Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
Fréttir
Skoðanakönmm DV á afstöðu til gagnagrunnsfrumvarps heilbrigðisráðherra:
Afgerandi stuðningur
við gagnagrunninn
Afstaða til gagnagrunns
6/5 '98
Svör aiira
Óákv./sv. ekki
Frumvarp heilbrigðisráðherra
um gagnagrunn íslenskrar erfða-
greiningar nýtur afgerandi stuðn-
ings þjóðarinnar ef marka má nið-
urstöður nýrrar skoðanakönnunar
DV. Nærri sjö af hverjum tíu ís-
lendingum á kosningaaldri eru
fylgjandi frumvarpinu, þ.e. að
Kára Stefánssyni og starfsmönnum
hans hjá íslenskri erfðagreiningu
verði veitt einkaleyfi til næstu 12
ára til að nýta sér gagnagrunn með
heilsufarsupplýsingum um íslend-
inga. Eftir harðar deilur innan og
utan Alþingis á dögunum ákvað
heilbrigðisráðherra að fresta af-
greiðslu frumvarpsins til hausts.
Könnunin fór fram í síðustu
viku. Úrtakið var 1200 manns og
því skipt jafnt á milli landsbyggð-
arinnar og höfuðborgarsvæðisins
sem og kynja. Spurt var: „Ertu
fylgjandi eða andvígur frumvarpi
heilbrigðisráðherra um gagna-
grunn íslenskrar erfðagreining-
ar?“
Miðað við svör allra í könnuninni
sögðust 55,6 prósent vera fylgjandi
frumvarpinu, 25,3 prósent voru því
andvíg, 18,1 prósent voru óákveðin í
afstöðu sinni og 1,1 prósent vildu ekki
svara spumingunni. Alls tóku því 80,8
prósent úrtaksins afstöðu til málsins.
Sé eingöngu miðað við þá sem
tóku afstöðu sögðust 68,8 prósent
vera fylgjandi gagnagrunnsfrum-
varpinu og 31,2 prósent andvíg.
Afstaða fólks eftir búsetu og
kyni er svipuð. Þó er ívið meiri
stuðningur við frumvarpið á
landsbyggðinni en höfuðhorgar-
svæðinu og andstaðan þar með
meiri á suðvesturhominu.
-bjb
Helgi S. Guðmundson hættir hjá VÍS
Enginn utanaðkom-
andi þrýstingur
- hef næg verkefni nú, skrifa kannski bók síðar, segir Helgi S.
„Ég er nú ekki alveg hættur, ég
vinn út maí. Ég hætti að eigin
ósk, án alls utanaðkomandi
þrýstings og í fullri sátt og sam-
ráði við Axel Gíslason. Starfið í
bankanum er mjög mikið og að
auki hef ég verið að sinna aukn-
um verkefnum sem ég vinn
heima við,“ sagði Helgi S. Guð-
mundsson, formaður bankaráðs
Landsbanka íslands hf., en eins
og DV skýrði frá í gær lætur
Helgi af stöfum hjá VÍS um
næstu mánaðamót.
Helgi sagist hafa tekið þessa
ákvörðun að vel íhugðuðu máli.
Hann vildi ekki gefa upp hvaða
verkefnum hann ætlaði að fara að
sinna en sagði aðspurður að þau
væru hvorki fyrir opinbera aðila
né KFUM. „Ég lifi ekki á þeim 98
þúsund krónum sem ég fæ fyrir
setu í bankaráðinu þannig að ég
þarf þessi verkefni til að sjá mér
farborða. Þessi verkefni sem ég
hef duga mér næsta eina og hálfa
árið. Þetta er allt heiðarlegt og
eðlilegt en ég hef átt mjög góð 16 ár
hjá VÍS.“
Aðspurður hvort hann væri að
íhuga að skrifa bók sagði Helgi
það ekki liggja ljóst fyrir. „Hins
vegar gæti vel verið að ég skrifaði
bók síðar. Ég hef frá ýmsu að segja
eftir langan tíma í pólitík."
-phh
Helgi S. Guðmundsson.
Jóhanna dregur vagninn
Dagfari
Pólitíkin er skrýtin tík.
Það sannaðist enn einu sinni í
skoðanakönnun þeirri sem
DV hirti í gær um fylgi flokk-
anna. Þar kom í ljós að kratar
juku nokkuð fylgi sitt á kostn-
að íhaldsins. Nú þarf það ekki
að koma á óvart að fylgi Sjálf-
stæðisflokksins dali milli
skoðanakannana. Flokkurinn
hefur verið með gríðarlegt
fylgi í þremur síðustu könn-
unum hlaðsins, um og yfir 50
prósent. Sjálfstæðisflokkurinn
fór í könnuninni í 45 prósent
og mætti raunar vel við það
una í kosningum.
Það sem furðuna vekur er
að kratamir skyldu fara upp.
Frá því að Jón Baldvin fór í
útlegð í Vesturheimi og Sig-
hvatur tók við hefur hvorki
heyrst hósti né stuna frá Al-
þýðuflokknum. Flokksnefnan
virðist hafa verið í djúpu
þunglyndi. Það eina sem beðið
hefur veriö eftir er að Margrét innlimi restina í
hjörð allaballanna, þ.e. þann hluta sem eftir verð-
ur þegar Ögmundur hefur hreinsað út vaðmálið
þeim megin.
Því hafa menn leitað skýringar á óvæntri fylg-
isaukningu kratanna og fundið hana. Það þykir
fullljóst að enginn annar en hinn gamli varafor-
maður Alþýðuflokksins og núverandi formaður
Þjóðvaka, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi dregið að
landi þennan kratíska afla. Tími Jóhönnu kom
þótt seint væri og hún löngu gengin úr flokknum.
Jóhanna stakk á spillingarkýlum samfélagsins
og er að uppskera samkvæmt
því. Alþýða manna man eftir
Jóhönnu en alls ekki Þjóð-
vaka. Hann er gleymdur og
grafinn. Á þessu græðir Al-
þýðuflokkurinn því í hugum
almennings er Jóhanna Sig-
urðardóttir eðalkrati. Sighvat-
ur brosir því breitt þessa dag-
ana á kostnað Þjóðvakafor-
mannsins.
Þaö bros kann þó að stirðna
því Jóhanna er þeirrar nátt-
úru að vilja nýta sér ástandið.
Það eina sem hún á eftir að
gera er að veita Þjóðvakahræ-
inu nábjargimar og ganga aft-
ur í sinn gamla flokk. Hennar
helsti andskoti, Jón Baldvin,
er farinn af landi brott og Sig-
hvatur einn eftir til vamar.
Það er ekki nema ár til
þingkosninga og Jóhanna Sig-
urðardóttir er ástríðupóli-
tikus líkt og fjandvinurinn i
Washington. Það veit Jóhanna
kvenna best að hún nær ekki inn á þing aftur í
nafni Þjóðvaka. Þaðan eru allir flúnir. Því leitar
hún heim á ný og krefst arfs úr búinu.
Það verður því kátt í kratahöllinni þegar kem-
ur að formannskosningum hjá krötunum í haust.
Dagfari
Stuttar fréttir dv
Heimkoma undirbúin
Ef háhymingurinn Keikó verður
fluttur til Eskifjarðar verður 700
manna móttaka og blaðamanna-
fundur haldinn í íþróttahúsi staðar-
ins. Keikósjóðurinn hefúr að sögn
blaðsins Austurlands samið við
sjónvarpsstöðvar um heimflutning
hvalsins og mun sú útsending ná til
um milljarðs manna um allan heim.
Hjátrú
80% nemenda og kennara í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði trúa á
geimverur. 5% trúa því að guð hafi
skapað heiminn einn síns liðs.
Þetta em niðurstöður könnunar
sem tveir nemendur í Flensborg
gerðu meðal kennara og nemenda
skólans. Fiarðarpósturinn segir frá.
Innlimun
TÓN-listinn, sem býður fram í
Hafnarfirði, vill innlima Álftanesið
og fá rými fyrir níu þúsund manna
fbúðabyggð. Þá vill listinn gera at-
hvarf við Kleifarvatn fyrir
Hollywoodstjömur. Fjarðarpóstur-
inn segir frá.
Sjónvarpsfilmur
Sjónvarpið og Kvikmyndasafn ís-
lands hafa gert samkomulag um að
allar filmur Sjónvarpsins verði
framvegis varðveittar í kæligeymsl-
um i nýjum húsakynnum Kvik-
myndasafnsins þar sem áötu- var
Bæjarútgerð Hafnaríjarðar.
Hlff undrandi
Stjóm Verkamannafélagsins Hlif-
ar í Hafnarflrði
undrast ummæli
Þórarins V. Þór-
arinssonar, fram-
kvæmdastjóra
VSÍ, um að for-
sendur skatta-
lækkana séu
brostnar vegna
mikilla kauphækkana. Hlíf segir
þetta móðgun við verkafólk.
Ekki sama hver er
Morgunblaðið hefur hafnað að
birta grein eftir ísleif Jónsson. í
greininni kallar ísleifúr Sverri Her-
mannsson sama skammaryrði og
Sverrir notaði yfir tvo af ritstjórum
Dags í grein í Morgunblaðinu 1.
maí, - tíkarson. Visir segir frá.
Engin ákvæöi
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra segir þaö rangt hjá Morg-
unblaðinu að í samningi utanríkis-
ráðuneytisins og Kögunar hf. séu
ákvæði um dreifða eignaraðild að
Kögun. Ekki sé kveðið á um í samn-
ingnum að ef einhver eignist meira
en 5% í fyrirtækinu beri að til-
kynna það ráöuneytinu tafarlaust.
Hefur kvittanir
Gunnar I. Birgisson, efsti maður
D-lista í Kópa-
vogi, segir í Degi
aö það sé gagn-
rýnisvert af D-
lista í Reykjavik
að núa tveimur
andstæðingum
því um nasir að
þeir séu fjármálaóreiðumenn.
Tvö kíló á viku
Þórarinn Tyrfmgsson, yfirlæknir
á Vogi, segir að um tvö kíló af am-
fetamíni séu seld í hverri viku hér-
lendis. Af markaðssókn eitursala í
grunnskólum megi ráða að eiturly-
Qaneytendur gerist sifellt yngri.
Vísir sagði ffá.
Aö feigöarósi
Margir fljóta enn sofandi að
feigðarósi í sambandi við tölvuhrun
áriö 2000, segir viðskiptavefur Vís-
is. Nefnd sem fjármálaráðherra hef-
ur skipaö á að taka á málinu.
Veðurskeyti vantar
Veðurskeyti frá Egilsstöðum hef-
ur vantað oft að undanfórnu í veð-
urlýsingar Veð-
urstofu. Magnús
Jónsson veður-
stofustjóri segir
við Austra á Eg-
ilsstöðum að
þetta sé vegna
þess að veðurat-
hugunarmanni á
staðnum hafi verið sagt upp áður
en sjálfvirkur veðurathugunarbún-
aður var tilbúinn.
-SÁ