Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 Spurningin Skipta fjármál frambjóð- enda til sveitarstjórnar- kosninga máli? Atli Ottesen, nemi: Nei, þau skipta engu máli. Gunnar Haraldsson, hagfræöing- ur: Já, það skiptir máli hvort menn hafi komið illa fram í fjármálum. Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur: Auðvitað skipta þau máli ef um er að ræða óreglu- menn. Hrafn Pálsson, deildarstjóri: Ekki ef það eru einkafjármál og þeir hafi þar hreint borð. Arnar Ólafsson, prentari: Nei, það finnst mér ekki. Pétur Atli Lárusson, ættfræðing- ur: Já, þau gætu gert það. Lesendur_______________ Vorið læðist yfir - depurðin hverfur Farfuglinn er kominn og dýrkar ástina og lífiö, segir m.a. í bréfi Jökuls. JökuU Jörgensen skrifar: Lestur dagblaða getur verið ákaf- lega niðurdrepandi iðja og lítt fræð- andi. Blátt áfram leiðinleg. Af þessu leiðir að alvarlegt kosningaóþol hef- ur gert vart við sig hjá mér. Vesal- ings fólkið úti á landi; lítið annað en borgarpólitík í dagblöðunum. Hvar sem augu manns bera niður blasa við verk borgarstjórnar eða borgarstjómarandstöðu, útmálg- andi loforð sín um betri tíö í betri borg - aðeins ef þeir verði kosnir. - Keppt er í því að gera sem minnst úr verkum hins aðilans. Úr fjölmiðlum streyma frásagnir um spillingu í bankakerfinu, talað er um að hún teygi jafnvel rætur sínar inn í sjálft Alþingi Islands! Hálendið og umráð þess verðm- á fárra höndum. 70% þjóðarinnar verður atkvæðalaus þar að lútandi. Líklega þarf í framtiðinni að borga jandamæravörðum sýslumannstoll þegar gengið er um óbyggðirnar. Kvótamálin era hryllilegur smánar- blettur. Hvaða vit er í því að tiltölu- lega fáir reikningsglöggir menn sópi að sér milljónatugum án þess svo mikið sem að nudda stírumar úr augunum, i verömætum óveidds aíla? Þessi óregla er hrein móðgun við þá þegna sem í sveita síns and- litis þurfa að afla sér lífsviðurværis. Af öllu þessu sækir á mann dep- urð. Svartsýni og böl liggja í leyni og biða þess að hremma sálartetrið. Tortryggni læðist um hugann, enda ekki nema von, þar sem stöðugt er verið að hafa mann að ginningar- fifli í lágkúrulegum skrifum og auð- mýkjandi pólitík landsins. - Helst eru það helgarblöðin sem hafa eitt- hvað fram að færa er auðgi andann og kitli þjóðemiskenndina. Áhrifa- miklar lýsingar á afrekum forfeðr- anna gera mann jafnvel stoltan yfir því að vera íslendingur. Á meðan öllu þessu brölti mann- skepnunnar stendur, læðist vorið yfir landið á sinn nærgætna hátt. Farfuglinn er kominn og dýrkar ást- ina og lífið af öllum kröftum. Böm- in okkar era töfram sett og kunna sér ekki læti. Öll flóran lifnar. Fullorðna fólkið hins vegar, flest vanþakklátt um hag sinn og heilsu, og fyrir löngu slitið úr tengslum við jörðina, grefur höfuðið á kaf í graut- arskálar efnishyggjunnar. - Því segi ég gott fólk: Látið börnin ykkar vera ykkur fordæmi, látið þau fræða ykk- ur og njótið þess að vera til. Spaugarar Sjónvarpsins Hermann Þorsteinsson skrifar: Ástæða er til að þakka þeim allt sem þeir gerðu vel á liðnum vetri og þar var hreint ekki lítið. Um leið er rétt að fyrirgefa þeim vanhugsaða ruglið, sérstaklega þá fíkn að hæðast að því sem heilagt er og leggja nafn Guðs viö hégóma, sem við sem krist- in þjóð eram vöruð við. Já, við skulum hugsa vel til þess- ara drengja okkar og vona og biðja að sumarið verði þeim heilsusamlegt með öllum hætti, að það gefi þeim tíma til umhugsunar og endurhæf- ingar. Hinar vikulegu tarnir í vetur voru þeim ofraun eins og fjölmörg dæmi sanna. Komi þeir til leiks hjá RÚV á næsta vetri þá væri einn til tveir mánuðir nóg, að mínu mati, því of mikið má af öllu gera. Þannig fengju þeir ráðrúm til að vanda sig og slys- um fækkaði í hægara „tempói“. Að lokum þetta: Haltu fast í agann, slepptu honum ekki, varðveittu hann, því hann er líf þitt. - Já, lifið heilir drengir og í Guðs friði. Jakkafötin nýju og Ijótu Ingibjörg Sigurðard. hringdi: Tímarnir breytast og mennimir með. Líka tískan. Með henni breyt- ist fólkið einatt og það fær nýjan svip, nýtt útlit. Svona hefur þetta verið gegnum tíðina. Ný tíska á þó stundum erfitt uppdráttar. Einkum hjá karlmönnum sem era fastheldn- ir á fatnað og farga ógjaman góðum flíkum að öðra jöfnu. Jakkaföt eiga einna erfiðast upp- dráttar hjá körlum. Það sést vel þeg- ar myndir eru skoðaðar af tískunni nokkur ár aftur í tímann. Það sést líka vel í sjónvarpi þar sem sífellt er rætt við sömu mennina. Ekki er það peningaskorti að kenna að þessir menn breyta ekki mikið um fatastíl. Þeir era bara fastheldnir á klæða- burðinn. Og jakkafótin halda stíln- um ótrúlega lengi. - Ýmist þessi ein- þjónusta allan sólarhringii sima 5000 kl. 14 og 16 Tískustraumar mætast; framúrstefnan og fastheldnin. hnepptu með tveimur eða einum hnappi eða þá tvíhnepptu fótin sem komu í umferð fyrir ekki svo mörg- um áram en fengu góðar móttökur. Það sama er ekki hægt að segja um jakkafötin nýju sem mér þykja einhver þau ljóstustu sem sést hafa á karlmönnum. Ég á við þessi með þremur eða fjórum hnöppum, litlum uppháum hornum, sem næstum hylja hálsmáliö. Afar óklæðileg hvemig sem á er litið. Minnir á myndirnar af gömlu mönnunum laust eftir 1900 í þessum þröngu að- skomu jökkum með harða flibbann. Þótt einstaka íslenskur karlmað- ur hafi sést í þessum ljótu fötum, jafnvel ráðherra, bankastjóri eða kaupsýslumaður, era þeir blessun- arlega búnir að kasta þeim. Þetta fór blessuðum mönnunum engan veginn. Á meðan forvígismenn heimsmál- anna og víðþekktir fjölmiðlamenn sýna fastheldni og klæðast sínum gömlu og nýju sígildu jakkafötum, þurfa karlar hér á Fróni ekki að fara með veggjum vegna nýju ljótu jakkafatanna. Þeir eiga bara að sniðganga þau eða leggja þau til hliðar. Við konur föllum flestar fyr- ir fastheldninni. DV Bráðavaktin burt líka Sólrún H. Ingibergsd. skrifar: Nú held ég Ríkisútvarpið eða stjómendur þess hafi misst allt áttaskyn. Það dugar þeim ekki að taka af dagskrá allt íslenskt efni um sumarmál, heldur þurfa þeir líka að senda eina vinsælustu þáttaröðina, Bráðavaktina, í langt sumarfrí, eins og þulurinn orðaði það. - Og án nokkurra skýringa. Þetta myndi einkarekin sjón- varpsstöð ekki leyfa sér. En við ríkisrekinn fjölmiðil er víst ekk- ert að ræða, við bara borgum brúsann, hvernig sem viðrar á áskrifendur. Á mínu heimili er ekki afruglari fyrir aðrar stöðvar, en nú fer að koma tími á breyting- ar. En þá er það skylduáskriftin... Frá R-listanum sjálfum? Garðar Jónsson hringdi: í moldviðrinu sem nú er að skella á fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar ber hæst ásakanir á tvo menn ofarlega á R-listanum fyrir fjármálamisferli. Lengi vel var þetta aðeins orðrómur, en þar kom að fjölmiðlar gátu ekki setið á sér. Mig undrar ekki svona nokkuð. Og allt er gert til að magna upp spennu og sundrungu. Margt er brallað í pólitíkinni og ég get ekki varist því að trúa því sem mér var sagt, að líklega væri áróðurinn gegn hinum tveimur frambjóðend- um R-listans kominn frá listanum sjálfum til að magna upp samúð og geta stjórnað framvindu málsins alls. Ég hlýt alla vega að mega trúa þessu eins og hverju öðra, þar til annað kemur í ljós. „Gott fyrir gróðurinn" N.K.P. hringdi: Nú er kominn góði, gamli regn- tíminn. Vorregnið sem stundum hefúr reynst okkur hér sunnan- lands langvinnt og leiðigjamt. Þeir sem ekki vilja viðurkenna hina hvimleiðu veöráttu hér í þéttbýl- inu hafa gjaman á takteinum svör handa þeim sem kvarta imdan rigningunni: „Þetta er nú gott fyr- ir gróðurinn." - Ég sé hins vegar ekkert gott viö þetta sífellda blautviðri. Sann- leikurinn er sá að hér er jarðvegur gljúpur og blautur og regn þyrft- um viö ekki vikum, jafnvel mán- uðum saman. Niður með óhróðurinn Nanna hringdi: Eigum við nú ekki að söðla um i kosningabaráttunni, í Reykjavík og annars staöar á landinu? Söðla um og hætta öllum óhróðri um frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa. Líklega má finna áviröingar á hvem einasta fram- bjóðanda í efstu sætum listanna, sé áhugi fyrir hendi. Allt frá hjónaskilnaði og drykkjuhneigð tfl gjaldþrota og skattsvika. En að þessu öllu er verið að ýja af mönnum í dag. Látum nú sannast að við getum háð sanngjarna kosningabaráttu á allar hliðar. Málefnin ein eiga að geta nægt til snarpra orðahnippinga og áróð- ursherferða. Þingmenn ekki viðstaddir Vilhjálmur Alfreðss. skrifar: Hvernig stendur á því að al- þingismenn nenna ekki að mæta í eigið málþóf í þingsal. Hvemig stendur á því að svo mörgu í stjórnskipan lýðveldisins er ábótavant? Fyrr á öldinni tóku svartstakkar og brúnstakkar sig til og ætluöu að framkvæma alls- herjar hreinsun. Er það ósk ís- lensku þjóöarinnar að þeir járn- karlar sem hér ráða og vel mætti kalla grástakka taki upp svipaðar aðferðir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.