Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 15 Við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði göngum til kosninga sannfærð- ir um að markmið okkar í bæjarmálum hitti í mark. Á undan- fömum misserum höf- um við lagt gnmninn að baráttumálum okk- ar fyrir kosningarnar í vor, málum sem brýna nauðsyn ber að hrinda i framkvæmd. Um það bera góðar viðtökur bæjarbúa vott. Við finnum byr með stefnu okkar. Stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins í Hafh- arfirði er margþætt og ítarleg. Bæjarbúar vita að hverju þeir ganga þegar þeir kjósa D-list- ann. Við stöndum við fyrirheitin. Ný sýn í fjármálum Rekstri bæjarfélagsins er um margt ábótavant. Þótt tekjur bæj- arins séu með þvi mesta sem þekkist í sveitarfélögum er skuldabyrðin mjög þung. Þetta kallar á algerar breytingar og nýja sýn í fjármálum. Sjáifstæðis- menn munu breyta þessu, halda skuldum og vöxtum í lágmarki og skapa aukið fé til framkvæmda með bættum rekstri. Útboð verk- efna, einkavæðing og aukið að- hald eru áherslur nýrra tíma. Bærinn mun hverfa frá sérhags- munagæslu, en hafa heildarhags- muni að leiðarljósi. Þess vegna munum við setja bænum ný markmið í stjómun og kynna nýtt stjórnskipulag bæjarins í haust, sem verður forsenda hag- kvæmni, skilvirkni og spamaðar. Einsetning grunnskólans Mikilvægasta mál samtímans er menntun bamanna okkar. Sjálfstæðis- menn munu ein- setja gmnnskólann ekki síðar en frá og með hausti 2001. Ljóst er að það mun kosta bæjarfélagið háar fjárhæðir, en í ljósi mikilvægis þess að tryggja bömunum þá bestu menntun sem völ er á, setjum við þetta mál á oddinn. Þá munum við ráðast í þær framkvæmdir sem þetta verkefni krefst; bygg- ingu íþróttaaðstöðu við alla skóla bæjarins og efla tengsl íþróttafé- laganna við skólana. Sjálfstæðis- menn munu efla forvamastarf í skólum, leita lið- sinnis foreldra, frjálsra félaga- samtaka og lög- reglu til að tryggja árangur á þessu sviði. Dagvistar- styrkir Sjálfstæðismenn munu tryggja öllum börnum, tveggja ára og eldri, heilsdagvist á leikskólum bæjarins frá og með 1. september árið 2000. Fyrsta skrefið verður stigið í haust með auknu dag- vistarrými; með byggingu leik- skóla á Hvaleyrarholti og stækk- un leikskólans á Hörðuvöllum. Dagvistarmál brenna á barnafjöl- skyldum í Hafnarfirði, enda stefn- ir framkvæmdaleysi bæjaryfir- valda málum þeirra í óefni. Þess vegna munum við gera það að for- gangsmáli að strax að loknum kosningum verði málum komið í Kjallarinn Magnús Gunnarsson oddviti Sjalfstæöis- flokksins i Hafnarfirði „íltboð verkefna, einkavæðing og aukið aðhald eru áhersiur nýrra tíma. Bærinn mun hverfa frá sérhagsmunagæslu en hafa heildarhagsmuni að leiðarljósi. “ Berjumst fyrir betri bæ „Umferðarmálin brenna mjög á Hafnfirðingum. Brýnast er að leysa þann vanda sem aö íbúum viö Reykjanesbraut snýr,“ segir Magnús m.a. betra horf. Við lofum því að þeim foreldr- um sem ekki koma bömum sín- um í dagvistun fyrir þennan tíma verði greiddur mismimurinn af dagvistargjöldunum og því gjaldi sem þeir þurfa að greiða fyrir börnin sín hjá dagmæðrum. Það er hátt á annað hundrað þúsund krónur á ári. Endurbætur í umferðar- málum Umferðarmálin brenna mjög á Hafnfirðingum. Brýnast er að leysa þann vanda sem að íbúum við Reykjanesbraut snýr. Sjálf- stæðismenn munu beita sér af fullum þunga fyrir því að lagður verði ofanbyggðavegur og/eða stokkur sem létti umferð af vegin- um. Núverandi ástand verður ekki þolað. Einnig munum við þrýsta á að vegtengingu Hvaleyr- arholts við Reykjanesbraut verði hraðað. Sköpum betri bæ ítarleg stefnuskrá sjálfstæðis- manna tekur á aðsteðjandi vanda bæjarins og íbúa hans. í henni leggjum við grunninn að lausn fjölmargra mála sem brenna á Hafnfirðingum. Ég nefni málefni aldraðra og byggingu þjónustuí- búða fyrir þá, átak í skipulags- og umhverflsmálum, ný bygginga- svæði og siðvæðingu í stjómun bæjarins. Það er markmið okkar að skapa gott samfélag í Hafnar- flrði. Skapa betri bæ. Bæta ímynd bæjarins, bæði í augum Hafnfirð- inga sjálfra og annarra. Við berj- umst fyrir betri bæ. Til þess er Sjálfstæðisflokknum einum treystandi. Magnús Gunnarsson Ekki má vanmeta sjálfstæðismenn Þrátt fýrir gott gengi Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur og R- list- ans í skoðanakönnunum að und- anförnu er ástæða til að vara stuðningsmenn R-listans við of mikiili bjartsýni. Kosningavél Sjálfstæöis- flokksins Skoðanakannanir og kosningar eru sitt hvað. í því sambandi er vert að hafa í huga, að enginn flokkur í landinu er betur skipu- lagður en Sjálfstæðisflokkurinn. Kosningavél hans í Reykjavík er öflug og velsmurð og hefur gagn- ast vel á lokaspretti í kosningabar- áttu fyrri ára. Ekki síst kemur þetta fram á kjördegi þegar flokks- mönnum er smalað á kjörstað eins og fé í rétt. Neikvæður áróöur skilar engu Ef að líkum lætur mun Sjálf- stæðisflokkur- inn grípa til óyndisúrræða í síðustu vikunni og reyna að sverta frambjóð- endur R-listans. Þetta reyndu sjáifstæðismenn fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar með litlum árangri. R-listafólk telur það vera fyrir neðan virðingu sina að standa í pólitísku skítkasti af því tagi sem Sjálfstæðisflokkurinn stundar. Af hálfu R-listans verður því hvorki staðið fyrir skipulögðum rógsher- ferðum né birtar nei- kvæðar auglýsingar um andstæðingana. Áherslur R-listans R-listinn mun hins vegar kappkosta að kynna þau stefhumál sem hann hyggst leggja áherslu á næsta kjör- tímabil. Áfram verður haldið á þeirri braut að styrkja atvinnulífið í borginni, stuðla að öfl- ugu skólastarfi og styðja við bakið á menningar- og íþrótta- starfsemi með bygg- ingu tónlistarhúss í miðbænum og yfirbyggðum knatt- spyrnuvelli í tengslum við Laugar- dalshöllina. Það er brýnt að Reykjavíkur- borg styðji frjáls félagasamtök í störfum þeirra. Mörg þeirra vinna með börnum og unglingum og stuðla þannig að forvömum í vímu- efnamálum. Borgarstjórn nýtur trausts Ljóst er að Ingi- björg Sólrún Gisla- dóttir borgarstjóri nýtur mikils trausts meðal borg- arbúa. Hún hefur sýnt með störfum sínum að hún á það traust skilið. Sam- hentur hópur borg- arfúlltrúa R-listans er reiðubúinn að leiða Reykjavík inn í nýja öld fái hann stuðning í kosning- um 23. maí nk. Til að það megi verða þurfa stuðn- ingsmenn R-listans að halda vöku sinni og mega ekki láta hagstæð- ar skoðanakannanir hálfum mán- uði fyrir kosningar rugla sig i ríminu. Alfreð Þorsteinsson „R-listafólk telur það vera fyrir neðan virðingu sína að standa í pólitísku skítkasti afþví tagi sem Sjálfstæðisflokkurinn stundar. Af hálfu R-listans verður því hvorki staðið fyrir skipulögðum rógsher- ferðum né tiirtar neikvæðar aug- lýsingar um andstæðingana.u Kjallarinn Alfreö Þorsteinsson borgarfulltrúi Með og á móti Er of mikil harka í kosn- ingbaráttu sjálfstæðis- manna í Roykjavík? Svanur Kristjáns- son, prófossor í stjórnmálafræói. Grófar árásir „Fyrir fjómm árum hófu ein- staklingar innan Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík grófar per- sónulegar árásir á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þá urðu fyr- ir barðinu frambjóðend- ur R-listans, þau Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þor- steinsson. Fyr- ir tveimur árum voru gerðar svipað- ar árásir á Ólaf Ragnar Grímsson, nú- verandi forseta Islands. Núna á sama tíma, u.þ.b. tveimur vik- um fyrir kosningar, beinast per- sónulegar árásir úr þessari sömu átt að tveimur frambjóð- endum R-listans, þeim Helga Hjörvar og Hrannari B. Amars- syni, sem eiga það sameiginlegt með þúsundum íslendinga að hafa lent í flárhagslegum erfíð- leikum. Heiðarlegt fólk hafnar slíkum vinnubrögðum og ekki síst meg- inþorri sjálfstæðisfólks, saman- ber orð Gunnars 1. Birgissonar, leiötoga sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem segir: „að vera að róta upp úr fortíð manna og tína til að þeir hafi lent í erfiðleikum er ekki tilhlýðilegur kosningaá- róður“.“ Réttvið- brögð í lýð- ræðisríki „Mér finnst þessi spurning eiginlega hálfdapurleg. Sú var tíðin að Dagblaðið hikaði ekki við að stinga á kýlum í samfélag- inu en í þetta sinn lá blaðið (eins og aðrir fjöl- miðlar) á mik- ilvægum upp- lýsingum um fjármála- óreiðu tveggja manna sem bjóðast til að stjórna stærsta fyrir- tæki landsins, Reykjavíkur- borg. Þegar upplýsingar um þessa frambjóðendur komast loks á framfæri spyr Dagblaðið menn úti í bæ hvort Sjálfstæðis- flokkurinn taki of hart á þeim! Átti flokkurinn kannski líka að þegja eins og borgarstjóri óskaði eftir? Ég get ekki séð að Ámi Sigfús- son og hans menn hafi brugðist öðruvísi við þessum upplýsing- um en ætlast verður til af stjóm- arandstöðuflokki i lýðræðisríki. En aðalatriðið tel ég að fjölmiðl- ar, og þar á meðal Dagblaðið, taki nú loksins á sig rögg og geri greinilega grein fyrir fjármála- sögu frambjóðendanna tveggja svo ég og aðrir geti myndað mér fyllilega rökstudda skoðun á þessu feimnismáli.“ -glm Þór Whitehead, pró- fessor í sagnfræöi. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritsfjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.