Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v Vel fór á með þeim Jeltsín og Clinton í Birmingham. Leiðtogafundi líkt við helgarfrí ríkra stráka Fundur leiðtoga átta helstu efnahagsvelda heimsins, sem lauk í Birmingham á Englandi í gær, var kallaður „helgarfrí ríku strákanna" af skipuleggjendum víðtækra mótmælaaðgerða gegn samkomunni. Um fimmtíu þúsund manns héldust í hendur og mynduðu um tíu kílómetra hring um fundar- staðinn á laugardag. Mótmælend- ur kröfðust þess meðal annars að þróunarlöndin fengju gefnar eftir skuldir sínar og að aukin áhersla yröi lögð á umhverfismál. Leiötogarnir tilkynntu við lok fundarins að þeir hefðu komið sér saman um áætlun sem miðar að þvi að draga úr skuldabyrði ríkja þriðja heimsins. Þá sögðust þeir hafa trú á því að efnahagslíf Asíu- ríkja ætti eftir að rétta úr kútnum eftir erflðleikana undanfarið. Lebed með örugga forustu í ríkisstjórakosningum: Áfangi á leið í forsetastólinn Alexander Lebed, fyrrum hers- höfðingi og stríðshetja, hafði öruggt forskot á keppinaut sinn í kosning- unum um ríkisstjóraembættið í Krasnojarsk-héraði í Síberíu þegar 90 prósent atkvæða höfðu verið tal- in i gærkvöld. Að sögn rússnesku fréttastofunn- ar Interfax hafði Lebed fengið 56 prósent atkvæðanna en Valerí Zú- bov, fráfarandi ríkisstjóri sem nýt- ur stuðnings stjómvalda í Moskvu, hafði fengið 39 prósent atkvæðanna. Kjörsókn var um 63 prósent. Krasnojarsk er mjög víðlent hér- að og þar era miklar náttúraauð- lindir í jörðu. Héraðið nær frá heimskautahéruðunum í norðri allt til landamæranna að Mongól- íu. Lebed, sem alla jafna er harður í hom að taka, var mjög öraggur með sig og rólegur alla kosningabarátt- Alexander Lebed í höfuðstöðvum sínum í Krasnojarsk. una þrátt fyrir að hann hefði engin tengsl við Krasnojarsk. Hann vann fyrstu umferð kosninganna í apríl en þar sem hann fékk ekki meiri- hluta atkvæða þurfti að kjósa aftur milli efstu manna. Lebed hefur verið mjög í mun að eyða ótta kjósenda um að hann hefði ekki áhuga á málefnum hér- aðsins. Undanfarna daga hefur hann sagt að hann ætli sér því að- eins að keppa um forsetaembætti Rússlands árið 2000 þegar Jeltsín fer frá að hann hafi komið efnahag Krasnojarsk aftur á réttan kjöl. „Ég veit ekki hvort ég vil verða forseti eður ei. Það veltur á því hvernig mér gengur hér,“ sagði Lebed við fréttamenn í höfuðstöðv- um sínum. Lebed og menn hans hafa verið sakaðir um að hafa brot- ið kosningalög. Hún Irene Saez kallar ekki allt ömmu sína. Þessi 36 ára gamla fyrrum alheimsfegurðardrottning frá Venesúela hefur mikinn hug á að verða forseti lands síns eftir kosningarnar í desember næstkomandi. Hún nýtur mikillar hylli al- mennings og hún hefur nú verið tilnefnd forsetaframbjóðandi kristilega flokksins Copei, næststærsta flokks Venes- úela. Stjórnmálaskýrendur telja að hún muni geta nýtt sér flokksvélina til atkvæðaveiða. Námsmenn boöa aögeröir í Indónesíu í dag: Samherji Suhartos forseta vill hann burt Háttsettur félagi í flokki Suhartos Indónesíuforseta og fyrrum ráðherra í stjórn hans sagði í gær að tími væri til kominn að hinn 76 ára gamli for- seti léti völdin í hendur yfirmanns hersins. Þar með virðist fengin stað- festing á orðrómi um að djúpstæður ágreiningur sé innan valdastéttar- innar. Allt var með kyrrum kjörum í Indónesíu í gær. Gífurlegar óeirðir i síðustu viku kostuðu meira en fimm hundrað manns lífið. Námsmenn sem hafa krafist af- sagnar Suhartos mánuðum saman sögðust mundu fara í kröfugöngu að þinghúsinu í dag og krefjast þess að Margir vilja að þessi maður, yfirmaður hers Indónesíu, taki við af Suharto forseta og bjargi landinu. hafist væri handa við undirbúning brottrekstrar forsetans í samræmi við við gildandi lög og reglur. Múslímaleiðtoginn Amien Rais sagði að hann mundi kalla milljónir manna út á götur borga Indónesíu á miðvikudag og krefiast afsagnar for- setans. Rais, sem vill koma í veg fyr- ir frekara blóðbað, fer fyrir 28 millj- óna manna samtökum múslíma. Flestir 200 milljóna íbúa Indónesíu eru íslamstrúar. Ekki er vitað hver næstu skref Suhartos verða. í gær bólaði ekkert á uppstokkun í stjóm hans sem þing- forsetinn lofaði og litið var á sem til- raun til að blíðka almenning. Dauðasveitir drepa Óttast er að dauðasveit hægri- manna hafi drepið þrjátíu manns í helstu olíuvinnsluborg Kól- umbíu. Blaðamanni sleppt Alsírskum blaðamanni, sem var handtekinn þegar hann ætl- aði til Genfar að ávarpa mann- réttindaráðstefnu, hefur verið sleppt úr fangelsi. Kjósið friðinn Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, segir að Amsterdamsátt- máli Evrópu- sambandsins sé mikilvægur lið- ur í að viðhalda stöðugleika og friði í Evrópu til langframa og því ættu Danir að greiða honum atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. maí næstkomandi. Mannfall í Kosovo Þrír menn af albönsku bergi brotnir féllu í átökum við serbnesku lögregluna í Kosovohéraði í gær. Kjósið líka friðinn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bret- lands og írlands hvöttu kjósendur á Norður-írlandi í gær til að greiða friðarsamkomulaginu, sem gert var um páskana, atkvæði sitt á föstudag. Gúmmíkúlur í Hebron ísraelskar hersveitir særðu átta Palestínumenn í gær þegar þær skutu gúmmíkúlum á hóp mótmælenda í Vesturbakkaborg- inni Hebron. Sinatra minnst Aðdáendur stórsöngvarans Franks Sinatra, sem lést í síðustu viku, héldu áfram að minnast hans um helg- ina. Þá var til- kynnt í gær að minningar- guðsþjónusta um hann yrði á þriðjudags- kvöld fyrir vini og vanda- menn. Ekki var vitað í gærkvöld hvenær jarðsett verður. Áhyggjur Netanyahus Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, segir að þjóðir heims eigi að hafa jafn miklar áhyggjur af kjarnorkuvopnum í Mið-Austurlöndum og á Indlandi og 1 Pakistan. Hræðsluáróður blaða Talsmaður Elísabetar Eng- landsdrottningar kallaði hræðsluáróður þær fréttir að Margrét prinsessa, systir drottn- ingar, íhugaði að hætta að koma fram opinberlega vegna heilsu- brests. Burt með nasista Norsk yfirvöld fyrirskipuðu í gær, á þjóðhátíðardegi Noregs, að níu sænskir nýnasistar skyldu reknir úr landi. Kohl tvíefldur Helmut Kohl fór tvíefldur heim af leiðtogafundi átta helstu iön- ríkjanna á sunnudag og gerir sér vonir um að honum takist að blása lífi í kosninga- baráttu Kristi- legra demókrata. Samkvæmt öllui tapa þingkosningunum i haust. Öllum sama um Kabila Örfáir opinberir fánar vora það eina sem minntu Kongóbúa á það í gær að ár er liðið frá því Kabila tók við völdum eftir sigur á her- sveitum Mobutus. Lífið gekk sinn vanagang í höfuðborginni en dát- ar voru þó alls staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.