Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Side 11
11 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 i>v Fréttir ’ Smábátum fjölgar ört í Bolungarvík - 10 bátar keyptir síðan um áramót DV, ísafjarðarbæ: | Mikil fjölgun hefur orðið í smá- bátaflota Bolvíkinga frá áramótum. Þangað hafa verið keyptir tíu bátar auk tveggja annarra sem keyptir hafa verið vegna endurnýjunar á eldri bátum. Láta mun nærri að með þessum bátum hafi komið 500 tonna fiskveiðikvóti að verðmæti um 250 milljónir króna. Þykja þessi báta- og kvótakaup mikil tíðindi í Bolungarvík þar sem stöðugt hefur gengið á fiskveiðiheimildir undan- farin ár auk þess sem þaðan hafa verið seld skip í stórum stíl. Telja sjómenn sem blaðið ræddi við þetta bera vott um að nú séu Bolvíkingar að blása til nýrrar sóknar þar sem sýnt þyki að utanaðkomandi rekstr- araðilar muni ekki verða atvinnu- lífi staðarins til þeirrar bjargar sem margir hafi vonast eftir. -HKr. ► ) SeyðisQöröur: Vel heppnað ferðamálaþing DV, Seyðisfirði: Fyrsta ferðamálaþing Austur- lands var haldið á Seyðisfirði 17. apríl en um morguninn var aðal- fundur Ferðamálasamtaka Austur- lands. Ásmundur Gíslason, formað- . ur samtakanna, setti þingið. Hann ' sagði það enga tilviljun að fyrsta þingið væri haldið á Seyðisfirði. Seyöfirðingar hefðu í meira en tvo áratugi verið í fararbroddi og bæri þar hæst ferjusiglingar Noirænu. Hann benti á að viðurkenning og stuðningur stjómvalda hefðu verið í lágmarki, sem sæist á því hve lang- an tima uppbygging þjónustuhús- næðis hefði tekið, tæpa tvo áratugi, og bundið slitlag kom ekki á Fjarð- arheiði fyrr en á síöasta ári. I Aðalmálin á dagskrá fundarins voru gönguleiðir á Austurlandi. Frummælendur þrir. Áhrif virkjana norðan Vatnajökuls á ferða- mennsku á Austurlandi. Fmmmæl- endur fjórir og ferðaþjónusta á Austurlandi í nútíð og framtíð. Frummælendur 3. Eftir hvern þessara dagskrárliða svömðu frummælendur fyrirspum- um. Margt kom fram í öllum þess- um málflutningi og ólík viðhorf, s.s. í virkjunarmálum og áhrifum þeirra á þennan atvinnuveg. Almennt vom ræðumenn þó bjartsýnir á vöxt og viðgang þessar- ar atvinnugreinar, beri menn gæfu til að stilla saman strengi og líta til heildarhagsmuna. Síöastur frum- mælenda talaði Jónas HaUgrímsson og flutti kröftuga hvatningartölu. Ásmundur formaður sagði að loknum fundi að hann væri mjög ánægður. Sagði þetta fyrsta ferða- málaþing hafa tekist vel. Aðsókn góð, móttökur frábærar, málflutn- ingur vandaður og hvetjandi og stefnan sett í rétta átt. J. J. DV, Eskifirði: Ýmis teikn eru á lofti um það að Keikó muni koma á Eskifjörð og ýmsir þegar byrjaðir að markaðs- setja sig á þeim grunni. Keikó mun vera kominn á bæjar- skrifstofuna og hefur fengiö þar heiðurssæti, sem honum ber, þar sem allir sjá hann. Svipað er uppi á teningnum á bensínafgreiðslu Shell og mun hann vera innfluttur og Sportvöruverslun Hákonar selur bamaboli með Keikó framan á og hefur hann selst eins og heitar lummur. Svo er það stóra spumingin hvað nýja sveitarfélagið muni eiga að heita en Eskfirðingar eru með það á hreinu, Keikóland, hvað annað. -ÞH Keikó kominn Torfærutilboð ájeppum Bjóöum þessa bíla með föstum 5% vöxtum, óverðtryggð til 36 mánaða. Jeep Cherokee Country '93. Ásett verð: 1.890.000. Okkar verð: 1.650.000 Grand Cherokee Laredo V8 '94. Ásett verð: 2.690.000. Okkar verð: 2.390.000 Jeep Cherokee Laredo dísil '95. Ásett verð: 1.990.000. Okkar verð: 1.890 .000 Jeep Cherokee Laredo '87. Ásett verð: 990.000. Okkar verð: 725.000 Jeep Cherokee Laredo '91. Ásett verð: 1.550.000. Okkar verð: 1.290.000 Jeep Cherokee Laredo '88. Ásett verð: 1.190.000. Okkar verð: 1.000.000 Jeep Cherokee Laredo '89. Ásett verð: 1.390.000. Okkarverð: 1.190.000 Daihatsu Rocky '90. Ásett verð: 750.000. Okkar verð: 690.000 Jeep Cherokee Pioneer '87. Ásett verð: 890.000. Okkar verð: 750.000 Jeep Cherokee Pioneer '86. Ásett verð: 750.000. Okkar verð: 500.000 Toyota HiLux D/C. Ásett verð: 1.050.000. Okkar verð: 900.000 Ford Bronco '84. Ásett verð: 490.000. Okkar verð: 350.000 MMC Pajero '84. Ásett verð: 590.000. Okkar verð: 390.000 Isuzu Trooper '89. Ásett verð: 990.000. Okkar verð: 790.000 Jeep Cherokee Limited '90. Ásett verð: 1.490.000. Okkar verð: 1.290.000 Jeep Wrangler Renegate '92. Ásett verð: 1.390.000. Okkar verð: 1.250.000 ~ií. Nissan Pathfinder '89. Ásett verð: 1.050.000. Okkar verð: 850.000 Ford Econoline '89. Ásettverð: 1.890.000. Okkarverð: 1.490.000 1 9 4 6 - 1 996 SlMI: 554 2600 Fimm góöar ástæður fyrir að versla hjá Jöfur 1 engin útborgun • 5% vextir • lán til 36. mánaða Visa/Euro greiðslur • Allir bílar söluskoðaðir 1946-1996 SÍMI: 554 2600 Óverðtryggð lán 5% vextir Óverðtryggð lán 5% vextir Óverðtryggð lán 5% vextir Óverðtryggð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.