Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 Utlönd Stuttar fréttir i>v Sex námsmenn skotnir til bana í Indónesíu í gær: Vill semja við Færeyinga með opnum huga Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, vill semja við Færeyinga með opnum huga um aukna sjálfstjórn. Greindi forsæt- isráðherrann frá þessu á fundi með fréttamönnum í gær. Benti Nyrup á að heimastjómar- lögin væra 50 ára gömul. Þess vegna væri eðlilegt að Fær- eyingar færu fram á ný lög sem kveða á um aukna sjálfstjóra. Dönsk leikkona stefnir New York-borg Danska leikkonan Anette Sör- ensen krefst um eins og hálfs milljarös íslenskra króna í skaða- bætur frá New York-borg. Sören- sen var handtekin í borginni í maí í fyrra fyrir að hafa skilið rúmlega ársgamla dóttur sína eft- ir í bamavagni fyrir utan veit- ingastað sem hún sat inni á ásamt bamsfóður sínum. Þurftu foreldramir að dúsa í fangelsi í tvo sólarhringa. Þaö var Wendy Fitzwilliam frá Trinidad & Tobago sem hlaut titilinn Ungfrú Alheimur í gærkvöld. Hún er hér á miöri mynd. Til vinstri á myndinni er Veruska Tatiana Ramirez frá Venezúela sem varö í ööru sæti. Joyce Giraud frá Puerto Rico, til hægri á myndinni, varö í þriöja sæti. Símamynd Reuter. Öryggissveitir í Indónesíu skutu á mannfjölda sem slóst í lið með námsmönnum við háskólann í Jakarta í morgun til að mótmæla því að sex námsmenn voru skotnir til bana í átökum í gær. Það var i fyrsta sinn sem mannfall hefur orðið í röðum námsmanna frá því þeir hófu mótmælaaðgerðir sínar fyrir þremur mánuðum. Náms- menn krefjast afsagnar Suhartos forseta sem hefur setið á valdastóli í 32 ár. Sjónarvottar sögðu ekki ljóst hvort lögreglan hefði skotið alvöru- skotum eða aðeins gúmmíkúlum eft- ir að kveikt var í tveimur ökutækj- um og einni verslun nærri háskól- anum í vesturhluta borgarinnar. Lögregla og hermenn lokuðu að- alþjóðveginum út á flugvöll. Vegur- inn liggur meðfram háskólasvæð- inu. Sex námsmenn féiiu í átökum viö lögreglu í Jakarta, höfuöborg Indónesíu, í gær. Þaö var fyrsta mannfall í rööum námsmanna í mótmælaaögeröum und- anfarinna þriggja mánaöa. Að minnsta kosti þrjú þúsund námsmenn höfðu lokað götunni sem liggur frá háskólanum að þjóðvegin- um til að mótmæla drápunum í gær. Sjónarvottar sögðu að flestir þeirra hefðu þó hörfað aftur inn á háskóla- lóðina þegar skothríðin byrjaði og táragassprengjum var kastað á þá. Þúsundir íbúa nærliggjandi hverfa slógust í lið með námsmönn- um og ýmsir köstuðu steinum i ör- yggissveitimar sem svöruðu með byssukúlmn og táragasi. Megawati Sukamoputri, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kemur til fundar við námsmenn í dag. Stjóm- málaskýrendur telja að það geti orð- ið til þess að skerpa enn á mótmæl- um námsmannanna. Megawati hef- ur hingað til ekki látið sjá sig í mót- mælaaðgerðum námsmanna. Hún er dóttir Sukamos, fyrrum forseta landsins. Skutu mannréttinda- frömuð í brjóstið Einn helsti mannréttindafröm- uður Tyrklands, Akin Birdal, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn á skrifstofu sinni í gær. Tveir menn skutu Birdal mörgum skotið í brjóstið og í fætur. Öfgasinnuð þjóðeraissamtök, sem segjast standa að baki fjölda morða á Kúrdum og vinstrisinnuð- um blaðamönnum, eru sögð hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna morðsins á Birdal. Birdal hefur sakað tyrknesk yfir- völd um óheiðarlega baráttu gegn Kúrdíska verkamannaflokknum. Birdal hefur í fiölmiðlum verið sak- aður um að vera í tengslum við kúrdíska skæruliða. Honum barst fiöldi morðhótana en yfirvöld neit- uðu honum um lögregluvernd. Sjúkrahúsinu, sem Birdal liggur á, hafa einnig borist hótanir. Birdal er þungt haldinn eftir skotárásina. Símamynd Reuter. Krakkar! Mimið að skilafresturinn í smásagnakeppni um íþróttir og tómstundir Tígra er til 14. maí. Sendist Krakkaklúbbi DV, bverholti 11,105 Reykjavík. Þúsundir mótmæltu á götum úti í morgun Engin hernaðaraðstoð Forseti Afríkuríkisins Sierra Leone hefur komið breskum stjómvöldum til bjargar og lýst því yfir að hann hafi ekki fengið hemaðaraðstoð frá þeim til að ná aftur völdum. Breska stjómin hef- ur sætt mikilli gagnrýni heima fyrir vegna málsins. Netanyahu kemur í dag Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, kom til Was- hington í morg- un. Þar ætlar hann að ræða við Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, um leiöir til að koma friðarvið- ræðum fyrir botni Miöjarðarhafs- ins aftur af stað. Ólöglegir á flótta Bandarísk yfirvöld leituðu í gær að um 160 ólöglegum innflytj- endum frá Haítí sem stukku frá borði flutningaskips á Miami- ánni. Hvalir í hættu Náttúruvemdarsamtökin World Wildlife Fund for Nature (WWF) segja í skýrslu sinni að hvölum stafi mikil ógn af efna- mengun í höfunum. Átta vélar gallaðar Við skoðun á 114 eldri gerðum af Boeing 737-þotum hefur komið í ljós að vírar við eldsneytis- geyma voru gallaðir í átta vélum. Þar af voru tvær vélanna frá Atl- anta-flugfélaginu. Boðið til viðræðna Slobodan Milosevic, forseti júgóslavneska sambandsríkisins, hefur boðið Ibrahim Rugova, leið- toga albanskra aðskilnaðar- sinna í Kosovohéraði til viðræðna í Belgrad. Banda- ríkin hafa mjög þrýst á að slíkar viðræður færu fram. Flugslys í Máritaníu Óttast er að 39 hafi látið lífið er herflutningaflugvél fórst við flug- tak í austurhluta Máritaníu i gær- kvöld. írakar biftja um hjálp írakar báðu í gær Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að hraða vopnaeft- irliti í írak til þess að viðskipta- þvingunum verði aflétt. Umboðsmaöur homma Yfirvöld í Svíþjóð ætla að skipa umboðsmann fyrir samkyn- hneigða. Samkynhneigðir í Sví- þjóð segjast vera beittir misrétti. Hillary í sveitasælu Forsetafrú Bandaríkjanna, Hill- ary Clinton, hóf í gær Evrópuferð með heimsókn á landsbyggðina I Frakklandi. í dag mun Hillary dvelja í París og snæða með Syl- viane Agacinski, eiginkonu Lion- els Jospin. Á morgun heldur forsetafrú Banda- ríkjanna til Genfar mn leiö og Fidel Castro Kúbuforseti. Þau munu bæði ávarpa þing Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Jeltsín á Netinu Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær í spjalli á Netinu að hann útilokaöi ekki að bjóða sig fram til forsetaembættisins í þriðja sinn árið 2000. Borfta of mikift kjöt Danskir karlar neyta of mikils af rauðu kjöti. Ekki þykir ráðlegt að neyta meir en 80-90 gramma á dag. Meiri kjötneysla eykur hættu á krabba í ristli og endaþarmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.