Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998
33
Spurt í Garðabæ
Hver verða úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna í
Garðabæ?
Holger Pétur Gfslason, fyrr-
verandi rafvirkjameistari: Ég
vona að D-listinn fái meirihluta.
Annað verður voðaleg hneisa.
Valgerður Ásmundsdóttir
verslunarmaður: Ég held að
hlutfalliö verði svipað og áður.
Ólafur Ólafsson, nemi og hús-
vörður: Ég reikna með að Sjálf-
stæðisflokkurinn vinni. Hann
gerir það alltaf.
Ólafur Rögnvaldsson verka-
maður: Ætli Sjálfstæðisflokkur-
inn vinni ekki miðað við fyrri
reynslu hér.
Magndis Kolbeinsdóttir nemi:
Ég reikna með að D-listinn vinni.
T
Þór Sigurbjörnsson, flugstjóri
og skógarbóndi: Ég vona bara
að íhaldið falli.
DV
Sveitarstjórnarkosrdngar 1998
Bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ:
Að halda „yngra“
og „eldra“ fólkinu
Sjálfstæðismenn í Garðabæ náðu
53 prósenta kjörfylgi þegar síðustu
sveitarstjórnarkosningar fóru fram.
Það var talsvert fylgistap miðað við
kjörtímabilið þar á undan (67 pró-
sent). Margir telja þvi að kosning-
amar í Garðabæ nú muni talsvert
snúast um það hvort D-listinn held-
ur meirihluta sínum.
Sjö manna bæjarstjórn er í
Garðabæ. Sjálfstæðismenn eru með
sinn 4ra manna meirihluta en í
minnihluta hafa verið Framsóknar-
flokkurinn, Alþýðubandalag og Al-
þýðuflokkur, hver með sinn full-
trúa. Nú hefur framboðunum fækk-
að. „A- flokkamir" hafa sameinast
undir listabókstafnum J ásamt öðm
og óflokksbundnu fólki.
GARÐABÆR
- úrslit kosninga '94
A: 11,6%
B: 16,7%
D: 53,9%
G: 17,8%
Kosningamar í Garðabæ snúast taisvert um
það hvort sjálfstæðismenn halda meirihluta.
DV-mynd E.ÓI.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur
ekki til með að halda meirihluta
sínum telja menn liggja beinast við
að B- og J-listinn reyni fyrst að
mynda meirihlutastjóm í Garðabæ.
Talsvert hefur hægt á fólksfjölgun
í Garðabæ á síðustu ámm. í kosn-
ingunum verður talsvert tekist á
um málefni sem snúa að því að
halda þeim íbúum bæjarins sem fyr-
ir eru og að fá fleiri til að flytja í
Garðabæinn - laða að unga fólkið á
aldrinum 25-35 ára, þá sem helst
kaupa lítið húsnæði sem takmarkað
framboð er af í Garðabæ, og fólk
yflr 60 ára aldri sem sama máli
gegnir um - það þarfnast minna
húsnæðis.
Einnig er talsvert tekist á um leik-
skólamál í Garöabæ, hvort byggja
eigi strax við eldri leikskólana til að
anna biðlista og/eða hvort bíða eigi í
um 2 ár eftir að nýr leikskóli verði
tekinn í notkun árið 2000. Skipulag
einsetins grunnskóla og félagsleg
þjónusta eru einnig heit mál í Garða-
bæ i komandi kosningum. -Ótt
Breyttar áherslur
í stjórnsýslunni
„Okkar helstu áherslumál eru
tengd fjölskyldunni. Við teljum að
með einsetningu skólans og yfir-
töku sveitarfélaganna á skólunum
gefist kjörið tæki-
færi til að byggja
upp allt skólastarf
- standa betur að
skólanum en rík-
ið gerði á sínum
tíma. Við verðum
að ýta honum
ofar í forgangs-
röðina. Foreldrar
barna hér í
Garðabæ gera
kröfur um góðan
skóla. Við verðum
að vera menn til að standa undir
þeim væntingum,“ segir Einar
Sveinbjömsson, fyrsti maður á B-
listanum.
„Hér hafa verið að myndast
biðlistar í leikskólunum. Við því
verður að bregðast með því að
byggja nýjar deildir bæði við Lund-
arból og Bæjarból. Að auki verður
að byggja nýjan stóran leikskóla í
Ásahverfinu samhliða uppbyggingu
hverfisins þannig að þjónustan
verði til staðar þegar fólkið flytur
inn.
Við viljum sjá breytta áherslu í
stjórnsýslu bæjarins - aðra og skýr-
ari verkaskiptingu á milli bæjar-
stjórnar og bæjarráðs. Hér þarf að
endurskoða nefndaskipanir, fækka
nefndum og sameina verkefni
þeirra. Að auki viljum við sjá öðru-
vísi farið með fasteignagjöldin. Þau
em hér með þeim hætti að þeirra er
aflað og síðan varið nokkurn veginn
í hvað sem er. Vatnsskatturinn hér
er t.d. mun hærri en sem nemur
kostnaði við rekstur vatnsveitunn-
ar. Drjúgur hluti hans lendir í al-
mennum rekstri. Hins vegar er
sorphirðugjaldið of lágt. Þetta vilj-
um við stilla af og sjá fasteigna-
skattinn eymarmerktan ákveðnum
þjónustuþáttum tengdum húseig-
endum, t.d. götulýsingu, brunavöm-
um, snjómokstri, viðhaldi gatna,
gangstétta og svo framvegis."
Einar Sveinbjörns-
son, oddviti
B-listans.
Einsetning,
barnagreiöslur
og hófsemi
„I fyrsta lagi leggjum við áherslu á
einsetningu grunnskólans frá og með
næsta hausti, að bjóða upp á lengda
viðveru nemenda og efla innra starf
skólans. Jafnframt leggjum við
áherslu á að öllum bömum frá 2ja-5
ára verði tryggt leikskólapláss. Áuk
þess verði greitt með bömum sem era
eins árs og til þess tíma sem þau kom-
ast inn á leikskóla. Þá gildir engu
hvort þau era í vistun hjá foreldrum
eða dagmæðrum,"
segir Ingimundur
Sigurpálsson,
fyrsti maður á D-
listanum.
„í öðru lagi er
lögð áhersla á upp-
byggingu þjónustu-
miðstöðvar fýrir
aldraða með því að
koma upp hjúkrun- Ingimundur Sigur-
ar- og dvalarheim- Pál.s®on, oddviti
ilum. Við horfum D-"s,ans-
einnig til dagvist-
unar og aukinnar heimilishjálpar. í
þriðja lagi á að efla íþrótta- og æsku-
lýðsstarf fyrir alla aldurshópa. Ætlun-
inn er að ráðast í byggingu nýs
íþróttahúss við Skólabraut.
í fjórða lagi er stefnt að því að
vinna að nýtingu nýrra útivistar-
svæða í bæjarlandinu með því að gera
þau aðlaðandi og leggja göngustíga í
upplandinu.
Við göngum út frá því eins og jafn-
an áður að hófsemdar verði gætt í
álagningu opinberra gjalda. Álagning
útsvars og fasteignagjalda hefur verið
í lágmarki. Að því er stefnt að svo
megi verða áfram.“
Heildstæð stefna
frá leikskóla og
upp úr
„Við leggjum aðaláherslu á skóla-
mál, bæði heildstæða stefnu i grunn-
skólanum og að leikskólamálum
verði komið í betra horf. Nú eru 100
börn á biðlistum og þá viljum við
tæma með því að byggja. D-listinn
ætlar ekki að byggja fyrr en árið
2000 í Ásahverfinu. Við, hins vegar,
viljum byrja strax, byggja við leik-
skólana sem fyrir eru og stækka þá.
Hlutirnir hafa breyst við einsetn-
ingu grunnskólanna - þegar slikt
gerist vill fólk hafa minni börnin á
sama tíma í leikskóla og hin börnin
sækja grunnskólann. Við leggjum
einnig áherslu á að styrkja innra
starf grunnskólanna,“ segir Sigurður
Björgvinsson, efsti maður á J-lista.
„Við erum að fara inn í nýja öld
og verðum að leggja nýja áherslu á
búnað skólanna,
tölvur og fleira.
Við viljum heild-
stæða skólastefna
frá leikskóla og
upp úr. Þegar
skóli er einsetinn
lengist viðvera
barna. Við viljum
að ýmis starfsemi
fari inn í skólann
þegar hefðbundn-
um skóladegi lýk-
ur og til þeirra starfa sé fengið vel
menntað fólk sem kann til verka.
Síðan leggjum við áherslu á að
auka þjónustu við aldraða. Við vilj-
um fá hjúkrunarheimili sem fyrst og
auka heimaþjónustuna. Einnig vilj-
um við mötuneyti fyrir aldraða þar
sem þeir geta keypt sér ódýra máltíð
eða fengið heimsent. Við leggjum
áherslu á lækkun skulda bæjarins
sem nú nema um 1400 milljónum
króna. Auk þess viljum við stöðugt
og fjölbreytt lóðaframboð sem hentar
öllum bæjarbúum þannig að ungt
fólk þurfi ekki að fara úr bænum og
aldraðir fái líka húsnæði við hæfi.
Við viljum auk þess auka atvinnu og
hlúa að fyrirtækjum.“ -Ótt
Sigurður Björg-
vinsson, oddviti
J-listans.
Framboðslistar í Garðabæ
B-listi
1. Einar Sveinbjörnsson veð-
urfræðingur.
2. Inga Hrönn Hjörleifsdóttfr
deildarstjóri.
3. Össur Brynjólfsson
flugkennari.
4. Eyþór Rafn Þórhallsson
verkfræðingur.
5. Soffía Guðmundsdóttir
kennari.
6. Ámundur Jónsson
skrifstofustjóri.
7. Elin Dóra Halldórsdóttir
háskólanemi.
D-listi
1. Ingimundur Sigurpálsson
bæjarstjóri.
2. Laufey Jóhannsdóttir
framkvæmdastjóri.
3. Ingibjörg Hauksdóttir
hjúkrunarfræðingur.
4. Erling Ásgeirsson
framkvæmdastjóri.
5. Áslaug Hulda Jónsdóttir
leiðbeinandi.
6. Sigurður Guðmundsson
héraðsdómslögmaður.
7. Ingibjörg Lind Karlsdóttir
blaðamaður.
J-listi
1. Sigurður Björgvinsson
skólastjóri.
2. Lovísa Einarsdóttir
íþróttakennari.
3. Gizur Gottskálksson
hjartalæknir.
4. Anna Rós Jóhannesdóttir
félagsráðgjafi.
5. Helgi Grímsson
fræðslufulltrúi.
6. Anna Magnea Hreinsdóttir
leikskólastjóri.
7. Kristján Blöndal
nemi.