Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Spurt á Akureyri Hver veröa úrslit bæjar- stjórnarkosninganna á Akureyri? DV Sveitarstjórnarkosningar 1998 Guðbjartur Guðjónsson tæknimaður: „Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsókn fá 4 hvor, Akureyrarlistinn 2 og L-listinn einn mann.“ Stefán Ólafsson húsasmiður: „Sjálfstæðisflokkurinn fær a.m.k. 4 menn, Framsókn og Ak- ureyrarlistinn 3 hvor og L-list- inn einn.“ Júlía Skarphéðinsdóttir mat- reiðslumaður: „Guð minn góð- ur, ég hef ekki velt þvi fyrir mér.“ Hreiðar Jónsson bæjarstarfs- maður: „Ég held að Akureyrar- listinn og Sjálfstæðisflokkurinn fái 4 hvor og Framsókn 3 Páll Pálsson ljósmyndari: „Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn fá 4 menn hvor, Akureyr- arlistinn 2 og L-listinn einn.“ Halldóra Steindórsdóttir, starfsmaður FSA: „Ég hef ekki hugmynd um það og sjálf er ég óákveðin enn þá varðandi það hvað ég kýs.“ Bæjarstjórnarkosningar á Akureyri: Breytt „landslag" DV, Akureyri: Aðeins tvö af „gömlu framboðun- um“ koma fram á Akureyri við kosningarnar til bæjarstjórnar áð þessu sinni. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bjóða fram að AKUREYRI - úrslit kosninga '94 A: 11,7% B: 40,2% D: 27,2% G: 20,9% venju en hinir listarnir, sem í boði eru, eru nýir. Annars vegar er um að ræða Akur- eyrarlistann, sem er listi Alþýðu- flokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista. Hins vegar er L-listinn sem aðallega hef- ur verið kenndur við Odd Halldórs- son, bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Framsóknar- flokkurinn vann mikinn kosninga- sigur 1994, fékk 5 bæjarfulltrúa kjörna og myndaði meirihluta með eina bæjarfulltrúa Al- þýðuflokks. Alþýðu- bandalagið fékk þá 2 bæjarfulltrúa og Sjálf- stæðisflokkur 3. Kosningabaráttan hef- ur farið hægt að stað á Akureyri og lítið verið um átök. Vonandi tekst þó framboðslistunum að hrista upp í Akureyring- um og koma því a.m.k. til leiðar að kosninga- þátttaka verði meiri en í kosningunum 1994 en þá var hún aðeins rétt um 78% sem þó var umtals- vert meira en fjórum árum áður. -gk Jakob Björnsson. DV-mynd gk Jakob Bjömsson, B-lista: Ekki kyrrstaöa „Helstu málaflokkar þessara kosn- inga eru atvinnumál og uppbygging á svæðinu til að gera það áhugaverðara til búsetu, einnig þjónusta við íbú- ana þar sem skóla- málin eru efst á baugi. Uppi er al- varleg staða vegna uppsagna kennara en við leggjum mikla áherslu á áframhaldandi uppbyggingu skól- anna,“ segir Jakob Bjömsson, efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins. „Við höfum verið að vinna að mót- un skólastarfsins, eftir að við tókum við grunnskólanum, og uppbyggingu húsnæðis. Að mínu mati er uppbygg- ing innra starfs og starfsaðstaða mjög mikilvægt mál. Atvinnumál eru mál málanna, enda undirstaða alls. Við þurfum að vinna að því að fjölga hér fólki og auka tekj- ur bæjarfélagsins. Við leggjum áherslu á þá endurskipulagningu um atvinnu- ráðgjöfma sem í gangi hefúr verið og koma Atvinnuþróunarfélagi Eyjaijarð- ar á þar sem flestir koma að. Þá er það baráttumál okkar að hér inn á svæðið komi eðlilegur hluti af umsvifúm rík- isvaldsins. Síðast en ekki sist leggjum við áherslu á uppbyggingu stóriðnaðar, hvort sem um er að ræða orkufrekan iðnað eða annað, að Eyjafjarðarsvæðið verði með í þeirri umræðu. Atvinnu- mál í víðum skiiningi eru auðvitað lykillinn að frekari uppbyggingu hér. Andstæðingar okkar tala um kyrr- stöðu hér en ég er alveg ósammála því. Við höfúm lagt áherslu á að uppbygg- ingin fari fram á forsendum atvinnu- lifsins og höfum styrkt það eftir fóng- um. Þannig höfum við boðist til að byggja upp rannsóknarhús við Háskól- ann til að auka rannsóknfr tengdar at- vinnulífi. Hingað hafa komið öflug fyr- irtæki með miklar fjárfestingar og þjónusta bæjarfélagsins hefur stóreflst á kjörtímabilinu. Kyrrstöðuna hef ég því ekki séð.“ -gk B-listi 1. Jakob Björnsson bæjarstjóri. 2. Ásta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi. 3. Sigfríður Þorsteinsdóttir baejarfulltrúi. 4. Elsa B. Friöfinnsdóttir lektor. 5. Guðmundur Ó. Guðmundsson, form. Fél. byggingarmanna. 6. Valgerður Jónsdóttir, starfamaður FSA. 7. Friðrik Sigþórsson verslunarstjóri. 8. Konráð Alfreðsson, form. Sjómannafél. Eyjaíjaröar. 9. Minerva B. Sverrisdóttir bankastarfsmaður. 10. Einar Sv. Ólafsson dreifingarstjóri. 11. Sunna Árnadóttir fiskvinnslukona. Kristján Þór Júlíusson, D- lista: Kraftur í stað kyrrstöðu „Kosningamar hér snúast um það hvort stefnuleysi núverandi meiri- hluta rikir áfram eða ekki. Hér hefur ríkt kyrrstaða og doði og slíkt er mjög slæmt fyrir sveitarfélag af þeirri stærð sem Akureyri er,“ segir Kristján Þór Júliusson, oddviti lista Sjálfstæðis- flokksins. „Við leggjum kapp á að breyta þess- ari stöðu og kjörorð okkar er „kraftur í stað kyrrstöðu". Við höfum samhent- an hóp fólks sem er tilbúið að takast á við þessi mál og lítur á þann haug verkefna sem hlaðist hefur upp á sl. fjórum árum sem ögrandi verkefni. Við höfum sett fram ábyrgðar- og metnaðarfulla stefnuskrá sem er þannig úr garði gerð að við tímasetjum verkefnin, hvenær við ætlum að hefja hvaða verk, og við erum ekki með neina hálfvelgju. Við verðum þó að hafa þann eina fyr- irvara á að ef og þegar kemur til meirihlutamynd- unar gengur slíkt Krjs,)án pór út að ná einhveiju samkomulagi. Höfuðáherslan er að rjúfa kyrrstöðu í atvinnumálum og forgangsverkefni í þeim efnum er að bæjarfélagið marki sér stefnu til lengri tíma með hvaða hætti það ætlar að vinna að atvinnumálum bæjarins. Það verk viljum við hefja strax að kosningum loknum og því á að ljúka fyrir áramót. Það viljum við vinna í samráði við atvinnurekendur, verka- lýðshreyfmgu og menntastofnanir. Við leggjum lika mikla áherslu á skólamálin, að draga úr þeirri miðstýr- ingu sem ríkir i skólunum og auka sjálfstæði þeirra. Við höfum lagt áherslu á breytingar í stjómsýslu bæj- arins, að færa hana nær kröfum sam- tímans en verið hefúr. Á sama tíma viljum við fara út í hverfi bæjarins og reyna að auka áhrif bæjarbúa á fram- kvæmdir og fjárhagsáætlanir bæjar- Júlíusson. DV-mynd gk D-listi 1. Kristján Þór Júlíusson, fyrrv. bæjarstjóri. 2. Valgerður Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi. 3. Þórarinn B. Jónsson bæjarfulltrúi. 4. Sigurður J. Sigurðsson bæjarfuiltrúi. 5. Vilborg Gunnarsdóttir tannsmiður. 6. Þóra Ákadóttir hjúkrunarfræðingur. 7. Steingrímur Birgisson viðskiptafræðingur. 8. Páll Tómasson arkitekt. 9. Guðmundur Jóhannsson framkvæmdastjóri. 10. Sunna Borg leikari. 11. Jóhanna H. Ragnarsdóttir hárgreiðslumeistari. ins. Við höfúm sett fram til umræðu hugmyndir um Akureyrarþing sem gæti skapað breiðan vettvang fyrir Ak- ureyringa að ræða sín mál og hafa áhrif á framgang þeirra." -gk Ásgeir Magnússon, F-lista: Sterkari saman „Akureyrarlistinn er nýtt afl í bæj- armálapólitíkinni. Hér hafa þau öfl sem barist hafa fyrir samfélagslegu réttlæti tekið hönd-1 um saman, látið ósamlyndi fortíðar lönd og leið og | ákveðið að vinna saman. Við gerum okkur vonir um að við séum sterkari saman,“ segir Ás- geir Magnússon—— Magnús. sem skipar 1. sæti son. DV-mynd gk Akureyrarlistans. „Aðaláherslumálin eru tvímæla- laust skólamálin og það er ekki auð- velt að nefna önnur mál í þeirri stöðu sem við erum í núna. Yfirtaka sveitar- félaga á þeim málum er gríðarlega mikið verkefni. Á sama tima er ráðist í að einsetja skólana og kallar það á miklu meira húsrými en ákvörðun um einsetningu skólanna hefúr ekki verið fylgt nægjanlega hratt eftir með upp- byggingu skólamannvirkja. Þess vegna verður að grípa til ráðstafana í þeim efnum strax. Við ætlum að hefjast handa strax og taka lán til þeirra fram- kvæmda enda er borð fýrir báru í stöðu Akureyrarbæjar. Síðan er uppi grafalvarleg staða varðandi starfsfólk þessara skóla. Stærstur hluti réttinda- kennara hefúr sagt upp störfum og við því verður að bregðast. Það sem hefúr einkennt þetta bæjar- félag á imdanfömum árum er deyfð og doði og við ætlum að snúa því við. Hlutverk sveitarfélaga er fýrst og fremst tvíþætt, að veita íbúum þjón- ustu fyrir skattpeninga sina og vera forastuafl fyrir sveitarfélagið og sjá til þess að hjól atvinnulífsins snúist. Við getum sannarlega látið til okkar taka á því sviði með því að skapa atvinnulíf- inu sem best skilyrði.“ -gk F-listi 1. Ásgcir Magnússon forstöðunmaður. 2. Oktavía Jóhannesdóttir húsmóðir. 3. Þröstur Ásmundsson kennari. 4. Signin Stefánsdóttir aðstoðarmaður. 5. Jón Ingi Cæsarsson póstfulltrúi. 6. Kristín Sigfúsdóttir kennari. 7. Matthildur Sigurjónsdóttir, varaform. Einingar. 8. Kristján Halldórsson skipstjóri. 9. Guðrún J. Magnúsdóttir fulltrúi. 10. Bjöm Guðmundsson iðnnemi. 11. Hilmir Helgason vinnuvélstjóri. Oddur H. HaUdórsson, L-lista: Samviska okkar ræður „Við leggjum áherslu á að við eram öðruvísi stjórnmálasamtök. Við erum bara fólkið af götunni og flest fólk listans er fólk á bameignar- aldri, fólk sem á böm í skólum og leikskólum. Við leggjum mikla áherslu á málefni þessa fólks og ekki má gleyma forvamarmálum þar sem við viljum að Akureyri verði í farar- broddi," segir Oddur H. Halldórsson sem skipar efsta sæti á L-lista. „Við leggjum líka áherslu á að rödd hins almenna borgara heyrist inn í bæjarstjóm. Ég hef setið þar undanfarin ár og þaö átti að koma mér út þaðan vegna þess að ég sagði þar það sem ég meinti. Stuðningur- inn við mig var hins vegar svo mik- illaðL- lista framboðið varð að veru- leika. Okkar áhersla liggur líka í því að Akureyrarbær verði fjölskylduvænn bær. Það verður að stemma stigu I við fólksflótta úr bænum til höfúð- | borgarsvæðisins og það gerum við j m.a. með þvi að skapa hér bestu j aðstæður fyrir j fjölskyldufólk. Það fólk sem er að velja sér búsetu til framtíðar er oft á aldrinum 25-40 ára og við viljum höfða til þessa fólks með því að auka framkvæmdir bæjarins og taka til þess framkvæmdalán. Reynsla mín segir mér að ýmis öfl í þjóðfélaginu tengist inn í stjóm- málaflokkana og fulltrúar þeirra geta ekki ávallt unnið þannig að það sé bænum þeirra fyrir bestu. SH-ÍS mál- ið svokallaða en gott dæmi um slíkt. L-listinn er þverpólitískt framboð. Við innan L-listans teljum að lands- málapólitík komi bæjarpólitíkinni ekki við og það eina sem við fórum með inn í bæjarstjóm er eigin sann- færing og samviska.“ -gk Oddur H. Helga- son. DV-mynd gk L-listi 1. Oddur H. Halldórsson iðnrekstrarfræðingur. 2. Marsibil F. Snæbjarnardóttir sjúkraliði. 3. Ágúst Hilmarsson sölumaður. 4. Nói Bjömsson skrifstofumaður. 5. Svanborg Guðmundsdóttir nemi. 6. Víöir Benediktsson stýrimaður. 7. Hulda Stefánsdóttir skrifstofumaður. 8. Þorsteinn Haraldsson tækjamaður. 9. Helgi Snæbjarnarson pípulagningameistari. 10. Ingibjörg Ó. Pétursdóttir leiðbeinandi. 11. Kristinn H. Ólafsson, starfsm. Brekkuskóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.