Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
9
h-
k
W
,
>
i
.
>
>
I
>
>
r
:
>
i
>
W
i
i
r.i
i
Í
>
i
i
i
i
DV
Rannsaka mögulega búsetu víkinga:
Þórshamar í
Connecticut
Vemdargripur, sem fannst við
mynni Nianticfljótsins í Connect-
icut fyrir sjö áratugum, getur ef til
vill geflð mikilvægar upplýsingar
um búsetu víkinga í Bandarikjun-
um. AP-fréttastofan greinir frá því
að danskir visindamenn, Jörgen
Simonsen og Johannes Hertz, sem
heimsótt hafa staðinn, vonist til að
fá innan tveggja vikna upplýsingar
um niðurstöður málmrannsókna
sem gerðar hafa verið á vemdargrip
með mynd af hamri Þórs. Vemdar-
gripurinn er einn þriggja hluta sem
fundust við jarðvegsvinnu árið 1927.
Ef hlutimir reynast ekta verður
sennilegast grafið eftir fomleifúm á
fyrmefndu svæði, að því er fom-
leifafræðingar i Connecticut telja.
„Það hafa aldrei fúndist hlutir frá
Þórshamar.
Evrópu við rannsóknir og uppgröft
á svæðum þar sem indíánar hafa
haft búsetu í Bandaríkjunum. En
það er ekki ómögulegt að meira að
segja indíánar í Connecticut kunni
að hafa stundað viðskipti með gripi
frá víkingum," segir fornleifafræð-
ingurinn Nick Bellantoni.
Einu leifamar sem fundist hafa
um húsetu víkinga í Norður-Amer-
iku era í L’anse aux Meadows í Ný-
fundnalandi. Sagnfræðingar telja að
víkingar hafi haft þar búsetu í
kringum árið 1000.
Simonsen og Hertz segja að svæð-
ið í kringum Nianticfljótiö falli vel
að lýsingum á ákveðnum stað sem
getið er um í gömlum norrænum
sögum.
Karl Gústav Svíakóngur hefur greinilega verið að segja bandaríska rokkaranum Ray Charles gamansögu, ef marka
má viðbrögðin. Ray var í Stokkhólmi í gær þar sem hann tók við svokölluðum Polar Music Prize-tónlistarverðlaun-
um sem veitt eru framúrskarandi tónlistarmanni á hverju ári.
Indverjar ánægöir meö stjórnvöld:
Níutíu prósent fylgjandi
kjarnorkusprengingunum
Níutíu og eitt prósent borgarbúa
á Indlandi era fylgjandi þeirri
ákvörðun stjómvalda að sprengja
kjamorkusprengjur í tilraunaskyni
og 82 prósent telja að Indland eigi í
kjölfarið að koma sér upp kjam-
orkuvopnabúri. Þetta era niðurstöð-
ur skoðanakönnunar sem indverska
dagblaðið Times of India birti i
morgun. Aðeins sjö prósent að-
spurðra vora andvígir tilrauna-
sprengingimiun.
Leiðtogar voldugustu ríkja heims
era ekki jafn hrifnir af uppátæki
Indverja. Bill Clinton fordæmdi
kjamorkutilraunir Indverja í gær
og sagði þær ógna stöðugleikanum í
þessum heimshluta. Hann sagðist
jafnframt reiðubúinn að beita Ind-
verja efnahagslegum refsiaðgerðum.
Clinton hvatti enn fremur Kín-
verja, Pakistana og aðrar þjóðir í
þessum heimshluta til að taka ekki
þátt í hættulegu vígbúnaðarkapp-
hlaupi.
Indverjar sprengdu þrjár kjam-
orkusprengjur neðanjarðar á mánu-
dag. Þær sprengingar komu banda-
riskum stjómvöldum i opna
skjöldu.
„Ég vil taka það skýrt fram að ég
hef þungar áhyggjur af kjamorku-
tilraunum Indverja og ég tel ekki að
þær leiði til aukins öryggis á 21. öld-
inni,“ sagði Clinton í Hvíta húsinu,
skömmu áður en hann lagði upp í
vikuferð til Evrópu.
Formaður leyniþjónustunefndar
bandarísku öldungadeildarinnar
harmaði í gær að leyniþjónustan
CIA skyldi ekki hafa veður af fyrir-
ætlunum Indverja.
Indverjar létu sér fátt um finnast
um mótmæli þjóða heimsins.
„Fólk áttar sig nú á þvf að Ind-
land er voldugt ríki sem verður að
taka alvarlega," sagði ráðherra vís-
inda og tækni. Reuter
Útlönd
Noregur:
Dýrasta drógin undir
Mörtu Lovísu prinsessu
Dú Ósló:
Reiðhross fyrir 85 milljónir. Ja,
lakari má truntan ekki vera ef
prinsessa á að tolla í söðlinum. Því
hefur hún Marta Lovísa Noregs-
prinsessa fengið dýrasta hross
lands síns til umráða. Hún er lands-
liðsknapi í hindrunarhlaupi.
Hesturinn heitir Hiaros og er
fluttur sérstaklega inn frá Amer-
íku. Kaupandi og formlegur eigandi
er kaupmaðurinn Stein Erik
Hagen, sem á og rekur stærstu
verslanakeðju landsins, og veit að
sögn ekki aura sinna tal.
Ekki eru þó allir Norðmenn sátt-
ir við að réttur og sléttur kaupmað-
ur skuh skjóta hesti undir prinsess-
una. Þykir mönnum sem kaupmað-
ur geri sér fulldælt við kóngafólkið.
Á síðasta ári lagði hann tugi millj-
óna í skútu og gaf Haraldi konungi.
í höllinni hefur stallari konungs
vísað á bug orðrómi um að kaup-
maðurinn æth að kaupa þar bæði
menn og mýs með gjöfum og stefn-
an er að bjóða honum ekki oftar í
heimsókn en öðram ótignum. -GK
Lngunn Hávarðardóttir
hárgreiöslumcistari
>
Ágœtu viöskiptavinir
gleöilegt sumar
Sumartilboð út
maímánuð:
2 fyrir 1 klipping
eða
frír hárþvottur +
höfuðnudd með
klippingu.
Hársnyrtlstofa
Njálsgötu 1,
sítni 561 2391
SHARP VCM67
Fjögura hausa
Árs mlnni Myndvaki
8 liða 2xscart tengi
Nicam stereo SP/LP
• Allar aðgerðir á skjá
Sjálfvirkur
hreinsibúnaður
SHARP VCM27
• Tveggja hausa
• Árs minni
• 8 liða • Myndvaki
• Scart tengi
• Allar aðgerðir á skjá
n: Vesturland: Málnlngarþjónustan Akranesi. Kf.Borglirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir.Hellissandi
rimsson, Grundarfirði. Asubúð, Búðardal Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafver, Bolungarvík.
firði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi.Verslunin Hegri,
. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lónið Þórshöfn
d: Kf. Hóraösbúa, Egilsstöðum. Vólsmiöja Hornafjaröar, Höfn Hornafiröi. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi
hðfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Metabo S-kúplingin eyðir
óvæntum bakslögum og
forðar meiðslum.
®Metcsbo
Metabo borvéiar
Sjálfvirk Metabo S-kúpling.
(SDMelcibo
Sölustaðir um allt land