Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 29
Árið 2000: Er tölvan þín tilbúin? Vonandi brosa allir tölvunotendur breitt áriö 2000. Símamynd Reuter. Hvernig veit maður hvort tölvan heima er tilbúin fyrir ár- ið 2000? Þetta er nokkuð sem sumir hafa áhyggjur af. Hér eru hins vegar nokkrar ábend- ingar um hvern- ig hægt er að komast að því svo maður geti sofið rólegur á nýársnótt árið 2000. Þessi alkunni vandi getur herjað á þrjá staði i tölvunni: í forritum, stýri- kerfinu og „heila“ tölvunn- ar. Þegar tölvan er ræst sér heilinn um að kanna all- an hugbúnað með klukku kerfisins. Stýrikerfið fær síðan upplýsingar um dagsetningu og tíma frá þeirri klukku og forritin fá þær upplýsing- ar frá stýrikerfinu. Framleiðandi forritsins getur gef- ið upplýsingar um hvort forritið er hæft til að takast á við árið 2000. Mjög oft er framleiðandinn það for- sjáll að setja slíkar upplýsingar á vefinn. Það ætti því ekki að vera vandamál að komast að slíku. Búnaðurinn er aðeins flóknara mál. Notendur PC-tölva gætu lent í vandræðum ef þeir nota eldri Penti- um örgjörva eða aðra eldri. Sumir þeirra eru ekki gerðir til að höndla árið 2000. Ef notaður er nýrri Penti- um örgjörvi eða Pentium II á allt að vera í lagi. Hægt er að ná í sérstak- an prófunarbúnað á vefnum til að athuga hvort örgjörvinn ræður við ártalið. Slóðin er http://www.nstl. com/html/ymark_2000. html. Þessi búnaður, sem kallast Ymark, stillir tölvuklukkuna tímabundið á tíu sekúndur fyrir árið 2000 og lætur hana síðan ganga í gegnum áramótin. Windows-vandamál Windows-stýrikerfm eru ekki al- veg laus við vandamál, tengd árinu 2000. Þetta á reyndar ekki við um þau nýjustu, Windows 98 og Windows NT 4.0, og þau sem koma þar á eftir. Windows 3.x og eldri út- gáfur af Windows 95 gæti þurft að upp- færa til að forðast vandræði. Microsoft er reyndar með upp- lýsingar um þessi mál á vefsíðu sinni og tekur þá á öllum forritum og hugbún- aði sem fyrirtækið framleiðir. Slóðin er http:// www.microsoft. com/year2000. Griðarlega mikið af upplýsingum er að finna á þessari síðu, ekki bara um Windows heldur einnig um forrit á borð við Word og Excel. Makkar öruggir Notendur Macintosh-tölva þurfa hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur. Apple hefur reyndar ver- ið með sínar tölvur tilbúnar fyrir þetta örlagaríka ár síðan 1984. Það má hins vegar geta þess, svona til gamans, að Macintosh tölvurnar munu lenda í erfiðleikum með að melta árið 29940. Það er kannski eins gott að hafa þig í huga ef mað- ur er að skipuleggja viðskipti 28.000 ár fram í tímann. Mál tengd Macin- tosh og árinu 2000 er hægt aö fmna á vefsíðu Apple. Slóðin á þær upp- lýsingar er http://www.apple. com/macos/info/2000.html# macos. -HI Netfangaskrá og vefsíðukennsla Tvö islensk rit sem geyma hag nýtar upplýsingar fyrir netnotend- ur hafa nú lítið dagsins ljós Þetta eru annars vegar Net- fangaskrá sem Miðlun gefur út og fæst bæði í bókarformi og á Netinu og hins vegar Vefsmíði á eigin spýtur eftir Pétur Björnsson sem Hemra gefur út. DV gluggaði þessar bækur og athugaði hvað þær hefðu upp á bjóða. 7000 netföng Netfangaskrá er mjög þarft framtak þar sem skráningu netfanga fyr- irtækja og einstaklinga hefur verið mjög ábótavant.1 Miðlun gaf reyndar síðast út net- fangaskrá árið 1995 en síðan þá hefur útlitinu.. verið gjörbreytt og er Net,an9askram allt orðið aðgengi- legra. Um 700 fyrirtæki eru flokkuð í stafrófsröð og vefslóðir um 400 þeirra fyrirtækja er að finna í bók- inni. Netfóng starfsmanna fyrir- tækjanna eru tæplega 7000 sem skráð eru í bókina. Hægt er að leita bæði að netfóng- um undir fyrirtækjum og fletta upp einstaka starfsmanni. Einnig er veffangaskrá eftir fyrirtækjaflokk- um en þar tekst ekki eins vel til og þar hefði flokkunin mátt vera betri. Skráin er auk þess ekki nægilega tæmandi en sökin þar liggur hjá fyrirtækjum sem ekki hafa sent upplýsingar í skrána frekar en hjá útgefanda. Þessi hók er lágæt svo flangt sem fhún nær fen þjónar fekki nógu fbreiðum fhópi. Hún fgetur verið fágæt í starf- finu en það fvantar tilfinn- fanlega net- ffangaskrá ein- fstaklinga. fReyndar verður fnæsta símaskrá feinnig með net- fföngum en undir- frituðum er ekki 'kunnugt um hve margir nýta sér það. að HTML-forritun Vefsmíði á eigin spýtur er ætlað að kenna fólki að búa til vefsíður og er þá einkum verið að hugsa um HTML-forritun. Undirritaður leyfir sér hins vegar að efa að bókin geri mikið gagn sem slík. Ástæðan fyrir því er ekki bara sú að komin eru forrit þar sem ekki er þörf á neinni kunnáttu í HTML-forritun (þ. á m. nýjasta útgáfan af Word). Ástæðan er einfaldlega sú að ef maður vill gera ákveðna hluti á HTML en veit ekki hvernig á að gera þá þarf mað- ur að fletta nánast í gegnum alla bókina. Ég reyndi t.d. að komast aö því hvernig hægt væri að skáletra í HTML og mér hreinlega tókst það ekki fyrr en ég byrjaði bara að lesa bókina í gegn. Kennslan að öðru leyti er rökrétt. Byrjað er á grunnatriðum HTML og hver kafli endar með æfingum sem menn geta spreytt sig á. Síðan er fjallað um myndvinnslu, bakgrunna og töflugerð. Sjötti kafli bókarinnar er síðan um allan HTML-staðalinn. Sá kafli kemur sér ágætlega ef mað- ur er í vandræðum með eitthvert ákveðið merki. Sams konar kafli hefði hins vegar þurft að \era sem tekur á spumingum á borð við hvernig stækka á letrið, hvemig á að miðja, hvernig hægt er að breyta um leturgerð, láta stafi blikka o.s.frv. Þessi uppbygging gerir það að verkum að þessi bók gagnast mest þeim sem kunna nákvæmlega ekki neitt í HTML-forritun. Ekkert efnis- yfirlit gerir það hins vegar að verk- um að þeir lengra komnu græða lít- ið á bókinni þrátt fyrir að upplýs- ingar séu fyrir hendi í heftinu sem gætu komið þeim vel. Þess má að lokum geta að ritið er það þriðja í röð sjálfsnámsrita frá Hemru. Þau fyrri eru um Windows 95 og Lotus Notes. Væntanleg eru síðan hefti um Excel 97, PowerPoint og Word 97. -HI Smíðum og hönnum brettakanta, sólskyggni og boddýhiuti á flestar gerðir jeppa, einnig boddýhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 l C jaric) gajc)ci- og verðsamanburð BFCoodrich All-Terrain T/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- ■nnBDEKK •Jeppadekk SUÐURSTROND 4 S: 561 4110 ^súðkaupsveislur—útisamkomur—skemmranlr—tönleikar—sýningar — kynningar og fl. og ti. og fl. fcröfM - veislutjðld.. SkÍDUlf ,.og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar tíJQ” skipuleggja á eftirminnilegan viðburo - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. e r*-.'—p—r-J Tjöld af I Q<£ö®a sScáta ..með skátum á heimavelli ifcnl 562 1390 • fax 552 6377

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.