Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1998
5
Fréttir
Tillögur um sex kjördæmi í endurskoðun kjördæmaskipanar og kosningalaga:
Höfuöborgarsvæð-
ið þrjú kjördæmi
Ný kjördæmaskipan
- hugmynd 1
Sex kjördæmi
Kjördæmi 1: Vesturland,
Vestfiröir og Noröurland vestra
Kjördæmi 2: Noröurland eystra
og Múlasýslur.
Kjördæmi 3: A-Skaftafellssýsla,
Suöurland og Suöurnes.
Kjördæmi 4: Hafnarfjörður,
Garöabær og Kópavogur.
Kjördæmi 5: Reykjavík A.
Kjördæmi 6: Reykjavík B.
Þingmannanefnd, sem forsætisráð-
herra skipaði til að endurskoða kjör-
dæmaskipan landsins, skilaði nýlega
af sér fyrstu hugmyndum sem alþing-
ismenn hafa nú til athugunar. Frið-
rik Sophusson var formaður nefndar-
innar en auk hans voru í henni Geir
H. Haarde, Valgerður Sverrisdóttir,
Guðmundur Árni Stefánsson, Svavar
Gestsson og Guðný Guðbjörnsdóttir.
Síðan síðast var gerð breyting á
kjördæmaskipaninni hefur búseta
landsmanna breyst umtalsvert. Stór-
lega hefur fjölgað á höfuðborgar-
svæðinu en fækkað hefur að sama
skapi í mörgum byggðarlögum á
landsbyggðinni. Þetta hefur leitt til
vaxandi misvægis atkvæða og til að
rétta það af leggur nefndin til róttæk-
ar breytingar á kjördæmaskipaninni,
m.a. þær að Reykjavík verði tvö kjör-
dæmi, Kópavogur, Garðabær og
Hafnarfjörður verði eitt og Suðumes-
in verði hluti af nýju Suðurlands-
kjördæmi sem nær austur til Hafnar
í Hornafirði.
Meginmarkmiðin
Þau meginmarkmið sem nefndin
lagði upp með var að finna leiðir til
að gera kosningakerfið einfalt og
auðskiljanlegt öllum almenningi,
jafna vægi atkvæða þannig að hlut-
fall kjósenda að baki hverjum þing-
manni þar sem munurinn er mestur
milli kjördæma verði sem næst 1:1,5
til 1:1,8. Þá átti að leitast við að þing-
mannafjöldi í hverju kjördæmi verði
sem jafnastur, eða á bilinu 5-10. Loks
átti nefndin að benda á leiðir til að
ná sem mestum jöfnuði milli þing-
flokka á öllu landinu til að fjöldi
þingmanna hvers flokks yrði í sem
bestu hlutfalli við kjósendatöluna.
Einmenningskjördæmi eða
eitt kjördæmi
í skýrslu nefndarinnar segir að í
upphafi hafi verið rætt mjög ræki-
lega um fjölmargar hugmyndir sem
uppi eru um kjördæmaskipanina,
allt frá því að allt landið sé aðeins
eitt kjördæmi til þess að skipta
landinu upp í einmenningskjör-
dæmi. Þegar á nefndarstarfið leið
hafi menn nálgast æ meir sameigin-
leg fyrmefnd meginmarkmið vænt-
anlegra breytinga á kjördæmaskip-
an og kosningafyrirkomulagi.
Ókostirnir við núverandi fyrir-
komulag þessara mála eru einkum
þrír, að því er kemur fram í áliti
nefndarinnar: í fyrsta lagið er kerf-
ið flókið og erfitt fyrir kjósendur að
átta sig á því hvemig það virkar. 1
öðm lagi er mikið misvægi milli
kjósenda í einstökum kjördæmum
miðað við kjósendatölu, en ekki nóg
með það; það getur líka leitt til enn
meira misvægis milli þeirra og
kosningaúrslita.
Núverandi kosningakerfi og kjör-
dæmaskipan gerir ráð fyrir því að
þeir flokkar sem bjóða fram bjóði
allir fram um allt land. Gerist það
ekki næst ekki jöfnuður á milli
flokka. Þannig fengi flokkur sem að-
eins byöi fram á landsbyggðinni og
fengi þar umtalsvert fylgi fleiri
þingmenn en næmi hlutfallslegu
kjörfylgi hans. Þannig kallar núver-
andi kerfi á vissan hátt á ójöfnuð.
Yrði landið aðeins eitt kjördæmi
myndi þessi vandi augljóslega leys-
ast sjálfkrafa. Vægi atkvæða yrði
það sama og jöfnuður milli flokka
næðist einnig sjálfkrafa. Um þetta
risaskref eru menn hins vegar langt
í frá sammála og flokkar þaðan af
síður, enda fylgi þeirra misjafnt í
dreifbýli og þéttbýli. Flokkar með
mikið fylgi í dreifbýli fá einfaldlega
hlutfallslega fleiri þingmenn miðað
við kjörfylgi en flokkar sem sækja
fylgi sitt í þéttbýli. Mesta misvægi
atkvæða í núverandi kjördæma- og
kosningakerfi er nú milli Reykja-
ness og Vestfjarða, eða 1:3,55.
Misvægi milli Reykjavikur og
Reykjaness og landsbyggðarkjör-
dæmanna er 1:2,08.
Misvægi núverandi kerfis
Kjördæma- og kosningalaganefnd-
in hefur gert samanburð á því
hversu marga þingmenn sérhvert
núverandi kjördæma fengi í kosn-
ingum ef vægi atkvæða væri jafnt
alls staðar. Reykjavik hefur nú 19
þingmenn en fengi þá 26. Reykjanes
hefur nú 12 þingmenn en fengi 16.
Vesturland hefur nú 5 þingmenn en
fengi 3. Vestfirðir hafa nú 5 þing-
menn en fengju 2. Norðurland v. hef-
ur nú 5 þingmenn en fengi 2. Norður-
land e. hefur nú 6 þingmenn og fengi
áfram 6. Austurland hefur nú 5 þing-
menn en fengi 3. Suðurland hefur nú
6 þingmenn en fengi 5.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að hugmyndir sem byggðust á
núverandi kjördæmaskipan gengju
ekki upp þótt menn kæmust að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
óeðlilegt að eitthvert misvægi at-
kvæða yrði áfram milli kjördæma,
enda væri það nokkuð algengt víða
um heim. Eðlilegast væri að stjórn-
arskráin gengi út frá tilteknu há-
marksmisvægi sem sátt næðist um.
Innan núverandi kerfis væri ekki
mögulegt að jafna atkvæðavægi að
æskilegu marki nema að fækka
þingsætum niður í þrjú þingsæti í
fámennustu kjördæmunum. Það
gengi hins vegar ekki þar sem ekki
myndi fyrirsjáanlega nást samstaða
innan einstakra kjördæma um færri
en fimm þingsæti. Þetta gengi því
ekki upp.
Ný kjördæmaskipan
Nefndin varpar því fram þeirri
hugmynd að breyta kjördæmaskip-
aninni og leggur fram 10 hugmynd-
ir sem allar nálgast það markmið að
jafna vægi atkvæða og jafna þing-
sætum milli flokka í takt við kjör-
fylgi. Fyrsta hugmynd nefndarinnar
er sú sem sýnd er á meðfylgjandi
grafi. Samkvæmt henni verður
mesta misvægi milli atkvæða 1:1,62
og misvægi milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðis verður 1:1,44.
Myndin skýrir sig sjálf að öðru
leyti. -SÁ
BÍLASALAN
BÍLDSHÖFÐA 3, SÍMI 567 0333.
LÖGGILD BÍLASALA. LÁNSKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI.
BÍLAH
BÍLDSHÖFÐA 5,
SÍMI 567 4949.
ÖLLIN
LÖGGILD BÍLASALA.
LÁNSKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI.
ÚTVEGUM BÍLALÁN.
Subaru Impreza '97, ek. 25 þús. km, Mazda F-2000 húsbíll '91, ek. 110 VW Transporter '92, ek. 147 þús.
grænn, 5 g., 4 d. Verð 1.500.000. þús. km, hvítur, 5 g., 5 d., álfelgur. km, hvítur, 5 g., 5 d., vsk-bíll.
Verð 850.000. Verð 900.000.
Toyota Corolla 1,6 XLi '97, ek. 14
þús. km, blár, 5 g., 3 d., spoiler,
rafdr. rúður, samiæs., geislasp.
Verð 1.300.000.
Mercedes Benz E-300 TDT 4 Matic,
'94, ek. 288 þús. km, hvítur, ssk., 5
d., toppl., ABS, rafdr. rúður, 7
manna. Verð 2.790.000
BMW 520i '91, ek. 85 þús. km, grár,
ssk., 4 d., innfluttur nýr, samlæs.,
rafdr. rúður. Verð 1.450.000.
Toyota Hilux doble cab '90, ek. 117 MMC Pajero '89, ek. 156 þús. km, Toyota Tercel 4x4 '87, ek. 148 þús.
þús. km, rauður., 5 g., 4 d., 31“+31“, grár/svartur, ssk., 5 d., 31", toppl. km, blágrár, 5 g., 5 d., (toppstandi.
p-hús. Verð 1.050.000. Verð 1.150.000. Verð 340.000.
Suzuki Baleno 1,3 GL '96, ek. 57
þús. km, steingrár, 5 g., 4 d.
Verð 950.000.
Mazda 323 GLXi '98, ek. 4 þús. km,
grár, ssk„ 4 d„ samlæs., rafdr.
rúður. Verð 1.490.000.
Mazda 323 F '92, ek. 70 þús. km,
hvítur, ssk„ 5 d„ rafdr. rúður, sam-
læs„ álf„ spoiler. Verð 820.000.
Ford Thunderb. '95, ek. 81 þús. km, Hyundai Accent '98, ek. 20 þús. km, Subaru Legacy '90, ek. 104 þús.
brúnsans., ssk., 2 d„ V-8, ABS o.fl. grænn, 5 g„ 4 d„ rafdr. rúður. km, hvítur, 5 g„ 5 d„ krókur.
Verð 2.300.000. Verð 1.050.000. Verð 830.000.
Mercedes Benz 300 CE 24v '92, ek. Toyota Corolla Lina Luna liftback
112 þús. km, steingrár, ssk., 2 d„ '98, ek. 1 þús. km, svartur., 5 g„ 5
álf„ toppl., samlæs., smurbók. d„ ABS, loftp., rafdr. rúður, samlæs.
Verð 3.400.000. Verð 1.490.000.
BMW 320 i '97, ek. 29 þús. km, blár,
ssk„ 4 d„ þjófavörn, toppl.
Verð 2.800.000.