Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 Fréttir Einn minnsti sægreifi landsins i útistöðum við Fiskistofú: Sviptur veiðileyfi fýrir hálfan steinbít - varö aö veiða til aö foröast sviptingu en fékk of stóran fisk Kostulegt mál er komið upp í samskiptum Fiskistofu og trillukarls í Hafnarfirði vegna eins steinbíts. Málið hefur nú þróast í þá veru að trillukarlinn verður sviptur veiðileyfi á hádegi í dag bjargi hann ekki kvóta til að dekka steinbítinn. Þama er um að ræða framúrakstur 1 kvóta sem nemur 1 kílói en trillukarlinn var svo óheppinn að veiða tveggja kílóa fisk þegar hann hafði aðeins heim- ild til að veiða steinbít sem vegur eitt kíló. Þetta þýðir aö hann er orðinn brotlegur við fiskveiðilög- gjöfina og ef hann ekki útvegar þann kvóta sem vantar fær hann ekki að stunda sinn aðalveiðiskap sem er grásleppuveiðar. Upphaf málsins má rekja nokk- ur ár aftur í tímann þegar fyrri eigandi trillunnar Óskars HF 135 slysaðist til að veiða steinbít. Þetta var á þeim tíma sem steinbítur var ekki undir kvóta og því ekki veiði- manninum áhyggjuefni. Bjami Bjömsson, núverandi eigandi og skipstjóri á Óskari, keypti bátinn nokkru siðar með umræddri veiði- reynslu en kvótalausan að öðm leyti. Það kom síðar að því að sjáv- arútvegsráðherra ákvað að binda steinbítsveiðar kvóta og þá fékk Bjami skipstjóri bréf þar sem hon- um var tilkynnt að hann væri handhafi eins kílós af steinbít og þar með eigandi að litlu broti auð- lindarinnar. Bjami segir að kílóið góða hafi ekki haldið fyrir sér vöku og raunar hafi hann í kæm- leysi sínu ekki borið sig eftir þvi að veiða steinbítinn meðfram grá- sleppuveiðunum. Sú staðreynd varð til þess að Fiskistofa sendi honum viðvörun 16. apríl sl. Þar Steinbíturinn hefur reynst mörgum bjargvættur í gegnum tíðina. Bjarni Björnsson skipstjóri var svo „óheppinn" að eignast eitt kíló af stein- bítskvóta. Það varö upphaf vandræða sem enn sér ekki fyrir endann á því hann varð að veiða til að verða ekki sviptur en steinbíturinn reyndist of stór og það kostar líka sviptingu veiðileyfis. DV-mynd S var Bjama hótað veiðileyfissvipt- ingu ef hann ekki veiddi steinbít upp í umrætt kíló. Frekar en lenda í útistöðum við Fiskistofu ákvað hann að veiða steinbítinn og halda frið. Rangur steinbítur Þá byrjaði loksins ballið því Bjarni hitti ekki á réttan steinbít í Faxaflóa. Hann varð svo óheppinn að fá tveggja kílóa fisk og lögum samkvæmt mátti hann ekki henda honum í hafið aftur. Hann hélt því með steinbítinn góða til hafnar og fiskurinn var seldur hjá Fiskmark- aði Hafnarfjarðar og skráöur í tölvukerfi Fiskistofu undir sinni réttu þyngd. Starfsmenn Fiskistofu munu fljótlega hafa áttað sig á því að þama var mn að ræða klárt lög- brot og enn sendu þeir Bjama bréf. Þar var honum gerð grein fyrir al- vöm málsins og honum gert ljóst að nú væru sakimar ofveiði en ekki of lítil. Þar sem Bjami útveg- aði sér ekki kvóta fyrir hálfum steinbít fékk hann skeyti frá Fiski- stofu, dagsett þann 11. maí, þar sem hann er lýstur brotlegur við fiskveiðistjómarlögin og að hann verði sviptur veiðileyfi innan ís- lenskrar lögsögu frá og með klukk- an 12 á hádegi í dag. Bjarni segir í samtali við DV að málið sé allt hið undarlegasta og hann hafi ekki enn tekið ákvörðun um framhald- ið. „Það er ekki tekið út með sæld- inni að viðhalda þessari eign minni. Öll þessi framganga kerfis- ins kemur á óvart en ég mun vissulega leita aðstoðar til að losna úr þessari prísund," segir Bjami. -rt Tökum frestaö vegna veðurs á auglýsingamynd við Skógafoss: Æsilegt áhættuatriði - hjólað á línu yfir fossinn í breskri bjórauglýsingu Náttúruvemd ríkisins segir að eftir að hafa skoðað gaumgæfilega hvað þarna fer fram verði engin spjöll á svæðinu, hvorki Skógafossi né ná- grenni hans. Saga Film er að framleiða auglýs- ingamynd fyrir breskt bjórfyrir- tæki. Auglýsingamyndin er tekin við Skógafoss og á að vera æsileg í meira lagi. Þekktur áhættuleikari, sem m.a. hefur komið fram í James Bond-myndum, mun hjóla þvert yfir fossinn á línu. í gær varð að fresta tökum á myndinni vegna slæms veður. Mik- ill undirbúningur hefur staðið yfir vegna auglýsingamyndarinnar. Þyrla hefur flutt sérstaka sandpoka í fossinn. Sandpokamir eiga að halda uppi statífum fyrir leikmynd- ina. íbúar á svæðinu hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess að hugsanlega hljótist náttúmspjöll af þessum framkvæmdum. Náttúravemd rík- isins samþykkti tökur á myndinni. „Við voram í fyrstu tvístígandi að veita leyfi en svo var ákveðið að gefa grænt Ijós á tökur þama í fjóra daga. Eftir að hafa skoðað gaum- gæfilega hvað þama fer fram er ljóst að engin spjöll verða á svæð- inu, hvorki fossinum né nágrenni hans. Það verða engar breytingar á fossinum. Ef svo ótrúlega vill til að einhver skaði verður á náttúrunni er trygging þar á bak við. Eftirlits- maður Náttúravemdar er á staðn- um og fylgist vel með gangi mála. Saga Film heiúr ávallt gengið mjög vel um þau svæði þar sem fyrirtæk- ið hefur myndað. Það nýtur trausts í þessum eöium,“ segir Ámi Braga- son, forstjóri Náttúravemdar ríkis- ins, aðspurður um málið. -RR Fjölnir Þorgeirsson í aðalhlutverki í auglýsingu á irskum drykk: Leikur norskan skíðastökkvara „Viö voram að mynda auglýsingu fyrir írska bjórfyrirtækið Bulmers. Það er að auglýsa klassískan írskan drykk. Auglýsingin gengur út á norskan skíðastökkvara, Söndre Nordheim, þann fyrsta sem vitað er um. Það var verið að gera endur- gerð af þessu fyrsta skíðastökki sem átti sér stað í Morgendal í Noregi 1840,“ segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og annar eig- enda Location Greenland-Iceland. LGI er að framleiða auglýsinga- mynd fyrir írska bjórfyrirtækið Bulmers. Tökum lauk í fyrradag. - tökur á Mýrdalsjökli og í Skógum Auglýsingamyndin var tekin á Mýrdalsjökli og á Skógum. Ejölnir Þorgeirsson leikur aðalhlutverkið í auglýsingunni, norska skíðamann- inn Söndre. María Ellingsen leikur einnig ásamt fjölmörgum aukaleik- uram. Þorvaldur Jónsson, týrrver- andi íslandsmeistari í skíðastökki, leikur í sjálfu skíðastökkinu. „Hópurinn var þrjá daga við tök- ur uppi á Mýrdalsjökli. Þar vora 50 Hér er Fjölnir í lendingarbrekkunni ásamt aðstoðarmanni og aukaleikurum. aukaleikarar auk hesta. Þangað vora tré tlutt til að láta allt líta sem eðlilegast út miðað við norskt skíða- svæði. Þá vora einnig tökur á Skóg- um. 47 manns unnu við kvikmynda- tökumar, þar af 38 íslendingar,“ segir Vilborg. „Þetta var mjög gaman. Þaö var vel vandað til verksins og það fór mikill tími i þetta miðað við að aug- lýsingin sjálf er rétt um rúma mín- útu að lengd," segir Fjölnir sem kemur fram í gamaldags skíðabún- ingi. Auglýsingin verður sýnd i Bretlandi innan skamms. -RR Stuttar fréttir r>v Jakob Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, hefur beðist lausnar frá starti frá og með 1. ágúst. Hann hyggst starfa áiram sem sérfræðingur við stofhunina. Forstjðrastaðan verður auglýst á næstunni. Meiri þorskur Útlit er fyrir að þorskkvóti verði aukinn um 30 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári vegna góðs ástands veiðistofnsins. Það hefði svipuö áhrif í hagkerfinu og álver af þeirri stærð sem er að taka til starfa á Grundartanga. Bylgjan sagöi frá. Kanada og EFTA Könnunarviðræður milli Kanadamanna og EFTA um fri- verslunarsamning verða í Reykja- vík 25.-17. maí. Verði viðræðumar árangursrikar gætu formlegar við- ræður hafist þegar í júnílok, segir Bylgjan. Standa við sitt Hlynur Jón Michaelsen og Gísli Bjömsson, sem halda úti Netsíðu um fjár- málaóreiðu tveggja fram- bjóðenda R-list- ans, halda fast við það að þeir hafi unnið svart hjá ffambjóðendunum. Þeir saka þá Hrannar B. Amarsson og Helga Hjörvar um að verja sig með útúr- snúningum. Málþóf Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður ætlar að tala ffarn á mitt lax- veiðitímabil, ef þvi er að skipta, um húsnæðisfrumvarp félagsmálaráð- herra. Hún hefúr óskað eftir sér- stakri aðstöðu i ræðustóli þingsins til að geta dvaliö þar lengi. Stöð 2 sagði frá. Bjórk áhrifamikil Þekkt franskt tímarit segir aö Björk Guð- mundsdóttir sé ein af 100 áhrifa- mestu Evrvópu- mönnum sam- tímans og skærasta kven- stjama álfúnnar. Rekin fyrir nekt Stúlka hefur verið rekin úr feg- urðarsamkeppni íslands af því að nektarmyndir af henni hafa birst í Playboy. Hún bendir á að karlmað- ur hafi ekki verið rekinn úr fegurð- arsamkeppni karla fyrir að koma nakinn fram í Bleiku og bláu og ætl- ar að kæra málið tíl Jafnréttisráös. Stöð 2 sagði frá. Björgunin tryggð Sjóvá-Almennar hefúr gert trygg- ingasamning við Landsbjörg og SVFÍ um að tryggja 200 björgunarmenn við æfmgar, leitar- og björgunarstörf auk tækja og búnaðar. Samningur- inn er upp á sjö milljónir á ári. Beltin ónýt ÖHr'ggisbelti í jeppa sem valt í Langadal á dögunum hafa reynst ónýt. Beltin vom spennt um bama- bílstól sem ungt bam sat í. Beltin héldu ekki og bamið þeyttist út úr bílnum í veltunum. Mildi þykir að það slasaðist ekki alvarlega. Nýtt álver Columbia Ventures hyggst reisa nýtt álver og forsvarsmenn skoða nú sérstaklega þrjá staði í norðvest- urríkjum Bandarikjanna. Álver fyr- irtækisins á Grandartanga tekur til starfa á næstunni. Fjölskyldustærð ræður Stærð íbúðar miðað við fiöl- skyldustærð og tekjur mun ráða húsaleigu hjá Félagsbústöðum. Þeim sem búa í of stóra húsnæði miðað við þessar forsendur verður boðið annað hentugra húsnæöi. Þar til þaö finnst verður leigan óbreytt, að sögn Sigurðar Kr. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. -SÁ/JHÞ hættir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.