Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 13 Spurt á Egilsstöðum Hver veröa úrslit sveitar- stjórnarkosninganna í sameinuðum sveitarfélög- um austan Lagarfljóts? Berglind Steingrímsdóttir af- greiðslukona: Ég spái Fram- sóknarflokknum sigri. Þeir ná jafhvel hreinum meirihluta. Páll Pétursson húsasmiður: Ég vona að Framsóknarflokkur- inn fái 4 menn, Sjálfstæðisflokk- urinn fái 3 menn og F-listinn 2 menn. Gimnlaugur Hafsteinsson sjó- maður: Ég hef ekki leitt hugann mikið að kosningunum. Ég set algjört spumingamerki við D- listann, þar er alveg nýtt fólk. Þetta verður jafnt. Magnús Áskelsson nemi: B- listinn vinnur. Hann fær meiri- hluta. Gunnlaugur Axelsson af- greiðslumaður: B-listinn hefúr þaö. Hann fær 5 menn kjöma. Sigurbjörg Óskarsdóttir hús- móðir: Ég held að D- og B-listam- ir verði hlutskarpastir. F-listinn fær einn eða tvo menn kjörna. Sveitarstjórnarkosningar 1998 Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðum sveitarfélögum austan Fljóts: Aðalatriðið er að virkja sameininguna Samfara sveitarstjómarkosning- unum nú í vor munu fimm sveitar- félög sameinast á Héraði: Egilsstað- ir, Vallahreppur, Skriðdalur, Eiða- þinghá og Hjaltastaðaþinghá, svæði sem gjaman hefur verið nefiit Hér- að og síðan Austm'hérað en sam- staða hefur ekki náðst um nafn enn- þá. Bæjarstjómarfulltrúar verða nú níu. Til samanburðar vora sjö áður á Egilsstöðum. í síðustu kosningum fengu sjálfstæðismenn, framsóknar- menn og Alþýðubandalag tvo menn kjöma hver en H-listinn einn. Meirihluta mynduðu síðan sjálf- stæðismenn og Alþýðubandalag. Nú EGILSSTAÐIR B: 33% G: 26,4% 0:27,9% H: 12,8% Egilsstaðir, Eiðaþinghá, Vallahreppur, Skriðdalur og Hjaltastaöaþinghá hafa sameinast. Kosið veröur um níu sveit- arstjórnarfulltrúa. býður Alþýðubandalag ekki lengin- fram, ekki heldur H-listinn en F-list- inn, Félagshyggja við Fljót, býður fram, listi sem talinn er vinstra megin. Það sem fólk telur greinilega að skipti miklu máli á Austurhéraði á næsta kjörtímabili er að sameining- in „gangi upp“ - að fólkið finni að það hafi verið gæfuspor að samein- ast. Menn telja einnig að aðrir Hér- aðsbúar, og jafnvel einnig íbúar á Borgarfirði Eystra, muni fylgjast grannt með hver framvinda „sam- einingarmála“ verður. Það sem væntanlega verður for- gangsverkefni hinnar nýju sveitar- stjómar á fyrri hluta komandi kjör- tímabils á Austurhéraði verður sameiningin. Menn era því varkár-_ ir. Yflrlýsingar oddvita listanna era ekki róttækar hvað varðar nýsköp- un og framkvæmdir. Fyrst vilja þeir láta nýja kerfið virka, sérstaklega með hliðsjón af skólamálum. Þegar er búið að ákveða fjárfrekar fram- kvæmdir sem haldið verður áfram með við stækkun grunnskólans á Egilsstöðum. -Ótt Forgangsröðun verkefna brýn „Ég legg áherslu á að við mvrnum virkilega þurfa að sýna og sanna að sameiningin hafi verið rétt. Við verðum sérstak- lega að hafa hug- ann við það. Hér hefur verið sameiningar- nefnd. Við þurfum að nota sérstak- lega þau atriði sem komið hafa ffarn hjá henni,“ segir Broddi Broddi Bjamason, Bjamason, efsti oddviti maður á B-listanum. „Varðandi ffamkvæmdir liggur fyrir að við þurfum að halda áfram við grunnskólann á Egilsstöðum. Það era fjárfrekustu framkvæmd- imar sem við ráöumst í. Einnig þarf að ljúka við íþróttahúsið sem er hálfbyggt. Þetta mun þarfiiast mik- ils fjármagns. Við höfum kannski ekki mikið svigrúm því að í upphafi næsta kjörtímabils munum við ekki taka við sérstaklega góðu búi - í það minnsta tók fráfarandi bæjarstjóm við betra búi en næsta stjóm mun gera. Skuldir hafa aukist mikið. Við þurfum að skipuleggja land því brýn þörf er á slíku fyrir hesta- menn og atvinnurekstur. Málefni Tónskólans, sem blómstrar, era brýn því hann er í húsnæðishraki. í sveitarstjómarmálum þarf að forgangsraða. Við höfum ekki óþijótandi sjóð til að tæma. Um það snýst pólitíkin. Sveitarfélögunum er falið að starfa samkvæmt lögum, samanber grunnskólakerfiö. Menn verða að standa sig samkvæmt því. Við erum nýbúin að taka við grunn- skólanum frá ríkinu. Það á aö skapa samkeppni milli sveitarfélaga um hann. Þama viljum við standa okkur. Það er hægt að gagnrýna forgangs- röðun þeirra sem verið hafa í meiri- hluta. Menn rifú upp skipulagsmál sem búið var að ná samstöðu um án þess að hafa getið þess sérstaklega á stefnuskránni. Það fór 2ja ára ferli í brúarmál á Eyvindará. En meirihlut- inn klofnaði sem betur fer og sátt náðist um það sem áður hafði verið ákveðið. Einnig hefúr staðsetning á nýju hóteli verið gagnrýnd og fleira mætti nefna. Skuldastaðan er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Nýting nýrra möguleika eftir sameiningu „Stærsta verkefiúð á næsta kjör- tímabili er að ganga frá málefnum sem tengjast sameinuðum sveitarfé- lögum. Það hefur orðið gjörbylting - nýtt samfélag hefur myndast sem samanstendur af dreifbýli og þéttbýli. Það þarf að útfæra skólamál og finna leið þannig að hver skóli fái að njóta sín. Einnig þarf að samnýta skólana og byggja upp sameiginlega félags- þjónustu. Á okkar stefiiuskrá stendur til að gera hana virka og aðgengi- lega. Þetta finnst mér brýnustu mál- in,“ segir Sigrún Harðardtóttfr, efsti maður á D-listan- rnn. „Aðalatriðið núna er að það era nú komnir nýir möguleikar sem ekki voru til staðar áður. Fjölbreytn- in og tækifærin verða fleiri. Eitt sterkt samfélag mun, held ég, skila miklu. Sameining og skólamál era mikilvægust en atvinnu- og skipulags- mál þarf einnig að hyggja að. Bærinn er orðinn landlaus þannig að svæði vantar bæði fyrir atvinnustarfsemi og íbúðabyggð. Atvinnumálin era í B-listi 1. Broddi B. Bjarnason pípulagningameistari. 2. Katrín Ásgreímsdóttir garðyrkjufræðingur. 3. Halldór Sigurðsson bóndi. 4. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir kennari. 5. Eyþór Elíasson fjármálastjóri. 6. Bjöm Ármann Ólafsson framkvæmdastjóri. 7. Stefán Sveinsson bóndi. 8. Sólveig Dagmar Bergsteins- dóttir húsmóðir. 9. Ástvaldur Anton Erlingsson verkfræðingur. þokkalegu standi en auðvitað þarf að bæta þar við með nýjum atvinnutæki- færúm. Það þarf að fá ný og öflug fyr- irtæki. Við ætlum að reyna að gera jarðveginn þannig að eftirsóknavert verði fyrir fyrirtæki að leita hingað. Þetta er láglaunasvæði. Við viljum fá hátæknifyrirtæki hingað, fá hingað fólk og skapa vel launuð og áhugaverð störf. Einnig viljum við gera stjóm- sýsluna virkari og láta fólk fa meiri völd. Þannig yrði bæjarstjómarvinn- an í raun ekki eins mikil og fólk í stjómsýslunni yrði gert meira ábyrgt fýrir sinum sviðum." Almenn velferð íbúanna verði tryggð „Við leggjum áherslu á að megin- hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja almenna velferð íbúanna. Skólamál, umhverfismál, félags- þjónustu, æskulýðs- og íþróttamál era grandvöllur fyrir uppbyggingu fyrir málaflokki eins og atvinnu- málum. Það verður að vera gott að búa á viðkomandi stað. Það er gott að búa á Egilsstöðum en við viljum gera betur,“ segir Jón Kr. Amarson, oddviti F-listans. „Helstu áhersluratriðin era skóla- málin. Þar sem sveitarfélagið er ný- sameinað, með þremur grunnskól- um og í raun þremur leikskólum, D-listi 1. Sigrun Harðardóttir forstöðumaður. 2. Soffla Lárusdóttir framkvæmdastjóri. 3. Ágústa Bjömsdóttir skrifstofustjóri. 4. Bemhard Nils Bogason héraðsdómslögmaður. 5. Hannes Snorri Helgason framkvæmdastjóri. 6. Magnús Ástþór Jónasson matsfulltrúi. 7. Kjartan Benediktsson bakari. 8. Jökull Hlöðversson stöðvarstjóri. 9. Hildigunnur Sigþórsdóttir bóndi. eram við þeirrar skoðunar að þess- ir skólar eigi að fá að halda sjálf- stæði sínu. Við viljum þó alls ekki útiloka þann möguleika að ein- hver samnýting verði á skólahús- næði og skólan- efnd fyrir hvert skólastig verði sameiginleg. Varð- andi umhverfismálin hafa Egils- staðir mjög mikla sérstöðu. Hér höf- um við skóg, náttúrulegan birki- skóg, og hér er mjög öflug skógrækt- arstarfsemi. Það er mjög mikilvægt að nýta þetta sem best og þróa land- búnað samhliða skógræktinni. Eins er svæðið mikil gullnáma varðandi ferðaþjónustu. Auk þess hefúr Egils- staðabær verið með umhverfisverk- efni í gangi sem við viljum styðja og halda áfram með. Við leggjum einnig áherslu á hér- aðsheimilið Valaskjálf og félags- heimilin í hreppunum. Það er mik- ilvægt að gera vel við þau og halda þeim starfandi. Varðandi æskulýðs- og íþróttamál þarf að ljúka við hálf- klárað íþróttahús. Auk þess þarf að efla hér félagsstarf fyrir unglinga. Hér hefur einnig verið öflugt og virkt félagsstarf eldri borgara, í raun mjög merkilegt starf. Því þarf að hlúa að.“ -Ótt F-listi 1. Jón Kr. Arnarson framkvæmdastjóri. 2. Skúli Björnsson skógarvörður. 3. Helga Kolbrún Hreinsdóttir heilbrigðisfúlltrúi. 4. Emil Björnsson aðstoðarskólameistari. 5. Þórhildur G. Kristjánsdóttir þroskaþjálfi. 6. Sigríður Ruth Magnúsdóttir kennari. 7. Ámi Ólason íþróttakennari. 8. Þorsteinn Bergsson bóndi. 9. Óli Grétar Methúsalemsson verkfræðingur. Framboðslistar á Egilsstööum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.