Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 7 Mogginn hafnar Mogginn hefur nú formlega hafn- að birtingu greinar þar sem Sverrir Hermannsson,einkavinur blaðsins, er uppnefndur tíkarsonur og hann sagður vera sam- viskulaus nöldrari og skíthæll. Það tók hið frjálslynda og opna blað tæplega viku að hafna greininni formlega svo sem DV hafði áður gert umsvifa- laust. Höfundur- inn, ísleifur Jónsson, er ekki par sáttur við afgreiðsluna og segir gerðan manna- mun á Mogga. Menn verði að koma úr fitulagi samfélagsins til að mega uppnefna fólk á síðum blaðsins... Kaupfélagspylsur Eins og DV greindi frá fyrir nokkrum misserum varö útibús- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð að láta af störfum eftir að hafa neitað að selja pylsur framleiddar af kaupfélaginu. Helgi Jóhannes- son, þáverandi úti- bússtjóri, taldi far- sælla að bjóða ferðafólki upp á hinar einu og sönnu SS-pylsur. Málið vatt upp á sig og Helgi hætti en nú herma heimild- ir að nokkrum misserum síðar hafi kaupfélagspylsunum verið laumað í pottana í Varmahlíð í því trausti að feröafólk greindi ekki mun kaupfé- laginu í óhag... Snjómaðurinn fram í Súðavíkurhreppi eru tveir listar í boði til sveitarstjórnar svo sem sið- ast. Ýmislegt hefur gengið á í sveitar- stjórninni og oftar en ekki hefur ^ Heiðar Guðbrands- son staðið þar í eld- línunni. Þess er skemmst að minnast að Heiðar var í for- ystu verkfallsvarða í harðvítugu verk- falli verkafólks vestra. Þá fékk hann nafhgiftina „Snjómaðurinn ógur- legi“ vegna þess ótta sem greip um sig þar sem hann birtist með her sinn. Nú leit út fyrir að Heiðar ætl- aði ekki í framboð því þegar mínúta var eftir af framboðsfrestinum var aðeins einn listi kominn fram. En viti menn, hálfri minútu fyrir 12 birt- ist Heiðar með lista og allt féll í ljúfa löð... Málgagn Sverris Hin harða vörn Morgunblaðsins fyrir Sverri Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóra, birtist í ýmsum myndum. í síðustu viku var viðtal við Jóhann Ársæls- son til að staðfesta staðhæfmgu Sverris um að Helgi S. Guðmundsson, formaður banka- ráðs, hefði á sin- um tíma reifað að bankinn keypti tryggingar hjá ________ VÍS. Um helgina var aðal- leiðari Moggans notaður til að und- irbyggja ásakanir Sverris á Sigurð Þórðarson, ríkisendurskoðanda, um óvönduð vinnubrögð. Fjórum síðum var svo varið í að skjóta stoð- um undir staðhæfingar Sverris um vélabrögð af hálfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar, alþingismanns Framsóknar af Vestfjörðum, við kaup á fyrirtækinu Kögun hf. og enn var leiðari Moggans lagður undir málið í gær. Úr herráði Sverris ber- ast þær fregnir að þetta sé allt liður í áhlaupi hans á Finn Ingólfsson. Strategían sé sú, að fyrst það sem Sverrir sagði um alla hiha reyndist rétt, þá hljóti ásakanir hans á hend- ur Finni að vera réttar líka... Umsjón Reynlr Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Sjálfstæðismenn vilja skoða fjármál Helga og Hrannars Segja ný fýrirtæki komin fram - foreldrar Helga stofnuðu eitt þeirra, segir Árni Sigfússon „Það eru stöðugt ný fyrirtæki að koma fram. Eitt fyrirtækið heitir Manntafl sem ég var að heyra af og þessir tveir tengjast báðir óbeint. Foreldrar Helga eru stofnendur, Hrannar er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður, fyrirtækið er á hans heimili, þar var gert árangurlaust fjámám á síðasta ári. Er þetta hluti af þessum gömlu málum? Það er þetta sem ég vil fá fram. Við viljum að fulltrúar R- og D-lista komi sér saman um aðila sem fari yfir gögn í þessu máli og skili niðurstöðu. Þar sem þetta eru opinber gögn á að fara yfir þau og meta. Ég held að þessi gjaldþrotadæmi séu einhveij- ar milljónir króna en það er enginn að tapa 50 milljónum eins og gerðist í Amarson og Hjörvar," sagði Árni Sigfússon, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokkins til borgarstjórnar- kosninga, í samtali við DV í gær. Gunnar Birgisson, oddviti Sjálf- stæðismanna i Kópavogi, sagði í samtali við Dag í gær að hann teldi það ekki tilhlýðilegan kosningaá- róður að róta í fortíð manna og tína til að þeir hafi lent í erfiðleikum og vísaði til ásakana á hendur Hrann- ari B. Amarssyni og Helga Hjörvar. Mál ríkisendurskoðanda: Sektar- eða sýknudómar ótímabærir - segir Guðmundur Árni Stefánsson „Ég tel ótímabært að kveða upp sekt- ar- eða sýknu- dóma í þeim álita- málum sem upp hafa kom- ið vegna ríkisend- urskoð- anda. Hann á sinn and- mælarétt eins og all- ir aðrir menn og ég bíð greinargerð- ar hans og mun taka afstöðu á grundvelli hennar," segir Guð- mundur Ámi Stefánsson alþingis- maður sem sæti á í forsætisnefnd Alþingis. Sagði Guðmundur Árni að forsæt- isnefndin hefði ekki tekið neinar sameiginlegar ákvarðanir í þá veru sem lesa hefði mátt í DV í gær en þar lýsti Sturla Böðvarsson, sem einnig á sæti í forsætisnefnd, þeirri skoðun sinni að það væri fráleitt að ríkisendm'skoðandi væri ekki hæf- ur og að engar líkur væra á öðm en að Sigurður Þórðarson yrði ráðinn á ný til starfans. Sturla tók einnig fram að forsætisnefndin biði grein- argerðar ríkisendurskoðanda og að engar ákvarðanir hefðu verið tekn- ar í forsætisnefnd um ráðningarmál hans. Líklegt er talið aö ríkisendur- skoðandi skili forsætisnefnd grein- argerð sinni mjög fljótlega þar sem hann svarar ýmsum þeim ávirðing- um sem á embættið hafa verið born- ar í fjölmiðlum upp á síðkastið. -phh Guðmundur Arni Stefánsson. Amerískur tnaður Arni Sigfússon. Hrannar B. Arnarsson. Helgi Hjörvar. Hvað vill Árni segja um það mál? „Ég hef ekki séð þessi ummæli Gunnars en get tekið undir að fjöldi fólks lendir í fj árhagseifiðleikum og gildir það þá um eitthvert afmarkað tilvik. Það er ekki í þessu máli. Hér virðist vera um feril fjármála- óreiðu að ræða og þannig er þetta mál, sem við viljum fá skýrar lín- ur í, ekki sambærilegt, að því sem virðist, við það sem margir aðrir hafa þurft að upplifa í afmörkuð- um tilfellum í fortíðinni," En telur Árni að Hrannar flokkist undir eitthvað sem mætti kalla al- varlegan fjárglæframann? „Þú getur ekki ímyndað þér að ég fari að svara þessu. Þetta em ásak- anir og því eiga menn ekki að full- yrða en þetta em mjög alvarlegar ásakanir. Þama er um að ræða fjár- málaóreiðu fimm fyrirtækja og þetta teygir sig allt fram á síðasta ár,“ sagði Árni Sigfússon. -phh Vatnsheld- asta efniö á markaðnum samkvæmt prófunum óháörar rann stofu EMPA í Sviss Cortina Sport Skólavörðustíg 20 - Sími 5521555 8oo 7000 -svarar spumingumþinum um símann „Á hvaða takka ýtir maður fyrir símtalspöatua?“ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SÍMANS F:(«It]7000 GIAXDFRJÁXST ÞJÓNUSTUNÚMER SIHINN OPIÐ VIPKA DAGA KX. 08-22 OG UM HEI.GAX KX. 10-17. VILTU TAKA ÞÁTT í KOSNINGABARÁ TTUNNI? Arni Sigfússon verður í símatíma Þjóðbrautar kl. 17 á miðvikudag Leggið fyrir hann spurningar ,síma567 1111 BYL GJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.