Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 23 Hestar Konur einokuðu gullin Konur fengu tuttugu og tvö gull af þrjátíu á íþróttamóti Gusts um helgina. Hverjar eru þessar konur? Allt um þaö hér á eftir. Gustarar skiptu keppendum í sex flokka. í yngsta flokki, sem nefndur er pollaflokkur, kepptu þau minnstu og voru tvær stúlk- urnar sex ára. Önnur þeirra, Guð- ný B. Guðmundsdóttir, sigraði í þrígangi (brokki, feti og tölti) og tölti á Litla-Rauð. Faðir hennar, Guðmundur Skúlason, og systirin, Berglind R. Guðmundsdóttir, fengu einnig sinn hluta gullverðlaunanna. Guðmundur sigraði í fjórgangi, tölti og íslenskri tvíkeppni á Sjö- stjörnu í 2. flokki og Berglind í tölti og íslenskri tvíkeppni á Maí- stjörnu í unglingaflokki og gæð- ingaskeiði á Skerjálu og Litla- Rauð í slaktaumatölti i opnum flokki. Hryssurnar sem þau feðginin keppa á eru allar frá Svignaskarði en þaðan er Guðmundur ættaður. Gylfi Gylfason varð stigahæstur knapa í 2. flokki á ísólfi. Sem fyrr er nefnt voru konur mjög virkar á Gustsmótinu og fékk Hugrún Jóhannsdóttir fimm gull- verðlaun í opnum.flokki. Hún sigraði í tölti, fjórgangi og íslenskri tvíkeppni á Blæ, í skeið- tvíkeppni og varð stigahæsti knap- inn. Sigurjón Gylfason sigraði í fimm- gangi. I ungmennaflokki sigraði Ásta D. Bjarnadóttir í fjórum greinum. Hún keppti á Eldi og fékk gull fyrir tölt, fjórgang, íslenska tvíkeppni og varð stigahæst en Sigurður Halldórsson sigraði í flmmgangi og skeiðtví- keppni á Lómi. Svandís D. Einarsdóttir fékk þrenn gullverðlaun í unglinga- flokki. í flórgangi sigraði hún á Ögra, í fimmgangi á Snúð og einnig varð hún stigahæsti knapinn. Freyja Þorvaldsdóttir hreinsaði borðið í barnaflokki og fékk öll fern gullverðlaunin. Hún keppti á Kópi. Erling Sigurðsson, sem er félagi í Fáki, sigraði í 100 metra miðnætur- skeiði með fljúgandi starti en hann fékk tímann 8,49 sekúndur á Ann- an. Sigurður Halldórsson fagnaði ógur- lega er hann sigraði í fimmgangi í ungmennaflokki. Með honum á mynd eru Birgitta D. Kristinsdóttir og Maríanna S. Bjarnleifsdóttir. DV-mynd E.J. Sigurður heldur einvaldstitlinum Gull á fáar hend- ur hjá Herði Einstefna var að guflverðlaunum í flestum flokkum á íþróttamóti Harðar í Mosfellsbæ um helgina. í öllum ungknapaflokkunum fékk sami knapi öll gullverðlaunin en dreiflngin var meiri í 1. og 2. flokki. Skipting fullorðinnna knapa í 1. og 2. flokk hefur tekist geysilega vel víðast hvar og voru liðlega flörutíu knapar skráðir í þessa flokka til samans hjá Herði. í ungknapaflokkunum voru skráðir 24 keppendur og er það ágæt þátttaka. Knapar í Herði eru vel ríðandi því sex þeirra náðu lágmarksein- kunn í tölti fyrir landsmót, allir þeir fimm sem voru í úrslitum og Guðmar Þ. Pétursson sem keppti í ungmennaflokki. Hryssan Kringla frá Kringlumýri fékk langhæstu einkunnina, 100,7 punkta. Sigurður Sigurðarson var knapi Kringlu en hann var flölþreifinn innan um verðlaunin. Það sem ger- ir öll gullverðlaun hans sérstök er að hann keppti á þremur hestum. Auk sigursins í töltinu á Kringlu sigraði Sigurður í fimmgangi og gæðingaskeiði á Prins og slaktaumatölti á Nökkva. Hann sigr- aði einnig í skeiðtvíkeppni og var stigahæsti knapinn. Birgitta Magnúsdóttir sigraði í ís- lenskri tvíkeppni á Óðni og Guð- mundur Einarsson í flórgangi á Ótta. í 2. flokki fékk Jón Þ. Daníelsson þrjú gull fyrir sigur í tölti, íslenskri tvíkeppni og einnig varð hann stiga- hæsti knapinn. Hann keppti á Hnokka. Þorkell Traustason sigraði í flór- gangi á Blátindi. I fimmgangi, gæðingaskeiði og skeiðtvíkeppni sigraði keppandi sem að öðru leyti keppir í barna- flokki. Það var Kristján Magnússon sem keppti á vekringnum Pæper. Ef ekki er til flokkur fyrir kepp- anda má hann keppa upp fyrir sig og það gerði Kristján með þessum frábæra árangri. í ungmennaflokki sigraði Guð- mcir Þ. Pétursson í tölti, flórgangi, íslenskri tvíkeppni og varð stiga- hæstur knapa á Háfeta. Hiö sama gerði Sigurður S. Páls- son í unglingaflokki á Rimmu og Daði Erlendsson í barnaflokki á Neista. Norðurlandamót í hestaíþrótt- um verður haldið 5. til 9. ágúst í Danmörku. Landsliðsnefnd hefur beðið Sig- urð Sæmundsson að velja sveitina og stjórna keppninni. Hann stóð sig frábærlega er hann valdi í landslið fyrir heims- meistaramótið sem var haldið í Noregi í fyrrasumar en þá fengu íslendingar fleiri gull en fyrr. Hver þjóð má senda 15 knapa tU að keppa í fullorðinsflokki á Norður- landamótinu og 5 unglinga. Óvíst er hve margir fuUorðnir munu keppa en að sögn HaUgríms Jónassonar hjá Landssambandi hestamannafélaganna (LH) er stefnan að hafa fámenna sveit en Þótt íslenskir knapar séu afar aðsópsmiklir á lista FEIF (Félags vina og eigenda íslenska hestsins) eiga þeir í erfiðleikum með að tryggja sér sæti þar vegna skorts á World Cup-mótum á íslandi. Lagðar eru saman bestu ein- kunnir knapa á sama hesti á þremur World Cup-mótum og gUd- ir árangur aUt að tvö ár afturábak. Vandamál íslendinganna er að einungis verða haldin þrjú World- Cup mót í sumar á íslandi. Þeir mega ekki fara með hest- ana utan og koma með þá tU baka. En þeir knapar sem keppa á Norð- urlandamótinu í Danmörku fá ár- angur sinn skráðan tU stiga og þá geta þeir einnig skroppið tU Evr- ópu á World Cup-mót en þar kem- ur tU töluverður kostnaður. TU að fá stig metin verða knap- því skæðari. Unglinganefnd LH mun velja unglingana. Þeir knapar sem telja sig eiga erindi í landsliðið eru beðnir að hafa samband við Sigurð Sæ- mundsson fyrir 5. júní. Sigurður mun velja knapa sem hafa sýnt góðan árangur á árinu. Óvíst er hvort hestar verða flutt- ir út í sumar og því veit enginn hvort knapar á íslandi geta tekið hesta með sér eða verða að fá hesta í útlöndum. Margir knapar á íslandi eiga að- gang að hestum í útlöndum og eins eru margir íslenskir knapar í út- löndum með góða hesta. ar að fá hærri einkunn en 5,50 og nú eru 725 knapar á stigalista FEIF, sem er unninn af Marko Mazeland í Hollandi Keppnisgreinar eru átta en eng- um knapa hefur tekist að fá stig í hlýðnikeppninni. f þeim sjö greinum sem eftir eru er Sigurbjöm Bárðarson efstur í tölti, flórgangi, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði og Þórður Þorgeirs- son er efstur í 150 metra skeiði. Uli Reber í Þýskalandi er efstur í slaktaumatölti og Karly Zings- heim í Þýskalandi efstur í fimm- gangi. íslendingar í ýmsum löndum eru með 33 knapa í einhverjum af tíu efstu sætunum í þessum sjö keppnisgreinum eða 47% knapanna. Sigurður S. Pálsson fékk fjögur gull í barnaflokki á Rimmu. Honum á hægri hönd er Hrafnhildur Jóhannesdóttir en Þorvarður Friðbjörnsson til vinstri. DV-mynd E.J. Skortur á World Cup- mótum -E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.