Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. MAI 1998 %rir 15 árum Útsýnarkvöld voru hér áður ár- viss viðburður í skemmtanalifi höf- uðborgarinnar á vegum samnefndr- ar ferðaskrifstofu. Fyrir nákvæm- lega 15 árum, þann 9. maí 1983, var á baksíðu DV sagt frá kjöri á herra og ungfrú Útsýn það ár. Þetta voru þau Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir og Sigurður Matthíasson sem að sjálfsögðu voru á mynd með Ingólfi Guðbrandssyni, þá forstjóra Útsýn- ar. Þau fengu flest stig keppenda frá dómnefndinni eftir að hafa sprang- að um sviðið í sundfótum og kvöld- klæðnaði. Þessi mynd vakti forvitni okkar á að hafa uppi á herranum og ung- frúnni. Öll vitum við að Ingólfur er enn í ferðabransanum en hvað skyldi hafa orðið um Guðlaugu og Sigurð? Við fundum þau fljótlega þar sem bæði eru þau búsett i borg- inni, Guðlaug Stella að kenna í Húsaskóla í Grafarvogi og Sigurður að reka verslunina Svefn og heilsu í Listhúsinu í Laugardal. mig upp,“ sagði Sigurður er hann var spurður hvernig þátttaka hans kom til á Út- sýnarkvöldinu á gamla Broadway-skemmtistaðn- um. Kona Sigurðar er El- ísabet Traustadóttir en hún var á sínum tíma feg- urðardrottning íslands og á fullu í fyrirsætustörfum. Þau eiga í dag tvö börn, Matthías, 10 ára, og Aldísi, 8 ára. Eftir Útsýnarkvöldiö tók Sigurður að sér nokkur fyrirsætustörf, einkum er hann dvaldi í Nor- egi um skeið. Margir kannast eflaust við Sigurð úr íþróttun- um en hann var mjög góður körfuknattleiks- maður, há- stökkvari og spjót- kastari, stökk m.a. 1,85 m í hástökki án Fimmtán árum síöar og enn í fínu formi! Guölaug Stella og Siguröur höföu ekki hist í langan tíma þegar DV kom þeim saman í vikunni. DV-mynd Hilmar Þór Herra og ungfrú Útsýn 1983 kjörin á Útsýnarkvöldi: Tækifæri til ferðalaga Plataður af frúnni „Ég var plataður í þetta. Konan mín kallaði mig upp á svið og fé- lagar mínir úr íþróttakennaraskól- anum peppuðu atrennu og spjótinu kastaði hann lengst 80,5 metra, eigi langt frá ís- landsmeti Einars Vilhjálmssonar. Til að frekari Guölaug Steila Brynjófsdóttir og Siguröur Matthíasson meö Ingólf Guö- brandsson á milli sín, kampakátan aö lokinni krýningu þeirra sem ungfrú og herra Útsýn 1983. Þessi mynd var á baksíöu DV 9. maí 1983. DV-mynd GVA árangri í spjótkastinu dvaldi Sig- urður við nám og æfingar i Banda- ríkjunum í sex ár, nánar tiltekið í háskóla í Alabama. Fljótlega eftir að Sigurður kom heim frá Bandaríkjunum árið 1991 fór hann í verslun- arrekstur. Tók að sér umboð fyrir amerískar heilsudýnur sem hann hefur selt grimmt í verslun sinni. Hann sagði ekki al- veg skilið við íþróttirnar og hefur m.a. reynt fyrir sér í aflraunum. Tók t.d. þátt í Hálandaleikunum fyrir tveimur árum og stefna hans er að taka aftur þátt í þeirri keppni. Ungfrú Reykjavík „Þegar ég rifja upp þessa tíma held ég að öll ferðalögin standi upp úr sem manni áskotnuðust," sagði Guðlaug Stella í samtali við helgar- blaðið sem ári eftir Útsýnarkvöldið tók þátt í Fegurðarsamkeppni ís- lands, þá 18 ára. Hafnaði þar í 2. sæti og var kjörin ungfrú Reykja- vik 1984. í kjölfarið tók hún þátt í Miss International í Japan árið 1984 og Miss Europe keppninni í ársbyrjun 1985. Fimmtán ára byrjaði hún í fyrir- sætustörfum hjá Módelsamtökun- um og Guðlaug sagði aðeins fjögur ár vera liðin frá síðustu fyrirsætu- störfum hennar. Þá var hún komin fjóra mánuði á leið en hún og Þor- grímur Leifsson eiga tvö börn, Ragnheiði, 11 ára, og Rögn- vald, 4 ára. Fjölskyld- an bjó í átVW' linn nokkur ár á Hell- issandi og þar kynntist hún kennarastarf- inu, dreif sig í Kennaraháskólann og útskrifaðist þaðan fyrir fimm árum. Hún kennir í Húsaskóla eins og áður sagði. „Yndislegir unglingar sem eiga hug minn all- an. Ég er mjög ánægð í kennara- starfinu og ólíklegt að ég taki að mér fyrirsætustörf á ný,“ sagði Guðlaug og brosti. -bjb Margar bækur í einu „Ég hef þann slæma ósiö að vilja lesa margar bækur í einu, les þá gjarnan kafla úr einni í dag og annarri á morgun, les fram yfir miðju i sumum bókum og læt þær svo liggja, tek þær upp seinna, eða ekki, útvaldar bækur les ég svo aft- ur og aftur. Eiginmaður minn er reyndar nýbúinn að fara þess á leit við mig að við gerðum sameiginlegt átak í því að laga umgengnisvenj- umar um bækurnar okkar. Honum ofbauð held ég í sunnudagstiltekt um daginn að telja upp af náttborðinu okkar yfir túttugu bækur. Eftir dá- litla umhugsun félist ég-á að ölium nema nokkrum yrði komið fyrir uppi í hillu og nú er ég að reyna að temja mér markvissari lestrarvenjur,“ segir Hrafnhildur Hagalín, rit- höfundur og bókaormur vikunnsir. „Ein skemmtilegasta bók sem ég hef lesið á síð- ustu árum er skáldsagan Travels with My Aunt eft- ir Graham Greene. Gaman er að geta um hana vegna þess að hún virðist hafa farið fram hjá jafnvel hörðustu bókamönnum. Sagan fjallar um siðprúð- an eldri piparsvein sem þvælist í langt lestarferðalag með gamalli ríkri frænku sinni og er lesandinn hrifinn með í ævintýralega reisu í gegnum París, Istanbul og til Paragvæ. Frænkan gamla, sem er afar skrautlegur persónuleiki, vek- ur frændann smátt og smátt til lífs- ins með frjálslegum skoðunum sín- um og að því er honum finnst „hneykslanlegu líferni" og afleiðing- arnar verða að vonum þær að hann á illa afturkvæmt til sinnar fyrri til- breytingarsnauðu tilveru. ... Bókin er ekki einungis óborganlega fyndin heldur vekur hún einnig upp ýmsar áleitnar spurningar um mannlegt eðli. Svo spaugilega vildi til að stuttu eftir að ég las bókina hitti ég leigubílstjóra í London sem hafði þekkt Graham Greene og staðið í bréfaskriftum við hann árum sam- an. Greene hafði haft þrjár megin- reglur þegar hann skrifaði, tjáði hann mér, og mér fannst þær koma heim og saman við bókina. En ég segi þær auðvitað ekki nokkrum manni. Fyrir stuttu las ég svo bókina Emotional Intelligence eftir bandaríska sálfræðing- inn Daniel Goleman. Hún sat um alllangt skeið í efstu sætum bandaríska vinsælda- listans og yfirleitt tek ég slikum bókum með fyrirvara en þessi kom á óvart. Höfundur skrifar ekki aðeins skemmtilega heldur byggir hann mál sitt á nýjustu rannsóknum á sviði sálar- og taugalíf- eðlisfræði og í bókinni kemur fram ný sýn höf- DV-mynd E.OI. undar á skilgreining- Hrafnhildur Hagalín les vel og mikiö. una„greind“ og það samspil milli tilfinninga og vits- muna sem stjórnar hegðun okkar og gerðum. Höfundur útskýrir það m.a. hvers vegna fólki með háa greindarvísitölu, skv. hefbundinni skilgreiningu, getur farnast verr í lífinu en þeim sem eru með lægri greindarvísitölu. Þetta er tilvalin bók fyrir þá sem eru tilfinningalega óskynsamir og eða skynsamlega til- finningasamir og auðvitað áhuga- verð lesning fyrir alla áhugamenn um sálfræðitengd mál. Brúðkaup Fígarós Annars les ég fátt um þessar mundir annað en Brúðkaup Fígarós eftir Mozart en ég er að sviðsetja óp- eruna í Tónlistarskólanum í Garða- bæ með söngnemendum og nokkrum kennurum skólans. Sagan er skemmtileg og byggir á sam- nefndu leikriti eftir franska leikrita- höfundinn Beaumarchais en það olli miklu fjaðrafoki þegar það kom fyrst út í Frakklandi á síðari hluta átjándu aldar." Hrafnhildur skorar á Jónas Þor- bjarnarson ljóðskáld að vera næsti bókaormur DV. Hún segir hann lesa franskar bækur fyrir hádegi, spæn- skar í eftirmiðdaginn og íslenskar á kvöldin! bókaormurinn -------------------------------- Hrafnhildur Hagalín rithöfundur: METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Charles Frazler. Cold Mountain. 2. Helen Relding: Bridget Jone's Diary. 3. Louis de Bernieres: Captain Corelli’s Mandojin. 4. Kate Atkinson: Human Croquet. 5. Danielle Steel: The Ranch. 6. John Grlsham: The Partner. 7. Tom Clancy: Executive Orders. 8. PD James: A Certain Justice. 9. Arabella Welr: Does My Bum Look Big in This? 10. Cathy Kelly: Woman to Woman. RIT ALM. EÖLIS - KIUUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Ýmslr. The Diving-Bell & The Butterfly Jean-Dominique Bauby. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Adeline Yen mah: Falling Leaves. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Nlck Hornby: Fever Pitch. 7. Ed Marsh & Douglas Kirkland: James Cameron’s Titanic. 8. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 9. John Pilger: Hidden Agendas. 10. Griff Rhys Jones: Nation’s Favourite Poems. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. John Grisham: The Street Lawyer. 2. Nlck Homby: About a Boy. 3. Joanna Trollope: Other People's ChWren. 4. Terrý Pratchett: The Last Continent. 5. Jackie Collins: Thrilll INNBUNDIN RIT ALM. EÖLIS: 1. Ruud Gullit: My Autobiography. 2. Peter Ackroyd: The Life of Thomas More. 3. Ted Hughes: Birthday Letters. 4. Jane Gleeson: The Arcanum. 5. Blll Bryson: A Walk in the Woods. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Edward Rutherford: London. 2. Nelson DeMllle: Plum Island. 3. Alicia Hoffman: Here on Earth. 4. John Grisham: The Partner. 5. Mary Higgins Clark: Pretend You Don't Seér’Her. 6. Nora Roberts: Sanctuary. 7. Tami Hoag: A Thin Dark Llne. 8. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 9. Maeve Blnchy: Evening Class. 10. Nicholas Sparks: The Notebook. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Rlchard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Jon Krakauer: Into Thin air. 3. Robert Atkin: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 4. Les & Sue Fox: The Beanie Baby Handbook. 5. Katharine Graham: Personal History. 6. Ýmsir: Chicken Soup for the Pet Lover’s Soul. 7. Rlchard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff with Your Family. 8. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 9. Ýmsir: Chicken Soup for the Teenage Soul. 10. James McBrlde: The Color of Water. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Sue Grafton: N Is For Noose. 2. Mary Higgins Clark: You'Belong to Me. 3. Anna Quindlen: Black and Blue. 4. Nicholas Sparks: Message in a Bottle. 5. John Grisham: The Street Lawyer. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzy Orman: The 9 Steps to Financial Freedom: Practical and Spiritual Steps So You Can Stop Worrying. 2. Thomas Cahlll: The Gifts of the Jews. 3. Sarah Ban Breathnach: Simple Abundance. 4. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. (Byggt á Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.