Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1998, Qupperneq 54
“ mvndbönd w ik; LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 THV IN & OUT: Sparkað út úr skápnum Fyrrverandi nemandi enskukennarans Howards Bracketts (Kevin Kline) tilkynnir frammi fyrir alþjóð að lærifaðir sinn sé hommi. Þetta gerist nokkrum dögum áður en Howard ætlar að giftast kærustunni, Emily Montgomery (Joan Cusack). Smábærinn Greenleaf hefur löng- um verið hinn mesti rólyndisbær en það er ekki laust við að íbúarnir verði svolítið uppveðraðir yfir ósk- arsverðlaunahátíðinni því að einn af tilnefndum leikurum ólst upp í Greenleaf. Bæjarbúum, og þá sér- staklega enskukennaranum Howard Brackett (Kevin Kline), til mikillar gleði vinnur stjarnan og minnist síns gamla læriföður í þakkarræð- unni. Allir eru djúpt snortnir þar til leikarinn upplýsir öllum að óvörum að Howard sé hommi og það aðeins nokkrum dögum áður en hann ætl- ar að giftast kærustu sinni til þriggja ára, Emily Montgomery (Joan Cusack). Þar með er friðurinn úti í Greenleaf og við tekur fjöl- miðlasirkus af fjörugustu sort þar sem æsifréttamaðurinn Peter Mall- oy (Tom Selleck) er áberandi en hann er staðráöinn í að ná safarik- um játningum út úr Howard. Hin hliðin á peningnum Framleiðandanum Scott Rudin datt í hug að gera mynd þar sem hommi lendir í þeirri aðstöðu að ljóstrað er upp um kynhneigð hans í beinni sjónvarpsútsendingu. Hann bar hugmyndina upp við handrits- höfundinn Paul Rudnick sem sá fyr- Fjölmiðlamenn koma í bæinn til að ná safaríkum játningum út úr Howard. ir sér að uppljóstrunin yrði í vik- unni þegar söguhetjan ætlar að gift- ast og gamanmynd fór að fæðast. Jafnframt ákváðu þeir að hafa sögusviðið smábæ þar sem upp- ljóstrunin hefði mun meiri áhrif á einkalíf mannsins og bæjarlífið heldur en ef sagan gerðist í stór- borg. Sá kunni leikstjóri, Frank Oz, var fenginn til að leikstýra en hann varð strax hrifínn af hug- myndinni. Margar góðar myndir hafa verið gerðar sem fjalla á al- varlegan hátt um viðbrögð samfé- lagsins við samkynhneigð og Frank Oz fannst því tilvalið að snúa peningnum við og gera grín að öllu saman. Frank Oz öðlaðist fyrst frægð sem einn af höfundum Prúðuleikaranna, en hann hefur haslað sér völl sem kvikmynda- leikstjóri hin síðari ár með mynd- um eins og The Dark Crystal, The Muppets Take Manhattan, Little Shop of Horrors, Dirty Rotten Scoundrels, What about Bob?, Housesitter og The Indian in the Cupboard. Stjama myndarinnar er Kevin Kline sem virðist jafnvígur á gam- anleik og dramatík. Fyrsta kvik- myndahlutverk hans var á móti Meryl Streep í Sophie’s Choice. Frammistaða hans í þeirri mynd vakti gríðarlega athygli og hann var tilnefndur til BAFTA og Golden Globe verðlauna. Aðrar myndir hans era meðal annars Cry Freedom, Dave, Soapdish, Princess Caraboo, The Ice Storm, Fierce Creatures og A Fish Called Wanda en fyrir þá síðastnefndu hlaut hann óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Þá hef- ur hann leikið fyrir leikstjórann Lawrence Kasdan í hvorki fleiri né færri en fimm myndum: The Big Chill, Silverado, I Love You to Death, Grand Canyon og French Kiss. Gömul stjarna skín á ný Joan Cusack hefur getið sér gott orð fyrir gamanleik síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í My Bodyguard en hæst reis ferill hennar með óskarsverðlaunatil- nefningu fyrir Working Girl. Með- al annarra mynda hennar eru Sixteen Candles, Married to the Mob, Say Anything, Broadcast News, Men Don’t Leave, My Blue Heaven, Toys, Corrina Corrina, Nine Months, Two Much og Grosse Pointe Blank. Tom Selleck hefur leikið mörg kvikmyndahlutverk en ferill hans hófst i sjónvarpi þar sem hann lék m.a. í átta ár í hinum vinsælu Magn- um P.I. sjónvarpsþáttum. Meðal þeirra kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Three Men and a Baby, Her Alibi og Quigley Down Under. í hlutverki móður Howards Brac- ketts er Debbie Reynolds sem rétt áður hafði leikið í Mother í sínu fyrsta stóra hlutverki í aldarfjórðung en hún var á yngri árum stórstjama í kvikmyndaheiminum. Gullaldarár hennar voru sjötti og sjöundi áratug- urinn og var hún meðal annars til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir The Unsinkable Molly Brown. Sú kynslóð áhorfenda sem sækir kvikmyndahús í dag kannast sennilega lítið við mynd- ir hennar en hún öðlaðist þó ódauð- leika þegar hún lék aðalkvenhlutverk- ið á móti Gene Kelly í hinni klassísku Singin’ in the Rain. -PJ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður: Stjörnustríð og Koppafeiti „Uppáhaldsmyndin mín er Star Wars, þá helst fyrsta myndin af þeim þremur sem komnar eru en serían öll er í miklu uppáhaldi. Ég bíð spenntur eftir myndunum þremur sem eru á leið- inni og hef beðið eftir þeim síðan ég las árið 1980 að það stæði til að kvikmynda fyrsta, ann- an og þriðja hluta sög- unnar. Ég var náttúr- lega lítill strákur á móttækilegasta aldri þegar ég sá myndina fyrst og síðan hef ég alltaf hald- ið mikið upp á hana. Þá var ég líka mikill bíósjúklingur og fór á bíó þrisvar í viku. Star Wars er sú mynd sem ég hef séð oftast, þó Grease veiti henni harða sam- keppni hvað það varðar. Ég sá hverja einustu sýningu þeirrar myndar uppi á Akranesi á sínum tíma; alls sjö sýningar en engin mynd náði að slá það út. Síðan hef ég séð hana ótal sinnum á myndbandi. Annars fmnst mér almennt mjög gaman að horfa á tónlistarmyndir, t.d. eins og Rokk í Reykja- vík sem ég hef séð mjög oft. En ef það er eitthvað sem ég hata þá era það am- erískar sjónvarpsmyndir eins og þær sem vora um tíma grasserandi á einni frjálsu sjónvarpsstöðinni. Þá er ég að tala um svona illa gerðar sannsögulegar vandamálamyndir um mæð- ur sem lenda i vandræðum með bömin sín eða eitt- hvað í þeim dúr.“ ; -kja That Old Feeling Barbara The Winter Guest Þaö er grínistinn og leikstjórinn Carl Reiner sem stýrir hinum skemmtilegu leikurum, Bette Midler og Dennis Farina, í þessari farsakenndu gamanmynd þar sem léttari hliðar ástarinnar og hjónabandsins eru í brennidepli. Lilly og Dan hafa verið ham- ingjusamlega skilin í ein 14 ár en eiga samt einn hlut sameiginleg- an fyrir utan auð- vitað dótturina sem þau eignuð- ust: Þau þola ekki hvort annað! Þau neyðast samt til að standa augliti til auglitis i brúðkaupi dótt- ur þeirra og slagsmál eru óumflýjanleg bæði í oröi og á borði. Það kemur lika á daginn aö um leið og þau mæta í brúð- kaupið er eins og veislugestir sitji á púð- urtunnum. Eins og gefur að skilja má litlu muna að brúðkaupið og veislan fari út um þúfur þrátt fyrir einlægar tilraunir dóttur- innar til að stilla til friðar - þó ekki væri nema í eins og einn klukkutima. En þá gerist nokkuð óvænt! Ævafom ástarneisti, sem allir, ekki síst Lilly og Dan, héldu aö væri fyrir löngu kulnaður, blossar skyndilega upp og verður að ótrú- legu ástarbáli. Aðalhlutverk: Bette Midler, Dennis Farina, Paula Marshall og Danny Nucci. Leikstjóri: Carl Reiner. Öllum leyfð. Útgefandi: CIC myndbönd. Útgáfudagur: 12. maí Þessi snjalla og áhrifarika mynd Dan- ans Nils Malmros hefur alls staðar fengið frábæra dóma, unnið til margvíslegra við- urkenninga og keppti um gullbjörninn á kvikmyndahátið- inni í Berlín. Myndina byggir hann á siðustu skáldsögu fær- eyska rithöfundar- ins Jörgens- Frantz Jacobsens sem lést árið 1938. Sagan gerist áriö 1760 i Þórs- höfn í Færeyjum. Barbara Christina Salling er 28 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur í tvígang orðið ekkja eftir tvo presta. Bar- bara er mikið náttúrubarn, heillandi og ástríðufull kona sem á auðvelt með að draga að sér athygli karla. En ástríðum hennar eru engin takmörk sett og á því hafa margir karlmenn, sem lagt hafa lag sitt viö hana, farið flatt á. Nýr prestur, sem kemur til Færeyja, hinn 25 ára gamli Poul Aggersoe, verður gagntekinn af Barböru þrátt fyrir aðvar- anir sem honum berast. Hann fær líka fljótlega aö kenna á ástríðum hennar þeg- ar þrjú frönsk herskip koma til eyjanna. Margar konur fleygja sér i fang hermann- anna og þeirra á meðal er Barbara. Afleið- ingin er sú aö ekki færri en sjö þessara kvenna verða ófrískar - þó ekki Barbara. Aðalhlutverk: Anneke von der Lippe og Lars Simonsen. Leikstjóri: Nils Malmros. Aldurstakmark: 12 ára. Útgefandi: Háskólabíó. Útgáfudagur: 12 mai. Hér er á ferðinni fyrsta mynd Alans Rickmans sem er betur þekktur sem leik- ari úr myndum eins og Sense and Sensi- bility og Die Hard þar sem hann lék for- ingja hryðjuverka- mannanna. Það er óhætt að segja að leikstjóra- ferill Rickmans fari vel af stað þvi The Winter Guest hefur verið marg- verðlaunuð að undanfórnu og fengiö mjög góða dóma gagnrýn- enda. Með aðal- hlutverkin fara Emma Thompson og móðir hennar Phyll- ida Law. Myndin gerist í skosku sjávar- þorpi einn kaldan dag um hávetur. Frances (Thompson) hefur nýlega misst eiginmann sinn og syrgir hann mjög. Við kynnumst einnig syni Frances, Alex, sem syrgir einnig fóður sinn mjög en þennan dag hittir hann hina skemmti- legu Nitu. Á gangi með fram ströndinni rekumst við einnig á hina ungu Sam og Tom. Þeir hafa skrópað i skólanum því i dag hafa þeir um annað að hugsa en lærdóm. Að lokum kynnumst við einnig öldr- uðum vinkonum, Lily og Chloe, sem lifa bókstaflega fyrir jarðarfarir! Vönduð og góð mynd sem veldur ekki vonbrigðum. Aðalhlutverk: Emma Thompson og Phyllida Law. Leikstjóri: Alan Rickman. Öllum leyfð. Útgefandi: Myndform. Útgáfudagur: 12. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.