Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 Spurt í Ólafsvík Sveitarstjórnarkosningar 1998 Veröur breyting á bæjarstjórninni? Björk Bergþósdóttir búöar- eigandi: „Áhugi fólks er aö vakna núna og ég held að þaö verði breyting á stjóm bæjar- ins.“ Hallveig Magnúsdóttir: „Ég held ekki að það verði nein breyting. Ég tel rétt og nauðsyn- legt að byggja íþróttahúsið.“ Kristján Kristjánsson fram- kvæmdastjóri: „Það verður að breytast. Það verða 3 sjálfstæðis- menn, tveir af Snæfellsbæjarlista og einn Framsóknarmaður." Þórður Stefánsson fram- kvæmdastjóri: „Ég er búinn að veðja um úrslitin og get því ekki sagt meira um þau.“ Dagur Dervic: „Sjálfstæðisflokk- urinn á eftir að vinna og senni- lega stórt. Mér finnst hann hafa staðið sig best Sveitarstjórnarkosningar í Snæfellsbæ: Selur hlut sinn í Snæfelli - íþróttahús byggt og skuldir lækkaðar fyrir ágóðann Snæfellsbær á fátt sammerkt með öðrum þeim þéttbýliskjörnum sem að öðru jöfnu ganga undir nafngift- inni bær. Ef litiö er á svæðið sem bæ er um að ræða fimm ansi dreifða bæjarhluta sem liggja simnan, vest- an og norðan Snæfellsjökuls. Þessi hverfi Snæfellsbæjar eru Arnarstapi og Hellnar, Ólafsvík og Neshreppur utan Ennis þar sem Hellissandur og Rif eru. íbúar á þessu svæði eru um 1760 og á kjörskrá eru 1145. Snæfellsbær varð til við samein- ingu sveitarfélaga árið 1994 og bæjar- stjóri frá ársbyrjun 1996 er Guðjón Petersen sem áður var hjá Almanna- vörnum. Ráðningartími hans er til loka kjörtímabilsins en hann er ráð- inn sem ópólitískur bæjarstjóri. í síðastu kosningum voru fjórir flokkar í framboði: Framsóknar- flokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag og bæj- arfulltrúar voru níu. Nú hefur orðið að samkomulagi að bæjarfulltrúum verði fækkað í sjö. Fyrir komandi kosningar verða þrír flokkar í boði en alþýðubandalagsmenn og alþýðu- flokksmenn, auk óháðra standa nú að Snæfellslistanum. Að núverandi meirihluta standa Sjálfstæðisflokk- ur með 4 menn, Framsóknarflokkur með 2 og Alþýðubandalagið var með 1. Alþýðuflokkur var einn í minni- hluta með 2 menn. Þrátt fyrir nýtt bandalag A-flokkanna í kosningun- um hefur það ekki valdið neinu róti innan bæjcirstjómarinnar eftir því sem bæjarfulltrúar tjáðu DV. Ekki hefur verið mikið um stór- framkvæmdir í bænum á síðasta kjörtímabili. Helst hefur verið unn- ið að lagfæringu gangstétta og mal- bikun gatna og í skólpmálum. Svo sem eðlilegt er í svo dreifðu bæjar- félagi hefur mikill tími fariö f þróun vinnureglna um framkvæmdir og það er fyrst á þessu ári sem lagt verður í „alvöruframkvæmd" sem er bygging íþróttahúss í Ólafsvík. Húsið hefur verið hannað og eiga byggingarframkvæmdir að byrja í júlí. Það á að þjóna öllum bænum og vera skólaíþróttahús fyrir Hell- issand, Rif og Ólafsvík. Skólamálin hafa verið til skoðun- ar og hefur verkfræðistofan VSÓ gert úttekt á þeim málum. Ætlunin er að reyna að samnýta þá skóla sem fyrir eru og er til umræðu að þeim skólum sem eru f þéttbýli verði skipti upp í yngri og eldri deildir. Skuldir bæjarsjóðs við árslok 1997 námu um 420 milljónum króna og hafði skuldastaðan frekar farið versnandi. Nú stendur fyrir dyrum að ganga f skuldbreytingar á óhag- stæðum lánum bæjarfélagsins, auk þess sem bæjarfélagið hyggst selja hlutabréf sín í útgerðarfyrirtækinu Snæfelli. Arðinn af þeirri sölu á að nota annars vegar til að greiða nið- ur skuldir og hins vegar til að fjár- magna hið nýja íþróttahús. Ferðamálin áhugamál Framsóknar Pétur S. Jóhannesson fiskútflytj- andi er efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins í Snæfellsbæ. Sagð- ist Pétur reikna með að Framsókn mundi halda sínum mönnum í kosn- ingunum. Mörg mál væru ofarlega á baugi fyrir kosningarnar og risi bygging íþróttahúss á Ólafsvík þar einna hæst. Það biði nýrrar bæjar- stjórnar að fara yfir tillögur Verk- fræðistofunnar VSÓ um skólamál þar sem lagðar yrðu til ýmsar leiðir til hagræð- ingar f notkun og rekstri skólanna. Þá væri ómögu- legt að reka tvær bæjarstjórnar- skrifstofur fyrir bæinn, aðra í Ólafsvík og hina á Hellissandi. Sagðist Pétur vonast til að þær yrðu í Ólafsvík. Þetta gæti hins vegar orðið að ágreiningsefni á milli manna. Umhverfismál væru stórmál og sorpmál hefðu lengi verið í ólestri. Þau þyrfti að laga sem og frárennsl- ismálin. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingmn ættu þessi mál að vera komin í lag fyrir árið 2005. Pétur sagði að ferðamál væru orð- in að alvöruatvinnugrein sem bær- inn vildi styðja við og þau væru sér- stakt áhugamál framsóknarmanna. í því sambandi skipti væntanleg upp- setning þjóðgarðs frá Dagverðará að Gufuskálum miklu máli og gæti skapað mörg ný störf. Vonandi kæmi ákvörðun fljótlega frá Guðmundi Bjamasyni umhverfisráðherra f mái- inu. Þá væri Björgunarskólinn á Gufu- skálum kominn á fremsta hlunn en hvort hann yrði að raunveruleika ylti ekki síst á dugnaði og samstöðu heimamanna. Slysavarnafélagið og björgunarsveitimar hefðu samþykkt þetta fyrir sitt ieyti. i kjölfar þjóð- garðsins þyrfti að gera átak í vega- gerð í kringum Jökul og það þyrfti að fylgja þvi eftir. Af öðrum málum nefndi Pétrn- mikinn kyndingarkostnað heimila á svæðinu sem væri eitt þeirra atriða sem réði því hvort fólk vildi búa þar eða ekki. Það þyrfti því að bora eftir heitu vatni á svæðinu. Pétur S. Jóhannesson. Aukum metnað og reisn Sveinn Þór Elínbergsson er að- stoðarskólastjóri viö Fjölbrautaskól- ann í Ólafsvík og efsti maður á Snæ- fellslista Bæjarmálafélags Snæfells- bæjar. Hann sagði að Alþýðubanda- lagið hefði samþykkt í mars að styðja þennan lista en á honum væri fólk allra flokka. Hann sagðist von- ast til að breyting yrði á samsetn- ingu bæjarstjómar í komandi kosn- ingum, Framsókn, Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðubandalag hefðu verið i meirihluta síðasta kjörtfmabil og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur það næsta á undan. Alþýðuflokksmenn hefðu verið einir í minnihluta með 2 menn. „Meirihlutinn er stór en er orðinn þreyttur og það er óhætt að segja að við í minnihlutanum séum orðin óþreyjufull að komast að. Hins vegar óttast ég aö Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur muni halda saman. Við setjum byggingu íþróttahúss sem efsta mál á lista. Síðan koma skólamálin en þau þarfnast endur- skipulagningar í sameinuðu sveitar- félagi. í þriðja lagi viljum við ná samstöðu um aukinn metnað og reisn bæjarfélagsins. Það þarf að laða fram kosti sameiningarinnar og við trúum því að bæjarfélagið eigi mikil sóknarfæri. Bærinn ætlar aö selja hlutabréf sín í Snæfelli og reisa íþróttahús. Fé- lagið verður hér áfram með togara Sveinn Pór Elínbergsson. og rækjuvinnslu. Sóknarfærin eru nóg, hér eru þrjár hafnir og tveir fiskmarkaðir. Það þarf að auka fjöl- breytni í atvinnu- málum, t.d. með eldra fólk í huga, en vinnan sem býðst hér er oftast hörð og mikil. Ferðamálin bjóða líka upp á tæk- ifæri og við vonum að Hvalfjaröar- göngin muni hafa þau áhrif að fólk muni aka hingað vestur á Snæfells- nes í stað þess að allir fari GuUfoss- og Geysis-hringinn. Stjómsýslunni er nú skipt milli bæjarfélaga og hana þarf að einfalda og gera ódýrari. Það er ekki hægt að hafa tvær stjórnsýsluskrifstofur í 1700 manna byggðarlagi, enda er vel þekkt að hafa þetta miðlægt. Það þarf að gera átak í sameining- armálunum og fleyta þeim áfram en sameiningin hefur staðnað. En eins og ég sagði þá leggjum við mikla áherslu á að auka metnað og reisn bæjarfélagsins," sagði Sveinn Þór. Jákvætt hug- arfar nauð- synlegt Jón Þór Lúðvíksson oakarameist- ari er annar maður á lista Sjálfstæðis- flokksins en Ásbjöm Óttarsson, sem er í efsta sætinu, var á sjó þegar tíð- indamenn DV bar að garði. Hann sagði menn vinna vel saman í bæjar- stjóminni en helstu málin væm auð- vitað atvinnumálin, þar sem gera þyrfti átak, skólamál og umhverfis- mál. I umhverfismálimum mætti nefna hinn væntanlega þjóðgarð og svo sorpmálin. Það hefði verið unnið í þeim en reka þyrfti endahnútinn á þau mál á komandi kjörtímabili. Hann sagði Sjáifstæðismenn leggja áherslu á jákvætt hugarfar, það hefði brunnið dá- lítið við að menn „héma megin á svæðinu" væru neikvæðir. Það þyrfti að standa saman, togstreita hlyti auðvitað að vera til staðar eftir sameiningu en það væri þroskaferh sem þyrfti að fara í gegnum. Jón Þór sagði þessa nei- kvæðni ekki vera áberandi meðal yngra fólksins sem kæmi með já- kvæðu hugarfari að lausn verkefna. „Við sjálfstæðismenn ætlum að vinna vel að uppbyggingu staðanna og þar em ferðamálin í brennidepli. Það hef- ur verið mikið unnið í þeim málum fyrir sunnan Jökul en ferðamál væm sífellt að verða mikilvægari." Jón Þór sagðist ekkert vilja gefa út um hvort leggja ætti niður ein- hverja skóla í hagræðingarskyni, „ég held að fólk láti ekki bjóða sér slíkt.“ Spurður um úrslit kosning- anna sagðist Jón Þór telja að tveir menn kæmu í hlut hvers flokks fyr- ir sig. „Það er hins vegar ómögulegt að segja til um hver fær þriðja manninn." Jón Pór Lúðvíksson. Framboðslistar i Snæfellsbæ B-Iisti 1. Pétur S. Jóhannsson fiskútflytjandi. 2. Magnús Eiríksson framkvæmdastjóri. 3. Guðmundur Þórðarson bæjarfulltrúi. 4. Kristín Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri. 5. Ragna ívarsdóttir húsfreyja. 6. Þorkell Cyrusson aðstoðarskólastjóri. 7. Vigfús Öm Gíslason sjómaður. D-listi 1. Ásbjörn Óttarsson sjómaður. 2. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. 3. Ólína Björk Kristinsdóttir leiðbeinandi. 4. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri. 5. Pétur Pétursson útgeröarmaður. 6. Jóhannes Ólafsson prentari. 7. Margrét Björk Björnsdóttir húsfreyja. S-listi 1. Sveinn Þór Elínbergsson, aðstoðarskólastjóri fjölbrauta- skólans. 2. Jóhannes Ragnarsson, fonnaður verkalýðsfélagsins Jökuls. 3. Margrét Sigríður Ingi- mundardóttir leiðbeinandi. 4. Guðbjörg Jónsdóttir verkakona. 5. Jón Þorbergur Oliversson vélstjóri. 6. Aðalsteina Erla Laxdal Gísladóttir, starfskona leik- skóla. 7. Sigurður Amfjörð Guð- mundsson sjómaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.