hún hafi hvorki drukk-
ið úr gosUöskunum né úðað í sig
sætindunum.
Hlutverk sædjöfulsins
„Er þetta ekki þinn bíll?“ spyr
ég og læt hana aðeins finna fyrir
vonlítiUi stöðu minni í lífinu. BUl-
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
inn er nefnilega síðasta vígi karl-
mannsins. Hvað sem líður eUífum
frásögnum af bágri stöðu kvenna í
jafnréttismálum þá eru þessar
elskur smám saman að mala okk-
ur. Þess er ekki langt að bíða að
eina hlutverk karla verði viðhald
kynstofnsins. Við verðum í svip-
uðu hlutverki og karlkyn þess
merka fisks sædjöfuls. Karlinn sá
er örsmár og hangir á kviði kerlu
sinnar. Hans hlutverk er eitt og
aðeins eitt, að frjóvga egg kerling-
ar.
Sumar konur eru raunar komn-
ar svo langt í þankagangi sínum
að efast jafnvel um þetta hlutverk
karla. Spor í þá átt sjást í fréttum
af svokallaðri fuUnægingarpiUu
kvenna. Allt er það hjal ógnvekj-
andi enda leggst lítið fyrir kapp-
ana nái það lyf útbreiðslu að
marki.
Bíll í smugu
Konan lætur sem hún heyri
ekki sárar athugasemdir hins bU-
lausa manns. Þótt hún ráði yfir
bílnum telur hún smáatriði eins
og smurningu, bremsuborða og
vélarstillingu sér óviðkomandi.
Sama gUdir um þvott og bónun
bílsins. Hún viU gjarnan þvo
stofugluggana okkar í vorbirtunni
en heldur fast við þá sannfæringu
að bílþvotturinn sé utan síns
verksviðs.
Vorhreingerning heimilisbíls-
ins lendir því í eins konar smugu
þar sem enginn hefur lögsögu.
Eins og staðan er í dag eru þó lík-
ur á því að ég taki á mig ábyrgð-
ina og drífi í vorhreingerningu
fyrir þjóðhátíðardaginn. Við get-
um ekki farið í bæinn og minnst
sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðs-
sonar á vetrarskítugum bil. Lítið
gagn er í ungviðinu á heimUinu í
þessum efnum. Það telur sig að-
eins hafa skyldur gagnvart litlu
pútunni. Heimilisbíllinn sé á
ábyrgð foreldranna.
Bíladella
Þótt heldur dragi úr bíladeUu
með aldrinum er hún lífseig í ís-
lendingum eins og sjá má á bUa-
Uotanum á götunum. Ég hef róast
dálítið með árunum og sætti mig
við að konan keyri mig í sama
bilnum ár eftir ár. Stundum horfi
ég þó á bílaauglýsingar og hugsa
með mér að gaman væri að eiga
hann þennan. Lengra nær það þó
ekki.
Bíladella er smitandi fyrir-
brigði og ég hef lúmskt gaman af
að fylgjast með bömum okkar
hjóna þegar nær dregur bílprófs-
aldri og ekki síður eftir að stóra
áfanganum er náð, sjálfu bUpróf-
inu. Bílprófinu fylgir mikill
spenningur. Með því má segja að
bömin stígi inn i heim fuhorð-
inna. Þeim er treyst tU þess að
fara út í umferðina. Þau verða að
spjara sig. Krakkarnir sjá eðlUega
aðeins hina jákvæðu hlið málsins,
frelsið sem fylgir því að aka af
stað einn og óstuddur. Fyrir for-
eldrana er tímabUið fremur tengt
kvíða og eilífum viðvörunum.
Miðaldra í æfing-
arakstri
Eftir að reglum um ökukennslu
var breytt gafst foreldrum tæki-
færi til þess að leiðbeina börnum
sínum fyrir bUpróf í svoköUuðum
æfingarakstri. Það reyndi ég ný-
lega í fyrsta sinn. Sú breyting er
af hinu góða. Ungmennið fær æf-
ingu án þess að vera að stelast og
foreldrar geta fylgst með. í okkar
tilfeUi gekk þetta aUt að óskum.
Það eina sem þurfti að muna var
að festa grænan borða aftan á bíl-
inn sem gaf æfingaraksturinn tU
kynna.
Fyrir kom, eftir æfingarakstur,
að borðinn gleymdist aftan á bUn-
um. Við þær aðstæður skildi ég
ekkert í samborgurum mínum.
Venjulega þarf maður sífeUt aö
varast fanta og svíðinga í umferð-
inni. Þeir aka þvert í veg fyrir
mann, gefa ekki stefnuljós og
sveifla sér í stórsvigi miUi ak-
reina. Svo var aUs ekki ef borðinn
góði gleymdist á bUnum. Þá fór
enginn fram úr og enginn svínaði.
Því ver tekið af þolinmæði ef mað-
ur gleymdi sér undir stýri og
hugsaði um eitthvað aUt annað en
aksturinn. Þá er bUar voru hlið
við hlið á ljósum brostu aðrir öku-
menn uppörvandi til þessa mið-
aldra manns sem sýnUega var að
vanda sig sem mest hann mátti í
æfingarakstrinum.
Eina vonin
Þrá hins unga ökumanns að fá
að keyra er mín eina von til þess
að koma mér undan vorhrein-
gerningunni á heimilisbílnum.
Það kann vera að mér takist, gegn
loforði um lán á bUnum, að fá
hann glansandi og nýbónaðan til
baka.
Það verður hver að nýta sér þá
aðstöðu sem hann hefur.