Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 9 Lögmaður Færeyja ekki á því að gefa Dani upp á bátinn: Vill aukið fiskveiði- samstarf við íslendinga Anfmn Kallsberg, nýr lögmaöur Færeyja, segir að Færeyingar vilji áfram gott samstarf við Dani, þrátt fyrir auknar kröfur um sjálfstjóm. Hann gerir sér grein fyrir því að erfitt geti verið á halda núverandi lífsgæðum með auknu sjálfstæði frá Dönum. „Danir eiga að vera helstu sam- starfsaðilar okkar. Það er alls ekki svo að við viljum ekki halda góðu sambandi við Danmörku," segir Kallsberg í viðtali við danska blaðið Aktuelt. Hann segir að Færeyingar muni leita eftir auknu samstarfi við aðrar þjóðir. „Fiskveiðarnar eru mikilvægasta atvinnugrein okkar. Á því sviði líkj- umst við frekar löndum á borð við ísland. Þess vegna get ég vel séð fyr- ir mér að Færeyingar muni á næstu ámm efna til samstarfs við íslend- inga á því sviði,“ segir nýi lögmað- urinn. Ný landstjóm þriggja flokka, sem allir hafa aukið sjáifstæði frá Dön- um á stefnuskrá sinni, tók formlega Kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakk- landi stendur nú sem hæst og um að gera að reyna að vekja á sér at- hygli. Það gerir norska fyrirsætan Anne Mette Tveiten svo sannarlega. Pakistanar segj- ast ekki hafa sprengt Pakistönsk stjórnvöld visuðu harðlega á bug fréttum þess efnis í gær að þau hefðu sprengt kjam- orkusprengju í tilraunaskyni til að jafna metin við erkifjendurna, Ind- verja. Pakistanar sögðust hins veg- ar hafa alla burði til að sprengja þegar þeim þóknaðist svo. Fregnirnar um meintar tilraunir Pakistana ollu miklum áhyggjum á fundi leiðtoga átta ríkustu þjóða heims í Birmingham á Englandi. Vesturlönd vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir slíkar tilraunir og Bill Clinton Bandaríkjaforseti var- aði við því að kaldastríðsátök gætu raskað jafnvæginu í Suður-Asíu. Indverjar, sem sprengdu 5 atóm- bombur í síðustu viku og voru for- dæmdir fyrir um allan heim, sögðust í gær geta nú smíðað alls kyns kjarnavopn. Þeir létu hins vegar ekkert uppi um það hvort þeir væru tilbúnir að skrifa undir samning um bann við kjarnorkutilraunum. við völdum í Færeyjum um helgina. Flokkarnir eru Fólkaflokkurinn, flokkur lögmannsins, Þjóðveldis- flokkurinn og Sjálfstýrisflokkurinn. Auk lögmanns eru sjö ráðherrar í nýju stjóminni, tveimur fleiri en áður. Mynduð hafa verið tvö ný ráðuneyti, umhverfis- og olíumála annars vegar og hins vegar ráðu- neyti sem fer með sjálfstjómarmál. Það verður Högni Hoydal, sem áður var vinsæll sjónvarpsmaður, sem fær það hlutverk að leiða viðræð- urnar við Dani um aukna sjálfstjórn til handa Færeyingum. ______________Útlönd Hvetja til refsi- aðgerða gegn hvalveiðiþjóðum Samtök hvalavina hvöttu til þess við upphaf ársfundar Al- þjóða hvalveiðiráðsins (IWC) í Óman á laugardag að beitt yrði refsiaðgerðum gegn þeim þjóðum sem brytu bann við hvalveiðum. Hvalavinirnir sögðu að ekki hefði tekist að koma i veg fyrir hvalveiðar Norðmanna og Japana með núgildandi banni. Formaður IWC sagði í setning- arræðu sinni að reynt yrði að læra af reynslu síðustu ára. ÞUGETUR ÖRUGGLEGA EKKI ÍMYNDAD ÞÉR HVADA BÍLTEGUND ÞETTAER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.