Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 11 dv__________________________________________________________________________________ Fréttir | w Islensk sjávarútvegsstefna bæði skelfir og heillar í Noregi: Norðmenn munu fara íslensku leiðina > l I > 9 > > k ; > í í > > > > - segir Rolf Domstein, annar ríkasti sægreifi Noregs á eftir Kjell Inge Rökke Kreppa og verkefnaskortur í norskum skipasmíðum: Rétti tíminn til að panta togara - segir Björn Lillelien, forstjóri skipasmíðastöðvar Kværner DV, Kalvogi: „Það er til fólk hér 1 Noregi sem heldur að það sé hægt að auka.tekj- ur af sjávarútvegi með því að setja flóknar reglur um sölu á fiski, við- skipti með báta og veiðiheimildir. Þess vegna búum við við einokum á sölu á ferskum fiski, bann við sölu á kvótum og bara sjómenn mega eiga fiskiskip,“ segir Rolf Domstein, annar stærsti sæfgreifinn í Noregi á eftir Kjell Inge Rökke, í samtali við DV í Noregi er talað um að fara ann- að hvort „íslensku leiðina" í sjávar- útvegsmálum eða halda fast við þá norsku. Flestir sjómenn fyllast skelfingu þegar þeir heyra minnst á „íslensku leiðina" en útgerðarmenn eins og Domstein segja að fyrr eða síðar verði Norðmenn að reka sjáv- arútveg sinn eins og hver önnur viðskipti og losa sig við lögin sem nú gilda um sjávarútveginn. Öngulsson á móti „Ekki meðan ég er ráðherra," sagði Peter Angelsen sjávarútvegs- ráðherra þegar DV bar málið undir hann. „Það er almennur vilji fyrir þvi að halda fast við núverandi stefnu og forðast þá gríðarlegu byggðaröskum sem orðið hefur á ís- landi vegna þess að kvótar ganga kaupum og sölum. Domstein hristir höfuðuð yfir þessum rökum. „Við verðum að vera samkeppnishæfir erlendis og þá verður sjávarútvegurinn að skila meiri hagnaði en nú er. Það gerist ekki nema við losum okkur við allt þetta lagabákn og gefum viðskipti með fisk, kvóta og báta frjáls. Þá munu best reknu fyrirtækin stækka og þau illa reknu fara á hausinn," segir Domstein. Hann viðurkennir um leið að „ís- lenska leiðin muni leiða til byggð- aröskunar og að mörg smáfyrirtæki í Norður-Noregi muni tapa sínum kvótum og skipum. Fyrirtæki Dom- steins velti á síðasta ári 17 milljörð- um íslenskra króna. Domstein sagði að hann myndi tvöfalda veltuna á tveimur árum ef viðskipti í sjávar- útvegi væru gefin frjáls. „Lögin standa sjávarútveginum fyrir þrifum, ekki öfugt,“ sagði Vilji menn nýja togara á niöursettu verði þá er rétti tíminn til að panta núna. Skipasmiðjur í Noregi eru í vandræðum með verkefni vegna kreppunnar í Asíu og geta smíöað skip undir kostnaöarverði. Á myndinni er skuttogarinn Guðbjörg sem smíðaður var í Noregi. Domstein. Hann er í Noregi einn helsti málsvari útgerðarmanna á Norðvesturlandinu. Þar eru útgerð- arfélögin stærst og krafan mest um að „íslenska leiðin" verði farin. Má ekki eiga fiskibát Domstein rekur fiskverkanir á mörgum stöðum á svæðinu um- hverfis Álasund og hann á hluti í nokkrum bátum. Lögin banna hon- um hins vegar að eiga meira en 49% hlut og það er hann mjög ósáttur við. Starfandi sjómenn verða alltaf að eiga meirihlutann. Peter Angelsen sjávarútvegsráð- herra er fulltrúi minni útgerðar- manna í Norður-Noregi og hann berst gegn öllum breytingum. „ís- lenska leiðin gæti leitt til óbætan- legs skaða í norskum sjávarútvegi og norsku þjóðlífi," sagði Angel- sen. „Lögxmum verður ekki breytt í tíð þessarar ríkisstjómar en það kemur ný stjóm á næsta kjörtíma- bili og þá verða viðskipti í sjávar- útvegi gefin frjáls. Nú þegar er meirihluti á þingi fyrir þessmn breytingum því Verkamannaflokk- urinn, Hægriflokkurinn og Fram- faraflokkurinn em fylgjandi upp- stokkum. Við bíðum því bara róleg- ir. Þetta kernur," sagði Domstein. Veröum aö semja um Smuguna DV reyndi að semja um Smug- una við Domstein og hann sagðist eindregið þeirra skoðunar aö Norðmenn og íslendingar yrðu að semja fyrr eða síðar. „Það kemur sér mjög illa fyrir Norðmenn að geta ekki lokað Smugunni. Meðan hún er opin er alltaf hætta á að íslendingar og aðrir komi og taki tugi þúsunda tonna. Sjómenn í Norður-Noregi mega ekki heyra samninga nefnda en við verðum að sýna skynsemi í málinu og láta nokkur þúsund tonn af hendi og ná um leið fullri stjórn á veiðunum," sagði Dom- stein og bætti við að hann hefði ekki minnstu trú á að samningar tækjust um Smuguna á næstunni. -GK DV, Florö: „Það er mjög harðnandi sam- keppni i skipasmíðum og verð á nýj- um skipum verður lágt næstu árin. Þess vegna er sjálfsagt rétti tíminn núna fyrir íslenskan útgerðarmann að panta sér nýjan togara, segir Bjöm Lillelien, forstjóri skipa- smiöju Kræmer í Florö í Noregi, við DV. Bjöm tók vel í pöntun DV á nýj- um 1500 tonna togara - fyrir blaðið. Undanfama mánuði hefur efhahags- kreppan í Asíu leitt til þess að eftir- spum eftir nýjum skipum er minni en áður og samkeppni skipasmiðj- anna harðari. Kvæmer í Florö hefur t.d. ekki verkefni nema fram til haustsins 1999. „Ef þú staðfestir pöntun núna fyr- ir sumarfríin þá get ég afgreitt nýj- an togara strax eftir aldamótin," sagði Björn. Mörg fiskiskip hafa ver- ið smíðuð í Florö fyrir íslendinga en undanfarin ár hefur stöðin einbeitt sér að smiði lítilla tankskipa. Nú er meira en nóg til að slíkum skipum í heiminum. Hann sagði jafnframt að vegna ástandsins i skipasmíðunum gæti hann neyðst til að smíða skip undir kostnaðarverði. Jafnframt standa vonir til að ríkið auki niðurgreiðsl- ur á nýsmíðuðum skipum úr 7% í 9%. „Undanfarinn áratug höfúm við rekið skipasmiðjuna með hagnaði, stundum mjög umtalsverðum hagn- aði. Árið 1994 var hagnaðurinn 20% af veltu. Við þolum því hallarekstur í tvö til þrjú ár meðan kreppan líð- ur hjá og getum þá smíðað skip und- ir kostaðarverði," sagði Bjöm. Og hvað kostar svo gripurinn? Bjöm vildi ekki semja um verð áður en hann fengi pöntunina. Vildi bara segja að ef samið væri strax mætti búast við hagstæðum kjömm. -GK BIFR EIÐASTILLINGAR NICOLAI AUGLÝSING um frambo&slista viö sveitarstjórnarkosningar 23. maí n.k. f Snæfeílsbæ B D S listi Framsóknarélags listl Sjálfstæöisflokksins listi Bæjarmálafélags Snæfellsbæjar Snæfellsbæjar Pétur S. Jóhannsson Ásbjörn Óttarsson Sveinn Þór Elinbergsson Magnús Eiríksson Jón Þór Lúðvíksson Jóhannes Ragnarsson Guömundur Þóröarson Ólína Björk Kristinsdóttir Margrét Sigríður Ingimundardóttir Kristín Vigfúsdóttir Ólafur Rögnvaldsson Guðbjörg Jónsdóttir Ragna ívarsdóttir Pétur Péturson Jón Þorbergur Oliversson Þorkell Cyrusson Jóhannes Ólafsson Aðalstelna Erla Laxdal Gísladóttir Vigfús Örn Gíslason Margrét Björk Björnsdóttir Sigurður Arnfjörð Guðmundsson Guðmunda Wiium Jóhann Rúnar Kristinsson Ævar Sveinsson Katrín Ríkharðsdóttir Jónas Kristófersson Heiðar Elvan Friðriksson Sigtryggur Þráinsson Unnur Óladóttir Arnljótur Arnarson Guörún Gísladóttir Kolbrún ívarsdóttir Grímur Stefánsson Ómar Lúövíksson Örn Arnarson Rikharður Jónsson Margrét Þórðardóttir Björn Arnaldsson Metta Guömundsdóttir Atli Alexandersson Sigurbjörg Kristjánsdóttir Kristján Helgason Snæfellsbæ 11. maí 1998. Yfirkjörstórn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.