Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 30
38 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Líkt eftir aðstæðum við Miklahvell Eðlisfræðingar við Columbia- háskóla í New York tóku nýlega í notkun ofurtölvu sem nota á til að llkja með tölum eftir aðstæð- um sem ríktu við Miklahvell sem almennt er talinn marka upphaf alheimsins. Þótt Miklahvellskenningin sé alla jafna notuð til að skýra upp- haf alheimsins eru til vísinda- menn sem bera brigður á hana. í fyrra greindu tveir bandarískir vísindamenn útvarpsbylgjur frá 160 flarlægum stjörnuþokum og uppgötvuðu frávik sem bentu til að þensla alheimsins, sem Mikli- hvellur kom af stað, væri ekki alls staðar eins. Rannsóknin á að standa yflr í fimm ár, að því er eðlisfræðipró- fessorinn Norman Christ segir. > aboðefni eilanum Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað nýtt taugaboð- efni í heilanum sem hefur áhrif á hvað við borðum mikið. Þeir segja að uppgötvunin kunni að leiða til framleiðslu enn einnar megrunarpillunnar áður en lýk- Nýja taugaboðefnið fannst þegar Mike Kuhar og félagar hans við Emoryháskóla í At- lanta voru að rannsaka kókaín. Taugaboðefni flytja boð milli heilafrumna og vitað er að nokkur þeirra hafa áhrif á mat- arlyst okkar. * Hópur Kuhars hefur til þessa aðeins unnið með rottur og rott- ur bregðast oft öðruvisi við en menn í rannsóknum sem þess- um. Þegar taugaboðefninu, sem hefur fengið skammstöfunina CART, var sprautað í heila heil- brigðra rottna átu þær 30 pró- sentum minna. Andoxunarefni góð i fyrir lungun Það getur borgað sig að borða mat sem inniheldur gnótt svo- kallaðra andoxunarefna. Þau bæta nefnilega starfsemi lungn- anna. Andoxunarefnin er meðal annars að finna I dökkgrænum, gulum og appelsínugulum ávöxtum og grænmeti. C- og E- vltamín eru einnig andoxun- arefni. Já, munurinn á lungnastarf- semi manns með mikið af andoxunarefnum í sér og þess sem hefur lítið er ámóta og munurinn á lungnastarfsemi manns sem ekki reykir og stórreykingamanns. Lungnastarfsemin sem hér um ræðir miðast við hversu *■ miklu lofti einstaklingurinn getur blásið úr lungum sínum. Andoxunarefnið beta karótín gerir þeim sem ekki reykja meira gagn en þeim sem reykja, en C- og E-vítamín koma báðum hópum að jafnmiklu gagni. fjJJ Vísindam ráðþrota gagnvart lífslíkum mannfólksins: Lifum ekki að ei- lífu en samt eru engin takmörk Öll eldumst við, víst er það, og verðum sífellt eldri. Nú er líka svo komið að lífslíkur okkar aukast hraðar en vísindamenn geta út- skýrt. „Mennirnir geta ekki lifað að ei- lífu en í raun eru engin takmörk," segir Thomas Johnson, prófessor í atferliserfðafræði við Coloradohá- skóla í Boulder. Johnson þessi er i hópi vísinda- manna frá ýmsum stofnunum í Bandaríkjunum, Evrópu og Mexíkó sem komust að því að fimmtán af hundraði íbúa heimsins árið 2025 verða sextugir eða eldri. Að því er fram kemur í grein í tímaritinu Sci- ence voru sextugir og eldri aðeins níu prósent ibúa heimsins árið 1997. Vísindamennimir, undir forustu James Vaupels við lýðfræðirann- sóknarstöð Max Plank stofnunar- innar í Rostock í Þýskalandi, rann- sökuðu lífslíkur fólks í iðnríkjunum og þróunarríkjunum. Þeir notuðu sérstaka tækni þar sem blandað er saman líffræði, lýðfræði og tölfræði. Þegar öllum gögnum hafði verið safnað saman kom i ljós að þau lönd sem áttu von á að hafa flesta íbúa yfir sextugu voru Japan og Italía, með 33 prósent hvort land. Árið 2025 verða 32 prósent íbúa Þýskalands sextug og eldri, 29 prósent Svía og 25 prósent Bandaríkjamannna. í fyrra voru sextugir og eldri sautján prósent íbúa Bandaríkjanna. í þróunarlöndum á borð við Ind- land og Mexíkó er búist við að áður- nefndur aldurshópur verði orðinn að minnsta kosti tólf prósent undir lok fyrsta fjórðungs næstu aldar. Þetta skýrist að hluta til af því að barnasprengjukynslóðin svokallaða verður farin að eldast, læknisþjón- usta verður sífellt betri og sömuleið- is mataræðið. Fleira kemur þó til, segja vísindamennimir: Ef fólk lifir fram á elliárin hefur það tilhneig- ingu til að tóra og tóra, einkum kon- urnar. „Frá því snemma á áttunda ára- tugnum hefur dánartíðni kvenna í Japan lækkað um þrjú prósent á ári meðal þeirra sem komnar em á ní- ræðisaldurinn og tvö prósent hjá þeim eru á tiræðisaldri," segja vís- indamennimir í skrifum sínum. Þeir komust einnig að því að fjöldi þeirra sem ná því að verða hundrað ára í hinum ýmsu iðnríkj- um hefur tvöfaldast á hverjum tíu árum frá 1960. Vísindamenn standa ráðþrota frammi fyrir þessu. Kannski á erfðafræðin þarna hlut að máli eða áunnir eiginleikar, eins og betri næring. En þetta á þó ekki aðeins við um mánnfólkið. Vespur lifa einnig lengur, ein tegund þráðorma og fjórar tegundir ávaxtaflugna. Jafnvel bflar era langlífari. Vísindamennirnir leiða að því líkum að einhver æðri ferli, til dæmis stærðfræði, ráði þessu. Áð- urnefndur Thomas Johnson hefur hins vegar reynt dálítið sem allt að því tvöfaldar lífslíkur þráðormanna. Hann fjarlægði úr þeim ákveðið gen sem kallast ag-1. Hann áformar að reyna þetta næst á músum. HEIMURINN ELDIST Búist er við að öldruðum muni fjölga mjög á næstu 25 árum. Það mun skapa ójafnvægi þar sem unga fólkið verður að leggja meira á sig til að ala önn fyrir hinum eldri, að því er Alþjóöaheilbrigöisstofnunin (WHO) segir i nýlegri skýrslu. ALDURSSAMSETNING OG LÍFSLÍKUR VIÐ FÆÐINGU íbúar heimsins (mllljaröar) ... Aldurssamsetrjing Eldrien65ára 5% Lifs- líkur viö fæöingu Meiri en 60 10 8 6 4 2 0 1955 ÍBÚAR, 65 ÁRA OG ELDRI, ÁRIÐ 1997 96% 32% Minni en 60 68% 6% ÍT 47% 47% 5^ Vy . fC. " .v w * . f -Nvr. m SKYRINGAR. Qundir10% \ □ 10%-19% \>VA.< V J ; 7 V, " V / \ rj WvT:- ^ ÍBÚAR, 65 ÁRA OG ELDRI, ÁRIÐ 2025 V\ SKÝRINGAR. Q Undir 10% \ Q 10%—19% ■ 20% eða meira . / m yv\\ \ / ... V fj / Heimild: The World Health Report 1998, WHO Leitað að loftsteinsbrot- um á Grænlandi í sumar Danskir vísindamenn halda í leiðangur tii Grænlands i júlí í sumar til að leita að brotum úr loftsteini sem féll til jarðar í des- ember síðastliðnum. Vonir eru bundnar við að loftsteinsbrotin veiti einhverja innsýn í hvernig sólkerfi okkar varð til. „Þetta var logandi hnöttur sem lýsti upp himininn og féll í brot- um yfir suðvesturhluta ísbreið- unnar á Grænlandi," segir í yfir- lýsingu frá stjarnvísindadeild Tycho Brahe-stjörnusalarins í Kaupmannahöfn. Stjörnufræðingurinn Lars Lindberg Christensen, einn vænt- anlegra leiðangursmanna, segir að líkast tfl hafi loftsteinninn, sem féll niður á Grænlandi, verið á stærð við einkabíl. „Við teljum að þetta hafi verið mjög stór loftsteinn," segir Christensen. Á jörðinni hafa fundist leifar meira en tiu þúsund loftsteina. Grænlenski loftsteinninn hefur hins vegar þá sérstöðu að fjöldi manns sá hann falla til jarðar. Vísindamenn Tycho Brahe- miðstöðvarinnar hafa undir höndum meira en eitt hundrað skýrslur frá sjónarvottum og þriggja sekúndna myndbands- upptöku, auk gagna frá gervi- hnetti bandaríska hersins sem sýna hrap lofsteinsins I gegnum gufuhvolf jarðar. Christensen segir að til þessa hafl aðeins verið hægt að reikna út sporbaug fjögurra loftsteina á leið til jarðar. Háþróaðri tölvu- tækni er nú beitt við að reikna út sporbaug loftsteinsins sem féll niður á Grænlandi. Þar sem lofsteinninn féll niður á ishelluna er reiknað með að hann sé „ómengaður", ólikt því sem gerst hefði ef hann hefði lent í skóglendi eða á ræktarlandi. Næsta víst er talið að bergteg- undin í steininum sé ólík öllum sem fyrirfinnast á jörðu. „Brotin geta geflð okkur vís- bendingar um tilurð sólkerfis- ins,“ segir Christensen. Fjórir menn verða í leiðangrin- um. Auk Christensens verða þar heimskautafræðingur, rafeinda- verkfræðingur og fjallgöngumað- ur. Leiðangursmenn áætla að dvelja flórar vikur á Grænlandi. Loftsteinsbrotin sem finnast verða síðan rannsökuð á jarð- fræðisafninu í Kaupmannahöfn. Sæhestum fer fækk- andi í höfunum Áhugamenn um sæ- hesta, sem leggja leið sína til Chicago á næstunni, ættu að bregða sér í Shedd- sædýrasafnið þar i borg og virða fyrir sér hvorki fleiri né færri en tuttugu mis- munandi tegundir þessa skemmtilega dýrs. Minnsti sæhestur- inn er tveggja og hálfs sentímetra langur og sá stærsti þrjátíu sentimetra langur. Forráðamenn safnsins vilja með sýningunni vekja athygli á því að sæhestum hefur fækkað mjög í höfunum vegna ofveiði. Sæhestar eru nefnilega mjög eftirsóttir í hefð- bundna lyflagerð i Austurlöndum og á Vesturlöndum vilja margir hafa þá sem gæludýr í búri. „Sóknin er meiri en stofninn þol- ir,“ segir James Anderson, sýningar- stjóri hjá Shedd-sædýrasafninu. Kínverjar nota lyf úr sæhestum til að meðhöndla öndunarerfiðleika, hjartveiki og getuleysi. Sérfræðingar telja að stofn sæ- hesta í höfunum hafi minnkað um helming á undanfomum árum vegna ofveiði, einkum með fram ströndum Asíulanda. Sæhestaeldi er á frumstigi og vandinn þar er að sjá dýranum fyrir lifandi fæðu. Sæhestar lifa á örsmá- um lífverum og á meðan á sýning- unni í Shedd-sædýrasafninu stendur sjá tvær manneskjur um þennan sér- staka mat dýranna. Fyrir þá sem ekki vita skal tekið fram að það eru karldýrin sem verða „ólétt" og ganga með ungana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.