Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 18
8 mennmg ★ ~w MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 JLlV Andað á sofinn streng ps ... Frá og með árinu í ár bætast við ný norræn menningarverðlaun. Það er Camegie-fjárfest- ingarbankinn sem stofiiar til þeirra og veitir þau fyrir norræna málaralist. Camegie-listverðlaunin verða árleg og þrí- þætt: listsýning sem fer um öll Norðurlönd, listaverkabók og verðlaun. í dómnefnd em fimm safhstjórar á Norðurlöndum, meðal þeirra einn íslendingur, Bera Nordal forstöðu- maður Malmö Konsthall. PS sér ástæðu til að fagna þessum tímamót- um og hrósa þeim sem hér eiga hlut að máli. Eitt það skynsamleg- asta sem gert hefur verið í nor- rænu samstarfi er að veita bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs; þau vekja áhuga langt út fyrir Norðurlönd, og það er gott til þess að hugsa að myndlistin fái líka vettvang þar sem skipulega er stað- ið að kynningu á því besta sem gert er á þessu heimshomi. Til hamingju, Iðnó Gamla Iðnó hefúr aftur opnað sínar gáttir fyrir menningaráhuga- fólki eins og verið hefur í fréttum. Húsið er orðið eins og fegursta marsipan-brúð- kaupsterta og yndi aö ganga þar um sali. Við- ar Eggertsson lét að því liggja í viðtali hér í blaðinu opnunardaginn að kannski væri lítið eftir af sögu húss þegar búið væri að byggja það upp á nýtt - erum við ekki bara komin aft- ur til 1897? En þá það. Aðstæður voru að ýmsu leyti frumstæðar þetta kvöld; aöeins var gengið öðrum megin inn og út úr salnum þannig að mikil þröng myndaöist í hléinu og eftir sýningu. Og enn era gömlu grænu Iönó sætin í salnum (sag- an?), nýir stólar koma seinna. Erumsýningin í húsinu á Únglíngnum í skóginum bar merki þess að menn hafi þurft að flýta sér þvf iðnað- armennimir vora tregir til að fara - enda eðli- legt, er þetta ekki þeirra hús? Nú bíðum viö hara spennt eftir dagskránni: Hvað gerist næst í Iönó? Bókin sigrar fjölmiðlastríðið Einn af tónlistar- viðburðum á Lista- hátíð í Reykjavík er tónleikamir Straumar þar sem Martial Nardeau og félagar leika tónlist frá ýmsum heims- hlutum. Meðal at- riða þar er frum- flutningur á nýju tónverki eftir Jón Nordal; svo splunkunýju að hann var ekki alveg húinn með það þeg- ar viðtalið var tekið í síðustu viku og var kominn með sam- viskubit. „Það er nú ekki auðvelt fyrir hljóðfæraleikarana að fá verkið svona seint," segir hann, „en maður ræður ekki almennilega við þetta. Það er eitthvað sem fer í gang innan í manni og meðan það er ekki komið í gang gerir maður ekkert af viti.“ Hljóðfæraleikar- amir sem ætla að frumflytja verk Jón Norda| tónskáld. Jóns era engir aukvisar. Hann semur þaö I tilefni af tíu ára afmæli Tríós Reykjavíkur sem er skipað þeim Guðnýju Guömundsdóttur, Gunnari Kvaran og Peter Maté. „Ég kalla það „Andað á sofinn streng," segir Jón. „Þetta er mjög hljóðlátt verk, í einum kafla - eiginlega er vögguljóðsblær yflr því.“ Titillinn er líka tilvitnun í ljóð - „ekki gæti ég sagt svona sjálfur," segir tónskáldið hógvært. Línan er úr Ijóðinu „Gott þeim sem bíður“ eftir Snorra Hjartarson úr bók- inni Hauströkkrið yflr mér. Yfir austurfjöllum bíöur fölur dagmáni kvölds Bíöur ung kona þess aö unnustinn fari eldi um hvítt land sitt Blöur skáld þess aö andaö sé á sofinn streng svo hljómar hans vakni. Gott þeim sem bíöur þess aö gefa og njóta. „Þetta gefur blæinn á verkið,“ segir Jón. - Hvemig koma tón- amir til þín? „Það get ég ekki sagt. Ætli nokkur geti skýrt það? Þetta er svo afstrakt. Oft nota ég hljóðfæri - spinn á pí- anó - enda er ég gamall píanisti, það er minn miðill." - En hvenær kom Snorri Hjartarson inn í verkið - strax í upp- hafi? „Nei, reyndar ekki,“ svarar Jón. „Ég hef DV-mynd GVA stundum notaö tilvitn- anir í Ijóö ef ég hef vilj- að gefa eitthvert andrúmsloft og hjálpa fólki til að ná tengslum við tónlistina. Sumum fmnst þaö gott. Oftast set ég þá nafliiö eftir á en í þetta skipti kom það fyrr en venjulega og hafði þess vegna meiri áhrif á mig og hvem- ig verkiö varð.“ „Andað á soflnn streng“ er 10-15 mínútna langt og verður frumflutt á miðnæturtónleik- um í Iðnó 20. maí, kvöldið fyrir uppstigning- ardag, kl. 23. Tónleikamir verða endurteknir kl. 17 sunnudaginn 24. maí á sama staö. Camegie-listverðlaun Ákaft fagnað Samkvæmt áætlun átti það að vera Ole Christian Ruud sem stjómaði Sinfóníu- hljómsveit Islands á tónleikum þeim sem helgaðir yrðu tónlist Beethovens. En svo varð ekki. Tónleikar þessir vora haldnir síöastliðið flmmtu- dagskvöld og það var Gerrit Schuil sem hélt á sprotanum. Hann hafði tekið að sér það erfiöa verkefni að hlaupa í skarðið með stuttum fyrirvara. Ein- leik á píanó lék Bella Davidovich en konsertmeistari var Guðný Guðmundsdótt- ir. Eins og áður sagði vom tónleikarnir helg- aðir Beethoven. Verk- in vora þrjú. Fyrst for- leikurinn að Egmont, þá píanókonsert nr. 3 í c-moll og loks sinfónía nr. 6, sú sem kölluð hefur verið Pastoral. Salurinn var fullur af fólki og eftirvænting rafmagnaði loftið. Forleikurinn rann ljúflega niður. Margt hljómaði þama fallega þó svo að örlítið væru sum augnablikin klossuð. Ekki tókst að gera forleikinn nema í meðallagi áhugaverðan þrátt fyrir að jafnaði góðan leik og túlkun, til þess er verkið einfaldlega of bragðlítið. Það er erfitt að skálda eitthvað inn i verk frá þessum tíma sem er ekki þar. Píanókonsertinn glæsilega flutti ásamt hljómsveitinni píanóleikarinn Bella Dav- idovich, reyndur einleikari sem tónleikagest- ir þökkuðu að loknum flutningi með dynj- andi lófataki. Túlkun hennar var þó að mörgu leyti sérstæð. Hún valdi mjög hæg tempo og sýndi þar með ekki alveg sams kon- Bella Davidovich - túlkun hennar á Beethoven var afar sérstæð. ar glans og menn eiga kannski að venjast. Ef hlustandi gat vanist hraðavalinu þá var eftir að taka inn hina fjölbreyttu útmálun hennar Tónlist á einstökum stefjum Beethovens. Lýrísk stef fengu sérstaka meðferð þar sem tónarnir gátu birst mjög aftarlega í slaginu og bundust sterkt. Tónninn hljómaði þá líkt og stæltur en ofurmjúkur dansari í hægri hreyfmgu. Brotnir hljómar og skalar fengu hins vegar marg- ir nokkuð vélræna meðferð, eins og hráir. Leikur hennar hljómaði í heild ömggur og mjög persónuleg- ur. Svona túlkun gleymist seint og venst kannski aldrei. Stjórnandi stýrði hljómsveit- inni af öryggi og var leikur hennar góður. Gerrit Schuil þekkja orðið marg- ir hér fyrir vand- aðan píanóleik. Það kom því fólki, sem til tónlistar- flutnings hans þekkir, ekki á óvart hversu næm tök hans vora á tónlistinni. Sjötta sinfónía Beethovens verður að teljast með alvinsælustu hljómsveitarverk- um. Það er ekki auðvelt að túlka slík verk fyrir kröfuharða áheyrendur sem sjálflr eiga kannski eina eða tvær glimrandi upptökur af verkinu heima. En honum tókst að gæða verkið öllu því lífi og þeim litum sem því hæfðu best. Hann fór ólýsanlega vel með fln- leg blæbrigði og alúðin, sem lögð var í túlk- unina, skein í hverri hendingu. Hans hárflna tímaskyn er ómetanlegur hæfileiki sem lyftir tónlistarflutningi upp í þær hæöir sem við sjaldan fáum aðgang að. Þannig varð til dæm- is flutningurinn á öðram kafla verksins hreint stórkostlegur. Þetta skynjuðu áheyr- endur og fögnuðu í lokin stjómanda og flytj- endum ákaft. Orðm hér fyrir ofan era tilvitnun í einn þekktasta bókaútgefanda Dana, Jarl Borgen. I tilefhi af fimmtugsafinæli forlagsins síns gaf hann út bókina Forlæg- gersnak sem Politiken fúllyrð- ir að sé besta lýsing sem til sé á dönsku á bókaútgáfú sem lífshættulegri og lífsnauðsyn- legri list til að lifa af. Jarl Borgen heldur því fram að árásir nýrra fjölmiöla hafi fram að þessu reynst vera innantóm hótun sem aðeins hafi treyst bókina í sessi sem fjölmiðil númer eitt og þann sem aðrir fjölmiðlar byggja á. Óróleikinn hefúr þó i for með sér að bókabransinn verður að tileinka sér sveigjanleika og fagmennsku, segir hann, og stýra amatörrithöfúndum og „hálfhæfileika- fólki“ yfir í önnur hom á orðasviðinu. Næturlíf bókamanna Eitt dæmi um nýjan sveigjanleika bóka- manna er afgreiðslutími bókabúða í stórborg- um austan hafs og vestan. Áður hafa komið til tals vinsældir bókabúða í New York seint á kvöldin og í vikunni sem leið var grein í Week- endavisen um bókabúðir í París sem hafa opiö til miðnættis og era afar vinsælir skemmti- staðir nátthrafna með bókadellu. í greininni segir nákvæmlega frá nokkrum bókabúðum sem veita þessa þjónustu, hvar þær era, hvaða vöra þær sérhæfa sig í og hvemig viðmót afgreiöslufólksins er. Einnig segir frá viðskiptavinunum og að hvaða leyti þeir era ólíkir „dagfólkinu". Nú flissa ekki unglingar yfir nýjustu poppblöðum, nú kemur enginn að kaupa bréfaldemmur og heftara, nú kemur fólkið í hverfinu til að velja sér hók í bólið og margir kíkja í bók um leið og þeir fá sér kaffi í bókakaffinu sem er hluti af bókabúð- inni. Flestir koma meira til að upplifa og njóta en kaupa. í Reykjavik er eitt bókakaffi, Súfistinn í Bókabúð Máls og menningar, en búðin og kaffihúsið hafa aðeins opið til tíu á kvöldin. Þar er talsvert verslað en margir koma líka til að skoða 1 friði og ró - eins og í París. Til stendur að hafa opið til ellefu á kvöldin í sum- ar eins og í fyrra - það gafst vel þá og var vin- sælt meðal ferðamanna. Kannski teygir sú regla sig fram á næsta vetur...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.