Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998
Fréttir
Jenný Andersen slasaðist llfshættulega í bllslysi í Kjós:
Hræðilegt að maðurinn dó
- segir Jenný sem er á ótrúlegum batavegi - fullorðinn maður lést í slysinu
„Ég man lítið sem ekkert eftir
slysinu. Ég man eftir því að ég var
að keyra fyrir Hvalfjöröinn. Síðan
er eins og ég hafi misst minnið.
Næst man ég eftir mér þegar ég
vaknaöi viku síðar á sjúkrahúsinu.
Mér var sagt aö maðurinn í hinum
bílnum hefði látist í slysinu. Það
var hræðilegt áfall aö vita að mað-
urinn var dáinn,“ segir Jenný And-
ersen, 23 ára.
Jenný lenti í hræðilegu bílslysi
við Laxá í Kjós 14. mars sl. 66 ára
maður lést í slysinu. Jenný slasað-
ist lífshættulega. Hún var að koma
frá vini sínum ofan af Akranesi
þennan örlagaríka laugardagsmorg-
un. Tildrög slyssins eru ókunn. Bíl-
amir rákust saman á beinum vegar-
kafla og er talið að maðurinn hafi
látist samstundis.
Jenný gekkst undir mikla aðgerð
síðar um daginn. Henni var haldið
sofandi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í
heila viku og tvisýnt var um líf
hennar. Hún hlaut fjölmörg bein-
brot, bæði á fótum og höndum. Hún
tvíbrotnaði á kjálka og hlaut inn-
vortis meiðsl. Hún hefur fariö í erf-
iöar aðgerðir sem hafa tekist von-
um framar. Nú, tveimur mánuðum
eftir slysið, er Jenný á góðum bata-
vegi. Læknamir teija bata hennar
ótrúlega góðan og framar öllum
vonum. Hún má þó ekki ganga fyrr
en eftir um þrjá mánuði. Hún er
með miklar jámgrindur á báðum
fótum sem halda beinunum saman.
Meiðslin vora I mínum huga al-
gert aukaatriði þegar ég fékk frétt-
imar af láti mannsins. Læknamir
sögðu mér aö ég myndi ná mér með
tímanum en tíminn gat ekki fært
manninn aftur til lífsins. Þaö var
langerfiðast að lifa við þaö. Böm
hans komu í heimsókn til
mín. Þau sögðu mér að
þetta hefði veriö slys og ég
gæti ekki kennt mér um
þaö. Það var mér ómetan-
legt.
Verö aö lifa áfram
Ég er bjartsýn að eðlis-
fari og veit að ég verð að
horfa áfram fram á veginn
og lifa lífinu. Það hefur ef-
laust þjálpað mér á þessum
erfiðu tveimur mánuðum.
Ég vil þakka hjúkranar-
konum og læknum fyrir
frábæra umönnum. Þetta
fólk hefur reynst mér mjög
vel.
Annars er grátbroslegt
að horfa á slysasögu fjöl-
skyldunnar á undanföm-
um tveimur áram. Fóstur-
faðir minn lenti í alvarlegu
vinnuslysi á Reykhólum
fyrir tveimur árum. Hann
er enn í aðgerðum vegna
slyssins og liggur reyndar
á sömu deild og ég sem
stendur. Þá lenti 19 ára
bróðir minn í bílveltu í
fyrrasumar en slapp alveg
ómeiddur. Þrír bræður
mínir vora allir saman í
bíl þegar þeir misstu stjóm
á honum og óku út af veg-
inum fyrir vestan um ára-
mótin. Þeir sluppu ótrú-
lega vel, vora aðeins með
skrámur eftir slysið. Bíll-
inn gereyðilagðist. Ég vona
aö þetta slys hjá mér nú sé
lokapunkturinn á slysa-
sögu fjölskyldunnar. Við
hijótum aö vera búin að
Jenný Andersen, 23 ára, slasaöist Iffshættulega f hörmu-
legu bflslysi f Kjós 14. mars sl. Hún hlaut mikla áverka og
fjölmörg beinbrot á höndum og fótum. Hún liggur á Sjúkra-
húsi Reykjavfkur en er á góöum batavegi. DV-mynd E.ÓI
taka út kvótann," segir
Jenný.
Sorgarsaga Jennýjar
hélt áfram um síðustu
helgi þegar ung kona lést
í bílslysi i Kjós og ungur
maöur slasaðist lifshættu-
lega. Jenný þekkti stúlk-
una og er mjög góð vin-
kona mannsins. Slysiö
gerðist nálægt þeim stað
þar sem Jenný lenti í
sínu slysi.
„Þetta hræðilega slys
vakti óneitanlega slæmar
minningar um slysið sem
ég lenti í. Þetta er líka
erfitt þar sem ég þekkti
þau bæði,“ segir Jenný.
Ætlar aö veröa dýra-
læknir
Hún stendur sig ótrú-
lega vel eftir þessa miklu
erfiðleika. Hún er full af
lífsorku og bjartsýni sem
fleytir henni langt í þess-
um erfiðleikum. Hún
stefnir aö því að verða
dýralæknir en hún hefur
unnið á Dýraspítalanum í
Víðidal undanfarin tvö ár.
„Ég elska dýr, sérstak-
lega ketti. Ég á sjálf tvo
heima sem ég sakna ægi-
lega mikiö. Ég fékk að
fara í stutta heimsókn
heim um daginn til að sjá
kisurnar. í mínum huga
eru þær börnin mín. Ég
hef líka mjög gaman af því
aö feröast með vinum
mínum en verð að geyma
þau áform, allavega í sum-
ar,“ segir Jenný. -RR
Mikiö mál á þinginu
Þar kom að því að forsætisráð-
herrann fékk nóg. Eftir þægilegt
kjörtímabU þar sem uppákomur
hafa verið fáar og smáar lenti
hann í því að geta ekki klárað
þingiö á skikkanlegum tíma.
Stjórnarandstaðan lifnaði við eftir
Þymirósarsvefninn. Hún tók að
ræöa mál I þaula og reyna með
beinum leiðindum að koma í veg
fyrir að þingmeirihlutinn kæmi
óskamálum sínum í gegn. Ræð-
umar vora svo langar og leiðin-
legar að enginn hélst í þingsaln-
um nema forsetatetrið sem gat
ekki annað.
Þrasað var um hálendisfram-
varpið fram og tU baka. Sýnt
þótti þegar leið á þá umræðu að
þingi lyki ekki fyrir sveitar-
stjórnarkosningar. Menn fóru þó
yfirleitt úr pontu þegar þeim var
orðið svo mikið mál aö þeir héldust ekki við.
Það var því í raun þvagblaðran sem réð ríkjum
á hinu háa Alþingi. Það er ekki hægt að ræða
málin af viti ef maöur er alveg í spreng. Þar með
er ekki sagt að málin hafi verið rædd af viti
hvort sem var.
Ekki tók þó betra við þegar annarri umræðu
lauk um hálendið. Þá var tekiö fyrir margþvælt
húsnæðisframvarp Páls ráðherra frá HöUustöð-
um. í þeim þætti leiksýningarinnar var komiö að
Þjóðvakaformanninum og bankastjóraskelfmum
Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna, sem gamaU fé-
lagsmálaráðherra, ætlað sér að tala málið í hel.
Það sást í hvað stefndi þegar háttvirtur þingmað-
urinn bað um borð við hliðina á ræðupúlti þings-
ins. Þótt þing hafi verið haldið í hinu fomfræga
þinghúsi við AusturvöU frá því á síðari hluta 19.
aldar hefur forseti aldrei staðið frammi fyrir því-
líkum híbýlatiifæringum.
Þetta var þó látið eftir Jóhönnu enda þekkir
hún ekki nei sem svar. Borðiö
var nauðsyn miðað við ætlan frú-
arinnar. Þaö stóð ekki minna tU
en að reyna að feUa alræmt mál-
þófsmet Sverris Hermannssonar
þá er hann gerði lokatilraun tU
þess að bjarga zetunni héma um
árið.
Þetta tókst Jóhönnu. Hún tal-
aði frá þvi um hádegi fram á
nótt. Hún fékk að vísu matarhlé í
tvígang en þrátt fyrir það undr-
uðust menn selskapsblöðra frú-
arinnar. Aðrir menn hafa ekki
þennan hæflleika. Þeir verða að
pissa. Andagift Jóhönnu er hins
vegar þvUík að hún strikar yfxr
svo hversdagslegar þarfir. Henni
var svo mikiö mál að henni varð
ekki mál - eða þannig.
Selskapsblaðra Jóhönnu fór
endanlega með þoiinmæði for-
sætisráðherrans. Hann ætlar því að breyta þing-
sköpum svo hann þurfi aldrei að endurlifa þessi
ósköp. Hann ætlar að banna þingmönnum að tala
lengi og sjá tU þess að pissustopp séu virt. Hann
ætlar sér að loka á þingið þegar honum sýnist.
Þetta var það sem Jóhanna hafði upp úr mál-
æðinu. Að auki verða örlög hennar þau sömu og
Sverris í zetumálinu. Hún tapar.
Metið verður þó varla af henni tekið.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Áfengi í Þorlákshöfn
í Þorlákshöfn verður jafn-
framt sveitarstjórnarkosningun-
um kosið um það hvort opna
eigi áfengisútsölu í byggðarlag-
inu. Sveitarstjómin hefúr sam-
þykkt samhljóöa að láta þessa
kosningu fara fram. Dagskráin á
Selfossi segir frá þessu.
Samift um afsögn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefur samið við
Hrannar B.
Arnarsson í
þriðja sæti R-
listans um að
hann víki af
lista verði hann
ákærður fyrir
fjármálamis-
ferli.
Keppt um Reyöarfjörö
Norsk Hydro hefur sýnt
áhuga á því að reisa álver á
Reyðarfírði. Norðmenn era þó
ekki einir um hituna því að
fulltrúar þýska fyrirtækisins
VAW Aluminium Technology
vora nýlega á Reyðarfirði að
kanna aðstæður fyrir 120 þús-
und tonna álver. Austurland
sagði frá.
Ráðherraheimsókn
Lena Hjelm-Wallén, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, kemur í op-
inbera heimsókn til íslands á
morgun, þriöjudag, og dvelur
hér til fóstudags í boði Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra. í fór með sænska utanrik-
isráðherranum er eiginmaður
hennar, Ingvar Wallén.
Vi(ja þinglok
Formenn þingflokka stjómar-
andstöðuflokk-
anna hafa sent
forseta Alþing-
is, Ólafi G. Ein-
arssyni, bréf og
óska eftir viö-
ræðum um
þinglok hið
fyrsta. Þing-
fundum var frestað á laugardag
en verður haldiö áfram i dag. Á
dagskrá er m.a. umræöa um
tekju- og eignaskattsframvarp.
Bylgjan sagöi frá.
Humarvertíö
Humarvertíðin hófst fyrir
helgina. Hún þykir hafa fariö
illa af stað, humarinn er smár og
bræla er á miðunum. Sjómenn á
Homafirði eru þó vongóðir og
telja að humar sé kominn á
veiðisvæöi sem áður vora dauð.
Ófrægingarherferö
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Hrannar B. Am-
arsson saka Áma Sigfússon og
sjálfstæðismenn um að standa
að ófrægingarherferð á hendur
Hrannari og Helga Hjörvar,
efsta manni R-listans. Ámi vísar
því á bug í yfirlýsingu í Morgun-
blaöinu á sunnudag.
Ráöuneytinu að kenna
Siguröur Gizurarson, sýslu-
maður á Akra-
nesi, segir að
dómsmálaráðu-
neytið hafi
svelt embættið
með fjárfram-
lög og þess
vegna sé halli á
rekstri þess.
Hann telur ráðuneytið orðið tví-
saga um ástæður þess að það
vilji hann úr embættinu.
-SÁ/JHÞ
afsláttur við kassa