Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 18. MAI 1998 Þorpslöggur Heimsókn forseta íslands og Danadrottningar til Vestfjarða heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu aö vona. Stóran þátt í góðri skipulagn- ingu átti Ólafur Helgi Kjartans- son.sýslumaður Is- firðinga, sem varð- aði slóð hinna tignu gesta. Rign- ing og vindsperr- ingur aftraði ekki Vestfirðingum frá þvi að mæta og fagna gestunum. Eini skugginn var framkoma nokkurra löggu- þjóna sem gengust upp í því að ýta fjölmiðlafólki til og frá undir merkjum skipulagningar. Nokkr- ar þorpslöggur trufluðu starf ljós- myndara og annarra sem sjá um að kynna ferðina fyrir almenn- ingi. Löggumar voru útbúnar sendibúnaði sem þær notuðu óspart þó aðeins væru nokkrir metrar í viðmælandann. Að hætti erlendra fyrirmynda kvittuðu þefr fyrir hvert samtal með „Roger" ofan í hálsmálið... Poppari í Brussel í Brassel býr Baldur Hrafn Vilmundarson, sextán ára sonur Vilmimdar heitins Gylfasonar og Valgerðar Bjamadóttur sem þar er einnig búsett. Ættin hefur lagt gjörva hönd á margt, enda bæði ritsnillingar og tónskáld innan hennar. Baldur Hrafn hefur nú bætt enn einni ró- « ' sinni við því hann er í hljómsveit í Brassel sem um þessar mundir er að gefa út disk. Söngvari hljómsveitar- innar er einmitt Baldur Hrafn... Símadóni á Stöð 2 Á dögunum fékk skiptiborð Stöðvar 2 símtal frá sjálfum for- sætisráðherra, Davíð Oddssyni, sem kvartaði um undarleg símtöl sem hann gæti ekki betur séð en kæmu frá sjónvarpsstöð- inni. Einhver hefði hringt i sífellu heim til Davíðs í tuttugu mínútur og andað í sím- ann. Þetta olli nokkru írafári meðal símastúlkna og ákváðu þær að komast til botns í þessari uppákomu. Hringdu þær út um alla stöðina og báðu trausta aðila að vakta alla síma svo hægt yrði að grípa dónann við iðju sína. Þeg- ar hringt var í fréttastofu kom í ljós að lafmóðir fréttamenn þar á bæ reyndu að ná i Davíð sem hafði ekki tekist vegna ólags á síma... Hjálmar í sókn Fyrir siðustu þingkosningar vann Siv Friðleifsdóttur öllum á óvart Hjálmar Árnason í próf- kjöri Framsóknar á Reykjanesi. Hjálmar naut stuðn- ings ílokksforyst- unnar, sér í lagi Steingríms Her- mannssonar, sem var áður eini þingmaður flokksins í kjör- dæminu. Hjálm- ar náði eigi að síður kjöri úr öðru sæti. Hann er nú í bullandi sókn, eftir að hafa tekist að koma sér vel á framfæri vegna málafylgju sinnar við vetnisfram- leiðslu á íslandi. Hjálmar er því talinn mjög sigurstranglegur í prófkjörinu í haust. Framsókn hef- ur hins vegar tapað fylgi á suðvest- urhominu og ólíklegt að flokkur- inn fái aftur tvo þingmenn. Siv kynni því að verma sæti varaþing- manns næsta kjörtímabil... Umsjón:Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Komu til ísiands Bsi til að giftast ísland best geymda leyndarmál heims, segir bandarískt par fellihýsi „Við komum til ís- lands í mars 1997, að vetri til, og fórum á bílaleigubíl með suður- ströndinni. Komum til Víkur og heilluðumst af staðnum. Fórum nið- ur í fjöruna og upp að kirkjunni. Útsýnið það- an er stórkostlegt, - fjallið, sjórinn, byggðin og allt sem fyrir augu bar er eitt það mikil- fenglegasta sem við höfðum séð. Það er sér- stakasti staður sem við höfðum komið á og við vildum koma aftur hingað,“ sögðu Tim og Eleonore Eads frá Michigan í Bandaríkj- unum . Þau giftu sig hjá séra Haraldi M. Kristjáns- syni í Víkurkirkju 6. maí. Þau höfðu ráðgert að gifta sig í Bandaríkj- unum - helst Chicago - en þegar þau fóru að spá í undirbúninginn sem fylgdi því skiptu 1 Miðstöð með hitastýringu 1 Skráning og númeraplata 1 Tveggja hellna gaseldavél * 12 volta rafkerfi og rafgeymir 1 Áfylltur gaskútur 50 mm kúlutengi Lokaður lyftubúnaður Ryðvarinn undirvagn og margt fleira kr. 518.700 Hafðu samband - ýmsir lánamöguleikar Tim og Eleonore nýgift í Víkurkirkju. þau um skoðun og ákváðu að fara með nánustu ættingja sína til ís- lands og gifta sig í Vik. „Við keyptum miða fyrir alla hjá Flugleiðum og það kostaði okkur jafn mikið og það hefði kostað að giftast í Bandaríkjunum. Þetta er miklu eftirminnilegra og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast á hverri sekúndu. íslendingar eru líka svo indælir," sögðu brúðhjónin. Þau voru á ferðalagi þegar þau komu til íslands í fyrra og eru ekki tengd íslandi neinum ættarböndum. „Við vorum eingöngu að leita að einhverju nýju. Við höfum komið til Halifax, Nova Scotia, Vancouver og víðar. Þegar til Islands kom fannst okkur við finna falinn fjársjóö. Best geymda leyndarmál í heimi.“ Þegar þau sögðu ættingjum og vinum hvar þau ætluðu að gifta sig hristu þeir höfuðið og sögðu að á ís- landi væri svo kalt. Allir héldu að svo væri vegna nafnsins. „Fólkið okkar hélt að hér byggju eskimóar í snjóhúsum. Það er kannski skiljanlegt. En líttu bara á Grænland. Nöfn þessara landa era algerar andstæður miðað við nátt- úrufar. Á íslandi kemur margt á óvart. Menning á háu stigi, allt skipulag og fólkið vel menntað." Þau segjast hafa séð margt um ís- land á Netinu og þó að þau geti ekki lesið íslensku gátu þau skoðað myndirnar. Sumar þeirra eru frá Vík. Fólkið sem kom með þeim var svo heillað að það framlengdi dvöl- ina i þrjá daga. „Það fór til Reykja- DV-myndir Njörður víkur, síðan norður og ætlar svo víðar." Tim er flugvélarafeindafræðingur og Eleonore er fornfræðingur en vinnur nú við endurskoðun áætlana hjá flugfélögum. Þau sögðu að brúð- kaupsdagurinn væri ógleymanleg- ur. Eftir athöfnina fóru þau i útsýn- issiglingu að Reynisdröngum og í Hálsanefshelli með hjólabátnum. „Það var stórkostlegt. Drangarnir og fjallið eru falleg og mjög merki- leg jarðfræðilega séð. Okkur hafði langað til að fara að Reynisdröng- um. Við höfum lesið þjóðsöguna um þá og margar aðrar íslenskar þjóð- sögur. Þessar sögur gera íslenska fólkið að því sem það er fyrir okkur. Brúðkaupsdagurinn verður ógleym- anlegur." -NH Sportbúð - Títan • Seliavegi 2 SÍMl 551 6080 • Fax 562 6488 H O N D A 5 d y r a 2.0 i 12 8 h e s1ö f l Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður nnifaiið í verði bílsins v' 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvé v' Loftpúöar fyrir ökumann og farþega v Rafdrifnar rúöur og speglar v' ABS bremsukerfi v' Veghæð: 20,5 cm v Fjórhjóladrif s Samlæsingar v' Ryðvörn og skráning v' Útvarp og kassettutæki V Hjólhaf: 2.62 m ■v Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæö: 1.675m " ! samanburð Verð á götuna: 2.285.000,- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- EJ HONDA Sími: 520 1100 Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.