Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Sérstaka síðu tileinkaða hinu fræga málverki Edvards Munchs, Ópinu, er að finna á http://www.redsword.com/ gps/ Nýir kennarar Heimasíða með leiðbeiningar fyrir fólk sem er að stiga fyrstu sporin í kennslu er á slóðinni http://www.geocities.com/ Athens/Delphi/7862/ 1 1 Tónlistartilvitnanir Krakkar geta skrifað skondna hluti í ritgerðum sín- um. Nokkrar slíkar setningar um klassíska tónlist er að finna á http://www.realism. com/Pierce/quotes.htm Liam Neeson Hinn heimsþekkti írski leikari, Liam Neeson, á sér marga aðdáendur og einn þeirra er með heimasíðu um kappann á slóðinni http:// www.geocities.com/ Holly- wood/Set/1556/index. html Kynlíf og Netið Á Netinu eru nokkrar síður sem er ætlað að hjálpa mönnum sem hafa of mikla löngum i kynlíf á Netinu. Ein slík er á slóðinni http:// www.soon.org.uk/sex.htm Sjónvarpsþættir Þeir sem hugsa með hlýju til sjónvarpsþátta síðasta ára- tugar geta rifjað þessa tíð upp og hlustað á stef margra þátta á http://www.webhangers. com/~tvthemes/ * GPS-tæki Margir hafa heyrt talað um GPS-tæki án þess að hafa hugmynd um til hvers þau eru. Þeir sem vilja vita það geta skoðað slóðina http:// www.redsword.com/gps/ Rusl Hvað verður um allt ruslið sem við látum frá okkur? Hvemig er hægt að draga úr þessu rusli? Svar við því fæst á http://www.leamer.org/ exhibits/garbage/ Blæðingar Stúlkur sem vilja vita eitthvað um blæðingar og það #- sem þeim tilheyrir geta skoðað http://www.troom. com/calendar/calendar. html Mikið um að vera hjá skrifstofu MIDAS-NET á Islandi: Evrópsk marqmiðlunarverðlaun Evrópsku samtökin MIDAS-NET eru starfandi i flestum löndum Evr- ópu og er tilgangur þeirra fyrst og fremst sá að framkvæma upplýs- ingatækniáætlunina INFO 2000. Sú áætlun gengur út á að koma út efni á nýjum miðlum og stuðla að auk- inni þátttöku í upplýsingasamfélag- inu. Henni á að ljúka í lok næsta árs. MIDAS-NET gerir margt til þess að framfylgja þessari áætlun og þar er skrifstofa samtakanna á íslandi engin undantekning. Að MIDAS-NET á íslandi standa Rann- sóknarþjónusta Háskólans, Samtök iðnaðarins og SÍTF (samstarfsvett- vangur íslenskra tölvu- og íjar- skiptanotenda) og Starfsmenntafé- lagið. Framkvæmdastjóri hennar er Aðalsteinn J. Magnússon. Aðalsteinn segir nokkra aðila sem áhuga hafa á margmiðlun og upplýsingasamfélaginu hafa tekið höndum saman, vitandi það að stofna átti skrifstofu til að styðja við INFO-2000. Verðlaun Meðal þess sem MIDAS-NET ger- ir til að framfylgja þessari áætlun er að efna til eins konar verðlauna- samkeppni í margmiðlun sem á is- lensku bera heitir Evrópsku marg- miðlunarverðlaunin 1998. Þetta er í fyrsta sinn sem slík verðlaun eru veitt. „Hugmyndin að þeim kemur frá Austurríki og markmiðið með þeim er að styðja við bakið á inn- taksefni (content) á nýjum miðlum. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins var fengin til að taka þátt í þessu. Markmiðið er að þessi verð- laun verði veitt árlega og að þau sýni það besta í evrópsku inntaks- efni á nýjum miðlum," segir Aðal- steinn. Starfsmenn MIDAS-NET. Frá vinstri: Hilmar Pétursson Evrópufræðingur, Aðalsteinn J. Magnússon rekstrarhagfræöingur og Helgi Baldvinsson tæknifræðingur. DV-mynd E.ÓI. Frestur til að skila inn tillögum í keppnina rennur út 30. júní. Fyrst verða nokkur verk tilnefnd og er til- nefningum skipt í fimm flokka: Þekking og nám, efling evrópskrar menningar, efling samstöðu litilla og meðalstórra fyrirtækja, efling lýðræðis með margmiðlun og fyrstu skrefin í margmiðlun. Auk þess verða tilnefningar til sérstakra nemendaverðlauna. Tilnefningamar verða til sýnis á bókasýningunni í Frankfurt sem haldin verður í október. Tilkynnt verður síðan um sigurvegara á margmiölunarhátíð og INFO-2000 ráðstefnu sem haldin verður í Vín í desember, reyndar á svipuðum tíma og fundur Evrópuráðsins. Aðstoð til fyrirtækja „Við errnn t.d. með tölvur á bóka- söfnum og hjálpum fyrirtækjum að ná sambandi við hugsanlega við- skiptavini erlendis. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að margmiðl- unariðnaðinn frekar en að gera al- menning að þátttakendum því þátt- takan er tiltölulega góð þar,“ segir Aðalsteinn að lokum. Slóðin á heimasíðu MIDAS-NET á íslandi er http://www.midas.is. Þar verður m.a. hægt að fá frekari upplýsingar um evrópsku marg- miðlunarverðlaunin, sem og aðra starfsemi MIDAS-NET á Islandi og víðar. -HI Menningamet opnað Björn Bjarnason menntamála- ráðherra opnaði á fimmtudag Menningarnet íslands en þetta net hefur verið í undirbúningi síðast- liðin tvö ár. Gunnar Harðarson, stjórnarformaður Menningarnets- ins, sagði við opnunina að hugsa mætti þetta net sem nokkurs konar anddyri fyrir allt sem tengist ís- lenskri menningu hér á landi. Með því á hann við að Netið sjálft geym- ir líklega ekki svo mikið af upplýs- ingum heldur gerir það meira að því að tengja sig við aðrar menn- ingarsíður. Þannig væri hægt að fá á einum stað yfirlit yfir flestallt sem tengdist íslenskri menningu, auk þess sem nokkrar tengingar eru einnig í erlendar siður. Hann tók þó fram að netið væri enn ekki alveg fullbúið og að nýjar upplýs- ingar kæmu þangað inn smátt og smátt á næstunni. Björn sagði í ræðu sem hann hélt við opnunina að nauðsynlegt væri að þessi nýja tækni væri notuð til að halda menningunni á lofti en eins og flestir netverjar kannast við er Björn netvæddast- ur stjórnmálamanna og fór því vel á því að hann opnaði þennan vef. Eins og Gunnar segir er þetta fyrst og fremst anddyri en virðist lita vel út sem slíkt. Þó vill maður alltaf sjá meiri upplýsingar. Sem dæmi má nefna að þegar smellt er á tónlist er þar tenging í vef Sinfóníu- hljómsveitar íslands og íslenska tónverkamiðstöð en vissulega eru fleiri íslenskir vefir til þar sem tón- listin er í hávegum höfð. Auk einstakra listgreina er hægt að tengja sig við söfn, hvort sem þau heita bókasöfn, listasöfn eða handritasöfn. Auk þess eru tenging- ar við menningarstofnanir, sem og á sambærilega menningarvefi er- lendis. Vefurinn i heild er auðveld- ur í notkun og er mikill fengur fyr- ir alla menningaráhugamenn. Slóðin á Menningarnet íslands er http://www.menning.is. -HI Björn Bjarnason opnar Menningarnetið. DV-mynd E.ÓI. 7 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.