Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ1998
Spurt á Seyðisfirði
Hver veröa úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna á
Seyöisfiröi?
Erlingur Þorsteinsson kenn-
ari: Ég held að Tindar bæti við
sig, jafnvel sjálfstæöismenn
lika.
Guðrún Sólveig Ríkharðs-
dóttir afgreiðslustúlka: Ég
held að þaö verði breytingar. D-
listinn mun koma vel út.
Sigurbergur Sigurðsson verk-
taki: D-listi fær þrjá menn, B-
listinn tvo og Tindar tvo.
Einar Guðmundsson verka-
maður: Ég held að Tindar fái
þrjá menn kjörna en hinir list-
amir tvo hver.
Soffía ívarsdóttir bóndi: Ég get
engu um það svaraö enn þá.
Davíð Gunnarsson lögreglu-
maður: Spumingin er eiginlega
hver fær þrjá menn og hveijir
tvo. Ég hef nú trú á að þriðji mað-
urinn lendi hjá sjálfstæðismönn-
um.
Sveitarstjórnarkosningar 1998
Sveitarstjórnarkosningarnar á Seyðisfiröi:
Slegist
„þriðja
verður um
manninn
Breyting á bæjarmálareglugerð á
Seyðisfirði - að fækka nú bæjarfull-
trúum úr 9 í 7 - gerir að verkum að
sveitarstjórnarkosningarnar þar
verða mjög spennandi. Listarnir
þrír, B, D og T (Tindar), fengu allir
þijá menn kjöma í síðustu kosning-
um. Sjálfstæðis- og framsóknar-
menn mynduðu síðan sex manna
meirihluta.
Spádómar flestra nú ganga út á
að hver listi muni halda tveimur
mönnum. Spennan mun síðan felast
í því hver fær sjöunda manninn,
oddatölufulltrúann. Það mun vænt-
anlega verða sigurvegari kosning-
anna - listi sem fær þijá menn
kjöma. Tæknilega getur sá listi
SEYÐISFJÖRÐUR
- úrslit kosninga '94
m
B: 33,7°/.
D: 31,7%
T: 34,6%
í::í HngÉlfsl !!!! L., . \
'w PliS«8fe&s?f |R B| .h. ' •''Mr MÍilS p|
í kosningunum verður tekist á um úrræði til að ná ungum Seyðfirðingum heim eftir nám. DV-myndir bg
engu að síður þurft að horfast í
augu við það hlutskipti að hinir
tveir listamir myndi bandalag með
fjögurra manna meirihluta.
Það sem bæjarbúar á Seyðisfirði
telja langmikilvægast er að skapa
sérhæfð störf og fá unga Seyðfirð-
inga í námi fyrir sunnan og víðar til
að snúa aftur til starfa á heimaslóð-
ir. Gera raunhæfa hluti til að snúa
við þeirri þróun að fólki i bænum
fækkar. Ekki er ósennilegt að sá
listi sem best kemur til með að
sannfæra kjósendur um að hann
hafi raunhæfar og vænlegar hug-
myndir í þeim efnum verði sigur-
vegari í sveitarstjómarkosningun-
um 1998. Fyrir liggur að skipt verð-
ur um bæjarstjóra á Seyðisfirði þeg-
ar nýtt kjörtímabil hefst. Nefndum
verður fækkað niður í fimm og
áhersla lögð á meiri skilvirkni
hverrar þeirra.
-Ótt
Skip vantar í
uppsjávar-
fisk
„Atvinnumál unga fólksins og
að reyna að fá það til haka heim til
Seyðisfjarðar er meginatriði. Við
þurfum að reyna að finna lausn á
þessu. Kannski hefur það ekki ver-
ið hugsað í botn
hvað nýtt er
hægt að gera. Fé-
lagsskapurinn
frú Lára var með
góða hugmynd á
sínum tíma um
það sem nú má
nefna tölvuver.
Okkur dettur í
hug að nú er
unga fólkið að
fara suður og
læra. í því sam-
bandi er Netvæðingin mikilvæg í
dag,“ segir Friðrik H. Aðalbergs-
son, oddviti B-listans.
„En stóra málið er að það vant-
ar skip i uppsjávarfiskinn. Hér eru
tvö ágæt fyrirtæki, Strandasíld og
Skagstrendingur-Dvergasteinn.
Bæði þessi fyrirtæki vantar skip
og það háir þeim mikið. Nýju lög
ríkisstjórnarinnar um kvótaþing
fer illa með einyrkja. Það er verið
að berjast í þeim málum. Hér verð-
ur vafalaust einnig mikið talað um
sameiningarmál. Ég er hlynntur
því að fara í viðræður við Héraðið.
íbúa þar vantar að sjálfsögðu að-
stöðu við höfn. Það er áhugi fyrir
þessu hjá okkur framsóknarmönn-
um. í skipulagsmálum þurfum við
líka að taka til hendinni því við
höfum verið strand vegna hættu-
mats í snjóflóðavömum. Við höf-
um verið að berjast hatrammlega
fyrir heilsugæslu. Það var mikill
niðurskurður þar en við erum svo
heppin að hafa nýja heilsugæslu-
stöð. Bæjarsjóðurinn í heild er
með tæpar 200 milljónir króna í
tekjur. Af því eru 70 prósent fastir
liðir. Við höfum því ekki úr miklu
að spila. Ef einhverjir peningar
verða til langar okkur til að koma
brú þannig að hægt verði að hring-
ganga við lónið.
Friörik H. Aöal-
bergsson, oddviti
B-listans.
Verðum að fá
unga mennta-
fólkið heim
„Mál númer eitt er atvinnumálin.
Við leggjum ríka áherslu á að fjölga
íbúum hér. Við þurfum að auka
breidd atvinnulífsins hér á Seyðis-
firði og fjölga störfum. Sérstaklega
þurfum við að horfa til unga mennta-
fólksins sem hefur farið í framhalds-
nám og fá það til að koma heim til
Seyðisfjarðar aftur. í þessu sambandi
þarf að skapa störf fyrir sérmenntað
fólk - t.d. I tölvugeiranum, ferðaþjón-
ustu, bókhaldi, lögfræðiþjónustu, fast-
eignasölu," segir Jónas A. Þ. Jónsson,
fyrsti maður á D-listanum.
„Við viljum að bæjaryfirvöld hafi
ákveðna forystu til að skapa um-
hverfi sem laðar að smærri fyrirtæki.
Eitt aðalmálið til þess að það verði
unnt er að ljúka við aðalskipulag sem
hefur dregist. Sjálfstæðismenn leggja
mikla áherslu á að skipuleggja iðnað-
arsvæði frá björgunarsveitarhúsi út
að svokölluðu Angroshúsi. Þetta hef-
ur vantað.
Síðan þarf að dýpka höfnina og
ljúka við að skipuleggja hana. Við
leggjum verulega áherslu á að hlúa
vel að skóla- og fræðslumálum,
grunnskóla, leikskóla og tónlistar-
skólanum. Við viljum ráða skóla- og
fræðslufulltrúa til að sinna þessu.
Framboðslistar á Seyðisfirði
D-listi
1. Jónas A.Þ. héraðsdómslög-
maður.
2. Gunnþór Ingvason iðn-
rekstrarfræöingur.
3. Guðrún Vilborg Borgþórs-
dóttir póstburðarmaður.
4. Adolf Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri.
5. Birna Guðmundsdóttir hús-
móöir.
6. María Ólafsdóttir banka-
starfsmaður.
7. Sigurður Hauksson vinnu-
vélastjóri.
B-listi
1. Friðrik H. Aðalbergsson
rennismiður.
2. Sigriður Stefánsdóttir sím-
ritari.
3. Vilhjálmur Jónsson deildar-
stjóri.
4. Lára G. Vilhjálmsdóttir
húsmóöir.
5. Ingibjörg Svanbergsdóttir
skrifstofústjóri.
6. Sigríður Heiðdal nuddfræð-
ingur.
7. Unnar B. Sveinlaugsson
vélvirki.
T-listi
1. Ólafía Þ. Stefánsdóttir sér-
kennari.
2. Sigurður Þór Kjartansson
leiðbeinandi.
3. Egill Sölvason fiskverka-
maður.
4. Lukka Sigriður Gissurar-
dóttir hjúkrunarforstjóri.
5. Guðni Sigmundsson fisk-
verkamaður.
6. Guðrún Katrín Árnadóttir
leikskólakennari.
7. Ása Kristín Árnadóttir hár-
greiðslusveinn.
Auk þess leggjum
við áherslu á
menningarmál.
Seyðisfjöröur
er forn og frægur
menningarstað-
ur. Hér hefur
verið góð upp-
bygging og mikið
Jónas A. Þ. Jóns- um sýningar með
son, oddviti D-list- góQu listafólki
ans' sem hingað hefur
komið. Á kom-
andi sumri er vel skipulögð dag-
skrá. í heilbrigðismálum Seyðis-
fjarðar hefur verið i gangi hálfgerð
aðför að sjúkrahúsinu með niður-
skurði. Nú þarf að berjast með öll-
um vopnum fyrir því að tryggja að
grundvöllur heilbrigðisstofnunar
Seyðisfjarðar verði tryggður.
Stefnum á
að komast í
meirihluta
„Við stefhum á að komast í meiri-
hluta eftir þessar kosningar eftir að
hafa verið í minnihluta síðustu tvö
kjörtímabil. Stefnan er að halda
okkar þremur mönnum. Fjármál
bæjarins eru brýnust. í dag er allt
framkvæmdaféð bundið við íþrótta-
húsið og því litlu hægt að lofa um
nýframkvæmdir. Atvinnumálin eru
hæst á stefnuskránni. Við viljum
fjölbreyttari atvinnutækifæri með
því að gera atvinnumálanefnd virk-
ari. Seyðistjörð á að auglýsa sem
hentugan stað fyrir ný fyrirtæki
sem byggjast á tölvutækni og fjar-
vinnslu ýmiss konar. Við viljum
gera bæinn aðlað-
andi fyrir ungt
fólk þannig að
það bæði geti og
vilji snúa heim að
námi loknu. Við
munum leggja
áherslu á ferða-
menn og ná þeim
til okkar allan
ársins hring, t.d. á
skíðatíma, og
bæta svæðið í
Stafdal með nágrannasveitarfélög-
unum. Brýnt er að dýpka hafnar-
svæðin og finna byggingarlóðir og
athafnasvæði við sjó. Vörð þarf að
standa um heilbrigðisstofnun Seyð-
isfjarðar þannig að hér verði ávallt
búsettir tveir læknar, sérstaklega er
það brýnt á veturna. Við viljum
vinna að heils dags skóla, t.d. í sam-
vinnu við íþróttafélagið Huginn og
Tónlistarskólann. Við viljum auk
þess leggja áherslu á að halda áfram
að fegra umhverfið, fínna heppilega
félagsaðstöðu fyrir aldraða og ung-
linga, menningarmál, félagsmál,
holræsamál og allt það sem eitt
sveitarfélag hefur upp á að bjóða.“
-Ótt