Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 Afmæli Sverrir Ólafsson Sverrir Ólafsson myndhöggvari, Kirkjuvegi llb, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sverrir fæddist á Bíldudal en ólst upp í Stykkishólmi. Hann tók kennarapróf frá handa- vinnudeild KÍ 1969, lauk námi frá myndhöggvaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1976, stundaði - nám í málmtækni, m.a. við Iðn- tæknistofnun íslands, 1976-78, var við nám í glerskurðarskúlptúr í Cambridge á Englandi og gestalista- maður þar 1980-83, hefur stundað nám í stjómun og markaðssetningu menningarstofnana við HÍ og hefur auk þess sótt ýmis myndlistar- og tækninámskeið hér á landi og farið námsferðir til Bandarikjanna, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands og Norðurlandanna. Sverrir kenndi mynd- og hand- mennt við Víðistaðaskóla og Lækj- arskóla í Hafnarfirði 1969-73, kenndi við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1984-85, stofnaði Lista- miðstöðina Straum í Hafnarfirði 1988 og hefur verið forstöðumaður hennar síðan. Hann hefur verið for- stöðumaður Alþjóðlega höggmynda- garðsins í Hafnarfirði frá 1991. Sverrir hefur helgað sig myndlist og höggmyndalist síðastliðin tutt- ugu ár. Frá 1979 hefur hann haldið tuttugu einkasýningar í Reykja- vík, á Akureyri, í Hafnar- firði en einkum erlendis, s.s. í Þýskalandi, á Ítalíu, í Mexíkó, Skotlandi og Englandi. Auk þess hef- ur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og víða um heim. Verk Sverris eru í opin- berri eigu fjölda stofnana og fyrirtækja. Sverrir hefur ritað fjölda blaðagreina á íslandi um menningarmál, stjómmál o.fl., ílutt fyrirlestra i háskólum víða um ver- öldina og hefur tekið þátt í fjölda út- varps- og sjónvarpsþátta um menn- ingarmál, bæði hér heima og er- lendis. Sverrir hlaut starfslaun íslenska ríkisins 1984,1988,1990 og 1993, sýn- ingarstyrk menntamálaráðuneytis- ins 1990, ferðastyrk Hafnarfjarðar- bæjar 1991, heiðursviðurkenningu, The Arts Counsil of North West Florida, fyrir störf að menningar- málum á alþjóðlegum vettvangi, 1991, menningarviðurkenningu Rík- isútvarpsins 1991, viðurkenningu frá American Airlines í Bandaríkj- unum „Artist of the World Lect- ures“ 1991, sýningarstyrk frá utan- rikisráðuneyti Islands 1992 og heið- ursorðu Monterrey-borg- ar í Mexíkó fyrir störf að menningarmálum á al- þjóðlegum vettvangi 1992. Fjölskylda Sverrir kvæntist þann 22.12.1971 Camille Rainer Ólafsson, f. 20.7. 1946, íþróttakennara. Hún er dóttir Julius Edwards Daniels og k.h., Camille T. Patterson. Börn Sverris og Camille eru Ólafur Ragnar, f. 26.10. 1969, skipasmiður. Unnusta hans er Anna María Karlsdóttir; Hákon Sverrir, f. 1.10. 1974, kvik- myndagerðarmaður; Erik Edward, f. 9.7. 1978, nemi; Katrín Nicola, f. 9.7. 1981, nemi, og Jón Ferdinand, f. 1.1. 1993. Systkini Sverris eru Steinunn Ólafsdóttir, f. 27.1. 1934, hjúkrunar- fræðingur; Björn Ólafsson, f. 30.11. 1936, skólastjóri; Bergljót Ólafsdótt- ir, f. 2.12. 1938; Baldur Ólafsson, f. 14.5. 1940, bankamaður; Ragnheiður Ólafsdóttir, f. 8.10. 1942, framkvstj., og Jón Ólafsson, f. 23.3. 1945, húsa- smíðameistari. Foreldrar Sverris voru Ólafur Páll Jónsson, f. 5.10. 1899, d. 1.12. 1965, héraðslæknir, og Ásta Guð- mundsdóttir, f. 24.8. 1908, d. 8.3. 1995, húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Jóns, b. á Hrafnseyrarhúsum, Guðmundsson- ar, á Hrafnseyri, Jónssonar, pr. á Hrafnseyri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önudnarfirði, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns Sig- urðssonar forseta. Móðir Jóns á Hrafnseyri var Rannveig Matthias- dóttir, stúdents á Eyri, bróður Markúsar, langafa Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Matthías var sonur Þórðar, ættföður Vigurættarinnar, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Bjömfríður ljós- móðir Benjamínsdóttir, b. í Lamba- nesi í Saurbæ, Hjálmarssonar, skálds í Bólu, Jónssonar. Móðir Jóns var Lovisa Jónsdóttir, b. í Bæ í Súgandafirði, Magnússonar, b. í Bæ, Guðmundssonar, b. í Neðri- Arnardal, Bárðarsonar, ættfóður Amcirdalsættarinnar, Illugasonar. Ásta er dóttir Guðmundar, nudd- læknis á Eskifirði, Péturssonar og k.h., Steinunnar Dórótheu. Sverrir mun taka á móti gestum í Listamiðstöðinni í Straumi frá kl. 19-22 miðvikud 13.5. I tilefni þessara tímamóta opnar Sverrir yfirlitssýningu á nokkrum verka sinna á sama stað. Sýningin mun standa til 17.5. og verður opin daglega frá kl. 14.00-17.00. Sverrir Ólafsson. Þorsteinn S. Jónsson Þorsteinn S. Jónsson, Fannafold 133, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Þorsteinn Sigurbjörn fæddist í Ólafsfirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1943-44, lauk prófi frá Iðnskóla Ólafsfjarðar 1947, tók minna mótorvélstjórapróf Fiskifélags tslands 1948, öðlaðist sveinsbréf í vélsmíði 1948 og meist- araréttindi 1951. Þá stundaði hann nám í niðursetningu dísilvéla við vélaverksmiðju í Þýskalandi 1955-56, 1964, 1967 og 1970. Þorsteinn var vélsmiður og vél- gæslumaður í Ólafsfirði. Hann rak þar vélsmiðjuna Nonna ásamt föður sínum og hefur starfrækt vélsmiöj- una Nonna hf. í Reykjavík frá 1974. Þorsteinn var formaður íþróttafé- lagsins Leifturs 1946-60, formaður Iðnaðarmannafélags Ólafsfjarðar 1950- 60, sat i rafveitunefnd Ólafs- fjarðar 1948-52, var formaður 1951- 53 og formaður vatns- og hita- veitunefndar Ólafsfjarðar 1958-74, sat í stjórn Karlakórs Ólafsfjarðar, og söng einnig í Kirkjukór Ólafs- fjarðarkirkju, var formaður Leikfé- lags Ólafsfjarðar á sjöunda áratugnum, var einn af stofnendum Félags ungra sjálfstæðismanna i Ólafsfirði, var bæjarfulltrúi þar 1962-70, var einn af stofnendum Golfklúbbs Ólafsfjaröar og fyrsti formaður hans. Þorsteinn var formaður hand- knattleiksdeildar Þróttar 1979-81, varafulltrúi í sveitarstjóm Bessa- staðahrepps um tíma, formaður at- vinnumálanefndar Bessastaða- hrepps, sat í hitaveitunefnd hrepps- ins og í atvinnumálanefnd höfuð- borgarsvæðisins um tíma. Hann var varaformaður Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 16.4. 1949 Hólmfríði Sigurrós Jakobsdóttur, f. 20.11. 1929, húsmóður. Foreldrar hennar voru Jakob Einarsson, hús- gagnabólstrari á Siglu- firði, og k.h., Þórunn El- ísabet Sveinsdóttir leik- kona. Böm Þorsteins og Hólmfríðar eru Berg- þóra, f. 20.9. 1949, sér- kennari, gift Jóhanni Runólfssyni banka- manni og á soninn Þor- stein Kristjánsson; Jón, f. 11.10. 1951, einsöngv- ari en sambýlismaður hans er Gerrit Schuil, pí- anóleikari og hljómsveit- arstjórnandi; Þorsteinn, f. 17.1.1953, framkvæmdastjóri Nonna í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Þórðardóttur leikskólastjóra og eru böm þeirra Jón Steindór, Páll Arnar, Þórður og Ólöf Kristín; Þyri Emma, f. 6.8.1957, sölustjóri í Reykjavík, gift Karli Geirssyni véliðnfræðingi og eru böm þeirra Amhildur Lily og Daní- el Kristvin; Ragnhildur Fanney, f. 14. 3. 1961, sérkennari MA í Banda- ríkjunum; Kristín, f. 20. 8. 1962, einkaritari í Reykjavík, gift Pálmari K. Magnús- syni og eru böm þeirra Hólmfríður Hulda, Sig- fríður Arna og Jóhanna Wium; Amheiður, f. 6.2. 1965, gjaldkeri í Reykja- vík, gift Gunnlaugi Magn- ússyni en dóttir þeirra er Hólmfríður. Systur Þorsteins eru Fanney, f. 30.11. 1925, húsmóðir á Akureyri, gift Rafni Magnússyni húsa- smið; Sigurveig, f. 10.1. 1931, leikkona i Reykjavík, var gift Valdimar Pálssyni húsgagnabólstr- ara, sem er látinn. Foreldrar Þorsteins voru Jón Steindór Frímannsson, jámsmiður í Ólafsfirði, og k.h., Emma Jónsdóttir húsmóðir. Þorsteinn verður að heiman á afmælisdaginn. Þorsteinn S. Jónsson. Sigurbjörg Reimarsdóttir -> Sigurbjörg Reimars- dóttir húsmóðir, til heim- ilis að Krummahólum 2, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Sigurbjörg fæddist í Víðinesi í Fossárdal í Bemneshreppi og bjó þar til sex ára aldurs. Þá bjó hún að Núpi í tvö ár en flutti síðan að Kelduskóg- um á Berufjarðarströnd. Sigurbjörg lauk bama- skólaprófi frá Þiljuvöllum í Bera- neshreppi 1952 og flutti ári síöar til Keflavíkur þar sem hún vann við fiskvinnslu og í þvottahúsi Kefla- víkurflugvallar. Sigurbjörg flutti til Egilsstaða 1956 og hóf störf á gistihúsinu Eg- ilsstöðum. Þar kynntist hún fyrrv. manni sínum en þau hófu búskap í Vestmannaeyjum og störfuðu þar í nokkra mánuði. Þá fóru Þau að Dölum þar sem þau bjuggu hjá Ingvari og Helgu, foreldrum Sigur- jóns, til ársins 1962. Á þeim áram höfðu þau ræktað jörð og byggt sitt býli að Hjarðarhvoli og hófu þar sauðfjárbúskap. Þau bragðu búi árið 1982 og fluttu til Reyðarfjarð- ar. Þau slitu samvistum rúmu ári síðar. Sigurjón flutti tU Reykjavík- ur og lést þar árið 1987. Sigurbjörg starfaði í Gunnarsbak- aríi á Reyöarfirði i sex ár og hlaut þar titilinn „Rúgbrauðsuppsláttar- meistari” en árið 1988 flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún vann lengst af hjá Myllunni. Sigurbjörg hefur nú látið af störfum. Fjölskylda Eiginmaður Sigurbjargar var Sig- urjón Sævar Ingvarsson, f. 17.12. 1934, d. 18.1. 1987. Hann var sonur Ingvars Guðjónssonar, f. 8.4. 1902, og Helgu Magnúsdóttur, f. 6.9. 1906, d. 12.2. 1993. Börn Sigurbjargar og Ingvars era Víöir, f. 19.12. 1957, verkamaður á Egilsstöðum; Arnheiður Ásdís, f. 5.10. 1965, leikskólakennari í Reykjavík, en maður hennar er Að- alsteinn Gunnarsson trésmiður og eiga þau þrjú böm: Svan, f. 11.9. 1989, Söndra, f. 31.7. 1991, og Signýju, f. 27.4. 1997; Sigríður Lauf- ey, f. 11.9. 1989, verkakona í Grand- arfirði en sambýlismaður hennar er Ingvar Þ. Hrólfsson vélsmiður og eiga þau tvær dætur: Helgu, f. 19.9. 1989, og Sigurbjörgu, f. 23.5. 1995; Smári, f. 16.8.1969, bifreiðasali á Eg- ilsstöðum. Sigurbjörg eignaðist sextán al- systkini. Þau era: Garöar, f. 1923, Aðalsteinn, f. 1924, Gunnlaugur, f. 1925, María, f. 1926, d. 1988, Ámý, f. 1927, Ingólfur, f. 1929, Hjalti, f. 1930, Ingimundur, f. 1931, Hólmfríður, f. 1933, Margrét, f. 1934, Sigríður, f. 1935, Guðbjörg, f. 1937, Gestur, f. 1940, Jóna, f. 1941, Vilborg, f. 1942, Reynir, f. 1944. Foreldrar Sigurbjargar voru Reimar Magnússon, f. 13.9. 1894, d. 22.6. 1982, og Stefanía Jónsdóttir, f. 16.4. 1900, d. 28.11. 1995, bændur að Kelduskógum i Beruneshreppi. Sigurborg er að heiman í dag. Sigurbjörg Reimarsdottir. Til hamingju með afmælið 13. maí 85 ára Ámi Jónsson, Fífuhvammi 17, Kópavogi. Hann tekur á móti ættingjum og vinum að heimili sínu, í dag milli kl. 16.00 og 19.00. Sigurður B. Halldórsson, Akurbraut 11, Njarðvík. 75 ára Þorsteinn Guðmundsson, Þorragötu 9, Reykjavík. Ólafur Sverrisson, Grænuhlíð 14, Reykjavik. Ingunn Eiríksdóttir, Suðurvangi 4, Hafnarfirði. 70 ára Gísli Bryngeirsson úrsmiður, Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum. Kona hans er Gréta Þorsteins- dóttir húsmóðir. Þau verða að heiman í dag. Þorsteinn Jónsson, Fannafold 133, Reykjavík. 60 ára Unnar Jónsson, Hólabraut 4A, Hafnarfirði. Birna Þórhallsdóttir, Víkurbraut 29, Grindavík. Sigurbirna Baldursdóttir, Garðarsbraut 69, Húsavík. 50 ára Elínborg Bárðardóttir, Flétturima 15, Reykjavík. Stefán R. Einarsson, Fornuströnd 13, Seltjamamesi. Þorbjörg Finnsdóttir, Melabraut 44, Seltjamamesi. Karl O. Karlsson, Hamraborg 34, Kópavogi. Sverrir Marinósson, Miðvangi 112, Hafnarfirði. Áslaug Kristinsdóttir, Ránargötu 20, Akureyri. Haukur Óskarsson, Akurgerði 3, Kópaskeri. Siginrdís Björk Baldursdóttir, Miðkrika 1, Hvolsvelli. 40 ára Láras Björnsson, Reykjavíkurvegi 34, Reykjavík. Pétur Steinn Guðmmidsson, Fellsmúla 11, Reykjavík. Margrét Guðjónsdóttir, Víkurströnd 7, Seltjamarnesi. Sigmar Þór Ingason, Skólagerði 3, Kópavogi. Sigurður Þórarinsson, Hellubraut 1, Hafnarfirði. Jón Júlíus Tómasson, Vallarbarði 7, Hafnarfirði. Bergljót Vilhjálmsdóttir, Reykjaskóla, Brú. Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Austurbyggð 1, Akureyri. Gunnar Rúnar Leifsson, Grashaga 7, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.