Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 6
rTil leigu SamkomutjölcP
Folleg og sterk.
IRINAS NYA LIV
Leikstjóri Suzanne Osten.
Unga Klara.
Borgarleikhúsinu su. 24.
uppselt, má. 25. og þri. 26.5.
kl. 20.
JORDISAVALL, Montserrat
Figueras og Rolf Lislevand.
Hallgrímskirkju í kvöld kl.
20. Órfá sæti laus
CHILINGIRIAN STRING
QUARTET og Einar
Jóhannesson.
íslensku óperunni mi. 27/5
kl. 20, örfá sæti laus.
NEDERLANDS DANS
THEATER II og III.
Borgarleikhúsinu fi. 28.,
örfá sæti laus, og fö. 29/5.
kl. 20.
VOCES THULES:
Þorlákstíðir.
Kristskirkju, Landakoti, su.
31/5 ki. 18 og 24.
GALINA GORCHAKOVA,
sópran.
Háskólabíói þri. 2/6 kl. 20,
uppselt.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS.
Hljómsveitarstjóri Yan
Pascal Tortelier.
Fiðluleikari Viviane Hagner.
Háskólabíói fö. 5/6 kl. 20
SEIÐUR INDLANDS.
Indverskir dans- og
tónlistarmenn.
Iðnó lau. 6. og su. 7/6 kl.
20. Örfá sæti laus
KLÚBBUR
LISTAHÁTÍÐAR í IÐNÓ
f kvöld kl. 21.00-22.30:
Kór Slöggviliðs Reykjavíkur
syngur.
Ósk Óskarsdóttir ílytur
nokkur lög.
POPP í REYKJAVÍK í og
við Loftkastalann 4.-6. júní.
Miðasala í Loftkastalanum,
s. 552 3000.
CARMEN NEGRA og
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
(sjá sérauglýsingar).
MIDASALA í Upply.singainiðsliiií
li'i ilainála íRcykjavík, Bankastræti 2.
Sínii 552 <>-><!<>.
Opiií alla daga li á kl. 8.3(1—19.0(1
ng á sýningarslail klukkiilínia
ly rir syningu.
(ir(‘i(lsliik(irla|)j(imista.
Ilrildanlagskrá liggnr
traninii í niidasiilii.
Fréttir
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
DV
Stórsigur sjálfstæöismanna á Seltjarnarnesi:
Ekki verk eins manns
- segir Sigurgeir Sigurðsson, efsti maður D-lista
Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjam-
arnesi heldur meirihluta sínum.
Reyndar gerir hann betur og bætir
við sig manni. Sigurgeir Sigurðsson
hefur verið sveitarstjóri og bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi allt frá árinu
1965.
„Ég vil þakka íbúum Seltjamar-
ness fyrir endurnýjað traust. Við
buðum fram mjög sterkan og góðan
lista og þetta er verk okkar alira.
Þetta er ekki verk eins manns,“
sagði Sigurgeir þegar úrslit vora
ljós.
„Við höfum verið með stjórn hér
í 36 ár og ætlum okkur að gera það
áfram. Við ætlum að þjóna Seltim-
ingum hér eftir sem hingað til, seg- Sigurgeir Sigurðsson fagnar með sínu fólki eftir að úrslit sýndu stórsigur D-
ir Sigurgeir. -rt/S |istans. DV-mynd S
Sigurður Geirdal og aðrir framsóknarmenn í Kópavogi höfðu sannarlega ástæðu til að fagna á laugardagskvöld.
Framsóknarmenn bættu við einum manni og voru nánast búnir að ná tveimur. DV-mynd Teitur
Framsóknarmenn í Kópavogi unnu mann:
Mjög hamingjusamur
- segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri
„Við náðum manni inn og vorum
nánast búnir að ná inn þeim þriðja.
Ég er mjög hamingjusamur með
þessi úrslit. Þetta er mikill sigur
fyrir framsóknarmenn í Kópavogi.
Það er ekkert farið að ræða meiri-
hlutasamstarfið en það er ljóst að
samstarfið síðastliðin 8 ár hefur
gengið mjög vel. Ég get ekki séð
annað en bæjarbúar séu ánægðir
með meirihlutann. Ég er mjög bjart-
sýnn á komandi kjörtímabil," segir
Sigurður Geirdal, hæjarstjóri í
Kópavogi og oddviti framsóknar-
manna, sem bættu við manni í
Kópavogi og hafa nú tvo í stað eins
áður. Flokkurinn hefur verið í
meirihlutasamstarfi við sjálfstæðis-
menn og samkvæmt þessu er líklegt
að svo verði áfram.
-RR
ísafjörður:
Sátt við
okkar
- segir oddviti D-lista
„Við erum í heildina sátt við
okkar hlut í þessum kosning-
um. Við ætluðum okkur fimm
menn en vissum að það var á
brattann að sækja. Við fógnum
því að við eram að auka við
okkur fylgi. Ég held að það sé
ljóst að þessi framboðslisti okk-
ar höfðar til breiðari hóps en
oft áður,“ segir Bima Lárus-
dóttir, oddviti sjálfstæðis-
manna á ísaflrði.
Þorsteinn Jóhannesson, odd-
viti sjálfstæðismanna í síðustu
kosningum, var nú í baráttu-
sætinu, fimmta sæti, en komst
ekki inn.
-RR
ísafjörður:
Viðræður
um meiri-
. j
hlutasam-
starf
„Við erum ánægð. Það hefði
auðvitað verið frábært að fá
hreinan meirihluta en það
tókst þó ekki. Það vom óskap-
lega mörhg auð atkvæöi
þannig að ljóst er að óánægðir
sjálstæðismenn hafa frekar
skilað auðu heldur en að kjósa
annað. Við ætlum að vinna vel
að málum. Það ríður á fyrir
okkur Vestifirðinga. 1 sam-
bandi við meirihlutasamstarf
þá emm við þegar í viðræðum
við Framsókn en þaö er ekkert
orðið ljóst á þessari stundu.
Við ætlum að taka okkur tíma
og huga vel að þessum málum.
Við ætlum að auglýsa eftir bæj-
arstjóra eins og við lofuðum,"
segir Bryndís Friðgeirsdóttir,
oddviti K- lista á ísafirði, sem
fékk fjóra menn kjöma.
-RR
Gunnar Birgisson, D-lista:
Fram-
sóknah
menn
sigur-
vegarar
„Ég er mjö^mægður og þetta eru
virkilega góð úrslit fyrir sjálfstæðis-
menn í Kópavogi. Við höfum bætt
við okkur fylgi hér í bænum og það
er mjög sterkt. Sigurvegarar kosn-
inganna eru þó framsóknarmenn og
ég óska þeim til hamingju með það.
Meirihlutinn í bænum fékk 62 pró-
sent atkvæða hjá kjósendum. Það
hlýtur að segja manni ýmislegt,"
segir Gunnar Birgisson, oddviti
sjálfstæðismanna í Kópavogi.
-RR
Gunnar Birgisson og aðrir sjálfstæðismenn í Kópavogi voru ánægðir með úrslit kosninganna þar. DV-mynd Teitur