Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 JjV
T^eifkjauík
5Ó8 4848
16" m/tveim
áleggsteg.
aðeins 940 kr.
18” m/þrem áleggsteg. 12”
hvítlauksbrauð, 21. Coke og
hvítlauksolía aðeins 1890 kr.
18" m/tveim
áleggsteg. aðeins
1080 kr.
16" m/þrem áleggsteg
aðeins 1280 kr.
GARÐ-
7. - 10. maí
Nú er rétti tíminn til að huga að grasflötinni oa undirbúa hana fyrir sumarið.
Við eiaum ráð við ýmsum vandamálum og ráSleggjum þér hvaða áburð skal
nota, hve mikið og hversu oft. Við kappkostum að eiaa allt sem til þarf á góðu
verði og bjóðum að auki ýmsar vörur á tilbooi á garðvinnudögum.
TILBOÐ:
Nú skaltu herja á mosann í grasflötinni
Gróðurkalk
heldur mosanum í skefjum sé þaö nota& á hverju
vori. 10 kg á 425 kr.; 25 kg á 845 kr.
Köfnunarefnisríkur
áburður
fyrir grasflötina: Graskorn 5 kg á 295 kr.
Fyrir trjágró&urinn: Trjákorn 5 kg. á 295 kr.
Bresku EXPERT metsölubækurnar um gar&rækt.
WEEDAR
er efni sem hreinsar grasflötina af fíflum,
skri&sóleyjum og ö&rum óvelkomnum
tvíkímblö&ungum. 250 ml á 995 kr.
ADLUS verkfæri
Margskonar garðverkfæri á góðu verði
Dæmi: Mosahrífur, verð frá 1 .944 kr.
14 tinda garðhrífur 1 .071 kr.
Hiólbörur
frá Ginge í Danmöfku, léltar, sterkar, galvaniseraðar.
85 I, léttar í garðinn 4*980 kr.
100 I, stærri ogsterkari 6.490 kr.
115 I í hesthúsið 8.920 kr.
KOMIÐ A GARÐVINNUDAGANA, GERIÐ GOÐ
KAUP OG FÁIÐ RÉTTU RÁÐIN í KAUPBÆTI!
SÉRFRÆÐINGAR veita viðskiptavinum
okkar faglega ráðgjöf um garðyrkju,
tæki og tól.
Opið laugardaa kl.l0-18
og sunnudag Id. 11-16
RÁÐGJÚF SÉRFRÆBINGA
UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT
GROÐURVORUR
VERSLUN SÖLUFÉLAQS GARÐYRKJUMANNA
Smiöjuvegi 5, Kópavogi, síml: 554 321 1
(viðtal
*★ *
Yngsta konan í atvinnufluginu á íslandi:
Draumurinn
að fljúga
með pabba
- segir Ragnheiður Guðjónsdóttir, flugmaður hjá FÍ
„Þetta hefur gengið mjög vel, svo-
lítill fiðringur í maganum íyrst en
hann er farinn," segir Ragnheiður
Guðjónsdóttir, yngsta konan sem
starfar sem atvinnuflugmaður hér á
landi. Hún var eina konan í hópi
nokkurra flugmanna sem Flugleiðir
réðu til sin á nýliðnum vetri og
nokkrar vikur eru síðan hún fór að
fljúga Fokker-vélum Flugfélags ís-
lands. Var „lánuð“ þangað frá Flug-
leiðum eins og hún orðar það. Hún
er ein 12 íslenskra kvenna sem hafa
atvinnuflugmannsréttindi, þar af
eru 6 starfandi í dag; 5 hjá Flugleið-
um og ein hjá Atlanta.
Ragnheiður er fædd og uppalin í
Fossvoginum og verður 23 ára núna
í sumar. Hún var í rauninni alin
upp i fluginu því faðir hennar, Guð-
jón Ólafsson, hefur verið í fluginu
hátt í 40 ár, þar af í 20 ár sem flug-
stjóri hjá Flugleiðum. Hann á nokk-
ur ár eftir í fluginu og draumur
Ragnheiðar er að fá að fljúga með
pabba „gamla“.
Nauðlending gerði
útslagið
„Þegar ég var pínulítil ætlaði ég
aldrei að verða flugmaður. Eins og
vinkonur minar stóð frekar til að
vinna í sjoppu, verða hárgreiðslu-
kona eða flugfreyja. Eftir því sem ég
stækkaði fór flugið að heilla mig
meira. Þó að það hljómi nú undar-
lega þá gerði það útslagið þegar
pabbi nauðlenti Fokker-vél á Kefla-
víkurflugvelli árið 1981. Ég man
hvað mér fannst það stórmerkilegt
að þetta væri hægt og fór að spá í
hvort flugið gæti ekki bara verið
svolítið skemmtilegt," segir Ragn-
heiður.
Þegar hún hafði aldur til kom því
ekkert annað til greina en að læra
að fljúga. Átján ára fór hún í sinn
fyrsta flugtíma og á sama ári tók
hún einkaflugmannsprófið. Sam-
hliða því námi var hún í Verslunar-
skólanum og var fyrsti nemandi
skólans til að fá flugnámið metið til
stúdentsprófs. Naut hún þar dyggr-
ar aðstoðar Baldurs Sveinssonar,
kennslustjóra skólans og mikils
flugáhugamanns. í dag tíðkast það
víða í framhaldsskólum að flugnám
sé metið til eininga.
Eftir að Ragnheiður kláraði
einkaflugmannsprófið varð hún að
klára stúdentsprófið til að fá at-
vinnuflugmannsréttindi. Slík skil-
yrði eru ekki lengur sett í dag.
100 tímar á 20 dögum
Að loknu stúdentsprófi vorið 1995
tók hún sér hlé frá flugnámi og
vann nokkra mánuði á Landsspítal-
anum. í ársbyrjun 1996 hóf hún að
læra til atviimuflugmannsréttinda
hjá Flugskóla íslands. Er námskeið-
inu lauk í júní það ár skellti hún sér
til Flórída til að næla sér í banda-
rísk flugréttindi. Vildi hafa slíkt
próf upp á vasann fengi hún ekki
vinnu hér á landi. En það rættist úr
því.
„Þegar ég heyrði að Flugleiðir
áformuðu að ráða nýja flugmenn þá
fór ég á fullt að safna flugtímum.
Fór aftur til Flórída og keypti mér
tíma á tveggja hreyfla vél. Náði 100
tímum á 20 dögum sem er auðvitað
geggjun,“ segir Ragnheiður og bros-
ir.
Hún sótti um hjá Flugleiðum og
tók próf ásamt 100 öðrum. Á meðan
hún beið eftir svari notaði hún tím-
ann og kenndi flug hjá flugskólan-
um Flugmennt. Síðan komst hún
áfram í næstu umferð ásamt 50 öðr-
um flugmönmnn og tók próf í flug-
hermi. Að því loknu var umsækj-
endum fækkað um 10 og 40 flug-
menn teknir í viðtal. Ragnheiður
var í þeim hópi.
Dofin í símanum
„Síðan var hringt i mig 15. sept-
ember í fyrra. Ég var ein heima og
man að þetta var klukkan ellefu. Ég
ætlaði ekki að trúa því þegar mér
var sagt að ég hefði verið ráðin. Það
kom löng þögn og flugrekstrarstjór-
inn spurði hvort ég væri ekki
ánægð. Ég var svo dofin að ég kom
varla upp orði.“
Hátt 130 flugmenn voru ráðnir og
var Ragnheiður eina konan i þeim
hópi. Við tók strangur undirbún-
ingstími þar sem flugmennirnir
fóru m.a. til Maastricht í Hollandi
að æfa sig í flughermi. Fyrsta ferð
Ragnheiðar á Fokker var 20. apríl
sl. i áætlunarflugi Flugfélags ís-
lands til Akureyrar.
Hlupu í burtu
„Þetta var mjög eftirminnileg
ferð,“ segir Ragnheiður og hlær. Um
borð var stór hópur múslíma frá
Afríku sem fóru í dagsferð til Akur-
eyrar. „Þeir framkvæmdu einhverja
trúarathöfn á leiðinni og ég veit
ekki hvort þeir vissu að kona
stjómaði vélinni. Þegar ég kom út
úr vélinni á Akureyri voru tveir
þeirra fyrir utan að taka myndir.
Þeir krossuðu sig í bak og fyrir og
hlupu í burtu þegar þeir sáu mig!“
Frá því hún byrjaði að fljúga
Fokkerunum eru komnir hátt í 40
flugtímar. Þjálfunarflugstjórinn ný-
búinn að „sleppa henni lausri".
„Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt. Það er alveg ótrúlegt
hvað fiugstjórarnir vita og eru stöð-
ugt að auka vitneskju manns um
ókyrrð og ýmislegt fleira sem teng-
ist fluginu. Það er því nóg eftir að
læra,“ segir Ragnheiður.
Flugmenn fljótir að
gagnrýna
Hún vonast til að fá að fljúga hér
innanlands í einhver ár. Þannig fái
hún bestu reynsluna. Síðan er óhjá-
kvæmilegt að millilandaflugið taki
við á þotunum. Hún bíður þess með
mikilli eftirvæntingu.
Eins og kom fram hér á undan
eru aðeins 12 konur með atvinnu-
flugmannsréttindi hér á landi. Því