Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 15 í háum söðli Meöan þjóöin kýs yfir sig misvitra og duglitla alþingismenn veröur hún aö sitja uppi meö þá og gera sér þá aö góöu, segir m.a. í grein Sigurðar. - Viö kjörkassann. Fyrir hálfum öörum áratug hafði virtur og gróinn opinber embætt- ismaður það til marks um vafasamt umboð mitt til að viðra einka- skoðanir á mönnum og málefnum i fjölmiðlum, að ég væri embættis- laus. Bólaði þar á því rótgróna og almenna viðhorfi, að embætti, ekki síst fm embætti, hefðu í sér fólginn ein- hvern óskilgreindan töframátt sem sjálfkrafa gæddi menn hæfileik- um og áhrifavaldi sem embættislausir menn gætu ekki státað af. Varla verður því neitað, að fín embætti færi mönnum áhrif og völd sem beita má til góðs jafnt sem iUs, en hvort þau tryggja mönnum þroska eða andlega yfirburði, er aftur annar handleggur. Há embætti smækka lítil- siglda menn Sannleikurinn mun vera sá, að það er einkennilega fátítt að há embætti stækki menn eða efli. Hitt er miklum mun tíðara að stór embætti smækki menn, afhjúpi takmarkanir þeirra og vanmátt. Þessu má kannski líkja við það, að smávaxnir menn kaupi sér of stór föt til að sýnast meiri á velli en þeir raunverulega eru. Nefna má fjölmörg dæmi þess að menn kom- ist til metorða, venjulega í krafti ættartengsla eða flokkshollustu, en reynist, þegar á hólminn kemur, í engum skilningi þeim vanda vaxnir að axla ábyrgðina sem upphefðin legg- ur þeim á herðar. Segja má að þetta hafi verið átumein íslensks samfélags um áratuga skeið, og verður víst seint metinn efnalegur og menningarlegur skaðinn sem af því hefur hlotist. Ein afleiðing þessarar frumstæðu dillu er vaxandi atgervis- flótti: ungt og hæfi- leikaríkt fólk, sem ekki á sér bakhjarl í stjórnmálaflokkum eða ættar- tengslum, nennir ekki að glíma við kolkrabbann og flýr land tug- um og hundruðum saman. Æviráöning er firra Að sönnu hefur ástandið heldur skánað miðað við það sem var fyr- ir þremur áratugum eða svo. Þá voru til dæmis allir forstöðumenn opinberra menningarstofnana æviráðnir, með þeim afleiðingum að þær stöðnuðu og stirðnuðu, hjökkuðu í sama farinu og vörðust ferskum hug- myndum og ný- stárlegum vinnu- brögðum einsog bakteríur hreinu lofti. Síðan hefur sú regla verið upp tekin hjá nokkrum menn- ingarstofhunum að ráða forstöðu- menn til ákveðins tíma og gefist vel. Reglan ætti að gilda um allar menningarstofnanir og raunar öll opinber embætti, enda vandséð hversvegna forstjórar opinberra stofnana'éigi að njóta ævilangs ör- yggis, hvemig sem embættis- færslu þeirra er háttað, umfram ráðna forstöðumenn einkafyrir- tækja. Sú röksemd að löng starfs- reynsla vegi þyngra en nýtt blóð og ferskar hugmyndir er firra sem allar mosagrónar stofnanir á ís- landi eru til vitnis um. Æviráðn- ing leiðir í langflestum tilvikum til makræðis, sljóleika, stöðnunar og fjandskapar við nýjungar. Mannúðarráðstöfun í rauninni mundi það jafngilda mannúðarráðstöfun að leysa hátt- setta og duglausa embættismenn frá störfum og skipta þeim út eftir hæfilega setu í embætti, meðþví þeir hljóta margir hverjir að finna sárt til vanmetakenndar yfir að vera ekki starfi sínu vaxnir. Þeir sem eru svo sljóir eða staðnaðir, að þeir finna ekki til vanmáttar- ins, ættu að fá lögboðna hjálp til að átta sig á aðstæðum. Hinsvegar vandast málið þegar sögunni víkur að misvitrum og duglitlum alþingismönnum og ráð- herrum. Meðan þjóðin kýs slíka yflr sig, verður hún vísast að sitja uppi með þá og gera sér þá að góðu! Sigurður A. Magnússon Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „í rauninni mundi það jafngilda mannúðarráðstöfun að leysa háttsetta og duglausa embættis■ menn frá störfum og skipta þeim út eftir hæfilega setu í emb- ætti...u Fordómar og fáfræöi - ekki til góös fyrir neinn Eftir að hafa hlustað á pistla i útvarpi landsmanna og lesið greinar í dagblöðum rann það upp fyrir mér að fólk sem er að gefa sig út fyrir að hafa skoðanir á málum samfélagsins verður að kynna sér mun betur þá málaflokka sem það er að hafa skoðanir á. Góður árangur Efnið sem þetta fólk var að reyna að tala og skrifa um er og hefur verið til langs tíma „inn“ hjá öllum pólítískum flokkum svo og öörum en það er vímuefna- neysla ungs fólks og meðferð á ungum vímuefnaflklum og for- varnir. Allir ætla að beita sér fyrir því að mikið verði gert, mikið fram- kvæmt, mikið tekið til hendi, mik- ið sameinast, o.fl. o.fl. Menn belgj- ast út af eldmóði rétt fyrir kosn- ingar og ætla að gera mikið, setja peninga í þennan málaflokk ung- um fíklum til bjargar. Alveg frá því árið 1978 hefur SÁÁ sinnt meðferð á ungu fólki með góðum árangri. Margir ungir einstaklingar og þeirra fjölskyldur lifa góðu lífi í dag vegna þeirrar fjölbreyttu meðferðar sem SÁÁ hefur upp á að bjóða fyrir ungt fólk. Meðferð á ungum vímuefnafikl- um hefur verið að þróast hjá SÁÁ með árunum og er svo komið að í dag er þörfum ungra fikla mjög vel sinnt hjá SÁÁ. Sjúkrahúsið Vogur sér um afeitrun og greiningu á þeim sjúklingum sem þangað leita en þar er fjöl- breytt hópur sér- fræðinga sem metur meðferð- arþörf þeirra sem þangað leita eftir aðstoð. Sér- fræðingahópur- inn, sem i eru læknar, hjúkr- unarfólk, ráð- gjafar, sálfræðingar og geðlæknar vinna saman að meðferöarferlinu og velja úrræði sem henta fyrir hvem og einn. Úrræði fyrir unga vímu- efnafíkla hjá SAÁ 1. Afeitrun og greining. Sjúkra- húsið Vogur. 2. Endurhæfing. Vík Kjalamesi (sérstök meðferð fyrir stúlkur undir 19 ára). 3. Endurhæfing. Staðarfell í Döl- um. (sérstök meðferð fyrir imga menn, 19 ár og yngri). 4. Göngudeildar- meðferð og fjölskyldu- meðferð í Rvík og Ak- ureyri. 5. Sérstök hópmeð- ferð fyrir foreldra ungra fíkla. 6. Áfangahús. 7. Félagsmiðstöð. Á árinu 1997 leituðu 206 einstaklingar und- ir 20 ára aldri til SÁÁ og óskuðu eftir með- ferð. Margir komu að tilstuðlan annarra ungra vímuefiiafíkla sem vom i bata eftir meðferð hjá SÁÁ . Brottfall ungra vímuefnaneytenda úr meðferð hjá SÁÁ er hlutfallslega minni heldur en hjá þeim fullorðnu og er það góð vís- bending um að þeir fái meðferð við hæfi. Og þeir sem ekki ná þeim árangri sem er ásættanlegur leita aftur meðferðar hjá SÁÁ. Álag á fjölskyldur ungra vímu- efnaneytenda er mjög mikið og finnst ástvinum stundum ekkert ganga og að enginn sé að gera neytt. Þegar manni líður illa og er horfa á son sinn eða dóttir þjást í neyslu vímuefna er erfitt að vera annað en örvænting- arfullur og ráðvilltur. En þegar meðlimur úr fjölskyldunni verður fyrir því að verða vímuefhafíkill verður fjölskyldan og samfélagið að slá um þann veika skjaldborg og koma honum til hjálpar. Það er hlutverk og skylda fjölskyldunn- ar og samfélagsins. Vil ég benda þeim pistla- og greinahöf- undum og þeim borgarstjórnar- og stjórnmálamönnum sem ætla sér að hafa á þessu skoðanir og fjalla um málin að vinna betur sína heimavinnu, leita upplýsinga og lesa ársskýrslur. Það er ekki gott að fólk sem er að fjalla um þennan heilbrigðisvanda af fáfræði og þekkingarleysi veljist til forystu i samfélaginu. Það hjálpar engum, hvorki þeim ungu vímuefnaflklum né þeirra ástvinum, að vera með fordóma og tala og skrifa af fáfræði um þenn- an heilbrigðisvanda. Það getur beinlínis komið í veg fyrir að brugðist sé rétt og fljótt við vand- anum. Sigurður Gunnsteinsson „Meöferð á ungum vímuefnafíkl- um hefur verið að þróast hjá SÁÁ með árunum og er svo komið að í dag er þörfum ungra fíkla mjög vel sinnt hjá SÁÁ.U Kjallarinn Sigurður Gunnsteinsson dagskrárstjóri - áhuga- maður um heilbrigði ungs fólks Meö og á móti Eru það náttúruspjöll að nýta Skógafoss í breska bjórauglýsingu?? Saga Film nýtur trausts „Þetta var skriflegt erindi frá Saga Film sem við fjölluðum um eins og okkur var ætlað að gera. Auðvit- að er verið að breyta ásýnd fossins í ákveðinn tíma og sjálf- sagt að gagn- rýna það en við verðum í þessu sem öðru að reyna að sigla með- alveginn. Upphaflega var áætlað að vera á svæðinu í allt að tvær vikur en við höfnuðum því og fengum það stytt í fimm daga. Starfs- menn Saga Film telja sig geta tryggt að það verði engin spjöll á náttúrunni við þessar tökur og við erum meö eftirlitsmann á staðnum sem fylgist gramit með gangi mála og því að allt fari fram eftir settum reglum. Ef svo ólíklega vill til að ein- hver slys henda, þá höfum við tryggingu fyrir því að sá skaði verður bættur að fullu. Annars nýtur Saga Film ákveðins trausts hjá okkur því starfs- menn þess hafa ávallt gengið vel um þau svæði sem fyrir- tækið hefur myndaö." Árnl Bragason, for- stjóri Náttúru- vorndar. Geta orð- ið slys „Það er ekki gott að nota náttúruperlur landsins í þess- um tilgangi. Skógafoss er fal- legasti foss landsins en við hann er líka við- kvæmur gróður sem nauðsynlegt er að passa að verði ekki skemmdir á. . . . Vlgffus Andresson, Natturu- bóndi í Berjanesi. vemd er með eftirlit á staðnum og ekkert nema gott um það að segja, en sú almenna regla ætti að vera til staðar að fara varlega í svona lagað, hvort sem er verið að tala um Skógafoss eða eitt- hvað annað. Að vera hreinlega ekki að selja náttúruperlur okkar á þennan hátt. Þaö er ekki hægt að verðleggja nátt- úruperlur ef þær eru eyðilagð- ar. Ég gekk fram á Seljavalla- laug í fyrra þegar tökum á at- riði úr mynd Hrafns Gunn- laugssonar var nýlokið og mér þótti nóg um. Það tók mig þrjá daga að hreinsa til eftir þá myndatöku. Dæmin sanna að þrátt fyrir strangar reglur þá geta orðið slys sem ég vona innilega að verði ekki við Skógafoss.“ -þhs Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.