Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Side 36
48
DV, Vesturlandi:
Kauptúnið Grundarfjörður
stendur við samnefndan fjörð um
miðbik norðanverðs Snæfellsnes.
Fjörðurinn er umkringdur háum
svipmiklum fjöllum, Kirkjufelli og
Stöð að vestan, Eyrarfjalli, Klakki,
Lambahnúk og Grundarmön að
austan.
Fyrir botni fjarðarins liggur
Snæfellsnesfjallgarðurinn með
tígulegum tindum sínum, Hvíta-
hnúk, Smjörhnúk, Erni, Tröllkerl-
ingu og Mýrarhyrnu, að ógleymdri
tindaröð Helgrinda sem gnæfir yfir
öllu. í mynni fjarðarins liggur Mel-
rakkaey. Siglingar hafa verið til
Grundarfjarðar frá fornu fari, enda
er þar talin vera besta höfnin á
Snæfellsnesi frá náttúrunnar
hendi. í heimildum er greint frá
skipakomum þangað allt frá land-
námsöld. Gamli verslunarstaður-
inn í Grundarfirði var við suðaust-
anverðan botn fjarðarins, í landi
jarðarinnar Grundar. Á tímum
einokunar höfðu kaupmenn þar
aðstöðu.
Bærinn fluttur úr landi
Saga Grundarfjarðar er um
margt merkileg en eftir aldamótin
1800 höfðu Frakkar aðsetur í
Grundarfirði og virðast hafa átt
þar allar eignir, verið með kirkju
og sjúkrahús auk þjónustu við
skipaflota sinn. Þegar Frakkar
hættu rekstri sínum um 1860 tóku
þeir með sér öll mannvirki og
grófu upp allar jarðneskar leifar
landa sinna og höfðu með sér til
Frakklands. Haft hefur verið á orði
að Grundarfjörður sé eini bærinn
á íslandi sem fluttur hafi verið úr
landi í heilu lagi.
í lok 19. aldar er verslunarstað-
urinn fluttur af Grundarkampi í
Grafarnes og fékk hann löggild-
ingu þar árið 1897. Fyrstu húsin,
svonefnd Neshús, voru byggð á
Grafarnesi árið 1906 ásamt skansi
frá fjörunni fram af til fiskilöndun-
ar. Árið 1928 var stofnað hlutafélag
um rekstur íshúss í Grundarfirði
og starfaði það í 6-7 ár.
íbúðarhúsum fjölgar um
1930
Um 1930 tók íbúðarhúsum að
tjölga í bænum. Þá voru gerðar þar
miklar hafnarbætur á bryggjunni
á árunum 1937-38 og þegar byrjað
var á þeim var ákveðið að hefja
byggingu hraðfrystihúss. í kjölfar
almenns borgarafundar í janúar-
mánuði 1940 fór svo fram almenn
söfnun á hlutafjárloforðum í Hrað-
frystihús Grundarfjarðar hf. og fór
svo að hver vinnufær maður innan
sveitarfélagsins hét einhverju
hlutafé.
Eiginleg þéttbýlismyndun hófst i
Grundarfirði upp úr 1940 og eftir
að þorp tók að myndast þar flutt-
ust margir búferlum þangað úr
sveitinni eða stunduðu þar at-
vinnu jafnhliða búskapnum.
Gönguferðir og golf
Kauptúnið í Grundarfirði hefur
risið frá grunni á einum manns-
aldri. íbúamir hafa allt til dagsins
í dag byggt afkomu sína á sjósókn
og vinnslu sjávarafurða. Þeir hafa
á skömmum tíma byggt upp nú-
tímalegt þéttbýlissamfélag sem nú
telur á tíunda hundrað íbúa. Frá
Grundarfirði eru gerðir út togarar
og smærri bátar, þrjú fiskvinnslu-
fyrirtæki eru meðal stærstu vinnu-
staða á staðnum.
Tónlistarlíf og menningarlíf er
blómlegt í Grundarfirði. Þeir sem
dvelja í Grundarfirði geta valið um
margs konar afþreyingu. Það er
hægt að spila golf og bærinn státar
af ágætri sundlaug. Náttúran allt í
kring er afar falleg og margir
spennandi möguleikar fyrir þá
sem vilja fara í styttri sem lengri
gönguferðir. Ekki er heldur langt
að heimsækja fjölmarga sögustaði
sem er að finna á Nesinu. Þeir sem
ferðast um Snæfellsnes ættu því
ekki að láta hjá líða að koma við í
Grundarfirði og staldra þar við um
stund.
Það er enginn vafi að bærinn er
vaxandi ferðamannabær enda íbú-
amir afar gestrisnir og taka vel á
móti ferðamönnum. -DVÓ
Á Bretlandi hafa vísindamenn
: fundið upp nýtt lyf við malaríu.
Lyfiö, sem gengur undir nafninu
: Malarone, hefur vakið miklar
vonir enda þykir það mun betra
en Lariam sem hingað til hefur
mest verið notað. Fyrir ferða-
menn er nýja lyfið mun hentugra
enda þarf aðeins að hefja inntöku
þess tveimur dögum fyrir brottfor
á svæði þar sem malaría geisar og
síðan þarf að taka lyfið í viku að
ferð lokinni. Menn hafa þurft að
taka Lariam i allt að sex vikur og
: fengið í ofanálag ýmsar óþægileg-
ar aukaverkanir.
Herbergi 723
í Washington er þess minnst á
: Hótel Premier að aldarfjórðungur
er síðan Watergate-málið komst í
hámæli. Hótelið tengist málinu á
þann hátt aö í herbergi 723 var hið
: fræga innbrot í húsakynni Demó-
krataflokksins, sem var til húsa í
1; Watergate-húsaröðinni, skipulagt.
Margir minjagripir, svo sem
fréttamyndir og fleira, prýða nú
herbergið en hvort gestum fellur
þessi sýning í geð skal ósagt látið.
Hótelgestir fá hvatningar-
ræðu
I Bandaríkjunum er víst ekkert
nýtt undir sólinni en i San
Franciscoborg hefur hótelið Nob
; Hill Lamboume tekið upp all-
er ekki kaffi og kruðerí sem gest-
um er fært heldur geta gestir pant-
að sálfræðing upp á herbergi.
Þetta þykir hótelstjóranum nú-
tímaleg og sjálfsögð þjónusta en
eitthvað mun þetta hafa farið fyr-
I ir brjóstið á hótelgestum og fæstir
vilja viðurkenna að andlegri
heilsu þeirra sé eitthvað ábóta-
vant. Þess vegna er sálfræðingur-
inn nú kallaður ráðgjafi og þykir
I reyndar standa sig afburðavel í að
halda mönnum hvatningarræður
fyrir erfiða viðskiptafundi.
Bamsgrátur sem heyrist
vart
Barnsgrátur úr næstu sætaröð
getur reynt mjög á þolrif þeirra
Ísem ætla að fá sér hænublund í
flugvél. Tæknimenn Sony-fyrir-
tækisins eru hins vegar ekki af
baki dottnir því þeir hafa fundið
' : skothelt ráð við þessum vanda.
; Um er að ræða eyrnatæki sem er
; þeirrar náttúru að það greinir
bamsgrát og dregur úr styrk hans
um heil 70%. Ótrúlegt en satt.
skemmtisiglingu
Kvikmyndin Titanic hefur haft
gríðarleg áhrif á vinsældir
skemmtisiglinga og keppast nú
skipafyrirtækin við að bjóða upp
á afþreyingu sem keppinautamar
j hafa ekki. Það lyftist því brúnin á
mörgum þegar skipafélagið
Celebrity Craises auglýsti nýlega
aö um borð í þremur skipum væri
í búið að opna gallerí þar sem vegg-
I ina prýða meistarar á borð við
sjálfan Picasso, Andy Warhol og
fleiri. Þetta þykir hin ágætasta
hugmynd því skemmtiferðaskip
j hafa hingað til ekki verið þekkt
fyrir að bjóða upp á hámenningu.
I
Sjósókn hefur löngum veriö stunduö frá Grundarfirði og lífæð bæjarins er höfnin.
Bæjarstæði Grundarfjarðar er afar fallegt og gnæfir Kirkjufelliö tignarlega yfir bænum. DV-myndir IP