Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 48
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ1998 Trilla sökk: Mönnum bjargaö í - gúmbát Lítil trilla sökk um miðjan dag í gær úti fyrir Sauðárkróki eftir að hafa steytt á skeri. Tveir menn voru um borð í trillunni. Björguðust þeir fyrst í gúmbát og voru síöar fluttir í land af lögreglu. Mönnunum varð ekki meint af volkinu en annar þeirra var þó fluttur á sjúkrahús vegna asma. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki er ekki vitað nákvæmlega af hverju trillan rakst á skerið því veð- ur var gott á þessum slóðum. -glm Ráðist á mann í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók þrjá unglinga, 17 og 18 ára, sem réðust á mann á fertugsaldri í fyrrinótt. Maðurinn var einn á ferð á Kópavogshálsi þegar ráðist var á hann með höggum og spörkum. Honum tókst að koma sér undan á hlaupum og kærði atburðinn til —*.!ögreglu, Á ferð í lögreglubílnum sá hann gjömingsmennina i leigubíl og voru þeir þá handteknir. Unglingarnir viðurkenndu verkn- aðinn við yfirheyrslur í gærdag og var sleppt að þeim loknum. Málið telst upplýst. -hlh Knattspyrna: Óvíst um út- sendingar íslandsmótið í knattspyrnu, Landssímadeildin, hefst i dag með leik Þróttar og ÍBV. Ekki er þó ljóst hvort íslenskir knattspyrnuaðdá- endur muni geta fylgst með leikjum í mótinu í íslensku sjónvarpi í sum- ar. Eins og fram hefur komið hefur þýska sjónvarpsstöðin UFA keypt sýningarréttinn á öllum leikjunum í Landssímadeildinni en enn hafa ekki náðst samningar við islensku sjónvarpsstöðvamar um kaupverð á sýningum leikjanna. -glm íkveikja við leikskóla Kveikt var í girðingu og skúr við leikskólann Austurborg við Austur- ver aðfaranótt sunnudagsins. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði glatt í girðingunni og skúmum en '*-*greiðlega gekk að slökkva eldinn. -glm Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik prins voru viðstödd opnun sýningar þriggja listamanna frá Mósambík, Hliða sunnanvindsins, í Ráðhúsi Reykja- víkur eftir hádegi í gær. Eftir skoðunarferð um ráðhúsið með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra var síðan haldið til móttöku í boði borgarstjórnar í Iðnó. Eins og sést á myndinni höfðu íslenskir sunnanvindar hlið sín galopin meðan drottning og fylgdarlið gengu eftir ráðhúsbrúnni. DV-mynd Pjetur Álíhildur Andrésdóttir, fyrrverandi starfsmaður Markaðsmanna, í kröppum dansi: Rukkuð um vsk af launum frá 1994 Tollstjórinn í Reykjavík hefur kraf- ið Álfhildi Andrésdóttur, einstæða móður og fyrrverandi starfsmann Markaðsmanna, fyrirtækis Hrcumars B. Amarssonar, um greiðslu skatta, m.a. virðisaukaskatt, dráttarvexti og lögfræðingskostnað af 320 þúsund krónum sem hún fékk greiddar árið 1994 fyrir vinnu sína hjá Markaðs- mönnum. Álfhildur stóð alla tíð í þeirri meiningu að um væri að ræða venjuleg laun. Upphæðin hefði með réttu átt að koma fram á skattframtali fyrir árið 1994. Það gerir hún hins vegar ekki en skýtur upp kollinum 1997, þá strax komin í lögfræðingsinn- heimtu og með dráttarvöxtum frá ár- inu 1994. Álfhildur vann hjá Markaðsmönn- um árið 1994 við simasölu. Starfstim- inn varð á níunda mánuð og fékk hún greiddar 320 þúsund krónur samtals. Samkvæmt munnlegu samkomulagi við Hrannar átti Álfhildur, eins og henni skildist, að fá greidda ákveðna fasta upphæð á mánuði og síðan prósentur af sölu sem færi fram yfir ákveðna upphæð. Hún kveðst hafa margsinnis spurt Hrannar hvort HrannarB þetta væru laun Arnarsson. eða verktaka- greiðslur en Hrannar jafhharðan eytt því og sagt að um væri að ræða „greiðslur". Álfhildur segist hafa fengið þessar greiðslur mánaðarlega og Hrannar hafi aldrei krafið hana um reikning á móti þeim, hvað þá sundurliðaðan virðisaukaskattsreikning. Hún hafi hins vegar kvittað fyrir móttöku þeirra á kvittanaeyðublað frá Hrann- ari. Hún hafi heldur aldrei fengið neina launamiða og þess vegna litið svo á að hún þyrfti ekki að gefa greiðslurnar upp til skatts og því ekki gert það. „Ég beið því átekta með að gefa greiðslumar upp árið 1995 enda hafði ég ekkert í Andrésdóttir. höndunum um það hvers konar greiðslur þetta væru: verktakagreiðsl- ur, hrein og klár laun, eða hvað? Það gerðist heldur ekkert árið 1995 sem þýddi í mínum huga að hann hefði ekki frekar en ég gefið peningana upp til skatts. DV náði ekki tali af Hrannari í gærkvöldi en í síðustu viku sagði hann, aðspurður um málið, að hann hefði engum greitt fóst laun. Allir starfsmenn hans hefðu verið og væru verktakar og sæju sjálfir um að greiða skatta og launatengd gjöld af tekjun- um. Krafa tollstjóra á hendur Álfhildi er í stórum dráttum þannig: 77.117 kr. eru virðisaukaskattur. Þar til viðbót- ar koma dráttarvextir, 59.316, og loks lögfræðingskostnaður, 12.716. Samtals eru þetta tæplega 160 þúsund kónur. Þessu til viðbótar er Álfhildur krafin um tryggingargjald upp á 19.422 krón- ur og dráttarvexti af því upp á 10.193 kr. og loks tekjuskatt upp á 86 þúsund krónur þannig að þegar allt er lagt saman heimtar skatturinn nú tæplega 265 þúsund krónur af 320 þúsund kall- inum þannig að lítið er eftir af vinnu- tekjunum hjá Markaðsmönnum árið 1994. „Mér hefur tekist að greiða heil- ar átta þúsund krónur inn á skuldina. Að öðru leyti er sýslumaðurinn í Reykjavík á eftir mér út af skuldinni og hótar uppboði á eigum mínum í hverri einustu viku.“ -SÁ Veðrið á morgun: Mildast sunnan- lands Á morgun er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt og skýjuðu með köflum. Hiti verður 4 til 10 stig, mildast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 53. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PO RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.