Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 32
vtntia Sfréttaskotið SlSÍMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ1998 Fíkniefnadómur: Hollendingur fær fimm og hálft ár Veðrið á morgun: Hvassviðri og rigning Á morgun verður vaxandi suð- austanátt, hvassviðri og rigning suðvestan- og vestanlands en annars staðar heldur hægari í fyrstu. Veður fer hlýnandi. Veðrið í dag er á bls. 53. Breytingartillaga viö frumvarp til sveitarstjórnarlaga: Sveitarfélög fái veiðileyfi á neytendur Antonius Gerardus Verborg, tæp- lega fertugur karlmaður frá Hollandi, var í gær dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa flutt liðlega 900 e-töflur og 350 grömm af amfetamíni til íslands í desember. Mál Antoniusar hefur dregist tals- vert í meðfórum rikissaksóknara vegna gagnaöflunar erlendis frá. Bú- ast má við að Hollendingurinn fari fram á að fá að afþlána dóm sinn ytra. Hann lét í Ijós mikla óánægju þegar dómurinn var upp kveðinn í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Dómurinn er engu að síður í samræmi við þá dóma- hefð sem hefur verið að skapast á undanfórnum misserum - að dæma þá hart sem fLytja inn og hafa sterk fíkniefni í fórum sínum. -Ótt Eftir gagngerar endurbætur á lönó veröur þaö opnaö á ný f kvöld meö sýning á Únglíngnum í skoginum sem er dagskrá sem sett er sérstak- lega saman í tilefni endurreisnar lönó. Er um aö ræöa texta og Ijóö Halldórs Laxness í nýjum umbúö- um. DV-mynd Hilmar Þór - arður af lífsnauðsynjum til gæluverkefna, segir Jóhannes Gunnarsson Vélsleðamenn á batavegi Vélsleðamennimir tveir sem slös- uðust sl. laugardag eru báðir á bata- vegi. Mennimir vom fluttir á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum læknis þar voru mennimir báðir á batavegi í morgun og komnir af gjörgæslu. Ungur maður liggur hins vegar enn lífshættulega slasaður á gjör- gæsludeild eftir umferðarslys í Kjós sl. laugardag. Honum er enn haldið sofandi. -RR Piltur í síbrotagæslu Héraðsdómur Reykjavikur varð við beiðni lögreglu í gær um að vista 16 ára pilt í síbrotagæslu. Pilturinn var handtekinn í innbroti i Þingholhmum sl. sunnudag. Hann hefur ítrekað komið við sögu vegna innbrota og annarra mála sem hafa verið kærð. Pilturinn verður í mánuð í síbrotagæslunni. -RR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ ÞINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI 5 uj > O z SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA „Þama er verið að gefa sveitarfé- lögum algjörlega frjálsar hendur til að verðleggja í hagnaðarskyni þjón- ustu sem er fólki í dag lífsnauðsyn- leg. Þetta á t.d. við um rafmagn og hita sem enginn maður getur verið án,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um þá breytingartillögu sem lögð hefur verið fram við frumvarp félagsmála- ráðherra til sveitarstjómarlaga. í breytingartillögunni, sem borin er fram af meirihluta félagsmálanefnd- ar, er gert ráð fyrir nýrri málsgrein sem segir orðrétt: „Sveitarfélög skulu setja sér stefnu um arð- greiðslumarkmið í rekstri fyrir- tækja sinna og stofnana og er heim- ilt að ákveða sér eðlilegan afrakst- ur af því fjár- magni sem bund- ið er í rekstri þeirra." Jóhannes segir að verið sé i raun að gefa sveitarfélögum veiðileyfi á neyt- endur. Þetta þýði Jóhannes að stjómmála- Gunnarsson. menn geti notað álagningu á þjónustu við íbúana til að niðurgreiða erfiða liði í rekstri sínum, svo sem grunnskólana sem hafi verið vanmetnir í kostnaði við yfirtöku sveitarfélaganna af ríkinu. Þá sé einnig hægt að ímynda sér að hiti og rafmagn skili af sér arði sem notaður yrði til að reisa hallir eða í hvaðeina sem þeim hugnist. „Þessi breyting býður upp á að stjómmálamenn finni sér glufu til að niðurgreiða gæluverkefni með hækkunum á nauðsynjar. Ég velti fyrir mér hvort við verðum látin niðurgreiða grunnskóla fyrir böm okkar í gegnum hitaveitu- og raf- magnsreikningana. Ég tel að fólk sé ekki tilbúið til þess og menn skulu athuga að hér er allt undir sem sveitarfélögin sjá um rekstur á,“ segir Jóhannes. -rt Uppbyggingu kirkjunnar veröur að Ijúka fyrir danska daga sem haldnir veröa í Stykkishólmi í sumar. Þetta vita Siguröur Lárusson og Baldur Þor- leifsson og halda sér því aö verki. DV-mynd Hilmar Þór G REIÐIÐ KEISARANUM ÞA0 SEM KEISARANS ER, E.E, ALLTI, i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.