Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 47 * DV Sviðsljós Tltanicstjórinn á ný kvennamið James Cameron, leikstjóri sjó- slysamyndarinnar Titanic, er bú- inn að skipta um konu rétt einu sinni. Eiginkona hans, leikkonan Linda Hamilton, sagði öllum sem heyra vildu um daginn að James hefði yfirgefið sig og tekið saman við aðra konu. Sú heitir Suzy Am- is. Suzy lék í áöumefndri stór- mynd. Eitthvað fóru þau James að stinga saman nefjum við tökur myndarinnar. Hann lét það þó ekki aftra sér ffá því að ganga að eiga Lindu í júlí 1997. Þar með varð hún fjórða eiginkona hans. Linda og James eiga saan fimm ára gamla dóttur sem heitir Jós- eflna. Linda leitar að sálufélaga. Cher fær skila- boð frá Sonny Söngkonan og leikkonan Cher er engu betri en allur þorri ís- lendinga. Hún trúir á líf eftir dauðann. Cher laetur þó ekki sitja við orðin tóm, heldur hefúr hún leitað á náðir frægs miðils og fengið hann tO að koma sér í sam- band við ffamliðinn fyrrum eigin- mann sinn, söngvarann og þing- manninn Sonny Bono. „Hann sagði mér ýmislegt sem aðeins Sonny hefði getað haft vitneskju um,“ segir Cher um þennan af- burðamiðil, James Van Praagh, höfund metsölubókar um sam- ræður við himnabúa. Mörgum þykir áhugi Cher á Sonny nú furðulegur þar sem þau höfðu ekki ræðst við í tvö ár þegar þing- maðurinn lést af slysfórum í skíðabrekkum Ameríku fyrr á ár- inu. En Cher segir þau hafa verið bundin nánum böndum. Húkkaði Viktoríu á bar David Beckham segir loksins op- inberlega frá sambandi sínu og kryddpíunnar Viktoríu Adams í ný- útkominni bók. David greinir frá því að hann hafi langað til að bjóða Viktoríu út mörgum sinnum og að hann hafi meira að segja farið ár- angurslaust til London til þess að leita hana uppi áður en hann tók af skarið í fyrravetur. „Fyrsti fundur okkar var ekkert sérstaklega rómantískur. En við höfum verið óaðskiljanleg síðan,“ segir David við Neil Harman, höf- und bókarinnar um David. „Ég sá hana fyrst á bar við völl Chelsea. Fyrst vissi ég ekki að hún væri þama en þegar ég komst að því var ég of feiminn til að tala við hana. Ég veifaði bara til hennar og það er ekki það allra róman- tískasta," segir David. „Síðan spurði ég þá sem þekkja hana hvar hún væri vön að skemmta sér á kvöldin í London og ég fór þangað til þess að reyna að finna hana á ákveðnum stað. Hún var þar ekki.“ Fyrir leik á Old Trafford í Manchester frétti David hins vegar að Kryddpíurnar væru væntanleg- ar. „Þegar ég kom inn á barinn eft- ir leikinn var Viktoría þar með Mel C. Við tókum tal saman og hún David Beckham kynnir bókina sína. Símamynd Reuter spurði hvort við ættum að fá okkur drykk á eftir. Daginn eftir fórum við saman til London og reyndum að láta fara eins lítið fyrir okkur og við gátum. Það var ekki auðvelt. Við brettum upp kragana og vorum með derhúfur niður í augu,“ útskýrir David. Hann segir að breska pressan hafi gert þeim lífið leitt. Hann hafl orðið að gera lögreglunni viðvart um ljósmyndara sem hafi staðið fyr- ir utan húsið hans í margar vikur og elt hann um allt. Hún heitir Paula Jai Parker og kemur fram í aukahlutverki í nýrri rómantískri gamanmynd, Woo, sem frumsýnd var vestur í Hoilywood fyrir skömmu. Stúlkan á án efa glæsta framtíö fyrir sér í glimmerbænum. D vi1cr> iv ilvjllJCIV Iniil Stjórn Jasshátíðar Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna tónleikahalds á næstkomandi jasshátíð í september. Umsóknir þurfa að hafa borist - fyrir 1. júní nk. til FÍH, Rauöagerði 27, 108 Reykjavík, merktar "JASSHÁTÍÐ 1998" \ I t Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. maí 1998 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 - 30. útdráttur - 27. útdráttur - 26. útdráttur - 24. útdráttur -19. útdráttur -15. útdráttur -12. útdráttur -11. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. KK3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEHO • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 V Miðvikudaginn 20. maí mun aukablað um jeppa fýlgja DV. Fjallað verður um þá jeppa sem eru í boði á íslandi í dag. Sá Umsjón efnis: Jóhannes Reykdal og Sigurður Hreiðar, í síma 550 5000. Umsjón augfýsinga hefur Sigurður Hannesson í síma 550 5728 <*ð Auglýsendur athugið! Síöasti skiladagur auglýsinga er föstudaglnn 15. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.