Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 24
48
kvikmyndir
MIÐVKUDAGUR 13. MAÍ 1998
Tunglsýki og loðnir lófar
Á fullum tunglnóttum sem þessum
þræða varúlfar þakgarða borgarinnar
og spangóla mikinn. Likt og trmglið
skiptir mánaðarlega um svip ku til-
tekið fólk geta skipt um ham og
breyst í úlfa, ljón, bimi og önnur dýr
í útrýmingarhættu. Þetta fólk þekk-
ist á loðnum lófum, samgrónum
augabrúnum og kjöttægium undir '
nöglunum og eina leiðin til að
koma því fýrir kattamef (!) er að “
skjóta I það banvænum skammti
af silfri. Önnur leið er þó gefin í
nýjustu varúlfamyndinni, An
American Werewolf in Paris, en
þar verðurðu mennsk aftur ef þú
étur hjartað úr úlfinum sem beit
þig (hljómar eins og afréttari). Þó sú
kvikmynd gefi ekki gott dæmi um
varúlfa í kvikmyndum er samt full
ástæða tii að fjalla aðeins um þessa
ánægjulegu undirdeild hrollvekjunn-
ar.
Varúlfar em nátengdir hugmynd-
um um hamskipti hvers konar, auk
þess að eiga skyldleika með tvífara-
minninu. Varúifurinn er eins konar
tvifari sjálfs sín þar sem hann
er tvöfaldur í roðinu eða
klofinn persónuleiki og
þannig er varúlfaminnið
tengt öðm frægu hroll-
vekjuminni, sögunni af Dr.
Jekill og Mr. Hyde. Og likt
og það er fikti hins for-
vitna Jekills að kenna að
hann breytist annað slagið
í Hyde þá er varúifúrinn
samkvæmt mýtimni sjálf-
boðaliði í dýragarðinum.
Varúlfar þjóðsögunnar era
valdamiklir galdramenn
sem ákalla úlfshaminn 1
myrkum ritúölum sem fela
meðal annars í sér mann-
át. Sú ímynd saklauss
fómarlambs sem birtist í
varúifakvikmyndunum er
því klæðskerasaumuð fyr-
ir viðkvæma áhorfendur,
sérhönnuð til að skapa
samúð og dramatíska
spennu í sogu
sem -■%
annars getur oft virkað hálfkjötlaus.
Jafnframt því að varúlfúrinn
, varð að fómarlambi tungl-
tíða var minnið hlaðið
erótík og varúlfur-
inn séður sem of-
urseldur óheftri
kynhvöt sinni.
En þar sem
úlfúr þótti
ekki nógu
kynæsandi
dýr var var-
úifinum oft
breytt í eins
konar úlfmann
sem minnti
óþægilega mikið
á illa sjúskaðan
hippa eða órakaða
dragdrottningu.
Þótt sumar myndir
skarti fremur venju-
legum úlfúm sem
trimma um og borða
fólk þá hefur tilhneig-
ingin yfírleitt verið sú
að hafa var-
TheWolf Man, 1941.
Lon Chaney í hlutverki varúlfsins.
TÖPP 2 0
í Bandaríkjunum
- aösókn dagana 8.-10. maí. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur -
Fyrsti stóri
sumarsmellurinn
Allt frá því Titanic kom meö miklum látum á mark-
aöinn um síöustu jól hafa aðrar kvikmyndir mátt
játa sig sigraðar í samkeppninni viö þessa vin-
sælu kvikmynd þar til nú aö fyrsti stóri sum-
arsmellurinn, Deep Impact, slæri gegn, tók hún
inn hvorki meira né minna en rúmlega 41 millj-
ónir dollara og er langt fyrir ofan aðrar myndir í
aösókn. Nú er aðeins aö sjá hvaö Godzilla, sem
margir spá aö veröi vinsælasta kvikmynd sum-
arsins, gerir þegar hún veröur frumsýnd 19. maí.
Deep Impact er náttúruhamfaramynd um stór-
an loftsteinn sem stefnir til jarðarinnar og víst
er aö ef ekki tekst að stöðva hann þurrkast út
líf á stórum svæöum. í aðalhlutverkum eru Ro-
bert Duvall og Tea Leoni, en athygli kvikmynda-
húsagesta um helgina var þó aðallega beint aö miklum afrekum tæknimanna.
Kostnaöurinn viö Deep Impact var 80 milljónir dollara, þaö er að vísu fyrir
utan heljarmikla markaössetningu sem viröist hafa boriö árangur. í ööru sæti
þriöju vikuna í röö er rómantíska myndin City of Angels, sem á miklum vin-
sældum aö fagna og þaö sem vekur einnig athygli er aö Titanic hækkar sig
um tvö sæti, fer úr því sjötta í þaö fjóröa. @blm:-HK
Tekjur Heildartekjur
1. H Deep Impact 41.152 41.152
2. (2) City of Angels 4.718 61.851
3. U) He Got the Game 3.710 13.234
4. (6) Titanlc 3.178 569.820
5. (4) Les Miserables 2.753 9.083
6. (7) Paulie 2.551 18.334
7. (-) Woo 2.517 2.517
8. (3) The Big Hlt 2.332 23.210
9. (5) Black Dog 2.285 8.268
10. (8) The Object of My Affection 2.100 24.906
11. (9) Lost in Spaco 1.496 64.319
12. (10) Sliding Doors 1.425 4.699
13. (16) The Spanish Prlsoner 0.977 4.128
14. (11) The Odd Couple II 0.810 17.411
15. (12) The Players Club 0.792 20.532
16. (19) Everest 0.773 11.668
17. (15) Good Will Hunting 0.600 135.061
18. (14) As Good as it Gets 0.560 145.568
19. (13) Mercury Rising 0.551 30.797
20. (-) U.S. Marshalls 0.400 56.289
úlfmn sem eins konar miilistig milli
úlfs og manns (og annarra dýra), af-
myndaðan risaúlf sem um leið er öllu
skelfilegri en sá dýrslegi.
Ljóst er að gervið á slíkum skrímsl-
um hefur alltaf leikið stórt hlutverk
og verið uppspretta ýmissa listrænna
tilburða, eins og sannaði sig í An
American Werewolf in London, þai’
sem gervið fékk óskarsverðlaun. í
Parisarúlfinum hefúr öllu slíku verið
skipt út fyrir tölvuvædda varúlfa,
sem - ef flottir - em kannski einum of
holdlausir. En lítum aðeins á sögu
varúlfsins i bíó.
Úlf(hild)ur Dagsdóttir
The Werewolf of
London **
Stuart Walker, 1935
Þó að varúlfar haft sést fyrr á tjaldi
telst þetta líklega tyrsta tilraunin til að
gera varúlfinn verulega myndrænan.
Sagan er Jekill-og-Hyde-isk þar sem
hinn bitni Henry Hull leitar að jurt
sem gæti hugsanlega læknað hann...
The Wolf Man ***
George Waggner 1941
Þetta er varúlfamynd varúlfamynd-
anna, með hinum fræga Lon Chaney
Jr. í úlfmanns-gervi sem siðan átti eft-
ir að ganga endalaust aftur. Þama er
lika lagður grunnurinn að úlfmannin-
um sem tragískum unglingi sem ræður
ekki vel við kynþroska og aukinn hár-
vöxt. Larry Talbot veröur ástfanginn,
bitinn og - þar sem hjartaátslækningin
var ekki enn komin til sögunnar - er
loks drepinn. Varúlfamyndir skarta
liklegast flestum „vondum“ endum
hrollvekjunnar þar sem ástandið var
lengi vel ólæknandi.
Cat People ****
Jacques Tourneur, 1942
Nú er það ung stúlka sem hefur til-
hneigingu til að gerast dýrsleg og úlfin-
um hefúr verið skipt út fyrir kött. Öf-
ugt við flestar hamskiptamyndir sjáum
við aldrei nein hamskipti hér, né fáum
það staðfest að slíkt eigi sér virkilega
staö. Sagan segir frá konu sem er sann-
færð um að hún sé kattarkona og neit-
ar því aö sænga hjá eiginmanni sínum;
enn eru hamskiptin nátengd kynhvöt.
I Was a Teenage
Werewolf ***
Gene Fowler, 1957
Kynþroska og kynferðiskomplexinn
var tekinn alla leið i þessari frægu var-
úlfamynd sem státaði af Michael
Landon í hlutverki vandræðaunglings.
1 von um lækningu er hann fenginn
brjáluöum vísindamanni sem breytir
honum umsvifalaust i varúlf því hann
trúir þvi að afturhvarf til dýrseðlis sé
það eina sem getur bjargað mannkyn-
inu. Þetta er að sjálfsögðu svipað
minni og í AAWWIP.
The Curse of the
The Howling ***
Joe Dante, 1980
Varúlfurinn lá í lægð þessa' miklu
áratugi hroflvekjunnar, en beið færis
og stökk fram í The Howling, sem
ruddi brautina fyrir ein fimm „fram-
höld“ og AAWWIL. Howling segir frá
varúlfasamfélagi sem rekur nokkurs
konar endurhæfingar- og hvíldar-sum-
arbúðir, og er uppfull af innanhúss-
varúlfabröndurum.
An American Werewolf
in London ***
John Landis, 1981
Þama var að finna ákaflega vel
heppnaða blöndu húmors og hryflings,
sem löngum hefur vafist fyrir hroll-
vekjuhöfundum að skapa. Ungir
Bandaríkjamenn eru á næturrölti um
enskar heiðar, en verða þá fómarlömb
varúlfs. Annar deyr en hinn lifir og
reynir að sannfæra sjálfan sig og aðra
um sitt tungllega eðli. í AAWWIP er
það gefið í skyn að varúlfastelpan sé
dóttir þessa manns, en hann heiflar
hjúkku upp úr skónum og baraar
hana, rétt í tíma áður en hann er plaff-
aður niður.
Cat People
'k'k'k
Paul Schrader, 1982
Hér era engir undirtónar lengur, held-
ur glás af hamskiptum og kattafárL
Eins konar endurgerð á mynd Toume-
urs, með aukinni erótik, Nastössu
Kinski og Malcolm McDowefl.
Thriller
1983
Varúlfaminnið var hér orðið svo
„in“ að sjálfur hamskiptingurinn Mich-
ael Jackson nýtti sér það í þessu fræg-
asta myndbandi allra tima. Ákaflega
viðeigandi.
The Company of
Wolves ****
Neil Jordan, 1984
Jordan gerði þessa frábæra mynd
byggða á endurskrifunum Angelu Cart-
er á sögunni um Rauðhettu, þar sem
úlfurinn er orðinn að varúlfi, með tfl-
heyrandi kynferðislegum áherslum.
Wolf
Werewolf
Terence Fisher, 1961
Hammer gerði þessa frægu varúlfa-
mynd I kjölfar vinsælda vampýru-
myndanna. Plottið er að hluta tU feng-
ið úr hinni frægu sögu Guy Endore,
The Werewolf of Paris (algerlega
óskyld AAWWIP) og segir frá Oliver
Reed sem varúlfssmitaöur er dæmdur
tU að tortímast þegar unnustan er slit-
in frá honum.
Mike Nichols, 1994
Þama náði varúlfaminnið líklega
botninum, í þessari einka- upphafn-
ingu Jack Nicholsons aldraðs á sjálfum
sér og sínu faUandi kyn-gengi. Hnign-
andi útgefandi fær uppreisn æra sem
erótískur varúlfur í þessari sögu sem
átti svo greinflega að vera varúlfa-
mynd hugsandi mannsins en þjáðist
ákaflega af yfirkeyrðri tflgerð og sjálfs-
upphafningu aðaUeikarans. James
Spader bjargaði því sem bjargaö varö.
Vinsamlega varist senuna þarsem Jack
hleypur og hoppar bumbuber um
skóga.
\
Mgjsjyjj
Regnboginn -
An American Werewolf in Paris ★
Warúlfar allra
landa sameinist
Leikstjórinn Anthony Waller geröi hina frábæm
Mute Witness árið 1995 en hún var ein af þeim sem
ruddi brautina fyrir sjálfsmeðvituðum hrollvekjum
eins og þeim sem Wes Craven og Kevin Williamson
hafa verið að briilera með. Eitthvað hefur þó Wciller
fatast flugið hér 1 þessu ’framhaldi’ af An American
Werewolf in London því þessi paríski varúlfur er
með öllu laus við þann sjarma sem gerði Mute Wit-
ness svo ferska.
Þrír bandarískir strákar em að upplifa evrópska
stemningu í París, með tilheyrandi áherslu á stelpur
og kynlíf. Á toppi Eiffeltumsins hitta þeir ljósku i
sjáifsmorðshugleiðingum og bjarga henni. Fyrir aðal-
hetjuna Andy er þetta ást við fyrstu sýn en þar sem
daman er varúlfur lukkast samskiptin ekki sem
skyldi. Piltarnir þrír flækjast inn í varúlfa-söfnuð
sem stefhir að nasískri hreinsun á mannkyninu sem
felst fyrst og fremst í því að þurrka út Ameríkana.
Andy smitast en eins og fýrfrrennari hans neitar
hann öllum áburði þar til hann finnur sig hafa étið
svo sem tvo.
Eins og í fyrri myndinni er lagt mikið upp úr því
að blanda húmor og hryllingi en tekst ekki sem
skyldi. Bæði er handritinu ansi áfátt hvað varðar
gæði og svo vom persónur og leikendur bara hrein-
lega of leiðinleg. Sveiflumar vom of stórar milli hins
ýkta mystíska drama og kimnuglegs unglingahroll-
vekjuhúmors þar sem hinir lifandi dauðu nöldra í
varúlfunum og mannshjörtum er stolið til þess að
gera úr þeim blóðsúpu í blender. Hins vegar er leik-
stjóramun ekki alls vamað og á köflum tekst honum
að skapa nokkuð magnaða stemningu, sérstaklega í
neðanjarðarsenum í yfirgefmun gotneskum kirkjum
og kjöllurum en þar halda varúlfamir reglulega
tunglpartí og éta gestina. Einnig var eftirtektarvert
að sjá þarna smá- sögulega vídd en miklar sögusagn-
ir hafa gengið um hrifningu Hitlers og félaga á var-
úlfamýtunni. Því miður var það þema undimýtt.
Leikstjóri: Anthony Waller. Aðalhlutverk: Tom Ever-
ett Scott, Julie Delphy, Vince Vieiuf, Phil Buckman,
Julie Bowen, Pierre Cosso. Úlfhildur Dagsdóttir